Haukur - 01.08.1912, Side 7
„Dröfnótt band —
(Framh.)
Af því, sem jeg nú hefi sagt, getið þjer skilið
það, að við Júlía systir mín lifðum mjög gleði-
snauðu lifl. Að lokuin komst það svo langt, að
ekkert af vinnufólkinu fjekkst til þess að vera kyrrt
hjá okkur, svo að við systurnar urðum um lang-
an tíma að sinna öllum heimilisstörfum. Veslings
systir mín var að eins þrítug að aldri, þegar hún
Ijezt, og þó var hár hennar orðið grátt, eins og
mitt er nú farið að verða«.
»Systir yðar er þá dáin?«
»Já, það eru nú um tvö ár síðan hún dó, og
það er einmitt um dauða hennar, sem mig lang-
aði til að tala við yður. Eins og þjer skiljið sjálf-
sagt, fengum við sjaldan tækifæri til að hitta jafn-
aldra okkar og jafningja. Við eigum samt frænku,
móðursystur okkar, sem er ógift. Hún heitir
Honoria Westphall og á heima í grennd við Harrow.
Við fengum einstöku sinnum að heimsækja hana.
Fyrir rúmum tveim árum var Júlía hjá henni um
jólin, og þar hitti hún ungan mann, höfuðsmann,
Og trúlofaðist honum. Þegar hún kom heim, sagði
hún stjúpa okkar frá trúlofuninni, og var ekki
annað að lieyra, en að lionum líkaði vel. En
hálfum mánuði áður en brúðkaupið átti að fara
fram, gerðist sá hörmulegi atburður, er svifti inig
Veslings systur minni, einu vinkonunni sem jeg átti«.
Sherlock Holmes hafði hallað sjer aftur á hak
í stólnum og lygnt aftur augunum. Nú opnaði
hann þau til hálfs og leit á stúlkuna.
»ViIjið þjer nú skýra nákvæmlega frá öllum
atriðum málsins, smáum og stórum?« mælti hann.
»Það er hægt að gera«, svaraði hún, »því að
hvert einasta smáatvik þessa hörmulega atburðar
stendur svo skýrt fyrir hugskolssjónum mínum,
eins og þau hefðu skeð í gær. Stoke Moran er
ákaflega gamall búgarður, eins og jeg hefi áður
Sagt> og við búum að eins í annari álmu húss-
ms. Svefnherbergin eru á neðstu hæð, en dag-
stofan og borðstofan á næsta lofti. Næst dyrun-
uni er svefnherbergi lir. Roylotts, þar næst svefn-
herbergi systur minnar, og mitt innst. Á milli
herbergjanna eru engar dyr, og lierbergisdyrnar
vita allar út að sama ganginum. Segi jeg nógu
gt'einilega frá?«
»Já, mjög greinilega«.
»Gluggarnir á svefnherbergjunum snúa út að
garðinum. Kvöldið áður en þessi sorgaratburður
Serðist, fór Roylott læknir snemma til herbergis
sh)s; en við vissum, að hann fór ekki nærri strax
að hátta, því að systir mín, sem þoldi illa tóbaks-
reyk, hafði óþægindi af reyknum af sterku, ind-
versku vindlunum, sem hann var vanur að reykja,
og kom þess vegna yfir í mitt herbergi. Og við
sátum góða stund saman, og spjölluðum um vænt-
anlega giftingu hennar. Klukkan 11 stóð hún upp,
og ætlaði að fara; en hún nam staðar í dyrunum
og sneri sjer við.
»Segðu mjer eitt, Helen«, sagði hún, »hefir þú
aldrei heyrt eitthvert einkennilegt blístur á nóttunni?«
»Nei«.
»Og það getur víst ekki átt sjer stað, að þú
blístrir upp úr svefninum?«
»Nei, það er óhugsandi. En hvernig fer þjer
að detta þetta í hug?«
»Mjer datt það í hug vegna þess að jeg hefi
nú á síðkastið heyrt eitthvert einkennilegt, lágt,
en þó greinilegt blísturhljóð kringum kl. 5 á morgn-
ana. Jeg sef ákaflega laust, og vakna ætíð við þetta
hijóð. Jeg get ekki sagt um það með vissu, hvað-
an það kemur — hvort það kemur úr næsta her-
bergi, eða hvort það kemur neðan úr garðinum.
Mjer fannst rjett að spyrja þig að því, hvort þú
hefðir ekki heyrt það líka«.
»Nei, jeg hefi alls ekki heyrt það. Það eru
sjálfsagt ólukkans Zigeunarnir, sem hafa laumazt
inn í garðinn«.
»Já, það er sennilegt. En ef það kemur utan
úr garðinum, þá er það undarlegt, að þú skulir
ekki hafa heyrt það«.
»Jeg sef miklu fastara en þú«.
»Nú, þetta er sjálfsagt ekki sjerlega mikilsvarð-
andi mál«, mælti hún brosandi, bauð mjer góða
nótt, og lokaði dyrunum á eftir sjer. Og rjett á
eftir heyrði jeg að hún sneri lyklinum í skránni
á sínu herbergi«.
»Svo —«, mælti Holmes, »voruð þið vanar
að læsa herbergjunum ykkar á nóltunni?«
»Já, það gerðum við ætíð«.
»Og hvers vegna?«
»Jeg hefi þegar sagt yður frá því, að bæði
urðarköttur og api gengu lausir á lieimilinu, og
þess vegna gátum við aldrei verið óhræddar, nema
við læstum herbergjunum«.
»Já, það er auðskilið. En gerið nú svo vel
halda áfram«.
»Jeg gat ekki sofnað um nóttina. Mjer fannst
einhver hætta vofa yfir okkur, þótt jeg gæti enga
grein gert rnjer fyrir því. Eins og þjer munið,
vorutn við systurnar tvíburar, og þjer vitið, hve
afar-næm og innileg bönd tengja saman svo ná-
skyldar sálir. Veðrið var lika illt og ógcðslegt.
Regnið buldi á gluggunum og storinurinn hvein á
liúshliðinni. En gegnum allan þennan hávaða
lieyrðist allt í einu nistandi angistaróp. Jeg heyrði,
að það var rödd syslur minnar, og stökk þegar í
stað fram úr rúminu, fieygði sjali yfir mig og hljóp
— 133
— 134 —