Alþýðublaðið - 11.10.1939, Blaðsíða 1
F.UJ. félagar!
Mætið á aðalfund
tasste í hrðld kl.
8,30.
Finiiar byrjaðír að fflytja ffélkið burt úr
borgunum9 tíl að irera viðbiinir árás.
Sykur leisir síð
m í oktöber.
SFkttrbirffðlrnar endast
skemur en prt var
ráð fyrir.
TALIÐ er liklegt að sykur-
birgðirnar í bænum dugi
fram í miðjan þennn mánuð,
segir skömmtunarskrifstofa
ríkisins.
Birg'ðirnar virðast ekki hafa
dugað eins lengi og gert var ráð
fyrír í upphafi, en það stafar
meðal annars af þvi, að f ólk hefir
reynt að fá út á alla sykurmiða
sína strax í byrjun mánaðarins.
Sykurimin er raunvérulega eina
matvaran, sem skortur-er á, erti
von er til að sykur komisíðast
í pessum mániuði. Reynt er að fá
sykur með Alexandrínu drottn-
ingu frá Danmörku og sykur mun
koma með Goðafossi frá Amer-
íku síðast í mánuðinum. Þá mun
fcoma allmíkið af strásykri, sem
'átti að nota í syikursöltwn á Siglu
firði, en var ekki notað.
Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun.
"P RÉTTIRNAR um hina yfirvofandi árás Sovét-Rúss-
*¦ lands á Finnland vekja mikinn óhug og andúð úti um
heim og þó hvergi meiri en á Norðurlöndum.
í fregn frá London er sagt, að Rússar hafi dregið sam-
an 700 þúsund manna her í héraðinu umhverfis Leningrad
og af þeim hermannaf jölda, hafi þegar 250 þúsundir verið
sendar til Tandamæra Finnlands. Það er fullyrt í London,
að Rússar krefjist þess áf Fihnlandi, að það láti af hendi
við þá flotastöð á Álandseyjum, eyjaklasanum milli Finn- ?
lands og Svíþjóðar, sem myndi gera rússneska flotann ein-
ráðan á öllum siglingaleiðum um norðanvert og austan-
vert Eystrasalt.
Finnar virðast búast við því yersta og vera ráðnir í
áð verjá hendur sínar, því að þeir hafa þegar byrjað brott-
flutning fólks úr fjórum stærstu borgum landsins: Helsing-
fors, Viborg, Tammerförs og Ábo. Ljós voru bifgð í Hels-
ingfors í nótt, stöðugar loftvarnaæfingar fara þar fram,
og íbúunum héf ir vef ið fyrirskipað að vera við öllu búnir
ekki síðar eh á firnmtudagskvöld.
Frá Álandseyjum, þar sem Rússar eru nú sagðir heimta flotastöð á miðri leið milli Finn-
lands og Svíþjóðar: Myndin sýnir nýja og glæsilega brú, sem Finnar hafa byggt milli
Álands og Saltvíkur.
Finnska DjMin
in af varnarrilja.
. ÍÍÁUPMiHÖFN í morgun F.O.
Finnskir stiómmálamérih halda
því fram að finriská pj óðin sé
gagntekin áf vamarviljá og reiðu
búin tií þess 'áð taka öllum af-
leiðingum af peirri afstöðu sinni
að gefa ekkert eftir af sjálfstæði
SJómenn gera krðtu til
hlutdelldar í taækkuðu
verði á sildarafurðum.
Samþykkt fjöimenns fundar, sem nald'
inn var í Vestmannaeyjum í gæíkvéidi.
OÍLDVEIÐISJÓMENN og
~ síldarútgerðarmenn
héldu í gærkveldi fjölmenn-
an fund í Vestmannaeyjum
til að ræða um útkomuna á
síldveiðunum og sérstakléga
kröfuna um það, að sjó-
mönnum komi til góða sú
verðhækkun, eem orðið hef-
ir á síldarafurðunum vegna
ófriðarins.
Á fundinum ríkti ein-
drægni og ákveðinn vilji.
Var Páll Þorbjarnarson
kaupf élagsst j. f undar st j óri,
en fundarritarar Guðlaugur
Brynjólfsson útgerðarmaður
og Guomundur Helgason,
formaður Sjómannafélagsins
Jötunn.
Umræður stóðu lengi á fund-
inum og tóku margir til máls,
en að þeim loknum var eftir-
farandi ályktun samþykkt í
einu hljóði:
?-,Síldarútvsgsnefnd og síld-
arverksmiðjur ríkisijis eru
stofnanir, sem löggjafinn„h^ir
komið á og ætlað er að vernda
hagsmuni síldarútgerðarmanna
og síldveiðimanna. Stofnanir
þessar hafa undanfarin ár og
einnig í ár verið allsráðandi um
fersksíldarverðið til bræðslu og
sóltunar, og hefir verðið verið
miðað við eðlilega skiptingu
tekna milli saltenda og síldar-
verksmiðjanna annars vegar og
síldarútgerðarmanna og síld-
veiðimanna hins vegar. Vegna
stríðsins hefir útflutningsverð-
mæti . síldarafurðanna mjög
breytzt til hækkunar, en það
leiðir jafnframt af sér að
skipting arðsins milli síldarsalt-
enda og síldarverksmiðja ann-
ars vegar og síldveiðimanna og
síldarútgerðarmanna hins veg-
ar hefir mjög raskast og það ;
svo, að á sama tíma, sem sjó-
koma heim með lítinn
Frh. á 4. síðu. !
menn
landsins eða öryggi. í Helsing-
fors og 'hvaTvetna í Fhmlandi
ríkir djúp alvara. Menn gera sér
fyllilega ljóst á hve alvarlegum
tímamótum landið stendur, en þó
eru menn rólegir og kjarkgóðir.
„Berlingske-Tidende" í Kaupm.
hofn skrifar grein í g'ær par sem
því er haldið0 fram, að ógnanir
við Finnland, séu hætta, sem
stefnt sé að öllum Norðurlanda-
pjóðunum.
„Svenska Dagbladet" hekiur
því fram í gæT, að Svípjóð sé
tomin inn í hœttusvæði styrjald-
Biinnar. í SvíþjdÖ eru ná 100
pusund fullæfðir menn undir
vopnum,
Fréttaritarar í Helsingfors segja
frá pví, að pað hafi verið mjög
áhriíamikii stund, pegar Paasiki-
vi lagðiaf stað til Múskva í [gær*
morgun. ";
Forsætisráðherrann Cajander og
púsundir annara manna fylgdu
homurri á jámbrautarstöðiina, og
kvöddu' hann par með árnaðar-
óskumr. Sörig mannfjöldin finnska
pjóðsorigmn og að því loknusálm
inn. ;,,Vor ,guð er bor,g á bjargi
traust"..- aíjiri.
Paasikivi mælti nokkur orð áð-
ur en. hann lagði af stað, og
sagði meðal annars: Finnland ósk
ar pess að varðveita gott sam-
komulag við Sovét-Riissland eins
og aðra nagranna en mun ekki
láta neitt af höndum af sjálf-
stæði sínu.
Lundúnablaðið „Times" lýsir
Paasikivi á pá leið, að hann gé
síðasti Finnlendingurinn, sem lík-
legur sé til pess að láta undan
hótunum og yfirgangi Rússa.
Miiliþinganefiid
í tollamálum var í gær falið
að athuga um tekjustofna bæja-
og sveltafélaga.
Stemdaricirkja.
Aheit frá P. kr. 2,00.
Vér immum halda áfram að
berjast sagði Daladier i gær.
Friðartilboði Hitlers visað á bug i út-
varpsræðu Vranska forsætisráðherrans
Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Kaupmannahöfn i morgun. *
DALADIER forsætisráðherra Frakka svaraði hinni svo-
"nefndu friðarræðu Hitlers í útvarpsræðu til frönsku
þjóðarinnar í gærkveldi.
„Vér munum halda áfram að berjast," sagði hann. —
„Vér óskum að vísu friðar, en beygjum oss ekki undir yf-
irgang. Vér höfum fengið nóg af loforðum Hitlers og viljum
engan þýzkan frið eftir að Pólland hefir verið eyðilagt. Það
er enginn friður og ékkert öryggi í því, að lönd séu strikuð
út af landakortinu með sex mánaða millibili."
,,í meira en mánuð," sagði
Daladier, „hafa hermenn okkar
barizt í landi óvinanna. Loft-
her vor hefir sýnt frábæran
dugnað. Flotinn hefir tekið
hundruð þúsunda smálestir af
vórum, sem áttu að fara til ó-
vinanna, og í sameiningu með
Bretum rekið þýzku kafbátana
af höfunum.
Það er sóguleg staðreynd, að
þeir, sem hafa yfirráðin á höf-
unum, vinna endanlegan sigur.
En Bretar hjálpa okkur ekki
einungis á hafinu og í loftinu.
Þeir hafa sent æsku Bretlands
á vígstóðvar vorar.
Þýzka útvarpsstöðin í Stutt-
gart hefir haldið því fram, að
Bretar létu Frakka úthella blóði
sínu fyrir þá og sætu rólegir
heima. Þessi lygi hefir drukkn-
að í hávaðanum af hinum
brezka vopnaflutningi til víg-
stöðvanna. Verkin sjálf eru
sterkari en lygin.
Við tiöíurn heyrt loforð
Hitlers áður.
Það er talað um frið við ykk-
ur, en þýzkan frið, og hvað er
þessi friður? í fáum orðum
þetta: Ég hefi eyðilagt Pólland,
ég er ánægður, nú skulum vér
halda friðarráðstefnu.
Því-miður höfum vér heyrt
þessi orð áður. Vér heyrðum
þau í Múnchen. Litlu seinna var
ráðizt á Tékkóslóvakíu. Vér
heyrðum sömu yfirlýsingu á
fundi í þýzka ríkisdeginum,
þegar því var lýst yfir, að nú
væri Þýzkaland ánægt og
kærði sig ekki um fleiri land-
vinninga. Litlu síðar var ráðizt
á Pólland. Og nú heyrum vér
aftur hina sömu yfirlýsingu.
Vér óskum friðar og höfum
alltaf óskað eftir friði, en vér
Frh. á á. »iðu.
Berlínarbúar nrðu
fyrir vonbrigðnm.
Þeir héidu að vopnahi
hefði verið samið.
LQNDON í gærkveldi. FÚ.
ORÐRÓMUR, sem er hrein-
asta fjarstæða, barst til
London kl. 12.30 í dag frá Berl-
íh. Orðrómurinn var þess efnis,
að brezka stjórnin hefði beSki
lausnar, konungurinn afsalaO
sér völdum og vopnahlé veriö
samið-
Þessar hlægilegu fitegnir voru
sendar út frá amerískri frétta-
stofnun, sem segir, að það hafí
valdið mönnum miklum vom-
brigðum í Þýzkalandi, er það
Frh. á á- tóöu.
Uthauen f ær Vilna, en miss
ir sjálfstæði sitt um leið!
Rússar senda setulið inn í landi®
s
LONDON í morgun. PU.
ÁTTMÁLI milli Lithauen
og Sovét-Rússlands var
undirskrifaður í gær, teftir að
samningamennirnir frá Lithau-
en voru komnir öðru sinni til
Moskva, en þeir höfðu farið
heim til þess að ræða við ríkis-
stjórn sína.
Þessi sáttmáli er frábrugðinn
sáttmálanum við Eistland og
Lettland i tvennu.
í fyrsta lagi veitir Lithauen
Rússum ekki sérstök forréttindí
til þess að hafa flug- og flota-
stöðvar, ten veitir þeim hins
vegar réttindi til þess að hafa
setulið á stöðum, sem ekki eru
tilgreindir í sáttmálaniim.
í öðru lagi fær Lithauen eitt-
hvað fyrir snúð sinn, en það
verður varla sagt um Eistlend-
inga og Lettlendinga. Rússai'
hafa nefnilega fallizt á, að láta
Lithauen frá Vilna og Vilna-
Frh. á 4. tíÖU,