Alþýðublaðið - 23.09.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.09.1939, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 23. SEPT. 1939. GAMLA BI6 11111 Undir Brooklyn-brúnni. Araerísk stórmynd frá skuggahverfum New York borgar, og er gerð eftir sakamálaleikriíinu „Win- terset" eftir Maxwell An- derson. — Aóa’.hlutverkin leika: Burgess Meredith, Margo og Edwardo Cianelli. Börn yngri en 16 ára fá ekki a'ðgang. SMAflUELYSINGAR ALÞÝÐUBLAÐSINS Einbýlishús og tvær íbúðir í öðru húsi til leigu 1. okt. A. v. á. Vil kaupa útvarpstæki. Sími 5178 eftir kl. 61/2. Smábarnaskóli minn byrjar 1. október á Ránargötu 12, sími 2024. Elín Jónsdóttir. Geri við saumavélar, alls konar heimilisvélar og skrár. Sandholt, Klapparstíg 11, simi 2635. DRENGJAFÖT. Klæðið drengian t, sraekklegum .fetum ‘frá /• Sparta, Laugavegi 1§. í’ Sími 3094. I. O. G. T. ST. FRAMTÍÐIN nr. 173. Fundur '1 sunnudagskvöld kl. 8,30. Kenn- arakvöld. Þrír kennarar ann- ast fundinn. ST. VÍKINGUR nr. 104. Fundur n. k. mánudagskvöld. Inntaka nýrra féla,ga. Bögglakvöld. Upplestur o. fl. — Fjölsaskið stundvíslega. Þeir, sem óskað hafa eftir skólavist fyrir böm sín hjá mér í vetur, tali við mig sem fyrst. JÓN ÞÓRÐARSON. Leifsgötu 13. Sími 3318. (Eftir hádegi.) FRÁ ALÞJÓÐASKÁKMÓTINU I ARGENTÍNU Frh. af 2. síðu. myndir og telja framkomu hans vitlauss manns æði. Sjá- anlega hefir slegið óhug mikl- um á fólkið frá Mið-Evrópu, og við borðið eru allir með blöð á lofti og alls konar bollalegging- ar um stríðið. Rétt í þessu var einn þjónninn að reyna að gera okkur skiljanlegt á sinni spönsku, að nú ætti að hefja loftárás á Berlín innan 24 stunda. Sýndi hann okkur með ýmsum tilburðum hvernig far- ið yrði með Hitler og hlakkaði mikið í honum yfir því. Þannig lýsir andúðin á Hitler sér, hvar sem komið er hér í borginni. Við leiðum nú þetta Evrópu- stríð hjá okkur í bili, en höfum hugann við annað stríð, sem mæðir þyngra á okkur 1 augna- blikinu, en með tilliti til þess, að rás viðburðanna verði ef til vill álíka alvarleg eins og 1914, verður manni þó hugsað til þess, hversu leiðin heim er ægi- lega löng. Hér í þessari nægta- borg, sem ekki virðist þurfa að verða hart úti vegna stríðsins, er mikil eftirvænting í mönn- um, og hópast fólkið fyrir fram- an skrifstofuglugga stórblað- anna, svo að umferð truflast. Lúörasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli sunnudag- inn 24. þ. m. kl. 4 e. h. Stjúrn- andi Albert Klahn. Iðja, félag verksmiðjufólks. Fundur verður haldinn í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu mánudaginn 25. þ. m., og hefst hann kl. 8V2 síðd. Rætt verður um uppsögn samninga o. fl. IÐJA, Sélag verksmid|iifólks: Félagsfiindnr verður haldinn mánudaginn 25, september 1939 kl. 8,30 e. h í Alþýðuhúsinu (gengið inn frá Hverfisgötu) Fund&refnis Rætt um uppsögn samninga og fleira. Mfög áríðandi að félagar fjölmenni og mæti stundvíslega. Stjórnin. Ferðafjðlgnn á leiðlnni Reykjavík - Hafnarf jðrðnr Frá og méð deginum í dag verður sú breyting á ferðum sér- leyfisbíla á leiðinni Reykjavík — Hafnarfjörður, að ekið verður á klukkutíma fresti frá klukkan 7 árdegis til klukkan 1 eftir há- degi, og á 20 mínútna fresti frá klukkan 1 eftir hádegi til klukkan 9 síðdegis, og síðan á hálftíma fresti frá klukkan 9 síðdegis til klukkan 12,30 eftir miðnætti. SÉRLEYFISHAFAR. Henging mín. ¥ ALÞÝÐUBLAÐINU er ný- lega frá því skýrt, að ég hafi heitið því að hengja mig, ef Rússar réðust á Pólland. Þetta er ekki rétt eftir mér haft. Það, sem ég sagði og það í votta viðurvist, vur þetta: Ef Rússar fara í stríð með nazistum, þá hengi ég mig, og ég bætti við: ef þeir færu með herafla til þess að hjálpa nazistum gegn lýðveldum Vest- ur-Evrópu og í því skyni að gera þá að endanlegum sigur- vegurum í styrjöldinni. Þessa leiðréttingu bið ég yð- ur að birta í næsta tölublaði Alþýðublaðsins. Reykjavík, 23. sept. 1939. Þórbergur Þórðarson. TVEIR LÖGREGLUÞJÖNAR DÆMDIR Frh. af 1. síðu. hastað á hann, en hann kveðst ekki hafa heyrt það og skipti það engum togum, að annar lögregluþjónninn greip um munn hans. Jafnframt sveigði hann hendi læknisins aftur fyr- ir bak honum. Karl Jónsson kveðst ekki hafa skilið, hvað um var að vera og reyndi að slíta sig úr fangbrögðum lögreglu- þjónsins, en samstundis greip annar lögregluþjónn um hann ásamt hinum, og var lækninum þeytt inn í bíl. Vissi hann síðan ekkert af sér, að sjálfs hans sögn, fyrr en morguninn eftir — og þá í fangahúsinu. Hafði læknirinn verið járnaður og settur í kistu. Læknirinn var meiddur á hálsi að aftan og á hnakkanum. Telur hann sjálfur mejðslin hafa stafað af kylfu- höggum. Dómarinn dæmdi lögreglu- þjónana ekki fyrir áverkann, sem læknirinn hafði fengið, þar sem engin vitni voru að því, að lögregluþjónarnir hefðu slegið hann. Hins vegar voru þeir dæmdir fyrir ólögmæta hand- töku, enda voru lögregluþjón- arnir ekki kallaðir að Hótel Borg til að taka Karl Jónsson lækni, heldur af öðru tilefni. PÓLSKIR KAFBÁTAR Frh. af 1. síðu. leita enn að pólskum kafbátum, sem sluppu frá Gdynia, og að pólska kafbátnum „Odselle“, sem kyrrsettur hafði verið í Tallin í Eistlandi, en slapp þaðan. RÆÐA DALADIERS Frh. af 1. síðu. að koma á friði og öryggi í heiminum. Margar verða þreng- ingarnar og fómimar sárar. Herir okkar hafa hið siðferðilega þrek, 'þrek, sem aldrei bilar. Frakkland hefir gripið til vopna og mun slgra, því að það berst fyrir rétt- lætinu og fyrir rétti alls mann- kynsins.“ Þýzkalandsfarar Vals ®g Víkings keppa á morgun kl. 4 við úrvalsllð úr Fr am og KJL Sjálð góðan og skemmtllegan leik. I D A 6 Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sírni 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. Næturvarzla bifreiða: Bifreiða- stöðin Hekla. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Gigli syngur. 20.30 Erindi. 20.55 Otvarpstríóið leikur. 21,15 Hljómplötur: a)Kórlög. b) 21,30 Gamlir dansar. 21.50 Fréttaágrip. 21.55 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. A MORGUN: Helgidagslæknir er Karl S. Jón- asson, Söleyjaigötu 13, sími 3925. Næturlæknir er Alfreð Gísla- son, Brávallagötu 22, sími 3894. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. Næturvarzla bifreiða: Bifreiða- stöð íslands. ÚTVARPIÐ: 11,40 Veðurfregnir. 11,50 Há- degisútvarp. 17,00 Messa í dóm- kirkjunni (séra Ragnar Benedikts- son). 19,30 Hljómplötur: Létt lög- 19.50 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Skemmtilög. 20,30 Gamanþáttur: Guðbjörg grannkona og frú Bekkhildur Blaðran. 20,55 Útvarpshljómsveit- in leikur alþýðulög (Einsömgur: Daníel Þorkelsson). 21,30 Kvæði kvöldsins (Guðm. E. Geirdal). £1,40 Danslög. (21,50 Fréttaágrip). 23,00 Dagskrárlok. MESSUR A MORGUN: í dómkirkjunni kl. 10 (prests- vigsla). Biskup vígir caind theol. Pétur Magnússon, sem hefir verið skipaður sóknarprestur í Vallanesprestakalli. Séra Friðrik Hallgrimsson lýsir vigslu. Kl. 5, séra Ragnar Benediktsson. í ;bæn- húsi kirkjugarðsins kl. 10, barna- guðsþjónusta; cand. theol. Sig- urbjörn Á. Gíslason. 1 frikirkjunni kl. 5, séra Árni SigurÖsson. ! Hafnarfjarðarkirkju kl. 2, sérn Garðar Þorsteinsson. Landakotskirkja: Lágmiessa kl. 6V2, hámessa kl. 9, kvöldguðs- þjónusta með predikun kl. 6. ÓKEYPIS SJÚKRAHJÁLP Frh. af 1. síðu. skýrt frá, hafa ríkisstjórnir ís- lands og Danmerkur gert með sér samning um flutninga á milli danskra og íslenzkra sjúkrasamlaga, er menn flytja búferlum milli landanna. Er í flutningasamningnum á- kvæði, sem heimilar Trygg- ingastofnuninni og stjórnar- nefnd dönsku samlaganna að gera sín á milli samning um sjúkrahjálp fyrir þá, sem dvelja aðeins um stundarsakir 1 öðru hvoru landinu, t. d. á ferðalagi, í heimsókn o. s. frv. Meðlimir íslenzkra sjúkra- samlaga, sem eru á ferðalagi í Danmörku, geta hér eftir, ef þeir veikjast á ferðalaginu snú- ið sér til næsta Sjúkrasamlags og fengið hjá því nauðsynlega sjúkrahjálp, samkvæmt sam- þykktum þess samlags. Samlag- ið, sem hjálpina veitir, endur- krefur síðan viðkomandi sam- lag á íslandi. Ætti þessi samningur að geta orðið til mikils hagræðis fyrir íslenzka sjúkrasamlags- meðlimi, sem dvelja í Dan- mörku um stundarsakir og nauðsynlega þurfa á læknis- hjálp að halda. SMI taiHcissigsss I ESJA fer aukaferð f rá Reykjavík vestur um land mánudaginn 25. þ. m. kl. 9 síðdegis. Kemur við á þessum höfnum: Sandi, Ólafsvík, Bíldudal, ísafirði, Djúpuvík, Hólmavík, Hvamms- tanga, Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki, Siglufirði og Ak- ureyri. Þaðan beint til Reykja- víkur með viðkomu á Siglu- firði og ísafirði. Flutningur óskast tilkynntur sem fyrst. Næst fer skipið austur um land samkvæmt áætlun 3. október. NYJA biö Hofn þokunnar Frönsk stórmynd, er g«r- ist í hafnarbænum Le Havre og vakið hefir heimsathygli fyrir frábært listgildi. — Aðalhlutverkin leika: Michele Morgan og Jean Gabin. Börn yngri en 16 ára fá ekld aðgang. Hinir vinsælu eldri dansar verða haldnir í Góðtemplarahúsinu í kvöld. Ef að vanda lætur með aðsóknina, er rétt að tryggja sér miða tím- anlega í síma 3355. Danskliifobiiriiin Cinderella DANSLEI heldur dansklubburinn Cinderella í Oddfellow húsinu í kvöld kl. 10 e. h. Hin vinsæla, — hljómsveit Aage Lorange leikur Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 6. e. h. sama dag í Oddfellowhúsinu. Skemmtikliibburinn „Gaudeamus41 DANSLEI verður haldinn í Oddfellow-höllinni sunnudag- inn 24 sept. kl. 10 e. h. Hin vinsæla hljóm- sveit Aage Lorange leikur (ath. 5 manna hljóm- sveit). Aðgöngumiðar verða seldir í Oddfellow frá kl. 5 á sunnudag. Tryggið ykkur aðgðngumiða í tíma! í Iðnó í kvUM Hin ágæta M|émsveit Hótel Islands leikur Tryggið yður að- göngumiða tíman- lega, seldir frá kl. S TILKYNNING Járniðnaðarpróf verður haldið í okt. n.k. Þeir, sem óska að ganga undir það, sæki umsóknarbréf til Ásgeirs Sigurðssonar forstjóra 1 Landssmiðjunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.