Alþýðublaðið - 13.09.1939, Síða 4

Alþýðublaðið - 13.09.1939, Síða 4
MIÐVTKUDAGUR 13. sept. 1939. iflGAMLA B§6 MH Ástney ræningjans Gullfalleg og hrífandi stór- mynd eftir óperu Puccinis, „The girl of the golden West.“ Aðalhlutverkin leika: Jeanetíe Mc Donald 1 og Nilson Eddy. Lyra kom til Be.rgen á mánudags- kvöld kl. 7. 5MBPAUTC EPÐ rTrrV'pijn Súðln Austur um land í hringferð laugardaginn 16. þ. m. Vör- um sé skilað fyrir hádegi á föstudag. — Farseðlar ósk- ast sóttir á föstudag. Grænmetissalan við Hótel Heklu er flutt á torgið við Stein bryggjuna. Þetta eru viðskipta- vinir mínir beðnir að athuga. Selt frá kl. 8—12 dag hvern. Ur landsuðrl Ljóðabók Jóns Helgasonar prófessors, kom út í al- mennri útgáfu í dag. Verð kr. 6,00 heft og kr. 8,00 bundin. Fæst hjá öllum bóksölum. Bókaverzlunin Heimskringla. Laugavegi 38. Sími 5055. Tilkynning frá ríkiss tjorninni. Allar verzlanir, sem verzla með vörur þær, , ' sem taldar eru í bráðabirgðareglugerð útg. 1. sept. þ. á. skulu í síðasta lagi að kvöldi föstu- dagsins 15. sept. leggja í póst til viðskiptamála- ráðuneytisins skýrslur þær, sem getið er í 6. gr. nefndrar reglugerðar, en það eru: 1) Skýrslur um birgðir 1. sept. 1939. 2) Skýrslur um innkaup á tímabilinu 1.—■ 15. sept. 3) Söluskýrslu, þ. e. skrá um viðskipta- menn og sölu til þeirra, er séð verður af, hve mikið hver einstakur hefir keypt. Reykjavík, 13. sept. 1939. MATVÆLASKÖMMTUNIN. Frh. af 1. síðu. saman eða heimilisfeður í þeirra stað. Hreppsnefnd eða bæjarstjórn á hverjum stað annast úthlut- unina. Þá er úthlutun seðlanna fer fram í fyrsta sinn, skulu við- takendur þeirra undirrita dr'engskaparvottorð um, h|ve mikinn forða þeir eigi af vöru- tegundum, er seðlarnir hljóða um, á þar til gerð eyðublöð. Skal forðinn dreginn frá við fyrstu eða aðra úthlutun og hinar síðari, þar til honum er lokið, með því að klippa af seðlunum sem svarar því vöru- magni, er forðanum nemur. Eru allir heimilisfeður skyldir, að viðlögðum sektum, að mæta eða láta mæta til slíkrar skýrslugjafar, jafnt þótt þeir eigi nægar birgðir og þurfi því eigi seðla fyrst um sinn. Ríkisstjórnin setur á stofn skömmtunarskrifstofu, sem hefir yfirumsjón með matvæla- úthlutun samkvæmt þessari reglugerð og öðrum hliðstæð- um ráðstöfunum. Þá er úthlutun hefir farið fram, skulu hreppsnefndir og bæjarstjórnir senda skömmtun- arskrifstofunni símleiðis skýrslu um, hve miklar birgðir hafi verið samtals á heimilum, hve mikið af seðlum hafi orðið afgangs og hve miklu magni afklippingar hafa numið. Ónot- aðir seðlar og afklippingar skulu sendir skömmtunarskrif- stofu með fyrstu póstferð, en geyma skal drengskaparyfir- lýsingar um birgðir til athug- pnar við næstu úthlutanir. Hinn 16.—17. sept. n.k. skulu allir þeir, er verzla með fram- angreindar vörutegundir, fram- kvæma birgðatalningu og gefa hreppsnefndum eða bæjar- stjórnum drengskaparvottorð á þar til gerð eyðublöð um birgð- ir sínar af þessum vörutegund- um. Seðlaúthlutun fer þannig fram, eftir að fyrstu úthlutun er lokið, að í lok hvers mánað- ar' eru afhentir seðlar fyrir næsta mánuð til þeirra, sem skila stofnum af eldri seðlum, með áritun nafns og heimilis- fangs, og enn fremur til þeirra, sem fært geta sönnur á, að þeir hafi ekki fengið seðla við fyrri úthlutanir. Hreppsnefndum er heimilt að gefa sveitaheimil- um, sem vegna staðhátta geta ekki dregið að sér matvæli mánaðarlega að vetrinum, ávís- anir um afhendingu á skömmt- unarvörum hjá kaupmanni þeim eða kaupfélagi, sem þau skipta við. Jafngildi ávísananna sé síðan klippt af seðlum heim- ilismanna, áður en þeir eru af- hentir og afhent verzlun þeirri, sem látið hefir úti vörurnar gegn framvísun ávísananna. Hver skömmtunarseðill gild- ir fyrir einn mann í eirin mán- uð (að undanskildu því, að fyrsti skömmtunarseðilinn gild- ir til 1. okt. 1939, og er um helming af því magni, sem hér fer á eftir). Skiptist hann í stofn og 30 reiti. Eru 12 reitir fyrir hveiti eða hveitibrauð, hver fyrir 200 g af hveiti eða 250 g af hveitibrauði, 6 reitir fyrir rúgmjöl eða rúgbrauð, hver fyrir 500 g af rúgmjöli eða 750 g af rúgbrauði, 4 reitir fyr- ir haíragrjón, hver fyrir 250 g, 2 reitir fyrir hrísgrjón, baun- ir og allt annað kornmeti en það, sem hér er talið að framan, nema fóðurbygg, hafra og fóð- urmais, hvor fyrir 250 g, 2 reit- ir fyrir kaffi, hvor fyrir 125 g af brenndu og möluðu kaffi eða 150 g af óbrenndu kaffi og 4 reitir fyrir sykur, hver fyrir 500 g. Má klippa seðlana í sund- ur og skúlu reitirnar afhentir jafnóðum og kaup fara fram, en stofninn ska! geyma þar til næsta afhending fer fram. Skal honum þá skilað, og verða nýir seðlar aðeins afhentir gegn eldri stofni, Heimilt er að kaupa bygg- grjón út á haframjölsseðla, ef óskað er. Ef svo er ástatt, að maður má eigi borða rúgmjöl eða rúg- brauð samkvæmt læknisráði, getur hann sent skömmtunar- skrifstofunni beiðni um skipti á þeim seðlurii fyrir hveitiseðla, og skulu rúgmjölsseðlarnir, er óskað er skipta á, fylgja beiðn- inni ásamt læknisvottorði. Auk hinnar venjulegu skömmtunar er leyfð auka- skömmtun á rúgmjöli til notk- unar í slátur. Er aukaskammt- urinn ákveðinn 2 kg af rúg- mjöli í hvert slátur. Skulu þeir, sem kaupa slátur, sýna skilríki frá seljanda um kaupin. Skömmtunarskrifstofan af- hendir brauðgerðarhúsum ávís- anir til innkaupa á þeim skömmtunarvörum, er þeim kann að verða leyft að nota í annað en hveitibrauð og rúg- brauð eftir reglum, sem ríkis- stjórnin setur henni. Á sama hátt afhendir skömmtunar- skrifstofan öðrum iðnfyrirtækj- um ávísanir til innkaupa á þeim skömmtunarvörum, sem þau kunna að nota. Enn fremur matsöluhúsum, sjúkrahúsum og öðrum svipuðum stofnunum. Smásöluverzlanir (og brauð- gerðarhús) afhenda hrepps- nefndum eða bæjarstjórnum þá skömmtunarseðla, er þeir fá fyrir seldar vörur, og eigi síð- ar en 5. dag næsta mánaðar, og fá í staðinn hjá þeim vottorð um, hve miklu þeir hafi skilað. Frá sama tíma eru eldri seðlar ógildir. Vottorð þessi, eitt eða fleiri, sem jafnframt eru leyfi til innkaupa, skulu þeir láta fylgja pöntunum sínum til heildsöluverzlana. Hafi smá- söluverzlun eigi fengið nægi- legt seðlamagn til þess að fá þær vörur, er hún þarf, sökum þess, að hún hefir upphaflega haft of litlar vörubirgðir, er hreppsnefndum og bæjarstjórn- um heimilt að gefa út innkaups- leyfi fyrirfram, en leyfi þessi skulu þær bókfæra og gæta þess vandlega, að seðlum sé síð- an skilað fyrir þeim. Ef smásöluverzlun er inn- flytjandi, má eigi afhenda henni skömmtunarvörur til sölu frá afgreiðslu skipsins eða annarri geymslu, sem hrepps- nefnd eða bæjarstjórn sam- þykkir og hefir eftirlit með, nema með Íeyfi hreppsnefndar eða bæjarstjórnar, sem þær gefa eigi nema smásöluverzlun- in hafi skilað samsvarandi seðlamagni, éða svo stendur á, sem hér segir á undan. — Hreppsnefndir og bæjarstjórnir skulu síðan senda skömmtunar- skrifstofunni seðlana, ásamt skýrslum um innkaupsleyfi þau, sem þær hafa gefið út. Heildsöluverzlunum er bann- að að afgreiða skömmtunarvör- ur til smásöluverzlana nema gegn innkaupsleyfi hrepps- nefnda, bæjarstjórna eða skömmtunarskrifstofu. Þær skulu framkvæma birgðataln- ingu 16.—17. sept. og senda skömmtunarskrifstof- unni skýrslu um hana og enn fremur um öll innkaup sín jafnóðum. Innkaupsleyfi smá- söluverzlana, útgefin af hrepps- nefndum eða bæjarstjórnum, skulu þeir senda skömmtunar skrifstofunni, er þeir hafa af- greitt pantanir þær, sem voru sendar með. Nú telur skömmtunarskrif- stofan nauðsynlegt að flytja einhverja vörutegund, er reglu- gerð þessi fjallar um, frá einum landshluta til annars, en eig- I DAG Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. Næturvarzla bilfreiða: Bif- röst. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 20,20 Hljómplötur: Strauss-valsar 20.30 Útvarpssagan. 21,00 Útvarpskórinn syngur. 21,25 Hljómplötur: Ýmsar syrpur 21,50 Fréttaágrip. Jób. P. Jósefsson verðor fyrir árás- nm Morgnnblaðsins. JAhann er nú á Ieiö- inni tii landsins. JÓHANN JÓSEFSSON al- þingismaður, fulltrúi út- vegsma,nna í Síldarútvegs- nefnd, er aðeins ókominn heim frá útlöndum, þar sem hann hefir dvalið sér til heilsubótar síðan hann ásamt Erlendi Þor- steinssyni gerði samninga fyr- ir Síldarútvegsnefnd um sölu á matjessíld til Þýzkalands og Póllands. Morgunblaði'ð í dag notar tæki- færið rétt áður en Jóhann kemur úr þessari dvöl sinni. utanlands til þess að heimska hann fyrir að hafa ekki sett styrjaldarfyrir- vara inn í majessíldarsamningin við þessi lönd. — Enn vill Al- þýðublaðið ráða Mgbl- fastlega til að ræða við fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í Síldarútvegs- nefndinni, áður en það heldur á- fram sínum heimskulegu árásum á Síldarútvegsnefnd. Að þessu sinni mun Mgbl. taka sér þessi ráð Alþýðublaðsins til eftir- breytni og mega menn sjá það á því, að fyrst um sinn næstu daga munu engar árásir koma í blaðinu á Síldarútvegsnefnd. CHAMBERLAIN I PARÍS. Frh .af 1 .síðu. sætis- og hermálaráðherra og Gamelin yfirhershöfðingi. Tilgangurinn með fundinum var að ræða persónulega ástand og horfur og ýmsar framtíðar- fyrirætlanir. RÚSSAR OG TYRKIR. Frh. af 1. síðu. ótta stjórnarvaldanna í Moskva um það, að Englendingar muni reyna að ná í sínar hendur lykl- Inum að Svartahafi með tilstilli bandalagsins við Tyrki. 7Ó ára verður í dag Vilbogi Pétursson verkamaður, Þórsgötu 22 A. Vil- bogi hefir dvalið hér í bænum næstum hálfa öld. Hann hefir unnið lengst af í vegavinnu hjá ríkissjóÖL eða yfir 30 ár. Hann heíir alla tíð verið ágætur Dags- brúnarfélagi, enda er hann trygg- ur ma'ður og öruggur, þó að hann láti ekki mikinn. Vilbogi nýtur trausts og vináttu stéttabræðra sinna og yfirleitt allra hinna mörgu, sem honum hafa kynnzt. Til hamingju með afmælið, Vil- bogi. Dagsbrúnarfélagi. endur varanna vilja eigi láta þær lausar, er ríkisstjóminni joá heimilt að taka vörur þess- ar eignamámi og selja þær aft- ur á þeim stað, er skömmtun- arskrifstofan telur nauðsyn- legt.“ Brot á reglugerðinni varða allt að 10 þús, kr. sektum. mm nýja Bfó ím ¥ictor(a raiMIa Eng- landsdrottniog Söguleg störmynd, sem er mikilfengleg lýsing á hinni löngu og viðburðaríku stjórnaræfi Victoríu drottningar og jafnframt lýsir húri einhverri aðdá- Iunarverðustu ástarsögu Veraldarinnar. Aðalhlutverkin leika: Anna Neagle og Anton Walbrook. Reykjavik - Hafnarfjðrður. Frá og með deginum í dag verður, fyrst um sinn ekið þannig, Frá kl. 7 til kl. 11 árdegis á hverjum heilum tíma, og frá kl. 11 árdegis til kl. 12,30 síðdegis á hverjum heilum og hálfum tíma. Sérleyfishaíar. Kanpnm tómar flðskur og bðkunardropaglðs þessa viku tii fostudagskvölds. Flðskunum veitt móttaka í Nýborg. Afengisverzlun riklsins. Auglýsi um staðgreiðslu við kaup á kolum. Vegna þeirra viðskiptaörðugleika, er stríðið hefúr skapað, er nú þegar sjáanlegt, að ómögulegt verður að kaupa kol til landsins nema gegn staðgreiðslu bæði á farmi og flutningsgjaldi. Þetta hefur aftur pær afleiðingar, að vér, við ný kolakaup verðum að hafa handbært svo mikið fé, sem mögulegt. Af peim ástæðum höfum vér ákveðið að selja kol aðeins gegn staðgreiðslu, meðan örðugleikarn- ir eru þeir sömu og nú. Jafnframt pví að tilkynna vorum fjölmörgu skilvísu viðskiptavinum pessa ákvörðun vora, pá viljum vér full- vissa pá um, að pað er eingöngu nauðsyn vor, sem knýr oss til pess að láta eítt yfir alla ganga í pessu efni. Reykjavík, pann 12. sept. 1939. h.f. Kol & Salt. Kolaverzlusi Guðna Einarssonar & Einars. Kolasalan S. F. Kolaverzlun Ólafs Ólafssonar. Koiaverzlnn Sígnrðar Ólafssonar. um að verðlagsákvæði nái til kornvara, brauða, nýlenduvara, citrona, hreinlætisvara, kola, brennsluolía og benzíns. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 70, 31. des. 1937, um verðlag á vörum, hefir ríkisstjórnin ákveðið að verðlagsnefnd skuli ákveða hámarksverð eða hámarksálagningu á kornvörum, brauðum, nýlenduvörum, citronum, hreinlætisvörum, kol- um, brennsluolíum og benzíni, eftir því sem nefndinni þykir ástæða til. Viðskiptamálaráðuneytið, 12. sept. 1939. Ejrsteinn Jónsson. Torfi Jóhannsson, I. O. G. T. MINERVA nr. 172. Fundur í kvöld kl. 81/2. Félagar, mæti stundvíslega. Æ.t. ST. „SÓLEY“ nr. 242, Aukahtnd- ur í kvöld kl. 8V2. Endurupp- táka. — Æ.t, DRENGJAFÖT. Klæðið drenginn smekklegum fötum frá Sparta, Laugavegi 10. Sími 3049. Útbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.