Alþýðublaðið - 13.10.1939, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 13.10.1939, Qupperneq 2
FÖSTUDAGUR 13. OKT. 1939. ALÞÝtHJBLAfHÐ Orðsending til kaupenda út um land Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. Verkamaður skrifar um: Ráðafaigar í hltaveltana LAUGARDAGINN 7. okt. s. 1. birtist í Alpýðublaöinu grein um ráðuingu verkiamanna vi'ð laguingu hitaveitunnar. Grein pessi endaði á því, að blaðið væri fúst iil þess að taka greinar frá verkamönnum um þetta efni. Ég vil því gripa tækifæriö, sem Alþýðublaðið gefur okkur verka- mönnum til þess að segja álit mitt um þessa margumtöluöu ráðningu, sem allir virðast for- dæma, nema ef vera skyldi stjórn Dagsbrúnar og hennar nánustu fylgifiskar. Það er sagt, að verkfræðinga- firmað Höjgaard & Schults hafi gert það að skilyrði, er samning- amir voru geröir við þá, að þeir fengi að ráða alla verkamennina. Þetta er ef til vill skiljanlegt að því er viðkemur þeim hluta verksins, sem unninn verður í ákvæðisvinnu af verkfræðinganna hálfu. Hitt er óskiljanlegt, að ekki hefði mátt fá þessu breytt um þann hlutann, sem unninn er eftir reikningi, 'sem er einmitt það verk, sem nú er unnið að. Menn skyldu nú ætla, aö firmað hefði með þessum skilyrðum verið að tryggja sér það, að geta valið úr afkastamestu verka- mennina. Enda munu Höjgaard & Schultz hafa fært fram þá éstæðu fyrir þessu ákvæði samn- ingsins. En reyndin mun vera sú, að til þessa hafi ekkert tillit ver- ið teklð. Þá hefir firmað sett þann mann fyrir sig til þess að tala við okkur verkamenn, sem aldrei get- ur gefið ákveðin svör, aidrei sagt já eða nei. Það er þessi maður, Viggó Þorsteinsson er mér sagt að hann heiti, sem okkur verkamönnum er vísað til, sem þess er mestu ráði um vinnuveitingu þessa, en svörin, sem hann gefur, benda samt si'zt til þess ,að hann sé maður mikils ráðandi. En hverjir ráða þá í hitaveit- una? Það er spurning, sem enginn virðist geta svarað, það ganga um það margar sögur, sumar ef- laust sannar, aðrar kannske ó- sannar. En af þeim sögunum, sem sæmilegar heimildir eru fyrir, virðist mega ráða það, að hér er kilíkuskapurinn að verki, hér er ekki spurt um ástæður eða af- köst eða nokkuð það, er frá heil- brigðu, sanngjömu sjónarmiði virðist máli skipta, heldur: hvaða kunningja átt þú, eða, hverjum ertu skyldur? Til þess að benda á það, hvers virðí sú umsækjendaskráning, sem fram hefir farið á skrifstofu hitaveitunnar, er í augum V. Þ., skal ég nefna, að laugardaginn 7. okt. s. 1. kom einn verkamaður inn á skrifstofuna og bað að breyta heimilisfangi sínu í skránni. Svörin voru ónot og skætingur þess efnis, að þá varðaði ©kkert um það, hvert hann væri fluttur eða hvar hann ætti heima. Þannig er framkoma þessa hrokafulia manns, sem við verkamennimir höfum sett okkar vonir á, fyrst loðin svör, síðan sikætingur. Annars væri honum ef tii vill ráðlegast að læra áð stjórna skapi sínu og venja sig á kurteislega framkomu gagnvart verkamönnum, á meðan þeir gera ekki annað af sér en að leita eftir einhverju handtaki að gera, sér og sínum til framdráttar. Þol- inmæði verkamanna er ef til vill ekki óþrjiótandi, allra sízt þegar örbiiigö sverfur að á öllum svið- um, örbiigð, sem ekki þyrfti að vera til í þessu landi. Viþ hitaveituna vinnur fjöldi einhleypra manna, á sama tima sem hundmð fjölskyldumanna ganga atvinnulausir. Þessir lausa- menn hafa margfalt betri skiln- yrði til þess að bjarga sér og tii þess að lifa af lægri tekjum heldur en þeir, sem hafa fyrir toonu og börnum að sjá. Einnig vinna þar menn, sem hafa farið úr þolanlegri atvinnu í þessa. Það á að vera einróma krafa þeirra verkamanna, sem nú ganga atvinnulausir, að bærinn taki þessa vinnuráðningu þegar i stað i sínar hendur, að öllum, sem byrjaðir eru að vinna, verði tafarlaust sagt upp. Að bærinn skifti síöan þessari vinnu á milli verkamanna líkt og atvinnubóta- vinnu, með tilliti til framfærslu- kostnaðar hvers manns, og tekna s. 1. sumar, Að einhleypir menn séu alls ekki teknir, á meÖan nóg er til af atvinnulausum fjöl- skyldumönnum. Vonandi em ráðamenn bæjar- ins ekki svo svíobeygöir, að þeir geti ekki rétt sig úr kreppunni og hrundið þessu nauðsynjamáli fram, og það nú þegar. Ég er fyllilega sammála Al- þýðublaðinu um það, að við er- A-jÞÝÐUBLÁÐIÐ birti fyrir nokkrum dög um grein um þetta mál. Fjölda margir verkamenn hafa látið í ljós, að þar hafi sízt verið of fast að orði kveðið. Grein sú, sem hér birtist, tekur í sáma streng. Er Alþýðublaðinu ljúft að birta þessa grein, sem og aðrar greinar frá verkamönnum um málefni þeirra. um illa á vegi staddir núna, reykvíkskir verkamenn, að eiga ekki verkamannafélag, er sé þess megnugt að berjast fyrir hags- munamálum okkar, bæði í þessu sem um var rætt, sem og fleiri málum. Ef til vill má þetta verða til þess að opna augu alira verka- manna fyrir þeirri stóru nauðsyn að standa sameinaðir, að byggja upp verkalýðsfélagsskapinn hér á landi, einhuga og samvirkan, eingöngu með hagsmuni verka- lýðsins sjálfs fyrir augum, og án hjálpar ýmissa aðskotadýra úr öðrum stéttum, sem með rógsiðju sinni hafa lagt samtök okkar í iustir. Að endingu vil ég geta þess, að ég tel mig Sjálfstæðismann, en vitanlega rita ég þessar línur á eigin ábyrgð, «jg því bið ég Alþýðublaðdð fyrir þessa grein, að ég hefi gildar ástæðUr til að ætla, að blöð Sjálftstæðis- flokksins tækju hana ekki til birtingar, auk þess er ég gat umi í upphafi, að Alþýðublaðið bauðst tii þess að taka greimar um þetta efni frá verkamönnum. En nær er mér að halda, að allmargir stéttarbræður mínir í Sjálfstæðisflokknum muni vel geta léð þessum orðum míuum stuðning sinn. J. A. Knattspyrnukeppnínni milli Háskólanema og Mennta- skólanema í gær lauk meö sigri Menntaskólanema 4:0. Snorri Sigfússon skóLastjóri á Akureyri flytur í (kvöld erindi í útvarpið um spari- isjóðsstarfsemi í barnaskólum. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Erkibiskupinn fór burtu í voidu skapi, en veslings Lísa vissi, að hún var saklaus og hélt áfram starfi sínu. Svanimir. Erkibiskupinn kom til þess að vera hjá henni síðustu stundina. Hann hafði lofað konunginum því, en hún hristi höfuðið og lét í ljós, að hún vildi, að hann færi. Því að hún vildi ljúka starfi sínu á þessari nóttu. Litlu mýsnar hlupu um gólfið, þær drógu netlurnar að fótum hennar, svo að þær gætu hjálpað henni svolítið, og þrösturinn settist á gluggakarminn og söng fyrir hana alla nóttina, svo að hún misti ekki kjarkinn. Rúgmjöl Sítrónur, Saltfiskur, Harðfiskur, Riklingur, Smjör, Ostar, Egg. BREKKA Símar 1678 og 2148. rjarnarbúðm. — Sími 3570. Glímufélagið Ármann ‘hefir fengið leyfi til að halda hlutaveltu næstkomandi sunnu- dag. Félagsfólk er önnum kafið við að undirbúa hlutaveltuna, og er lagt allt kapp á að hafa þar góða muni og nytsama, eins og að undanfömu. (HjA&yBg NQRDHOFF og JAMES NOEMAN HALL: Uppreisnin á Bonnty. 93« Karl Ísfeíd íslenskaði. Þér verðið að sanna framburð yðar um samtal ykkar Christi- ans. Sá eini, sem ég gat hugsað mér, að hefði snefil af samúð með föngunum, var Sir George Montague, skipstjóri á Hector. Nöfn okkar voru lesin upp, og við stóðum fyrir framan dómarana, meðan ákæran á hendur okkur var lesin upp. Þetta plagg var mjög langt, og þar var skýrt frá ferðalagi Bountys, frá því það lagði af stað frá Englandi, og þangað til uppreisn- armenn tóku skipið. Því næst var lesin upp hin eiðfesta skýrsla Blighs. frásögn hans af uppreisninni. Skjal þetta var sérstak- lega þýðingarmikið, einkum fyrir mig. Skýrslan hljóðaði þannig: — Ég leyfi mér auðmjúklegast að leggja fyrir flotamála- ráðuneytið skýrslu um það, er herskip Hans Hátignar, Bounty, undir minni stjórn, var tekið af mér þann 28. apríl 1789 á eftirfarandi hátt: Rétt fyrir sólaruppkomu komu Fletcher Christian, sem var næstæðsti maður á skipinu og stóð á verði um þetta leyti, Charles Churchill, liðþjálfi, Thomas Burkitt, háseti, og John Mills, önnur skytta, inn í klefa minn, tóku mig sofandi og bundu hendur mínar á bak aftur með sterku reipi. Þeir otuðu að mér sverðum og byssustingjum og hótuðu mér dauða, ef ég gerði minnsta hávaða. Samt sem áður kallaði ég hátt á hjálp, en allir yfirmenn mínir, að undanteknum þeim, sem tóku þátt í uppreisninni, höfðu verið teknir fastir. Því næst var ég leiddur upp á þilfar í skyrtunni einni sam- an, færður að einu mastrinu, og þar voru vopnaðir menn settir til þess að gæta mín. Meðan á þessu stóð, létu upp- reisnarmenn í ljós ánægju sína yfir því, að ég hefði verið tekinn fastur. Ég krafðist þess af Christian að fá að vita, hvers vegna ég hefði verið tekinn fastur, en ég fékk ekki annað svar en þetta: — Haldið kjafti, annars verðið þér drepinn þegar í stað. Hann hélt í endann á reipinu, sem ég var bundinn með, hristi byssustinginn fyrir framan andlitið á mér og hótaði því að reka mig í gegn. Samt sem áður gerði ég það, sem ég gat, til þess að koma þessum þorpurum í skilning um skyldu þeirra, en það varð árangursiaust. Bátsmanninum var skipað að setja skipsbátinn á flot. En á meðan gættu mín varðmenn undir stjórn Christians. Því næst var þeim yfirmönnum og hásetum, sem ekki tóku þátt í upp- reisninni, skipað að fara íJ bátinn. Þegar því var lokið, sagði herra Christian: — Herra Bligh, menn yðar eru komnir í bátinn, og þér verðið að fara með þeim. Varðmennirnir drógu mig eftir þilfarinu og ógnuðu mér með byssustingjum. Þegar ég reyndi að spyrna móti, sagði einn af uppreisnarmönnun- um: — Fjandinn hirði hann, þorparann þann arna, skjótið af honum höfuðið. Loks var ég settur með valdi í bátinn og þar voru fyrir 18 menn. Meðan báturinn lá við skipshliðina, söfnuðu bátsmaðurinn, timburmeistarinn og nokkrir aðrir saman ýmsum nytsamleg- um hlutum og létu í bátinn. Eftir nokkurt þóf fengum við kompás, en engin vopn og ekkert kort. Báturinn var 23 fðt milli stafna og þrjár árar voru á borð. Vistir höfðum við sem hér segir: 100 lítrar af vatni, 30 pund af svínakjöti. 6 flösk- ur af rommi og sex flöskur af brennivíni. Báturinn var svo hlaðinn, að við héldum, að við næðum aldrei landi, og sumir sjóræningjanna gerðu gys að okkur. Ég bað um vopn, en þeirri bón minni var svarað með skömm- um og svívirðingum. Samt sem áður var kastað fjórum sverð- um ofan í bátinn. Þannig útbúnir lögðum við af stað til Ta- foa, sem var um þrjátíu mílufjórðunga frá skipinu. Vð kom- umst til eyjarinnar klukkan 7 um kvöldið, en ströndin var brött og vogskorin, og við komumst ekki á land fyrr en dag- inn eftir. Meðan við vorum að leita að vatni. á eynni, réðust villi- mennirnir á okkur og það var með naumindum, að við kom- umst lífs af. Þó var einn okkar, John Norton, drepinn, þeg- ar hann reyndi að ná aftur akkeri bátsins, sem villimenn- irnir höfðu náð. Þegar við höfðum ráðið ráðum okkar, báðu skipsmenn mínir mig um, að flytja sig heim. Ég sagði þeim, að við þyrft- um engrar hjálpar að vænta, fyrr en við kæmum til Timor, sem var í 3600 mílufjórðunga fjarlægð. Menn mínir tjáðu sig allir fúsa til að lifa á 1 únsu af brauði á dag á mann og einu glasi af vatni. Ég bað þá að gleyma. ekki þessu loforði, hvað sem fyrir kæmi, og stefndi því næst til Nýja-Hollands yfir ókannað haf. Við vorum 18 manns í litlum báti og höfð- um ekkert sjókort. Ég varð að reyna 'að átta mig á sól og stjörnum. Er við höfðum þolað alls konar ógnir, komum við auga á Timor 12. júní. Að morgni þess 15., fyrir birtingu, vörpuð-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.