Alþýðublaðið - 16.11.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.11.1939, Blaðsíða 2
FIMMTUCAÖUH 1». NðV. 1S3B. Skipulag fafnrétti vinna Friður frelsi framfarir Menntaæskan og lýðræðlð. LÝÐRÆÐISVERND, - lýð- frelsi, lýðmenntun. Eigum við nú að fá eina grein enn um lýðræðið, hugsar lesanl- inn, eina af þessum hálfvolgu glamurskenndu lýðræðisgreinum. , Svo oft má nefna góðan hlut og svo illa geta hans, að fólkið verði þreytt og leitt og vitji ekki heyra meira né sjá. En ég held, að svo muni ekki viera illa feomið enn þá með lýð- ræðið hér á tslandi, sem betur fer, 'bg það sem ég þykist hafa til marks um það, er kynning min af æskunmi. Fyrir nokkrum árum logaði allt í æðstu menntastofnunum lands- ins í kommúnisma og nazisma; nú ber miklú *minna á þessu. nazistarnir í Háskólanum eru horfnir inn í, raðir Sjálfstæðis- stúdemtanna, kommúnistarnir ein- angrast í Félagi róttækra há- skólastudenta. Lýðræðissinnuðu öflin eru að styrkjast meðal uppvaxandi menntamanna, barsmíðahneigð og einræðiskenndir hopa fyrir refagslegri samkennd. Hvort sem meira veldur andúð á blóðugum einræðisherrum. erlendum eða ís- lenzk blóðborin frelsisþrá, þá er vist, iað.. hínn mjög svo ösmekk- legi eftirhermuleikur íslenzkrar skólaæsku hefir rénað til muna, en þess í stað komið heimaboll- ur þjóðfreisisandi og lýðhollustu- blær. Munu flestir vænta þess að þar sé ekki aðeins itm stundarþeyblæ áð ræða, er andi í svip um stofn íslenzkrar menntaæsku, heldur varanlegan orikustraum;, er gefi andiegu, lífi þjóðarinnar nýjan blæ, nýjan þrótt, nýja og svip- hreina ísienzka göfgi, er megni að mýkja nokkuð sárindi þau, er samskipti stjórnmálamanna hafa valdið á undanförnum ára- tugum, og hreinsi andnimsloftið i þjóðfélagslegum efnum. Sturlungaöld er oft nefnd ^yg hennar skyldi hver islendingur minnasti Sannariega væri ástæða til að íslenzkir menntamenn væru ógleymmir á þann þátt þjóðar- sögunnar, þegar glatað var ís- lenzku- sjálfstæði fyrir smáskit- legan ágirndar- og öfumdarhug metnaðargjarna og ófyrirleitinna, hrokagjarna „virðingarmanna". i iErindrekar þýzkrar og rúss- neskrar einræðisstefnu, er apa háttu einræðisherranna og dýrka hvert þeirra uppátæki, eru ekkert annað en sjálfstæðisféndur og þjóðfrelsisbanar Sturlungaaldar- innar í nýrri mynd, þeirri sem meir hæfir nútímaaðstæðum. Enginn sannur Islendingur æsk- ir þess að slík harmasaga verði endurtekin, þess vegna hlýtur æskan að fylkja sér um lýðræðið það 'skipulagsfoirm, sem veitir möguleika til fullkomnar mann- réttinda og þjóðfrelisisbaráttu . á grundvelli friðarins. En aukið lýðræði og endurbætt þýðir sigur íslenzkrar alþýðu í sinni hagsmuna- og menningar- baráttu, og því fagnar hún mennt uðum lýðræðissinnum. Frá santðkunnm F. U. J. í Reykjavík hélt há- tíðlegt 12 ára afmæli sitt 8. þ. m. með samsæti í sölum Alþýðu- hússins við Hverfisgötu. Var hðfið vel sótt og fjörugt og luku allir upp einum munni um að það hefði farið hið bezta fram, enda má geta þess að þær skemmtanir fara álltaf vel fram, þar sem vel er vandað um undir- búining og þar sem ekki sézt dropi af áfengi. Ræður fluttu við þetta tæki- færi: Matthías Guðmundsson, nú- verandi formaður félagsins, Ingi- mar Jónsson skólastjóri, varafor- maður Alþýðuflokksfélagsins og Arngrímur Kristjánsson, skólastj. Önnur skemmtiatriði voru tal- kór félagsins, Blástakka kórinn, danssýningar, steppdans, plastik og akrobatik. Ennfremur voru lesin mörg skeyti er félaiginu bárust. í tilefni afmæl'isins gaf félagið út blað sitt „Árroða" prentaðan ^g munu hafa í hyggju að haga öfcgáfu hans þannig framvegis. Alþýðuæskan fagnar því, að fé- lagið skuli hafa ráðist í slíka útgáfu, og vill nota tækifærið og brýna fyrir félögunum að mynda áhugalið utan um blaðið til þess að útbreiða það og selja, en sal- an þarf að vera vel skipulögð, til þess að sá árangur náist, sem þarf. Síarfshópar félagsins eru þegar byrjaðir starf sitt, t. d. saumaklúbbur, tal- kór og málfundaflokkur, og er þess að vænta að þátttakendur verði enn fleiri en s. 1. vetur. Al- þýðuæskunni hafa ekki enn borist fréttir frá félögunum úti á landi, en væntir þess að ekki verði langt að bíða þeirra frétta, og heitir á þau að senda nú frétta- bréf. Spurningin er aðeins: Hvaða félag verður fyrst? Hafið sam- keppni um það. Frá S. U. 3. Norræna samvinnunefndin boð- aði til fundar í Oslo og í sam- bandi við þann fund gekk norska sambandið fyrir vikunámsskeiði fyrir leiðtoga ungra jafnaðar- manna á Norðurlöndum, vegna gjaldeyrisvandræða og af fleiri orsökUm, varð ekki Unnt að senda neinn fulltrúa frá Islandi. Er erfitt fyrir okkur að taka þátt í norrænum námskeiðum og funidahöldum, vegna fjarlægðaT og fátæktar, er það eitt af við- f angsef num okkar að gera ráðstaf- anir til þess að létta undir með ungum alþýðusonum og dætrum Um að kynnast frændþjóðum vor- um og félagsstarfi þeirra. En á því sviði sem öðrum mun styrjöldin, meðan hún varir, hamla mjög gegn því að slík við- leitni beri mikinn árangur. Frá M. F. A. F. U. J. í Reykjavík hefir á- kveðið að bókasafn þess skuli vera í vörzlu Menningar- og fræðslusambands alþýðu, enda hafi félagar F. U. J. forgangsrétt að afnotum bókanna, og þeim verði haldið sér innan bókasafns MFA En M. F. A. og Sjómannafélag Reykjavíkur haía nú opna les- stofu' á efstu hæð Alþýðúhússins við Hverfisgötu. Ættu F. U. J. félagar að nota tækifærið eftir föngum, og lesa bækur þess í tómstundum sínUm. Lesstofan er opin mánuídaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8 til 10, föstudaga og laugardaga kl. 5 til 7 og bókaútlán úr bóka- safninu er á miðvikudögum kl. 5 til 7. Bókasafnið hefir um 1000 bindi og geta því félagarnir valið úr mörgu. Samningar Norðmanna og Spánverja um saltfisksölu til Spáriar hafa nú strandað á' atriðum varðiandi greiðslu fiskj- /arins i erlendum gjaldeyri. F.Ú. Ör dagbók æsba- mannsins. 1. Pólitísk boaorð. „Ég var að velta því fyrir mér í dag, hverjar breytingar væru nauðsynlegar í íslenzku stjórn- málalífi, til þess að það gæti tal- izt sæmilegt. Ég ætla að gamni mínu að festa helztu atriðin á pappírinn. Þau, sem ég þóttist finna. 1. Meiri aðgreining manna og málefna. 2. Otrýming öfganna og út1- lendra hermikráka. 3. Mimni togstreyta um yfirboð, meiri raunhæfni. 4. Minni tortryggni, en vaxandi félagsleg samskipti á heilbrigðum Íafnréttisgrundvelli, sem bezt yrði stutt að með því að fækka kjör- dæmum og gefa betri og gleggri skýrslur um öll viðskipti og s-amninga milli flokka á alþingi. 5. Meiri hreinskilni, minni yfir- drepskap, og þar er kannske allt annað innifalið. Ég geymi mér frekari úfekýr- ingar." 2. Alþýðusfcemmtanir. „Ég er alveg hissa, hve lítið er rætt um þá hluti, sem mega vera alþýðu manna til skemmt- unar á saklausan hátt. Ég heyri oft mokkuð sagt, að Islendingar kunni ekki að s.kemmta sér, þeir séu klakabrynj- aðir og komist þar ekkert inn 'úr í skjótri svipan, nema þá helzt Bakkus konungur. Satt er það, að seintekinn er Mörlandinn, og þungt er oft yfir um viðræður og útilokað með gleðskap, þar sem margt fólk mætist, er lítið þekkist. — Ég gleymi ekki dansinium, en þar kemur meira til gleði tveggja en tíu. — • Er ekki ástæða til að breyta þessari fáskiptni í. umgengnis- háttum? Eru ekki örðugleikarnir nögir í idaglegu lífi, þó að tóm gefist til góðlátlegrar skemmtun- ar með ððrum, án þess að allur tíminn fari til þess að komast „inn úr pörunni" hver á öðrum? Hvað er þá til ráða? Sízt Bakkus, þó að bræði hann ísinn í bili, því að þá hverfur hæfileik- inn til skynjunar á því, hvern umgengist er. En ýmislegt er til annað. Og mun þó sennilega ekkert áhrifa- ríkara en söngurinn, — samsöng- ur, fjöldasöngur. — Hann á að efla og glæða, bæta og fegra eftir beztu getu. Alþýðan á að syngja sig saman. En enginn syngur óslitið til eilífðar, enda er fleira til, svo sem tafl og spil, sem er góð dægradvöl og saklaus, en má nota til kynningar. Ég er þess fullviss, að öllum er nauðsyn að ' geta skemmt sér með öðrum, því að einangrun er ekki holl og hentar ekki nú á tímum, .þegar hver þegn er knú- inn tíl margbreytilegra samskipta við aðra. Enda mun reynast satt hið fiornkveðna: Maður er manns gaman." Utanríkispðlitik ein- ræðisherranna. 3% EGAR Þýzkaland og Italía *^ gerðu hernaðarsamning sín á milli, leit út fyrir að um sterka vináttu væri að ræða, og var það undrunarefni þeim, er þekkja við- skipti ríkja þessara, hve vel tókst með yfirskin vináttunnar. I síðustu heimsstyrjöld kom greinilega í Ijós fyrirlitning Prússa á ítölum og reiði Þjóð- •verja í garð þeirra vegna afstöð- lunnar í þeirri styrjöld. Það eru heldur ekki svo mörg ár síðan Mussolini skrifaði grein í „Popolo d'Italia", þar sem hann lýsir Þjóðverjum sem villimönn- um. Grein þessi birtist 11. sept- ember 1919, og þar segir svo m. a. „Eins og faðir Dante vildi, þá eru hin voldugu og næstum 6- færu Alpafjöll milii vor Itala og þýzka kynstofnsins. Nú eru vel varðar og lokaðar allar leiðir yf ir fjöllin, sem hinar þýzku sól- soltnu hjarðir hafa streymt eftir á undanförmum öldum." Tæpum 20 árum síðar lét þessi sami maður — Mussiolini — svo lum mælt í ræðu urri þýzk-ítalska vináttusamninginn: „Yfir -þau eilífu landamæri, sem 'ríMsstjórnirnar hafa skapað ínilli Þýzkalands og Italíu, er nú byggð brú til gagnkvæmrar hjálpar og stuðnings." Hvilíkt hyldýpi er ekki milli þessara orða sama manns! Svo er munurinn mikill, að ýmsir hafa leyft sér að efa heilindi Musso- linis, þegar síðari orðin féllu. Annað mál er það, hvort æfin- týrapólitík síðustu ára hiefir ekki fest þann mikla Benito við Ber- línar-Rómar-öxulinn, svo að hann Notið starfs-* tímann velS Bræðrafélög okkar um öll lönd mæta nú sérstök- um erfiðleikum. Fjöldi félaganna er kallaður til herþjónustu, og þar á með- al vitanlega ýmsir leiðandi félagar. Þetta á alveg eins við í hlutlausu ríkjunum, sem vegna ófriðarins verða að kalla menn til herþjón- ustu í varúðarskyni og til verndar hlutleysi sínu. Á NorSurlöndum t. d. verður að gera ýmsar sérstakar ráðstafanir um félagsstarf- af þessum sökum. Hér á íslandi erum við laus við slíka erfiðleika, þó að við séum vön þeim tilflutningi fólks milli vinnustöðva, sem leiðir af atvinnuháttum okkar. Við eigum því ekki hernaðarlega örðugleika við að stríða, sem heimta starfskraftana. Þess v.egna getum við haldið félags- starfinu áfram á venjuleg- an hátt, og það á að vera okkar metnaður, að árang- urinn verði sem beztur. Jafnframt því, sem það er okkar takmarjk. geti ekki losað sig, og það geti jafnvel við borið, að „brúin yfir landamærin" verði einhvern tíma tíl notkunnar fyrir „síólsoltnar þýzkar hjarðir' á Ieið þeirra suð- ur á Pósléttuha. Einhverjum mundi nú ef til vill koma til hugar, að eins vel geti farið svo, að brúin verði til afnota fyrir rómverska herinn horður á merkur þeirra sólsoltnu þýzku hjarða, ef hamingjuhjólið kynni að snúast á þá sveif, að Þjóðverjar verði undir í barátt^ unni við vesturveMin. En hvað sem um það er, þá heyrast allvíða raddir um að vin- áttan sé ekki trygg og stamdi ekki lengur en meðan öls von er af könnunni. Veraldarsagan getur líka fært heim sanninn um, að sú hefir alloft orðið reyndin um vináttu stórveldanna og bandalag. Undir- staða hennar er sameiginleg gróðavon eða hagsmunaverndun. eHARBES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Upprelsnln á Bonnty. 119 Karl ísfeld ísle»zkaði. ~- Hvað ætlist þér nú, fyrir, Byam! Ætlið þér að ganga í þjónustu flotans, eða ætlið þér að byrja nám í Oxford? —¦. Hvorugt, svaraði ég. — Ég hefi í hyggju að hverfa aftur til Suðurhafseyja. Montague skipstjóri setti glasið á borðið. Báðir horfðu á mig agndofa. — Þaðer ekkert, sem tengir mig við England framar, sagði ég. Sir Joseph hrissti höfuðið: — Mér datt aldrei í hug, sagði hann, að þér ætluðuð aftur til Tahiti. Ég átti von á, að þér vilduð hætta sjómennskunni og fara í háskólann. En mér datt aldrei í hug, að þér vilduð fara til Suðurhafseyja. — Hvers vegna ekki? spurði ég. —- Það er ekkert, sem tengir mig við Bretland lengur, og ég var hamingjusamur. Hér eru engir, sem ég hefi ánægju af samvistum við, nema þér og Montague skipstjóri og örfáir aðrir vinir. — Ég skil, ég skil, sagði Sir Joseph vingjarnlega. — Þér hafið orðið að þola margt, Byam, en minnist þess, að tíminn læknar öll sár. Og annað verðið þér að muna, þér verðið að taka tillit til nafns yðar og ættar. Ef þér grafið yður á ey í Suðurhöfum, þá verður sagt, þegar minnst er á yður: — Roger Byam! Það var hann, sem tók þátt í uppreisninni á Bounty og var sýknaður á síðustu stundu. Þér verðið að taka tillit til almenningsálitsins. — Ef ég má segja álit mitt, svaraði ég — þá hirði ég ekkert um almenningsálitið. Ég er saklaus og það vita for- eldrar mínir, ef líf er eftir þetta líf. Hinir mega álíta það sem þeim þóknast. — Þér voruð fórnarlamb atvikanna og hafið hlotið þung- bæra reynslu, sagði Montague skipstjóri vingjarnlega.----En við Sir Joseph höfum á réttu að standa. Þér verðið að halda áfram sjómennskunni og verða skipstjóri. Og svo að ég segi mitt álit, þá vil ég gjarnan hafa yður um borð í Hector og ég hefi rúm fyrir yður þar. Sir Joseph kinnkaði kolli. — Þessu boði ættuð þér að taka, sagði hann. Ég var ennþá tugaóstyrkur eftir dvöl mína í fangelsinu. Ég varð mjög hrærður yfir vinsemd herra Montagues. — Það var fallega gert af yður að hugsa um mig, sagði ég. Ég er yður mjög þakklátur, en....... — Þér þurfið ekki að taka ákvörðun strax. Hugsið um, hvað ég hefi sagt. Látið mig svo vita innan mánaðár. — Já, gefið yður nægan tíma, sagði Sir Joseph. — Svo tölum við ekki meira í kvöld um þetta mál. Montague skipstjóri fór snemma. Því næst fór Sir Joseph með mig inn í vinnustofu sína, en þar var mikið af vopnum og allskonar munum frá fjarlægum löndum. — Byam, sagði hann, þegar við höfðum sezt fyrir framan eldinn. — Eitt hefir mig langað til að spyrja yður um. Þér vitið, að ég er heiðarlegur maður. Ef þér svarið mér, skal ég leggja við drengskap minn, að það fer ekki lengra. Hann þagnaði andartak. '— Haldið áfram, sagði ég. Ég skal svara, ef ég get. — Hvar er Fletcher Christian — getið þér sagt mér það? — í sannleika sagt þá veit ég það ekki, og reyni ekki heldur að geta mér þess til. Hann horfði á mig andartak bláum, gáfulegum augum, stóð því næst á fætur, sótti stórt kort af Kyrrahafinu og hengdi á vegginn. — Gerið svo vel og sækið lampann, Byam. Við stóðum hlið við hlið og horfðum á kortið: — Hvar er Tahiti, sagði hann. Hvert stefndi Bounty, þegar þér sáuð skipið síðast. — í norðaustur. .— Þar liggja Marquesa-eyjarnar. Þær fann Hollendingurinn Mendana fyrir löngu. Eyjarnar eru ávaxtasælar og í aðeins vikusiglingar fjarlægð. Þar munu þeir vera. — Það efast ég um, svaraði ég. Christian lét á sér skilja, að hann ætlaði að finna eyju, sem aldrei hefði verið fundin áður. Hann vildi ekki eiga það á hættu að setjast að á stað, þar sem hann gat átt á hættu að fá heimsókn. — Ef til vill ekki, svaraði hann hugsandi. — Edwards kom við á Aitutaki, var ekki svo? — Jú, svaraði ég, og þegar ég leit á þennan litla depil í a

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.