Tíminn - 26.01.1918, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.01.1918, Blaðsíða 5
T í MIN N 17 En það er ekki hægt þegar vinn- endur eru misjafnlega upplagðir. Glaðværð og kurteisi við vinn- endur mýkir þá og bætir. Eitt er enn ótalið sem verkráð- endur verða að sjálfsögðu að hafa íyrir reglu og það frekar en nú gerist, en það er að gera mun verka- launa eftir þvi hvernig vinnandi er fær til starfa. Það er heldur ekki farsælt- og má ekki eiga sér stað, að heimtuð sé mikil vinna af vinn- anda en aftur reynt að hafa kaup hans sem minst. Hverjum verður að launa eftir því hvernig hann vinnur. Góð hjú og gott verkafólk er það sem vinnur með gleði og ánægju og skilur vel skyldur sínar við AÚnnuna og hugsar um það í hví- vetna að verk þeirra verði sem nota- drýgst og vinnuveitendum og hús- bændum í vil. því betur er nú talsvert til af verkafólki sem hugsar og vinnur á þennan hátt. Einkum er það í af- skektum og fámennum sveitum, þar sem fólk ekki fylgist vel með í nýrri hreyfingum á sviði viðskift- anna. — En þar er »kaupmensku- andinn« svonefndi, sem meira og meira grefur um sig og nær meiri og meiri tökum bæði í stóru og smáu. — Fjöldi af vinnendum, einkum lausafólki, hugsar aðallega um það að fá hált kaup en fara vel nieð sig og vinna lítið i stað- inn. Þeir hinir sömu vinna með hangandi hendi og vilja ekki vikja sér við til eins eða neins utan hins ákveðna vinnutíma. Eg læt það nú að vísu alt vera þótt fólk þetta vinni ekki nema sinn ákveðna tima, og það átel eg ekki heldur þótt kaupið sé hátt. En hitt er óþol- andi að fólk sem hefir gott fæði og kaup og ekki of langan vinnu- tima skuli setja sig í framkróka með það að vinna sem allra minst. Það er ekkert annað en svik i við- skiftum. Eg hefi unnið með verkamönn- um og hjúum bæði hér á landi og erlendis og veit það og fullyrði að hérlendis hefir verkafólk miklu meiri slæping við vinnu, en á þó meira frjálsræði og betri daga held- ur en þar sem þekki til utanlands. Þar sá eg það aldrei, hvorki til hjúa eða verkamanna, að staðið væri með hendur í vösum eða hend- urnar lafandi í miðjum vinnutíma eða að þetta fólk þar eyddi vinnu- tíma í eintómt mas. En þetta alt- saman er hér daglegt brauð hjá vinnendum. Og oft er það að eft- irtekt þeirra er alstaðar annarstað- ar enn við vinnuna ,á meðan á að vinna. Menn standa og góna og hlusta eftir öllu öðru og þá ekki ^æfinlega eftir merkilegum hlutum svo sem eins og þvi, ef reykur sést koma upp úr reykbáfi, maður á förnum vegi, hundur heyrist gelta eða kýr baula. Út af þessu og því- liku gerir fólk þetta sér oft stöður og samræður við vinnuna. Þetta fer hér meira og meira í vöxt jafn- hliða því sem fólk þetta gerir hærri og hærri kröfur í kaupi, fæði og hvíldartíma. Þetta stefnir í hið mest óefni þar eð óðum fjölgar því fólki, sem ekki hefir á öðru að lifa en vinnu sinni og vinnan hækkar í verði. Eg þekki til þess, víðar en á einum stað, að framfærslusveitir stynja undir útgjöldum til að fæða og klæða þurfalinga þessa fólks, og tilfellið er það að þurfalýðurinn verður aðallega til fyrir slæping við vinnuna. Svo langt er nú einnig komið að fjöldi fólks vill nú ekki ráðast til vistar eða vinnu nema með þeim skilyrðum að þurfa ekki að vinna nema sérstök verk. Hefir þetta stig- ið svo hátt að vinnuráðendur og húsbændur hafa sjálfir orðið að inna af hendi erfiðustu verkinog þau óhreinlegustu, þó þeir liafi haft gnægð vinnufólks. Ennfremur setja nú vinnumenn víða þau skilyrði að fá að hafa svo og svo margar kindur á kaupi sínu og svo langt gengur það víða, að vinnumenn sem eiga fé fjölga því mjög og stórgræða — eftir mælikvarða ís- lenzkra sveita — en bóndinn á sama bæ berst í bökkum, enda þótt hann eigi jörðina og hafi litla eða enga fjölskyldu fram að færa. Hér er bóndinn að nokkru leyti þræll vinnumannsius og kann það ekki góðri lukku að stýra. í viss- um tilfellum geta gildar ástæður verið fyrir því að fólk geti ekki unnið sérstök verk, vegna sjón- depru eða einhverrar fötlunar. En sjaldnar er því til að dreifa, heldur liggur þar til grundvallar ómenska og ósvífni verkafólks. (frh.) Jón Porbergsson. Kaupmannablöðin og samvinnan. Það er ekki laust við að vera broslegt, hvernig sum kaupmanna- blöðin hér í Reykjavís láta út af áhuga Tímans um vaxandi gengi samvinnustefnunnar hér á landi. í seinni tíð hefir tal þeirra einkum snúist um það, að það sé ógæti- legt mjög og jafnvel hættulegt kaup- félögunum að nokkurt blað skuli mæla þeim bót, hvað þá að nokk- uru landsmálablaði sé það veru- legt áhugamál að verzlun lands- manna færist sem mest á hendur samvinnufélögum. Telja blöð þessi, að þetta verði til þess að fara al- veg með félögin. Félögin eigi að vaxa í friði hér eflir eins og hing- að til. Og enn broslegra verður þetta þegar þess er gætt hvernig þessi sömu blöð aka seglum eftir vindi þegar minst er á kaupfélögin. Stundum eru félögin óalandi og óferjandi, ófögnuður í heimi við- skiftanna, fjárglæfafyrirtæki sem oftast leiði til stórtjóns, og ekki til annars en draga verzlunina niður úr hæðum þeirrar fullkomnunar sem hún nái í eigu einstakling- anna. Hitt veifið eru þetta ekki nema sjálfsagðar stofnanir sem geti gert gagn ef svona og svona sé að farið, stofnánir sem kaupmenn skoði ekki hættulegri keppinauta en hvern annan kaupmann »nema síður sé«. Blöð þessi eiga í vök að verjast, þeim er um og ó. Annarsvegar er að ganga erindum kaupmanna og það er fyrsta og æðsta boðorðið, hins vegar að ganga í berhögg við það sem öll þjóðin veit að er sannleikur. Þess vegna er nú eink- um lagst á það lagið, að fara vin- gjarnlegum ummælum um skipu- lagið sjálft, en ófrægja þá menn sem helzt beitast fyrir vexti þess og viðgangi, þeim gangi ekki ann- að til en eiginhagsmunir í ein- hverri mynd, og áf þeim toga sé a. m. k. spunninn áhugi Tfmans á þessum málum. En mundi það nú ekki stríða á móti »alheimsviðskiftalögmálinu« og »kærleikslögmálinu«, ef engum gætu aðrar hvatir gengið til að benda á þessa sjálfsögðu verzlunarleið, þar sem kaupmannaverzlunin á jafn marga svarta bletti á samvizkunni hér í þessu landi, og hver heilsýnn maður sér að blettunum Qölgar svo að segja daglega? Eða hvað ætli þeim finnist um það útgerðarmönnunum austan- fjalls, sem nú verða að gjalda 100 krónur fyrir steinoliutunnuna síð- an ís tepti samgöngurnar héðan frá Reykjavík. Áður var hún eitt- hvað lægri. Um ostagerð eftir Jón Á. Guðmundsson. II. Það er svo með flest fyrirtæki, að reksturskostnaður þeirra verður tiltölulega því minni, sem þau eru rekin í stærri stíl. Þetta .gildir einnig að miklu leyti með ostagerðina. Þó mun víðast hvar verða sú afleiðing af stóru ostabúi, að mikið af mjólk- inni þarf að flytjast talsvert langan veg, og kostnaður við það getur hæglega orðið miklu meiri, en sem sparast á rekstri á búinu sjálfu. Mjög stór ostabú eru því óhentug nema þar, sem sérlega vel hagar til. Aftur á móti er mjög óhentugt að hafa ostagerðina í mjög smáum stíl, svo sem fyrir einstaka heimili nema um mikinn ærfjölda sé að ræða, eða þá mjög erfitt að ná til annara bæja til að reka félagsbú. t fyrsta lagi þarf talsverða sérþekk- ingu til að búa til ostinn, og þar af leiðandi vinna við hann nokk- uð dýr. í örðu lagi þarí svo mikla nákvæmni og umhirðing við osta- gerðina, að hún verður að hafa stöðugt eftirlit allan daginn, hversu litla mjólk Sem um er að ræða. 1 þriðja lagi þarf talsvert dýr áhöld og auk þess góðan ostaskála, djúp- an kjallara og ísgeymslu, sem alt verður tiltölulega dýrt fyrir litla framleiðslu. Samkvæmt minni reynslu, er alveg nóg að ætla ein- um manni, að búa til osta úr mjólk undan 150 ám, sem mjólka 40 lítra hver yfir sumarið. Eða alls um 6000 litra. Tveimur mönnum má þó ætla talsvert meira en 12000 lítra, sök- um þess, að allmiklir snúningar geta fallið burtu fyrir það, að þeir geta haft dálitla skifting vinnunn- ar, og því frekar verið fastir við sitt verk. Ostabúin ættu því helst ekki að vera minni en svo, að tveir eða tvent hefðu þar nóg að gera. Að þau hefðu 14000—18000 lítra yfir sumarið. Þar sem þannig er ástatt, að einstaka stórbýli eru svo afskekt, að óráðlegt virðist að flytja mjólk frá þeim til ostabús þar í grend- inni, annaðhvort að kostnaðurinn verði of mikill við flutninginn, eða að mjólkinni liggi við að súrna á leiðinni, þá getur komið til mála, að búa til osta heima á býlum þessum og flytja þá svo 10—11 daga gamla að ostabúinu. Þarf þá hvorki ísgeyinslu né ostakjallara á býlum þessum. Til- búningur ostanna á byrjunarstigi er ekki eins vandasamur, og osta- gerðarmaðurinn hefði í færri horn að líta. Gæti hann þá unnið úr meiri mjólk, eða gert ýmislegt smálegt á heimilinu, sem hægt væri að grípa til, t. d. matreiðslu ef osta- skálinn væri nærri eldbúsi. í því sem að framan er sagt, er gert ráð fyrir, að ærnar, séu mjólkaðar á hverju býli útaf fyrir sig. Hjáseta eða geymsla á ánum, getur þó engu að siður verið í fé- lagi fyrir marga bæi, og má því haga á ýmsa vegu eftir staðhátt- um. Ærnar læra það fljótlega að renna hver á sinn stöðul að kvöld- inu, þó þær séu saman yfir dag- inn. Að nóttinni er sjálfsagt að hafa ærnar heima. í húsum þegar slæmt er veður, en annars í nátt- högum eða góðu byrgi. Reynslan hefir sannað það, að ærnar mjólka engu minna með slíku fyrirkomu- lagi. En talsverður ávinningur i auknum áburði og minni fyrir- höfn. Margir hafa hugsað sér ostagerð þessa í sambandi við selbúskap fram til dala. Þó er ýmislegt, sem gerir það torvelt, einkum í stórum stíl. Afdalir þar sem selbú yrðu reist, eru flestir svo afskektir, að fólk það sem mjaltar ærnar getur ekki unnið til verulegra nota heima á bæjunum. Víðast hvar yrði það að halda kyrru fyrir á selbúinu. Ef um 500 ær væru hafðar á bú- inu, er ekki ráðlegt að ætla minna en 10 manns við mjaltir fyrst eftir fráfærur. Einkum ef gert er ráð fyrir að eitthvað af því sé ungl- ingar. Annars væri hætt við að mjaltirnar yrðu elcki leystar nógu vel af hendi. En það er eitt af aðalskilyrðunum fyrir að ærnar geti gefið góðan arð. Við tilbúning ostanna þyrfti ekki nema tvo og þann þriðja til sendiferða og ílutninga. En tveir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.