Alþýðublaðið - 05.10.1939, Síða 3

Alþýðublaðið - 05.10.1939, Síða 3
FIMMTUDAGUR 5. OKT. 1939. ALÞYÐUBLAOIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦---------------------------- Rógberarnir. LYGASAGA Þjóðviljans í gærmorgun um kola- birgðasöfnun Eysteins Jónsson- ar viðskiptamálaráðherra, sem var svo umsvifalaust og eftir- minnilega rekin ofan í ritstjóra blaðsins, þá Einar Olgeirsson og Sigfús Sigurhjartarson, með húsrannsókn lögreglunnar á heimili ráðherrans, að þeim báðum nauðugum viljugum viðstöddum, bregður ömurlegu ljósi yfir þær bardagaaðferðir, sem kommúnistar hafa tekið upp í opinberu lífi hér á landi. Kommúnistum er það kunn- ugt eins og öllum öðrum, að al- menningur tekur hart á birgða söfnun á tímum eins og þeim, sem nú ganga yfir, þegar skort- ur er yfirvofandi á ýmsum nauðsynjum og öll birgðasöfn- un einstakra efnaðri manna hlýtur að verða til þess, að sá skortur geri ennþá fyrr vart við sig og verði ennþá tilfinn- anlegri meðal alls fjöldans. Þeir vita, að það er þessvegna vel séð af öllum almenningi, að birgðasafnararnir séu dregnir fram í dagsljósið, og því er gjarnan trúað, að vörubirgðir séu fyrir hendi hjá einstökum efnaðri mönnum, þegar skortur er á ýmsu því nauðsynlegasta hjá öllum fjöldanum af hinum fátækari. Það er því létt verk fyrir pólitískan flokk að „slá sér upp“ í áliti fólksins á bar- áttu gegn birgðasöfnurunum. Enda hafa kommúnistar óspart reynt að notfæra sér þá mögu- léika. Áð sjálfsögðu er það ekki nérna virðingarvert, að fletta ofan af þeim hýenum þjóðfé- lagsins, sem safna að sér nauð- synjum á slíkum tímum sem þessum á kostnað alls almenn- ings. En fyrir kommúnista er það, eins og nú hefir greinilega komið í ljós, alls ekki tilgang- urinn, að hjálpa á nokkurn hátt til þess, að draga birgðasafnar- ana sjálfa fram í dagsljósið og sigrast á þeirri hættu og spill- ingu, sem af þeim stafar. Þvert á móti: Það, sem fyrir þeim vakir, er fyrst og fremst að koma birgðasafnarastimplinum á pólitíska andstæðinga, án nokkurs tillits til þess, hvort þeir eiga nauðsynjar til næsta dags á heimili sínu, eða ekki. Þessvegna lygasaga þeirra um kolabirgðasöfnun Eysteins J ónssonar viðskiptamálaráð- herra, enda þótt hann væri svo saklaus af þeim áburði, að varla væri kolablað til á heimili hans! Það eru þessar bardagaað- ferðir, þessi rógburður komm- únista, sem er að eitra okkar opinbera líf. Hversu djúpt hlýt- ur sá flokkur ekki að vera sokk- inn í siðferðislegu tilliti, sem treystir málstað sínum og Á Þýzkalandi hafa nú konurnar orðið að taka við allri venju- Iegri karlmannavinnu heima. Á myndinni sjást nokkrar þýzkar konur, sem eru að læra að fara með dráttarvél og plóg. stefnumarki ekki betur en það, að hann heldur.það vera nauð- synlegt og réttlætanlegt, að nota rógburðinn þannig sem aðal- vopn gegn andstæðingum sín- um?! Á svo lágu siðferðisstigi voru kommúnistar þó áreiðan- lega ekki, þegar þeir hófu göngu sína hér. Það er engin á- stæða til að efast um, að margir þeirra að minnsta kosti hafi í upphafi af hreinum hug og trú á hugsjónina, hversu misskilin, sem hún var, hafið baráttu sína hér á landi. En það er jafnlítil ástæða til að draga fjöður yfir þann sannleika, að það hugar- far er fyrir löngu farið forgörð- um og flokkur þeirra með ári hverju sokkinn dýpra og dýpra í hyldýpi þeirra óheil- inda og ódrengskapar, sem fyr- irmyndir þeirra og yfirboðarar austur í Moskva hafa kennt þeim að skoða sem einu ó- brigðulu leiðina til sigurs yfir pólitískum andstæðingum. í skóla herranna í Moskva hafa kommúnistar ruglað meðalinu saman við sinn upphaflega til gang eins og jesúítarnir forðum. Hugsjónin er fyrir löngu horf- in úr lífi þeirra og starfi, en ó- drengskapurinn, jesúítaskapur- inn, rógburðurinn, yfirleitt all- ar þær eitruðu bardagaaðferðir, sem þeir hafa lært austur í Moskva, eru eftir. Aftur og aft- ur erum við að reka okkur á þá þjóðarhættu, sem af slíkum bardagaaðferðum stendur. Róg- sagan um kolabirgðasöfnun Eysteins Jónssonar viðskipta- málaráðherra er aðeins eitt dæmi af óteljandi mörgum. En það eru takmörk fyrir því, hve Iengi er hægt að leyfa slíkum félagsskap að eitra þjóð- líf okkar með slíku moldvörpu- starfi. Það er ekki hægt, án þess að þjóðin bíði varanlegt siðferðislegt tjón af, að leyfa kommúnistum óátalið á þeim tímum, sem nú eru, að grafa ræturnar undan því starfi, sem unnið er til þess að miðla öllum sem jafnast af þeim takmörk- uðu birgðum af nauðsynjavör- um, sem til eru í landinu, með því að bera þeim mönnum að ósekju birgðasöfnun og svik á brýn, sem því vandasama starfi eiga að stjórna. Það verður að taka hart á slíkum rógberum. Þeir eru i dag engu hættu-; minni fyrir þjóðina en birgða- safnararnir sjálfir og fyrir alla framtíð þjóðarinnar ennþá hættulegri. 'y’EGNA STRÍÐSINS er það * sýnilegt, að atvinnuleysi muni aukast stórum hér í bæn- um. Meginhluti þeirra, er starfa að byggingum, verða atvinnu- lausir, því að það er vitanlegt, að ekki er ráðlegt að verja neinu af takmörkuðum gjaldeyri þjóð- arinnar til kaupa á rándýru efni til nýbygginga, og það sízt hér í Reykjavik, sem þegar er orðin of stór. * En eitthvað verður að finna handa þessu fólki að vinna. Og það verður að vera vinna, en ekki atvinnubótavinna eða „dýr- tíðarvinna“ eins og það er kallað, þetta hangs hér í Igötum og veg- um, þar sem fjörir karlar standa upp á endann og tala saman eða 'taka í nefið, meðan ednn karl er eitthvað að dunda við að rífa það upp, sem lagt var í gær. En nóg urn það að sinni. Nú hvetur rikisstjórnin aila til þess að búa sem mest að inn- lendri framleiðsluvöru, og eink- um að rækta og éta sem mést af kartöflum. Og sjálfur forsætis- ráðherrann hefir gengið á undan öðrum með góðu eftirdæmi með því að rækta stórt stykki í Foss- vogi, þar sem mér sýndist hann vera að taka upp kartöflur á sunnudaginn var. En aðstaðá flestra Reykvíkinga til garðrækt- arinnar er ekki góð. Land tii ræktunar er ekki fáanlegt, og lönd þau, sem menn hafa fengið, f. d. í Fossvogi, eru alltof stór fyrir hvern einstakan og auk þess óþægilega langt í burtu, svo að kostnaðarsamt er að fara þangað með strætisvögnum. En hér fyrir innan baginn, ekki lengra en svo, að þangað er að minnsta kosti Austurbæingum vorkunnarlaust að fara gangandi eða á reiðhjólum, eru lönd, þar sem rækta mætti þúsundir turína af kartöflum og ýmsu garðmeti. En lönd þessi eru túnin meðfram Suöurlandsbrajjtinni, frá Rauð- ará og inn að Undralandi, og sömuledðis túnin í Lækjarhvammi. Sumt af þessu landssvæði er beinlínis í órækt eins og t. d. landsvæÖiÖ frá Lækjarhvammi að Kirkjubóli. Allt þetta land er mjög auðræktanlegt, ekki í því ein steinvala. Það sem við það þarf að gera, er ekki annað en að ræsa það og plægja núna í haust, til þess að það brjóti sig í vetur. A þessu dýrmæta la-ndi búa þrír eða fjórir bændur, sem hafa kúabú, sem mér leikur grunur á að þeir græði ekki mikið á. Er ekki skynsamlegra að skipta því í mörg hundruð smágarða til búbætis fyrir rnörg þúsund Reykvíkinga. Og ekki aðeins til búbætis, heldur til heilsu- og sái- arbóta, því að fá störf eru jafn heilsusamleg fyrir líkama og sál eins og garðrækt. Eins og ég vék að áðan, er það mikið atriði, hve lönd þiessi eru nærtæk. Ég hefi garð langt inn í Sogamýrf. Til þess að komast þangað með konu og barn, þarf ég að borga upp undir krónu aðra Leiðina, og því nýtist ekki mörg stundin, sem hægt væri að vinna garðinn ef hann væri nær. En nærtækari eru Sunnuhvols og Háteágstúnin. Það er víst meiningin að byggja þar í fram- tíðinni. En það verður ekki næstu árin. Öllum þessum túnum á að breyta í garða og það strax í haust. Ég geri ráð fyrir að um eign- arréttin á þessum löndum verði eitthvað þvarg. En ef noikkur dugur er i bæjarstjórninni og starfsmönnum hennar, verður hægt að kippa því öllu í lag á stuttum tíma, galduiinn er ekki annar en að taka löndin eignar- námi strax upp á væntanlegt mat seinna. Ef okkar íhalds bæj- arstjórn þætti það of mlíkjll sosa- bolsaháttur, væri hægt að fá eig- enduma til að leigja löndin til garðræktar fyrir ekki minna en þeir hafa upp úr þeim nú, það myndi ekki verða tilfinnanleg feiga fyxir hvern smágarð. Þeir sem svo vildu fá þama garða leigða ættu að fá þama vinnu nú í haust við skurða- gröft og annað, sem þarf til sameiginlegs undirbúnings land- inu. Og það ætti að vera ákvæð- isvinna, að svo miklu leyti sem hægt er. Einhverja vegi þyrfti að gera í löndum þessum, en þeir þyrftu ekki að vera bíifær- ir, það væri nóg, að þeir væru færir hestvögnum og handvögn- um, því að þama þarf ©kki að flytja svo mikið af neinni þunga- vöm, og auk þess alls staðar stutt á bílfæra vegi. En svo er það annað. Gera má ráð fyrir, að skortur vferði hér næsta ár á útlendum ábuirði. Pálmi Einarsson ráðunauturflutti fyrir skemmstu ágætt erindi í útvarpiö um hagnýtingu inniends áburðar, og benti á margar leið- ir til útvegunar á honum. En fiestar þær leiðir vom þannig að þær em ekki færar einstökum smágarðeigendum í Rvík. Hann benti t. d. á þara sem áburð. Hér í nánd við Reykjavík er viða þari, t. d. í Elliðaárvogi. þar þarf að hefjast handa og bera upp þara. Væri ekki ráð að setja nokkra atvinnuleysingja í að bera þar og veiÖa upp þara í ákvæðisvinnu? Þaran ætti svo ,að selja í garða og flytja hann tíl garðeigenda. En fyrir þessum störfum getur enginn aðilji gengist betur en Reykjavíkurbær. Og þessarar vinnu ættu að verða aðnjiótandi fyrst og fremst atvinnulausir heimilisfeður, sem vildu taka garða 5 leigu. Og leiguna mætti táka fyrirfram af vinnu þeirra, hún yrði hvort sem er aldrei nema smáræði, 15—20 krónur. Eins mætti líka láta aöra, sem þama fengju garða borga fyrir- fram fyrir þá og áburðurinn þann ig fengist strax nokkurt fé til þessara framkvæmda og gæfi lika nokkra trygginjgu fyrir því, að garöarnir yrðu ræktaðir. Nú er það vitanlegt, að í bæj- arstjónninni eru sofandi sauðir, það er nú þeirra náttúra, og við erum orðnir því vanir. En úr því að þeir hafa sofið í öll þessi ár tiltölulega ótmflaðir, ættu þeir að vera orðnir útsofnir og taka nú fjörkipp, því að nú liggur mikið við til að bjarga bæjarbú- um frá yfirvofandi vandræðum. Hér hefir verið bent á eitt lítið úrræði, sem þó gæti verið mik- ilsvert fyrir afkomu bæjarbúa, Og ég segi ykkur satt, til þess að hrinda þessu í framkvæmd þarf ekki nerna dálitla vinnu, eins til tveggja manna á skrif- stofu borgarstjóra, og það að- (ains í nokkra daga. E. K. Jnlins Bomhoit nm fierzka ævintýrið eftlr H.K.laxness FYRIR stuttu síðan birti ríkisútvarpið frétt um ritdóm — sem hinn þekkti danski ritdómari Julius Bom- holt skrifaði í Kaupmannahafnarblaðið „Social-Demokrat- en“ um Gerzka ævintýrið eftir Halldór Kiljan Laxness, sem nú er nýlega komið út í danskri þýðingu. Af því að frétt ríkisútvarpsins um ritdóm Bomholts vakti töluverða eftirtekt, mun margan fýsa að sjá ritdóminn orðréttan. Fer hann hér á eftir í íslenzkri þýðingu. ÞETTA er sú barnalegasta bók sem ég minnist að hafa lesið. Hamingjan góða, en hvað hún er barnaleg. Halldór Laxness er, eftir orð- um hans að dæma, ekki félags- bundinn kommúnisti, en hann er einn hinna trúuðu, sem krýp- ur í andagt í fordyri musteris- ins og hvíslar: Stalin er mikill, Stalin er mikill ... og hann á ekki til nema ljót orð í garð jafnaöarmannanna. Hann talar háðslega um „hina ósjálfbjarga hægri-sósíalista á Norðurlönd- um“ og reynir að gera hlægi- legar þær kjarabætur, sem hin endurbótasinnaða verkalýðs- stétt hefir „gert hrossakaup um“ undir stjórn auðvaldsins. Þá kenningu, sem er í því falin að vinna alla alþýðu til fylgis við jafnaðarstefnuna í því skyni að breyta þjóðskipulaginu á lýðræðislegan hátt, kallar hann „græningjahátt'L Hann virðist gleyma því, að um þessar mundir hallast kommúnista- flokkar hinna ýmsu landa að þessum „græningjahætti“ — eða ef til vill lítur hann svo á, að það sé almennt vitað, að hinn kommúnistiski þvætting- ur um ,,lýðræði“ og „þjóðfylk- ing“ sé aðeins stundar-her- bragð. Ef til vill. En er það þá ekki vægast sagt dálítið spaugi- legt, að í hugmyndafræði sinni skuli kommúnistarnir skríða í skjól jafnaðarstefnunnar, eftir því sem þeim er unnt, meðan hið nazistiska þrumuveður geysar? Laxness er sáróángæður yfir því, hvernig „hægri-sósíalistar“ tali um Rússland. Ef hann vildi lesa t. d. það, sem undirritaður skrifaði um Rússland í bókinni „Leiðangrar", .myndi gremja hans ef til vill mildast nokkuð. En því þá það? Það er hið fagra hlutskipti þess manns, sem er jafn einlægur í trú sinni og barn, að hafa nautn af reiði sinni. Laxness ritar sjálfur um Ja- goda, að hann hafi verið „mið- aldaglæpamaður“. Æðsti mað- ur hins rússneska réttarfars — miðaldaglæpamaður. Takið nú eftir: „Samanborið við Jagoda verður lítið úr hinum amer- íksku glæpamönnum. Glæpa- starfsemi hans er þeirrar teg- undar, að hún á sér engin for- dæmi frá því á velmaktarárum páfadómsins. Alexander Borgia og þess háttar manneskjur eru ef til vill nánustu hliðstæður hans.“ Örlög Alexanders Borgia eru aðeins skiljanleg séð í ljósi eitr- aðs umhverfis. Og hvað þá um Jagoda ------? Ef blöð jafnaðarmanna hefðu, þegar Jagcda sat að völdum verndaður af vopnum og áróðurstækjum hins rúss- neska einræðis, gagnrýnt gerð- ir hans á þennan hátt, hefðu kommúnistarnir orðið óðir og uppvægir yfir „skítmokstri hægri-sósíalistanna yfir sovét- lýðveldin**. ’ljLlfiðSl Eins og stendur er kommún- istum leyft — afsakið: heim er lögð sú flokksakylda á herðar — að svívirða marga af þehn mönnum, sem sátu eftir októ- berbyltinguna 1917 í hinu póli- tíska ráði flokksins ásamt Len- in. Menn, sem seinna voru „gerðir upp“. Það, sem Laxness skrifar um ,,Trotskismann“, ber vott um algera fáfræði viðvíkjandi pólitískum grundvallarstað- reyndum, og vörn hans fyrir hin víðtæku málaferli í Moskva með tilheyrandi fjöldaaftökum er þess eðlis, að honum er mest- ur greiði ger með því, að halda henni sem minnst á lofti. Við jafnaðarmenn höfum aldrei sett sérlega hátt gengi hvorki á Si- novjew né Trotski. En aftur á móti höfum við aldrei viðhaft hin móðursjúku hrópyrði, sem hinir rétttrúuðu einræðisdindl- ar viðhafa nú af ótta við að verða annars grunaðir: Við skulum að minnsta kosti sleppa allri hræsni, Á einum stað skrifar Laxness um Rússland: Mikið hefir áunn- izt, en þó hverfandi lítið saman- borið við það, sem eftir er að vinna. Með því að leggja upp úr slíkum áfanga, væri hægt að gera skynsamlegt, krítiskt mat, gera ljósa, réttláta grein fyrir kostum og göllum. En Kiljan á Frh. á 4. *íðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.