Haukur - 01.03.1913, Blaðsíða 8

Haukur - 01.03.1913, Blaðsíða 8
HAUKUR. »Jeg er orðin sæmilega hraust, hr. Shirley«, svaraði hún. »Það er bezt að heyra, hvað læknirinn segir«, sagði jeg. wÞjer megið ekki snerta á neinni vinnu; en þjer gerið máske svo vel, um leið og þjer farið, að segja herra Brunton, að jeg vilji tala við hann. »Kjallaravörðurinn er týndur«, svaraði hún. »Týndur! Hvernig þá?« »Hann er horfinn — enginn veit, hvað af hon- um er orðið. Æ, já, hann er horfinn! hann er horfinn!« Um leið og hún mælti þetta, skjögraði hún út að veggnum og rak upp hvellan skræk, og svo skellihló hún og grjet á vixl. Jeg varð dauð- hræddur við þessi læti í henni, og hljóp að bjöll- unni, til þess að hringja á hjálp. Svo var farið með stúlkuna, snöktandi og veinandi, upp í her- bergið hennar; en jeg fór að spyrjast fyrir um Brunton. Það var enginn vafi á því, að hann var horf- inn. Hann hafði ekki verið í rúminu sínu um nótt- ina, og enginn af heimilismönnum hafði sjeð hann frá því er hann fór upp í herbergið sitt kvöldið áður. En það var ekki auðvelt að skilja það, hvernig hann hafði farið að því, að komasl út úr húsinu, því að allir glugggar höfðu verið lokaðir um morguninn, og allar dyr sömuleiðis. Föt hans, vasaúr og meira að segja peningar hans, lágu enn þá í herberginu hans. Ekkert vantaði, nema svarta fatnaðinn, sem hann var vanur að ganga í hvers- dagslega. Og gólfskóna hans vantaði líka, en stíg- vjelin hans voru þar. Hvert gat hann hafa farið um nóttina, og hvað gat hafa orðið af honum? Auðvitað leituðum við um allt húsið, neðan úr kjallara og upp á efsta loft, en hvergi sást neitt eftir af honum. Eins og jeg hefi áður sagt, er húsið reglulegt völundarhús; þar eru ótal herbergi og gangar sitt á hvort, og mikið af alls konar skúma- skotum, einkum í elzfu álmunni, sem ekki hefir verið notuð til neins síðustu mannsaldrana. En við leituðum alstaðar, í hverri krá og hverjum kyma, hátt ög lágt, en urðum einskis vísari. Það virtist óhugsandi, að hann væri alfarinn burt af heimilinu, þar sem allt dót hans var eftir, en hvað gat hann þá hafa gert af sjer? Jeg ljet sækja lögregluþjóna greifadæmisins, og rannsökuðu þeir þetta eftir föngum, en það kom í sama stað niður — þeir urðu einskis visari. Það hafði rignt um nóttina. Við athuguðum gangstígana og gras- flatirnar kringum húsið, en það var allt árang- urslaust. Svona var nú málinu komið, þegar annað ó- skiljanlegt atvik bar að höndum, er gafokkurnýtt umhugsunarefni. Rachel Howells hafði verið svo slæm í tvo daga — ýmist hágrátandi eða með óráði — að við urðum að fá hjúkrunarkonu til þess að vaka yfir henni. Þriðju nóttina eftir hvarf Bruntons, þ. e, fyrstu nóttina, sem hjúkrunarkonan var hjá okkur, sá hún síðari hluta nætur, að sjúk- lingurinn var loksins sofnaður værum svefni og eðlilegum. Hún liallaði sjer þá út af á hægindastólnum, til þess að fá sjer ofurlít- inn dúr. En þegar hún vaknaði aftur snemma morguns, sá hún sjer til mikillar skelfingar, að rúmið var autt, glugginn opinn og sjúklingurinB gersamlega horfinn. Jeg var undir eins vakinn. Jeg klæddi mig 1 skyndi, og tók tvo þjóna með mjer og fór að leda að stúlkunni. Það var fljótsjeð, hvaða stefnu hun hafði tekið, því að frá gangstígnum undir glugg' anum var auðvelt að rekja förin hennar þvert yfir grasflötina út að tjarnarbakkanum; en þar hurfu þau, með því að malarstígur er fram með tjörD' inni og út úr garðinum. Tjörnin er á þessu svæð1 8 feta djúp, og þjer getið hugsað yður, hvernig okkur hafi orðið við, þegar við sáum, að för ves- lings stúlkunnar þrutu við tjörnina. Auðvitað tókum við undir eins bát, og lert' uðum með krökum fram og aftur um tjörnina, tfi þess að vita, hvort við gætum ekki slætt upp flk hennar. En það fannst hvergi, hvernig sem við leituðum. Aftur á móti fundum við þar annað, allt annarar tegundar. Það var ljereftspoki, og 1 honum heilmikið af einhverju ryðbrunnu og afia vega litu málmrusli, og ýmiskonar dökkleitun1 steinum eða glerjum. Þetta var það eina, sem við fundum í tjörninni, hvernig sem við leituðum- Við hjeldum samt leitinni áfram daginn eftir, það er að segja í gær, en erum engu nær um það, hvað af þeim Rachel Howells og Richard Brunton hefir orðið. Lögregluþjónarnir hafa einskis orðið vísari, og eru með öllu ráðalausir, og þess vegna er jeg nú kominn til yðar, til þess að biðja yður að hjálpa okkur. Ef þjer getið ekki ráðið fram úr þessu, þá getur það víst enginn«. ------Þjer getið víst getið því nærri, með hve mikilli athygli jeg hlustaði á þessa einkenni' legu sögu, og hvað jeg glímdi við það, að tengja viðburðina hvern við annan, til þess að reyna að finna eitthvert samhengi í þeim öllum. Kjallaravörðurinn var horfinn. Stúlkan var horfin. Stúlkan hafði elskað kjallaravörðinn, en siðar haft ástæðu til þess að hata hann. Hún var geðrik að eðlisfari og skapbráð mjög. Hún hafði verið afskaplega æst og eins og viti sínu fjær, rjett eftir að kjallaravörðurinn hvarf. Hún hafði fleygt poka í tjörnina — poka, sem í voru ýmsir einkennilegir munir. Þetta voru allt atvik, sem taka varð til greina, og þó snerti ekkert þeirra höfuðatriði málsins — kjarna-atriðið sjálft. Hvar var upphaf viðburðanna? Það var það, sem nauð- synlegt var að grafast fyrir«. »Jeg verð að sjá þetta blað, sem kjallaravörð' urinn var að skoða«, inælti jeg. »Eitthvað hlýtur honum að hafa gengið til þess, að vilja sjá það> þar sem hann vildi vinna til að leggja stöðu sína í hæltu, til þess að ná í það«. »EiginIega er það ekki annað en herfilegt bufl, þetta, sem við köllum siðbók ættarinnar«, svaraði hann. »Það eina, sem það hefir til síns ágætis, er það, að það er gamalt. Annars er jeg hjerna með afrit af spurningunum og svörunum, ef þjer viljið hafa fyrir því að líta á það«. Frh. - 39 — — 40 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.