Haukur - 01.08.1912, Side 5
HAUKUR.
»Ef móður yðar hefir þótt vænt um yður,
Maríublóm, þá mun hún aumka yður, fyrirgefa
yður, og elska yður heitara en áður. En hafi
hún aftur á móti útskúfað yður, og ekki viljað af
yður vita, þá væri jafngott þótt hún fyndi til þess,
1 hverja eymd og niðurlægingu kaldlyndi hennar
°8 i'æktarleysi hefi steypt yður. Það kæmi henni
Þú í koll sem hæfileg hefnd«.
»Hvaða gagn gæti jeg haft af hefnd? Og auk
þess — — ef jeg hefndi mín á þeim, sem gert
hafa á hluta minn, þá hlyti jeg að álíta, að jeg
hefði ekki framar neinn rjett til þess, að lifa gæfu-
súmu Hfi — þetta hefi jeg oft huggað mig við«.
»Þjer liaflð alveg rjett fyrir yður. Við skulum
ekki tala meira um þetta«.
Þau voru nú komin út á sljettuna fram
Undan St.-Ouen, áleiðis til St.-Denis. Jafnvel þótt
'andslagið væri tilbreytingalítið, var Maríublóm
Þú svo hrifin.af útsýninu og fegurð náttúrunnar,
að hún gleymdi raunum sínum í svipinn. Andlit
hennar Ijómaði af saklausri, barnslegri ánægju.
^ún hallaði sjer út um vagngluggann, klappaði
Saman lófunum og mælti:
»Lítið þjer bara á, hr. Rúdólf, er það ekki
yndislegt? Grænar ílatir á alla vegu!------Æ, má
íeg ekki fara snöggvast ofan úr vagninum? Veðr-
*ð er svo fagurt, og það væri svo gaman að hlaupa
hjerna um sljettuna«.
»Það getið þjer fengið barnið gott! — Staldrið
þ)er við, ökumaður!«
»Hvað þá? Ætlið þjer að fara að gegna þess-
Uln dutlungum mínum, hr. Rúdólf?«
»Já, mjer er sönn ánægja að því, að ganga
úáfltið með yður«, svaraði Rúdólf.
»Hvað þjer eruð góður, lir. Rúdólf!«
Þau hjeldust í hendur og hlupu eins og börn
hl og frá um sljettuna, þar til þau voru orðin
sprengmóð. Fjöri og kæti Sólskríkjunnar verður
VaHa með orðum lýst. Þau námu staðar öðru
hvoru, og soguðu í sig hreina, heilnæma sveita-
l°ftið; og þegar Sólskríkjan kom auga á eitthvað
af blómum þeim, er lifað höfðu af fyrstu frostnæt-
Urnar, gat' hún ekki að sjer gert, að æpa upp yfir
Slg af fögnuði og taka hvert einasta blóm, sem hún
Sa- Að lokum varð hún þreytt af hlaupunum, og
fr'eðan hún kastaði mæðinni, settist hún á trjástofn
einn, er stóð rjett við djúpan skurð, sem var fram
úieð veginum. Hún var orðin rjóð í kinnum, og
angun bláu Ijómuðu af ánægju og fjöri. Milli
l’úsrauðra varanna skein í fallegar, mjallhvítar
tennurnar. Brjóst hennar þandist sundur og sam-
an af mæðinni, og hún lagði höndina á hjartað,
eiI1s og hún væri að reyna að sefa hjartsláttinn,
en nieð hinni hendinni rjetti hún Rúdólf hagablóm
^an> er hún hafði tínt.
Það er naumast hægt að hugsa sjer neitt ynd-
Jslegra, heldur en hreina ánægju- og sakleysis-svip-
nn. sem skein á þessu fríða og einlægnislega andliti.
Þegar Mariublóm hafði varpað mæðinni svo
aú hún mátti mæla, sagði hún með klökkri röddu
við Rúdólf:
»Hvað guð er góður, að lofa okkur að lifa
Svona inndælan dag!«
— 129 —
Rúdólf vöknaði um augu, þegar hann heyrði
þennan veslings fyrirlitna einstæðing lofa skapar-
ann fyrir það, að hún fjekk að njóta sólskinsins
og sjá grasið og blómin ....
Óvæntur atburður vakli Rúdólf allt í einu af
þessum hugleiðingum hans.
U
9. kapítuli.
Óvcentur atburður.
Eins og áður er skýrt frá, sat Sólskríkjan á
trjástofni, er stóð á skurðbarmi einum. Allt í einu
reis maður upp í skurðinum, hló hrottalega og hristí
af sjer laufið og mosann, sem hann hafði falið sig
undir.
Sólskríkjan rak upp angistaróp, og leit til
Rúdólfs.
Þetta var Breddubeitir.
»Vertu óhrædd!« kallaði hann, þegarhann sá,
að Sólskríkjan spratt upp og flúði lafhræddd til
förunauts síns. »Það var einkennileg tilviljun,
að við skyldum hittast hjerna, hr. Rúdólf, eða er
ekki svo? Þjer bjuggust vist ekki við því, og jeg
ekki heldur. Takið þjer nú eftir, herra minn«,
mælti hann alvörugefinn. »Mjer er sama, hvað
menn segja um það, en það hlýtur að vera eitt-
hvað þarna í loftinu uppi yfir okkur, sem hefir
stjórnað för yðar hingað! — — Skrítið er það!«
»Hvað ert þú að gera hjerna?« spurði Rúdólf
forviða.
»Jeg er á verði fyrir yður, herra minn ....
En það var fjandans heppilegt, að þjer skylduð
rekast hingað út að búgarðinum minum! Ja, það
er sem jeg segi .... eitthvað er það . «
»Jeg spyr þig aftur: Hvað ert þú að gera
lijerna?«
»Það skal jeg bráðum segja yður«, svaraði
Breddubeitir, og hljóp yfir að vagninum, klifraði
upp á vagnþakið, skimaði í allar áttir, og kom
svo aftur hlaupandi til Rúdólfs.
»Segðu mjer nú hvernig á þessu stendur«,
mælti Rúdólf.
»Bíðið þjer svolítið við, herra minn! Jeg þarf
enn þá að spyrja yður að einu: Hvað er klukkan?«
»HáIf eitt«,-svaraði Rúdólf.
»Það er gott; þá höfum við nógan tíma. Uglan
kemur ekki fyr en eftir hálfa klukkustund«.
»Uglan?« mæltu Rúdólf og Sólskríkjan bæði
í senn.
»Já, Uglan!« svaraði Breddubeitir. »Jeg skal
segja yður söguna með fáum orðum, herra minn:
Þegar þjer voruð farinn burt úr kránni í gærkvöld,
kom stórvaxinn karlmaður inn í krána, og með
honum kvenmaður í karlmannsfötum. Þau spurðu
mig um . . . . «
»Jeg veit það; haltu áfram!«
»Þau veittu mjer vín, og spurðu mig mikið
um yður. En jeg sagði þeim ekkert, þvi að þjer
hafið ekkert sagt mjer eða sýnt af leyndarmálum
yðar, nema hnefahöggin, sem við munum eftir, og
jafnvel þótt jeg hefði vitað eitthvað, þá hefði jeg
ekki farið að lepja það í þau. Nei, við erum vinir
— 130 —