Alþýðublaðið - 24.07.1939, Síða 2
MÁNUDAG 25. JÚLÍ 1939
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Við skulum nú sjá, hvað er í hinu skríninu, áður en við
reiðumst, ságði keisarinn, og svo kom næturgalinn í ljós, og
hann söng svo yndislega, að það var ekki hægt að segja neitt
ljótt um hann.
—• Superbe! Charmant! sögðu hirðmeyjarnar, því að þær töluðu allar frönsku, hver annarri
verr. — En hvað fuglinn minnir mig á lírukassa keisarafrúarinnar sálugu, sagði gamall
hirðmaður. — Já, sagði keisarinn, og hann grét, eins og barn.
— Hann ætti nú bara líka að vera raunveru-
legur, sagði prinsessan. — Jú, það er raun-
verulegur fugl, sögðu þeir, sem með hann
komu.
— Jæja, látum þá þann fugl fljúga, sagði
prinsessan, og hún vildi ekki sjá prinsinn.
Maðurinn —
sem hvarf.
Þessi óvenjulega skemmtilega skáldsaga
er skrifuð af 6 þekktustu skáldsagna-
höfundum Bandaríkjanna, eftir hug-
j mynd Franklin D. Roosevelts Banda-
ríkjaforseta.
Kostar 2 krónur.
Fæst í Afgreiðslu Alþýðublaðsins.
AMATÖRDEILD
AMATORDEILD
KemedíaIFI
fafiu rist-r. 7
Útbreiðið Alþýðublaðið!
UMRÆÐUEFNI
Seinleg viðgerð á Vonar-
stræti. Tjarnargatan og
garðsteypan hjá borgarritar-
anum. Rjómaísinn og hin
nýju bráðabirgðaákvæði um
sölu hans og framleiðslu.
ATHUGANIR
HANNESAR Á HORNINU.
MÉR DATT í hug á laugardag-
inn, þegar norrænu gestirnir á full-
trúafund Norræna félagsins voru
að safnast saman í Oddfellowhús-
inu og verkamennirnir voru að
vinna við Vonarstræti, að mikið
gæti verið seinlæti okkar ástkæru
bæjarstjórnar. Fyrir ári var
byrjað að gera við Vonarstræti. —
Það tók að minnsta kosti 9 mánuði
að gera við spölinn frá Lækjargötu
að Templarasundi, og ekki virðist
það ætla að taka styttri tíma að
gera við spölinn að IC.R.-húsinu.
1 : -v V - i i
Bæjarbúar hneykslast ákaflega
á þessu seinlæti, enda skilja þeir
það ekki. Ef til vill getur þæjar-
verkfræðingur gefið einhverja
skýringu á þessu, og er þess að
vænta, að hann geri það hið allra
fyrsta. Ég væri fús til að birta bréf
frá honum um þetta.
Frá „frú X” hefi ég fengið eftir-
farandi línur: Fyrir rúmum mán-
uði var partur af Tjarnar-
götunni rifinn upp, og þéldu í-
búarnir við götuna, og aðrir þeir
sem þarna gengu, að nú ætti að
fara að malbika Tjarnargötuna. En
það hefir ekki orðið enn. Strax og
verkamennirnir voru búnir að
grafa allt upp, svo að ekki var
lengur viðlit að opna neinn glugga
við götuna fyrir moldryki, hurfu
þeir allir og fundust eklci aftur
fyrr en ejjtir nokkurra daga leit
við garðsteypu hjá borgarritaran-
um.”
HVERNIG stendur á því, að við,
sem borðum um þessar mundir á
matsöluhúsum, fáum aldrei. eða
svo að segja aldrei saltfisk og sízt
góðan, pressaðan saltfisk? Er á-
stæðan sú, að saltfiskur fáist ekki
í bænum um þessar mundir. Hálf-
verkaður labri er ekki góður mat-
ur, en það kemur þó fyrir, að hann
sé borinn á borð fyrir mann.
SVOKALLAÐUR rjómaís er
mikið étinn — og þá mikið seldur
hér í Reykjavík. Er stundum
fremur ógeðslegt að sjá menn
sleikjandi þessa „fæðutegund” í
rykinu — á götum og gatnamót-
um. Fyrir síðasta bæjarstjórnar-
fundi lá fundargerð heilbrigðis-
nefndar, og hafði hún sett nokkur
bráðabirgðaákvæði um framleiðslu
og sölu á rjómaís með eða án
bragðbætandi efna. Þessi bráða-
birgðaákvæði eru svohljóðandi:
Allt „ískrem”, sem selt er til
neyzlu skal vera rjómaís — og
DAGSINS.
hafa að minnsta kosti 10% fitu.
Rjómi eða mjólk, sem í „ísinn” er
notuð, skal vera gerilsneydd. Öll
tæki og efni, sem notuð eru til
framleiðslunnar, skulu fullnægja
ströngustu hreinlætiskröfum, sbr.
11. gr. reglugerðar um tilbúning
og dreifing matvæla o. s. frv. Nota
skal einungis hreint salt og ís, til-
búinn úr venjulegu drykkjarvatni
til frystingar.”
„HÚSAKYNNI framleiðslunnar
fullnægi ákvæðum ofannefndra
reglugerðargreinar um tilbúning og
dreifingu matvæla o. s. frv. Starfs-
fólk skal vera hreinlegt og heilbrigt
samkvæmt læknisvottorði.
„SALA Á RJÓMAÍS skal aðeins
leyfð frá mjólkur- og brauðbúðum.
Á viðurkenndum veitingastöðum
má þó einnig selja rjómaís til
neyzlu, þar á staðnum. Þó getur
heilbrigðisnefnd veitt undanþágu
öðrum, ef þeir hafa áður framleitt
og selt rjómaís, enda uppfylli þeir
að öðru leyti sett skilyrði. Svo má
og heilbrigðisnefnd leyfa sérstakar
ísbúðir til bráðabirgða, við einstök
tækifæri með sömu skilyrðum og
að framan getur.”
„HEILBRIGÐISNEFND ákveð-
ur í hverju einstöku tilfelli, hvort
viðunandi skilyrði séu fvrir hendi
til framleiðslu og sölu ofangreindr-
ar vöru. Skal hún um það efni
meðal annars miða við gerlamagn
vörunnar.”
VITA NÚ . rjómaíssneytendur,
hvað. þeir leggja sér til munns.
Hannes á horninu.
ir áttatin ára.
INGIBJÖRG VIGFÚSDÓTTIR
TTATIU ÁRA er í dag
Ingibjörg Vigfiisdóttir,
Bragagötu 25 B hér í bæ.
Hún var fædd að Söndum á
Meóallandi.
Ári'ð 1880 giftist hún Einari
Jónssyni jámsmiði. Eignuðust þau
8 börn, og em 6 þeirra á lífi.
Mann sinn missti hún árið 1907
og fluttist þá til Reykjavíkur með
tvö börnin og vann fyrir þeim
með stökum dagnaði, jafnvel á
eyrinni, ef annað brást. Má segja,
að ævi hennar hafi verið óslit-
inn erfiðisdagur, sem þó hefir
skapað henni mestu lífsgleðina,
því að enginn hefir séð gömlu
konuna við störf sín öðm vísi en
með ánægjubros á andlitinu.
Árið 1912 giftist hún í annað
sinn Skúla Markússyni frá Hjör-
leifshöfða, og búa þau nú hér
í bæ.
Þrátt fyrir áttatíu árin að baki,
er gamla konan enn ern og hress,
létt og kvik á fæti, eins og ung
væri, en brjðstið þó farið að bila.
Hún hugsar enn um kálgarðana
sína, sáir, reitir illgresið úr þeim
og uppsker svo með gleði.
Hún á manga vini og kunn-
íngja, sem í dag óska henni til
hamingju á áttræðisafmælinu og
vona, að hún megi enn um skeið
gleðjast við störf sín og njóta á-
vaxtanna.
Störf Ingibjargar hafa verið
margþætt um ævina, tóvinnan hjá
henni byrjaði með því að klippa
sauðina og endaði með því að
sauma flíkina eða prjóna. Fá
karlmannaverk munu það vera,
sem hún hefir ekki unnið, jafn-
vel róið til fiskjar, ef með þurfti.
Þó er enn ótalið þaö. sem fátítt
er um ólærða konu, að hún er
ljósmóðir yfir 30 barna, ogíengu
tilfelli henti nokkurt óhapp. Ingi-
björgu féllust aldrei hendur né
brast kjark, þegar aðstoðar þurfti
með.
Hún er ein af hinum þróttmiklu
íslenzku alþýðukonunt, sem hafa
tekið lífið og störfin föstum tök-
um, og sem ekki voru mátaðar í
silkiumbúðum 20. aldarinnar.
Synt yfir Þrándheimsfjörð.
Ung sundmær, Gudrun Dalde,
f’synti í gær yfir Þrándheimsfjörð,
,‘frá Vanviken til Trondhe-im, en
ifvegalengdin er 20 kíiómetrar.
'Hún var 8 klst. og 20 mínútur á
leiðinni. Er þetta taliÖ glæsilegt
afrek, ekki sízt vegna þess, að
sjávarhiti var aðeins 10 stig. —
Ungfrú Dahle hefir nú lýst yfir,
að hún ætli að gera tilraun til
að þreyta sund yfir Ermarsund.
NRP.—FB.
Útbreiðið Alþýðublaðið!
CHARLES NORDHOFF og JAMES NQRMAN HALL:
Uppreisnki á Bountji.
28. Kari ísfeld íslenzkaði.
þeir brjóta eitthvað af flöskunum, verða þeir að fara út aftur
og sækja meira.
Ghristian þrýsti hönd mína kankvís í bragði, og við biðum
meðan Bakkus gamli og Peckover hjálpuðu til að koma farm-
inum í land. Brátt kom einn af Tahitiíbúunum upp í fjöruna
og rogaðist með körfuna. Ég kynnti félaga mína fyrir hinum
innfæddu vinum mínum.
Hina og maður hennar leiddu gestina heim að þúsinu og við
gengum á eftir. Maimiti varð okkur Christian samferða. Mér
hafði geðjazt vel að Christian frá því að ég sá hann fyrst, en ég
kynntist honum ekki vel, fyrr en á Tahiti. Hann var fallégur
maður og vel vaxinn, og oftar en einu sinni varð ég þess var,
að Maimiti leit á hann í laumi.
Þegar við höfðum setzt á ábreiðurnar, gaf Bakkus burðar-
mönnunum merki um að setja frá sér körfuna. Hann var ennþá
móður eftir ferðalagið, þreifaði eftir tóbaksdósunum, bretti upp
erminni, stráði tóbaki á handlegginn og saug það allt upp í
nefið. Svo hnerraði hann nokkrum sinnum, tók síðan upp gríð-
arstóran vasaklút og snýtti sér hreppsstjórasnýtu. Því næst
stakk hann hendinni ofan í vasa sinn og dró upp tappatogara.
Bakkus og Peckover urðu brátt sætkenndir. Tuatua kærði sig
ekki um að yfirgefa þá, svo lengi, sem vín væri til, og Christian,
Maimiti, Hina og ég gengum aftur til strandarinnar og létum
hina mörgu matsveina Hitihitis um að matreiða, Þetta var
lygn og bjartur morgunn — og okkur þótti gott a geta gengið
í skugga hinna stórvöxnu trjáa, sem uxu við ströndina. Lítil á
rann til sjávar um mílu vegar austan við bústað Hitihitis, og
ósinn myndaði blátært stöðuvatn. Stúlkurnar tvær hurfu inn
í runnana og komu aftur klæddar stuttum pilsum úr nærri
því vatnsheldu efni. Engar konur eru jafn siðlátar og konur
á Tahiti, en þær eru ekki feimnari við að sýna brjóst sín en
enskar konur við að ganga blæjulausar. Christian stóð við
hlið mér í baðfötum, og kom hinn fallegi vöxtur hans vel í ljós.
Hann leit á stúlkurnar og sagði lágt:
— En hvað þær eru fallegar, Byam!
IV^imiti stóð þama grönn og vel vaxin á vori æskunnar. Varir
hennar voru eins og nýútsprungin rós og tinnusvart hár hennar
hrundi niður um brjóst hennar og axlir. Slíka sjón hefði borgað
sig að fara langar leiðir, til þess að sjá. Stundarkorn stóð hún
og studdi annarri hendinni á öxl hinnar konunnar. Svo sveip-
aði hún að sér kyrtlinum og hljóp upp á háan bakka. Andartak
vó hún salt hátt yfir vatnsfletinum. — Svo steypti hún sér
skríkjandi í vatnið, og ég sá hana niður við botn á tveggja
faðma dýpi. Christian var fyrirtaks sundmaður. Hann stakk
sér í vatnið og Hina á eftir. í meir en klukkutíma skemmtum
við okkur 1 vatninu.
Tahitibúar baða sig sjaldan í sjónum, nema þegar brim er.
Þá leika hugdjarfir karlmenn og konur íþrótt, sem kölluð er
horus. Þeir synda út með stærstu brotsjóunum með létta fjöl,
sem er um tveir metrar á lengd. Svo láta þeir freyðandi brot-
sjóinn bera sig að landi. En daglega baða þeir sig í hinum tæru,
svalandi ám og lækjum, sem víða renna niður af fjöllunum.
Og enda þótt þeir baði sig tvisvar eða þrisvar á dag, hlakka
þeir til næsta baðs. Menn, konur og börn baða sig saman með
hrópum og gleðilátum. Þetta er þeirra ,,Aðalstræti,“ þar sem
kunningjar mætast, þvaðra saman og segja hver öðrum nýjustu
fréttir.
Að loknu baðinu létum við sólina þurrka okkur, en stúlkurnar
greiddu sér með einkennilega smíðuðum bambushárgreiðum.
Christian var prúðmenni hið mesta og fjarri því að vera flagari,
enda þótt heitt væri í honum blóðið. Ilann gekk á eftir við
hlið Maimitis heim að húsinu. Og einu sinni, þegar ég leit við,
sá ég, að þau leiddust. Það var fallegt par, þessi ungi, enski
sjómaður og Tahitistúlkan. Örlögin, sem af miskunn sinni
draga tjald fyrir svið framtíf urinnar, létu mig grunlausan um
það, sem átti eftir að koma íyrir þau tvö, sem ég nú sá leiðast,
og áttu fyrir höndum löng ferðalög, þjáningar og torfærur.
Maimiti leit niður, roðnaði cg* reyndi að losa hönd sína. En
Christian sleppti ekki hönd hennar, en brosti til mín.
— Sérhver sjómaður þarf að eiga unnustu, sagði hann bæði
í spaugi og alvöru. — Og nú hefi ég fundið mína unnustu. Ég
þori að veðja um það, að ekki finnst fallegri né betri stúlka
á þessari eyju!
Hina brosti, og greip um handlegg mér til merkis um, að
ég skyldi ekki ónáða þau. Henni hafði geðjast vel að honum
strax og hún vissi, að hann var næstæðsti maður um borð.
VII.
Christian og Bligh.
‘C' RÁ þeim degi, er Christian hitti Maimiti, lét hann ekkert
tækifæri ónotað til þess að hitta okkur. Hann heimsótti
okkur, þegar hann hafði ekki skyldustörfum að gegna um borð,
hvort sem var nótt eða dagur. Þau reikuðu óft um skógana á
nóttunni, og þau fengu sér stundum máltíð á nóttunni, þegar
fiskimennirnir komu að. Hitihiti gamli vakti mig oft á nótt-
unni, aðeins til þess að þvaðra. við mig, eða vegna þess, að hann
mundi eftir orði, sem hann hafði ekki munað eftir því um
daginn. Ég vandist þessum næturtruflunum og fékk mér, til
uppbótar, dúr á daginn, eins og gestgjafi minn.
Fjölskyldan viðurkenndi Christian fljótt sem elskhuga Mai-
mitis. Hann kom sjaldan svo, að hann hefði ekki meðferðis
smágjafir, bæði til hennar og annarra, og fjölskyldan hlakkgði