Alþýðublaðið - 09.12.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.12.1939, Blaðsíða 2
'\-%'ó LAUGARDAGUR 9. DES. 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ Næturgalinn 21) Eh hvar var fuglinn? Hirðmaðurinn hljóp um alla sali og ganga. 22) Én enginn r 'höllinni hafði heyrt minnzt á næturgal- ann. 23) Og hirðmaðurinn hljóp aftur til keisarans og sagði, að þetta hlyti að vera skröksaga. 24— En bókina, sem þetta stend- ur í, sendi mér hans hátign Japanskeisari, og þá hlýtur það að vera sátt. Ég vil hlusta á næturgalann. Og ef þér verðið ekki kominn með hann fyrir kvöldið, þá fer illa fyrir yður. Efnl í jélafejélii. Komið tímanlega. Arði úthlutað eftir árið. ^kaupíélaqié BHnidíiavinfafélájgíð 'heldur bazar í Blindraskólan- um, Thgólfsstræti 16 á rooirgun fel. 2 e. h. Heíir alltaf verio margt góora muna á Bazar BUndravina- félagsiœ, qg imuin einnig verða á moigum-Ffestir munirnir eru haglega gerbir af blindum mönn- urn.." ;'" '. : ''". ," Frá Fríðarfélagtaii. Þaír sein Norræna félagið og Rauo;i kross Islands gangast fyr- ir fiársöfnun til Finnlands, mun Friðarfélagið ekki beita sér fyrir slík'ri fjársöfnun, eins og það safn aði fé til Spánar, er þar var styrjöld. En félagið vill bioja fé- lagsmenn sína að styðja of- raefnda fjársöfnun tíl Finnlands, eins og þeir hafa 'frekast tök á. íslenzk úrvalsljóð. Nýtt bindi er komið á bóka- markaðinn. Er það úrval úr kvæðum Steingríms Thorsteins- sonar. Isafioldarprentsmiðja gef- usr út. UMRÆÐUEFNI Hin mikla útgáfustarfsemi. MFA. — ísafoldarprent- smiðja. Borgarvirki. Frú Cu- rie og María Antoinetta. — Póstar fara út um land. Rakararnir og krakkarnir. — Verkamannabústaðirnir nýju. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. HVERJU HAUSTI kemur ut mikill fjöldi bóka og þa'ð er yfirleitt alveg óskiljanlegt að mögulegt skuli vera að gefa út önur eins ósköp af bókum og gert er hér á landi á hverju ári. Að líkindum er og stórtap á sumum útgáfum og þá sérstaklega þeim, sem einstaklingar gefa út eða höf- undar, sem gefa út sín eigin verk. — Hin stóru útgáfufyrirtæki, eins og t. d. MFA, ísafoldarprentsmiðja og Menningarsjóður, gæta þess vel að gefa ekki út nema góðar bæk- ur, sem fengur er fyrir þjóðina að fá. BÆKUR MFA í fyrra voru mik- ill fengur og. svo mun enn verða t. d. um hina stórfenglegu skáld- sögu Borgarvirki eftir Cronin, sem út er komin. Þetta mun vera ein- hyer stórfenglegasta skáldsagan, sem út kemur á þessu ári hér á landi. — Þá var og Mannkynssaga Wells, sem Meningarsjóður gaf út í fyrra, geysimikill fengur. Læknirinn, sem ísafoldarprentsmiðja gaf út í fyrra, var stórkostlega fróðleg bók og skemmtileg, enda mun hún hafa selst ágætlega. Það eru einmitt slíkar æfisögur — og ferðasögur. sem íslendingar eru sólgnir I. ísa- foldarprentsmiðja hefir og nú gef- ið út tvær bækur, sem vekja munu mikla athygli hér eins og alls staðar annars staðar, Maria Antoinetta og frú Curie, Þessar báðar bækur eru ákaf lega skemmtilegár, og þó mun frú Cu- rie vera enn skemmtilegri. Saga hehnar erfull-af æfintýrum hvers- dagslífsins, frásögnum af lífi.vís- indamannsins, vonbrigðum hans og sigrum. ¦ :i?a>^ tsggg z.mm &a sœia : FRÚ CURIE var, eíns og kunit' ugt er, frönsk. Hún fann upp ra- díum, eitthvert mesta undralyf handa mönnum, sem þekkist. Þeir, sem muna bókina Bakteríuveiðar, munu búast . við líkri frásögn í þessari nýju bók. Saga frú Curie er ekki sorgarsaga, .heldur glæsi- leg saga einhverrar mestú afreks- konu, sem uppi hefir^ verið, Bók- ina hefir þýtt frú Kristín.Ólafs- dóttir læknir, og eru það nægileg meðmæli með þýðingunni. María Antoinetta er sorgarsaga um ein- hverjá ógæfusömustu konu, sem uppi hefir verið. Báðar þessa.r bækur eru stórar og ágætar. Það er fengur fyrir þjóðina að fá slík verk á íslenzka tungu. Þá eru bækur þær, sem MFA gefur út og enn eru aðeins ókomnar: Saga fluglistarinnar og Hrunadans DAGSINS. heimsveldanna. Þetta eru allt stór- merkar bækur, sem ómissandi eru hverjum bókelskum manni. Og nú fer póstur út um , land eftir helg- ina. Með honúm ætti fólk að senda vinum sínum góða bók. RAKARAR biðja fólk að koma til sín sem allra fyrst til að fá jólaklippinguna. — Sérstaklega leggja þeir áherzlu á það, að mæð- ur komi með börn sín. Rakari sagði mér í gær, að fyrir stórhá- tíðir og þó sérstáklega fyrir jólin hlytust stundum hin mestu vand- ræði af því, að komið væri méð börn til klippingar þegar ösin væri langmest rétt fyrir jólin, en biðin gerði börnin mjög óróleg. Það væri heppilegt fyrir fólk að fara að ráðum rakaranna í þessu. FÉLAGI í Byggingarfélagi verkamanna skrifar mér: „Ég var að skoða teikningarnar af nýju verkamannabústöðunum. Þeim er í flestum atriðum prýðilega fyrir- komið. Þó er ýmislegt, sem laga þarf. Dyr þurfa að vera úr eld- húsinu inn í svefnherbergið. Það er svo skiljanlegt, að ekki þarf skýringar við. Hugsum okkur t. d. að einhver sé veikur, jafnvel þó að ekki sé annað en það, að krakka sé illt í maganum, en gestir séu í stofunni. Þá er ákaflega óþægilegt að geta ekki komizt út úr svefn- herberginu nema í gegnum stof- una." ELDHÚSIÐ er líka svo stórt, að það þolir vel slíkar dyr. En óþarft er aftur á móti að hafa dyr milli stofunnar og svefnherbergisins. Þar mætti áftur á móti koma fyrir skáp, og eins líka í króknum bak við hurðina inn í eldhúsið. Þetta ætti að athuga strax, svo að eig- endurnir þurfi ekki að gera þess- ar breytingar, þegar húsin eru komin upp — og menn farnir að reka sig á óþægindin. Lítill auka- kostnaður væri og að að hafa altan yfir tröppunum." ;„ÞÁ ER ANNAR höfuðgalli, söm reyndar er saméiginlegur fyrir flestöll hús, sem reist hafa verið hér í Reykjavík síðustu árin. Það er ris húsanna. Það er óþarflega hátt tií þess að hafa nægan vatns- halla, en of lágt, til þess að vera að nokkru gagni, víðast 180—200 cm. Mér er ságt, að það sé bygg- inganefnd Reykjavíkur sem þessu ráði, og beri við fegurðarástæðum. Ef risið er 3 metrar kostar það sáralitlu meira — 200—300 kr. á stóru húsi — í hæsta lagi. En með því fæst möguleiki fyrir góðum geymslum eða jafnvel litlu-m þak- herbergjum á loftinu. En slík þak- herbergi geta verið ákaflega gagn- leg fyrir barnmargar fjölskyldur, en þurfa lítið að kosta, þar sem hver sæmilega laghentur maður getur innréttað þau með ýmsu ó- dýru éfni. Ég skoðaði um daginn mörg ný hús á Melunum. ÖU nema eitt voru með þessu lága gagns- ^runaliðid er bjargvœttur en samt er innbú yðar í mikilli hættu, ef kviknar í húsinu. Er ekki betra að greiða nokkrar krónur á ári og vera viss umað verða -ekk'i fyrir skaða, þó að brenni, en að eiga allt á hættu? Látið ess fsera átiættnna. Iðgjöldin eru svo lág, að allir geta brunatryggt húsmuni sína. Eimskip, 3. hæð. Brunadeild. azar heldur Blindrafélagið í Blindraskólanum, Ingólfsstræti 16, sunnudaginn 10. þ. m. kl. 2 síðdegis. Margt ágætra muna fyrir ótrúlega lágt verð. Komið óg sjáið hvað blindir menn hafa að bjóða. lausa risi. I þeim eru 3 herbergja íbúðir, leigðar á 165—180 kr., en hvergi kompa fyrir barn eða vinnustúlku. En þeir, sem hafa efni á að greiða svo dýra húsa- leigu, hafa flestir vinnustúlkur, en eru í vandræðum með herbergi handa þeim." „Á EINU HÚSINU er risið liðl. 3 metrar, og var sagt, að eigand- inn hefði átt í miklu stímabraki við bygginganefndina að fá því framgengt að hafa það svo hátt. En þarna uppi var líka pláss fyrir á- gætis geymslur og gott herbergi; Er illt til þess að vita, að yfirvöld bæjarins séu með heimskulegum tiktúrum að rýra gildi hinna rán- dýru húsa, sem bæjarbúar eru að reyna að klóra upp yfir sig. Þess- um athugasemrum bið ég þig, Hannes minn, að koma til réttra aðila." ., EF STJÓRN Byggingarfélagsins vildi gera einhverjar athuga- semdir við þetta bréf, þá er mér' vitanlega ljúft að birta það. Það væri líka mjög æskilegt, ef stjórn B. V. vildi skýra afstaðu sína. Hannes á horninu. JOHN DICKSON CARR: Morðin í vaxmyndasafninn. 5. tíðkuðust í þá daga. Énnfremur var sagt frá kristnu píslar- vottunum, sem kastað var fyrir ljónin. Þá var sagt frá mönn- um, -sem höfðu verið myrtir á ýmsan hátt, skotnir, stungnir eða kyrktir. Ég varð þess var, að hinn rólegi Chaumont las með mikilli athyglí allar frásagnirnar, en reyndi að láta lítið á því bera. En ég horfði á stúlkuna., sem hafði opnað fyrir okkur. Það hlaut að vera dóttir Augustins. Hún hafði brúnt hár, sem var sett upp í hnakkanum, hún hafði bogmyndaðar augnabrúnir, beirít nef og dökkbrún augu. Hún horfði á föður sinn, eins og hún undraðist það, að ekki skyldi hafa farið yfir hann vagn á gotunni. . — Ó, pabbi, sagði hún fjörlega. — Eru þetta lögreglumenn? Jæjá, við lokuðum samkvæmt ósk yðar, þér hafið haft af okkur fé. Hún gretti sig. — Nú vona ég, að þér segið okkur, hvers þér óskið. Ég vona, að þér hafið ekki hlustað á þvættinginn úr honum pabba? — Nei, væna mín, nei, sagði Augustin sefandi. — Viltu gera svo vel og kveikja ljós í öllu safninu. ; —r Hún greip fram í fyrir honum: — Nei, pabbi, það getur þú .gert sjálfur. Ég þarf að tala við þessa herramenn. Svo krosslagði. hún hendurnar á brjóstinu, horfði á hann ákveðin á svip> þangað til hann kinnkaði kolli, brosti barnalega og fór. Svo hélt hún áfram: —- Þessa leið, herrar mínir. Faðir minn kemur bráðum aftur. Hún fór með okkur gégrí um dyr ,til hægri. Þar. var setu- stofa. Hún gekk þar bak við borð og stóð þar með krosslagðar hendur á brjöstinu. — Hann er hálfgert barn, sagði hún. — Segið mér það sem ykkur liggur á hjarta. Bencolin sagði henni söguna. En hann minntist ekki á það, sem Bencolin hafði sagt við okkur. Hann talaði blátt á- frarrí, eins og hann þættist viss um, að hvorugt þeirra feðg- inanna gæti átt nokkurn þátt í þessum morðum. En þegar ég horfði "í andlit ungfrú Augustin, fannst mér hún grunsamleg. Hún horfði framan í Bencolin og augnaráðið var starandi, og hún dró andann ótt-og títt. — Gat faðir minn gefið nokkra skýringu á þessu? spurði hún, þegar Bencolin hafði lokið máli sínu. — Hann sagði aðeins, svaraði Bencolin, að hann hefði ekki séð hana fara. —: Það.er ré'tt, svaraði stúlkan. — En ég sá hana fara. — Sáuð þér hana fara? — Já. Aftur sá ég varirnar á CChaumont bærast. Hann sagði: —-, Ungfrú, þetta er misskilningur. Ég var úti.og get boriðum það, að hún kom ekki út. Hún leit á Chaumont, eins og hún væri nú fyrst að taka eftir honum. Hún mældi hann með augunum. — Einmitt það! 0g hversu lengi biðuð þér, herra? — Þar til fimmtíu mínútum eftir lokunartíma.. : . — Jæja, sagði stúlkan.— Það stendur þá heima.Húnnam staðar og tók mig tali á leiðinni út. Ég hleypti henni út eftir að lokað var. Chaurnont kreppti hnefana. — Fyrst svo er, sagði Bencolin — þá eru vandræði okkar leyst. Þér töluðuð við hana í stundarfjórðung, ungfru? — Já. — Ágætt, það er aðéins eitt, se mokkur langar til að vita, sagði Bencolin og hleypti brúnum. — Hvernig var hún klædd, þegar hún talaði við yður? — Ungfrú Augustin hikaði andartak. — Ég tók ekki eftir því, sagði hún með hægð. — Einmitt það, hrópaði Chaumont. — Segið okkur þá, hvernig hún var í útliti. Getið þér þa.ð. — Hún leit út eins og venjuleg stúlka. — Ljóshærð eða dökkhærð. Aftur kom hik á hana. — Dökkhærð, sagði hún — brún augu, munnstór, lítil og grannvaxin. — Ungfrú Duchéne var dökkhærð, en hún var mjög há- vaxin, og hún var bláeyg. Hamingjan góða, hrópaði Chau- mont. — Af hverju segið þér ekki satt? — Ég hefi sagt satt, en mér getur hafa missýnst. Herrann verður að gæta þess, að hér fara margir út og inn um dyrnar yfir daginn, og ég hafði enga ástæðu til að setja það sér- staklega á mig, hvernig þessi manneskja leit út. En ég hleypti henni út, og ég hefi ekki séð hana síðan. Nú kom gamli Augustin inn. Hann tók eftir hinum kulda- lega svip á dóttur sinni og sagði: — Herrar mínir, nú er ég búmn að kyeikja. En ef þið ætlið að framkvæma nákvæma rannsókn,; verðið þið að nota ljósker. Það er aldrei mjög bjart í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.