Tíminn - 26.01.1918, Blaðsíða 1
TllUlNN
’.kemur út einu sinni i
mku og kostar 4 kr.
árgangurinn.
II. ár.
Reykjavík, 26. janúar 1918.
Hægri og vinstri.
Nöfnin »hægrimenn« og »vinstri-
menn« eru löngu orðin gróin og
föst á stjórnmálaflokkunum á Norð-
urlöndum. t*ar skilur hver maður
hver meginmunur í stjórnmála-
skoðunum liggur á bak við nöfn-
in. Þar skilja menn og alment
hvers vegna þessi flokkaskifting er
eðlileg. Þar villast menn því siður
i þann flokkinn sem þeir ekki
eiga heima í.
Hér á íslandi er öðru máli að
gegna. Sjálfstæðisbaráttan út á við
hefir hindrað hinn eðlilega þroska
á stjórnmálasviðinu inn á við. Það
er fyrst nú að hin eðlilega og
sjálfsagða flokkaskifting um innan-
landsmálin er að myndast. Þess
vegna skilja menn það ekki al-
ment enn hér, hvað í rauninni er
að gerast. Menn eiga því erfiðara
1 fyrstu að átta sig á því, í hvern
flokk þeir eigi að skipa sér, um
leið og gömlu flokkarnir líða undir
lok með grundvellinum sem þeir
voru reistir á.
íslenzku stjórnmálaflokkarnir
nýju — sem skiftast um innan-
iandsmálin — hafa ekki enn fengið
föst nöfn. En þar sem ganga má
út frá því vísu að líkar" merkja-
iinur verði þeirra á milli hér; eins
og á Norðurlöndum, virðist það
liggja mjög beint við að taka upp
útlendu nöfnin og kalla flokkana:
hægrimenn og vinstrimenn. Þriðji
aðalflokkurinn er myndaður og
hefir tekið sér nafnið jafnaðar-
menn. Mun flestum vera það Ijóst
að nokkru hvert hann stefnir.
En hvað liggur svo á bak við
nöfnin? Hvernig á nú að hjálpa
einstaklingunUm til þess að átta
sig á því hver eru höfuðeinkenni
ílokkanna, til þess að menn geti
svo valið með fullri meðvitund?
Vitanlega verður það að koma
smátt og smátt. Og vitanlega ætti
hverjum flokknum um sig að vera
það kærast að sýna sem hreinast-
an lit — sé fult traust á máls-
staðnum. IJó vill það nú verða
svo að suinum er kærara að »hylj-
ast i skugganum« þ. e. að halda
fólki í óvissu um hvert er stefnt.
En þeim sem hefir trú á máls-
staðnum verður það mest kapps-
málið að segja frá stefnu sinni.
Og í trausti málsstaðarins verðar
ekkert hlé á því gert hér í blað-
inu að sýna sem hreinastar línur
í ötlum greinum um stefnuna.
Mikil hjálp fyrir menn um a.ð
áha sig á meginstefnu flokkanna
— hægri og vinstri — er að þekkja
það sem skilur þá flokka hjá frænd-
um okkar á Norðurlöndum.
Höfuðeinkenni hægrimanna —
auðvaldsflokksins — er það, að
vilja halda mannfélagsskipuninni í
þeim skorðum, sem gera þeim hæg-
ast um vik að halda við og auka
auð sinn. Þeir loka augunum fyrir
hinu mikla böli sem af því leiðir
að óhóilegur auður og eignir hrúg-
ast á sárfáar hendur, en allur
þorrinn líður neyð, vilja a. m. k.
ekkert gera til þess að bæla úr
því. Þeir meta meir hag sinn —
hinna fáu einstaklinga — en hag
heildarinnar. »Við fyrst og fremst«
er orðtækið.
Afleiðingar þessarar stefnu eru
þær. að, hægrimenn leggjast móti
því að almennur kosningaréttur sé
i lög leiddur, að skattamálum sé
komið í það horf að þeir beri til-
tölulega meslar byrgðar sem breið-
ust eiga bökin, að löggjöfin hindri
einokunarhringi og önnur þrælatök
í iðnaðar og verzlunarmálum og
svo mætti áfram upp telja. Þeir
eru afturhaídsmenn í orðsins fylsta
slcilningi, því að þeir leggjast gegn
öllu öðru en þvi, sem getur stutt
auðssafn þeirra og styrkt aðstöðuna.
Vinstrimenn eiga meginstyrk
sinn meðal hinna mentuðu og frjáls-
lyndu bænd. Þeir eru iniðflokkur-
inn milli hægrimanna og jafnaðar-
manna. Með heilbrigðri löggjöf
vilja þeir greiða úr mannfélags-
meinunum. Þeir meta hag heildar-
innar meira en hag einstakling-
anna, og haga stefnuskrá sinni
eftir því. Þeir vilja unna öllum
fullra mannréttinda, hafa frjáls-
lynda stjórnarskipun með full-
komnu þingræði, láta skattabyrgð-
arnar lcoma réttlátlega niður, styðja
allar þær hreifingar og framkvæmd-
ir sem miða til heilla heildinni og
til þess að hrinda í framkvæmd
þjóðþrifamálum, auka mentun og
þroska þjóðarinnar, til þess að
hún sé fær um að stjórna sér sjálf
o. s. frv.
Eitthvert bezta dæmið um það
sem skilur ílokkana er afstaðan til
samvinnufélagsskaparins. Þar er á
ferðinni stefna, sem vill stuðla að
þvi að hver beri úr býtum fullan
arð sinnar eigin vinnu. Á fullkom-
lega frjálsan og eðlilegan hátt, er
þar komið í veg fyrir það að ein-
staklingar taki skatt af erfiði annara.
Hægrimenn eru hinir sjálfkjörnu
andstæðingar samvinnustefnunnar.
Vinstrimenn hinir sjálfsögðu stuðn-
ingsmenn hennar. í Danmörku er
það svo t. d. að meginslyrkur
vinstrimanna eru hinir öflugu
samvinnumenn í bændastéttinni.
Svona eru hötuðdrættirnir erlend-
is milli hægri og vinstrimanna. Af-
staðan er að 5rmsu leyfi nokkuð
ólik hér. En allar líkur er til þess
að mjög sæki hér í sama farið.
Vinstrimannaflokkurinn íslenzki
veit vel hvar helzt er stjuktar að
leita meðal þjóðarinnar. Og það er
engin ástæða til þess að efast um
að þjóðin skilji bráðlega tákn tim-
anna og finni undir hvaða merki
hún á að skipa sér.
Stefnur og menn.
Hernaðurinn var í fyrri daga
háður milli einstakra höfðingja.
Og úrslit orustu og ófriðar voru
mest komin undir einum manni.
Það var barist fyrir foringjann.
Það var barist um foringjann.
Það voru í rauninni foringjarnir
einir sem börðust oft og tíðum.
Slikur hernaður þekkist ekki
lengur. Það er a. m. k. ekki nema
lítið brot til af slíku lengur, og
allra síst i þeijfn löndum þar sem
stjórnarfyrirkomulagið er frjálst og
borgararnir orðnir frelsinu vaxnir.
Styrjaldirnar sem háðar hafa ver-
ið á síðustu timum — allra sízt
ófriðurinn sem nú stendur yfir —
hafa ekki verið háðar milli ein-
stakra höfðingja. Það er ekki bar-
ist fyrir neinn einstakan. Úrslitin
eru ekki komin undir neinum ein-
stökum, Nú eru það stefnurnar
sem berjast. Abyrgðin sem áður
hvíldi á einum, er nú komin yfir
á alla, um úthald, um fyrirkomu-
lag á öllu, um aga o. s. frv.
Hið sama er uppi á teningnuin
á stjórnmálasviðinu með stórþjóð-
unum. Það eru ekki lengur ein-
staklingar, heldur stefnur sem berj-
ast. Hið persónulega kemur að
vísu ávalt nokkuð til greiua, en
miklu minna en áður. Og því
belra, því minna sem það kemur
til greina. Straumur tímans á að
ganga í þá átt að menn berjist
um stefnur en ekki menn.
Við erum á bernskuskeiði ís-
lendingar enn þá, um að kunna að
heyja stjórnmálabaráttu. Eitt greini-
legasta bernskumerkið er einmitt
þetta að við höfum svo mikið
barist um menn í stað þess að
berjast um stefnur. Það þarf eng-
in dæmi að nefna um það frá und-
anförnum árum. Nöfnin voru oft
ofar í orði og á borði en málefnin.
Um leið og við íslendingar breyt-
um nú til í stjórnmálabaráttunni
í því efni að mynda flokka um
innanlandsmálin — um leið á það
að koma af sjálfu sér að okkur
lærist það að hætta að berjast
AFGREIÐSLA
i Regkjavik Laugaveg
18, simi 286, út uin
land i Laufási, sími 91.
4. blað.
um menn, en fara að berjast um
stefnur.
Það ætti að vera öllum ljóst,
hversu farsælt þetta væri og hve
það er nauðsynlegt til þess að
heilbrigt stjórnmálalíf geti þróast.
Að það er allra nauðsjmlegast í
svo litlu þjóðfélagi sem því sem
við lifum í. Að engin von er til
þess að góðir og grandvarir menn
vilji takast á hendur að starfa að
opinberum málum, geti þeir ekki
gert það án þess að ráðist sé per-
sónulega á þá, en gengið fram hjá
stefnunni. En svo langt er nú kom-
ið, vegna stefnuleysis gömlu flokk-
anna í innanlandsmálunum, og
þessarar bardagaaðferðar um menn
í stað málefna, að margir vilja
draga sig í hlé.
Og þegar nú er hafin sjálfstæð
stefna í innanlandsmálum, sem er
grundvöllurinn undir eðlilegri stjórn-
málabaráttu, þá er af andstæðing-
anna hálfu svarað með persónuleg-
um árásum á einstaka menn sem
að stefnunni standa, í stað þess
að berjast um stefnuna.
Það lýsir ekki góðri trú á mál-
staðnam að vilja flytja orustuvöll-
inn burt frá málefnunum og yfir
á persónurnar. Það lýsir ekki mikl-
um skilningi á því hvernig heil-
brigð stjórnmálabarátta á að heyj-
ast. Það lýsir ekki mikluin vilja á
því að bæta andrúmsloftið sem
barist hefir verið í til þessa.
Síðan Timinn var stofnaður helir
þessari bardagaaðferð verið beitt
gegn honum. Hvert af öðru og
hvað eftir annað hafa andstæð-
ingablöðin lagt einstaka menn í
einelti sem að blaðinu hafa staðið,
í stað þess að koma að stefnunni.
Þau hafa gert sitt til þess að halda
við hinni gömlu bardagaaðferð, að
berjast um menn en ekki stefnur.
Tilgangurinn er sá að fá þjóðina
til þess að gleyma stefnunni, yfir
miður velviljuðum getsökum og
ummælum um einstaklingana. —
Skákað i þvi skjólinu að lengi hefir
sá leikur verið leikinn.
En árangurinn verður áreiðan-
lega ekki i hlutfalli við áreynsl-
una. Augu manna eru að opnast
fyrir fánýti þessarar bardagaað-
ferðar. Menn munu áður en langt
um líður alment fyrirlíta slíka að-
ferð. Menn munu sjá það að stefn-
an er aðalatriðið, en mennirnir
ekki.
Stefna Tímans hefir þeim tökum
náð þegar um land alt, að þótt þeir
menn væru í valinn fallnir, sem
mótstöðumennirnir hafa valið sér
að skotspæni, þá væri hún jafn-
sterk engu að síður. Skeytin sem
beinast að einstaklingunum falla
því mátllaus niður.