Tíminn - 26.01.1918, Blaðsíða 2
14
T1M I N N
ytyengi til iðnaðar.
1 aðflutningsbannslögunum er
iðnaðarmönnum veitt heimild til
þess að afla sér áfengis til iðnþarfa.
Hefir sú heimild verið notuð sum-
part á þann hátt að stærstu iðn-
rekendur fá ómengaðan vínanda
beint frá umsjónarmanni áfengis-
kaupa, sumpart hefir hann og
sýslumenn gefið út áfengisbækur
sem heimila iðnaðarmönnum að
fá í lyfjabúðum vissa pottatölu af
ómenguðum spírítus. Um fyrri lið-
inn eru engar skýrslur til, þótt svo
eigi að vera, en um notkun áfeng-
isbóka hafa fengist ábyggilegar
upplýsingar og þær bera það ó-
tvirætt með sér að megnasta mis-
notkun hefir átt sér stað. Austurinn
og eftirsóknin eftir ómenguðum
vínanda »til iðnþarfa« hefir verið
svo mikil að lyfsalinn i Reykjavík
hefir tvisvar á síðastliðnu ári orð-
ið að taka fyrir afhending áfengis
»til iðnþarfa«, vegna fyrirsjáanlegs
skorts á vínanda í nauðsynlegar
lyQablöndur.
Nú hefir farið fram rannsókn
bæði á þvi sem notað hefir verið
af ýmsum iðnrekendum og eins á
hinu hvað mikið nota þurfi í hverri
iðnaðargrein. Kemur þá i ljós að
misnotkunin er þrenskonar: Fyrst
og fremst hefir ómengaður vínandi
verið látinn af hendi til notkunar
í þeim iðnaðargreinum, sem alls
ekki þurfa á honum að halda. í
annan stað hefir sumum sem þurfa
nokkuð verið veitt alveg óhæfilega
mikið. í þriðja lagi hafa þeir menn
fengið vínanda »til iðnþarfa« sem
hættir eru iðninni, eða hafa það
einungis að yfirvarpi að stunda
hana.
Tveir af merkustu bókbindurum
bæjarins lýsa því t. d. yfir að
þeir noti hvorugur ómengaðan
vínanda við bókband. Annar telur
slikt algeran óþarfa. Hinn síðar-
nefndi hefir »aldrei vitað til þess
að hreinsaður spíritus sé notaður
til nokkurs hlutar við bókbandw.
En hann mun vera lærðastur og
víðförulastur islenzkra bókbindara.
Engu að síður hafa sumar bók-
bandsstofurnar fengið milli 10 og
20 potta af ómenguðum vínanda
»til iðnþarfa« á hálfu öðru misseri.
Mjög hið sama er um málarana
að segja. Þrír helstu málarar í
Reykjavík lýsa því yfir að þeir
noti ekki hreinsaðan spíritus við
iðn sina og áliti það algerlega ó-
þarft. Sumir málarar hafa þó feng-
ið það og einn hefir tekið út 61
pott af ómenguðum vínanda á
hálfu öðru misseri.
Ýmsar fleiri iðnaðargreinar mætti
nefna sem vottað er um að ekki
þurfi ómengaðan vínanda.^en ein-
staklingar hafa þó fengið hann.
þá er um aðra iðnaðarmenn t.
d. gullsmiði, úrsmiði og ljósmynd-
ara. Hefir það verið sannað með
vottorðum hversu mikið þeir þurfi
að nota, en aðrir sem sama stunda
hafa notað mörgum sinnum meira
jafnvel hundruðum sinnum meira.
það þarf engar getur að leiða að
því til hvers muni notaður allur
þessi hreinsaði spíritus, sem út hefir
verið látinn fram yfir þarfirnar til
iðnaðarins. Og það er óhætt að
fullyrða að mikið af hinni ólög-
legu víndrykkju stafar af þessu.
»Iðnaðarmannabrennivínið« svo-
nefnda hefir verið ein versta tor-
færan um að framkvæma aðflutn-
ingsbannslögin. —
Stjórnarráðið hefir nú tekið
rækilega og drengilega í taumana
til þess að hindra þessa óhæfu
framvegis. Hefir það nýlega ritað
öllum lögreglustjórum um málið
og eru þessi aðalatriði bréfsins:
að lögreglustjórar skuli þegar í
stað skrifa öllum þeim í umdæm-
inu sem afhenda vínanda eftir á-
fengisbókum og leggja bann gegn
því að þeir afhendi ómengaðan
eða hálfmengaðan vínanda eftir
áður útgefnum áfengisbókum, fyr
en bækurnar eru sýndar þeim með
nýrri áritun lögreglustjóra eða um-
sjónarmanns áfengiskaupa um það
hve mikið megi láta af hendi eftir
bókunum,
að lögreglustjórar geri það sem
í þeirra valdi stendur til þess að
iðnaðarmenn fái ekki meira en
jeir þurfa til iðnrekstursins og
muni stjórnarráðið veita upplýs-
ingar, leiki vafi á hve mikið eigi
að láta,
að ýmsir iðaðarmenn t. d. bók-
bindarar, málarar o. fl. þurfi alls
ekki vínanda til iðnreksturs sam-
kvæmt vottorðum helstu manna
stéttarinnar,
að ýmsir aðrir iðnaðarmenn
eins og t. d. gullsmiðir, úrsmiðir og
ljósmyndarar þurfi ekki nema mjög
lítið samkvæmt fengnum upplýs-
ingum og loks
að stjórnarráðið vænti þess að
lögreglustjórar kom ábyrgð á hend-
ur þeim sem uppvísir verða að
þvi að hafa misbrúkað áfengis-
bækur auk þess sem þeir gera sitt
itrasta til þess að áfengisbækur
verði ekki misbrúkaðar framvegis
til þess að afla áfengis til neyzlu.
— Öllum bannmönnum er það
mikið gleðiefni að stjórnin hefir
á þennan hátt tekið í taumana.
Almenningur getur nú mikið að
því stutt að létta framkvæmdirnar
og eftirlitið. Stig af stigi á þjóðin
að þroskast til þess að geta hlýtl
þeim lögum sem hún hefir sett
sér. Þgtta bréf stjórnarráðsins er
eitt af stóru sporunum i áttina til
þess.
Um slátt hefir Guðmundur pró-
fessor Finnbogason ritað mjögfróð-
lega ritgerð í Búnaðarritið og hefir
hún verið sérprentuð. Getur hann
þar um niðurstöður þær er hann
hefir komist að í rannsóknum sín-
um á slættinum. Ritgerðin er hvort-
tveggja, bæði mjög skemtileg eins
og alt frá hendi höfundarins og
einkar góð til þess að vekja menn
til umhugsunar og sjálfstæðrar
rannsóknar um sláttulagið.
Endurminningar
Tryggva Gunnarssonar.
Fá rak meðal annara verzlun á
Akureyri Popp, er síðar var kaup-
maður á Sauðárkróki. Eg vissi að
hann átti tunnur, en hafði ekki
fengið loforð fyrir lýsi. Eg fór til
hans og fékk hjá honum loforð
fyrir um 300 nýjum tunnum, en
hét honum því að hann skyldi fá
lýsi í 100 tunnur af þeim.
Eg býð nú kaupmönnum þessar
tunnur í skiftum fyrir tunnurnar
sem lýsi bænda var í, en þeir
neituðu þvi og kváðust lýsa mig
þjóf, ef eg tæki nokkura af tunn-
um þeirra.
Þegar eg kom frá kaupmönnum
hitti eg kunningja minn, Guðmund
prentara. Segir hann mér að eg
skuli vera var um mig, því að
kaupmenn hafi sent mann fram að
Espihóli eftir Eggert Briem sýslu-
manni og ætli þeir að höfða saka-
mál gegn mér.
Eg læt ekki segja mér þetta
tvisvar, heldur tek tafarlaust bytt-
una og ræ yfir fjörðinn. Tek þar
hest minn og ríð út að Laufási.
Þar vakti eg upp síra Björn Hall-
dórsson og segi honum hvernig
komið er. Sáum við að hraðan
myndi þurfa að hafa á, ef förin
ætti ekki að teppast.
Flýtti eg mér því út að Greni-
vík þar sein skipið lá. Var þá svo
langt komið að ferma það, að ein-
ar 10 tunnur voru eftir í landi.
Eg kallaði á skipsbátinn og fór út
í skipið með tunnurnar og lét þegar
búast til ferðar. Leið ekki á löngu
áður eu skipið var komið undir
segl og atkerum var lélt. Siglduin
við nú fyrir góðum byr út að
Hrólfsskeii.
Það mátti ekki seinna vera að
farið væri. Því að tveir sendimenn
komu innan af Akureyri, um sama
leyti morguns og skipið var við
Hrólfssker og áttu þeir að leggja
hald á skipið.
Byrinn hélst ekki lengi. Við
fengum langvinnan mótbyr og vor-
um 15 daga vestur að Látrabjargi.
Þá gekk veður til norðurs og
sigldum við þaðan á einum sólar-
hring til Revkjavíkur.
Það þóttu meir en lítil tíðindi,
er það fréttist um bæinn að kom-
ið væri skip frá Norðurlandi á
höfnina. Slíkt var nýlunda á þeim
tímum. Mest furðaði kaupmennina,
sem áttu að taka við vörunum.
Þeir sögðust aldrei hafa búist við
því að eg gæti fengið skip og vörur.
Um þessar mundir stóð Reykja-
vík tiltölulega framar í því en nú
að við gátum lagt skipinu að
bryggju sem Smith átti, og affermt
það þar.
Þegar tunnurnar komu upp á
brj'ggjuna og eg fór að athuga
þær, gat eg ekki betur séð en að
þær væru misstórar. Eg vildi vita
vissu mina hveriiig þessu væri
háttað og fór til Árna Thorstein-
sens, síðar landfógeta, sem þá var
bæjarfógeti, og bað hann að mæla
Bókamenn!
Nýkomnar fræðibæknr, hið ágæta
safn HJEMMETS UNIVERSITET:
Verð
Lexow: Stilfölelse og stilformer 2,00
Olden: Elektriciteten...........2,00
Wenle: De kulturlöses kultur 2,00
Morgenstierne: Engelsk parla-
mentarisme...................2,00
Haug: Sosialökonomi for hver-
mand.........................3,15
Hammer: De forenede staters
historie.....................3,15
Löchen: Fantasien...............3,15
Og fleiri.
Pantið þær áðnr en þær þrjóta!
Bókaverzlun Ársæls Áransonar.
12 af tunnunum. Hann gerði
það og eg fékk vottorð hjá hon-
um, að þær taki frá 125—138
potta, i stað þess að þær áttu að
réttu lagi að taka 120 potta. Við
notkunina biluðu tunnurnar ein-
att, brotnuðu í þeim stafir og því
um líkt, einnig voru tunnur undan
lýsi árlega sendar frá Kaupm.höfn
og beykir látinn gera við þær á
veturna. Var auðsjáanlega lítil ná-
kvæmni höfð á því að þær væru
jafnstórar, eftir sem áður, þegar
stöfum var bætt í þær.
Eg geymdi vandlega vottorð bæj-
arfógeta og hugsaði að það gæti
komið Tnér að góðu haldi síðar.
Um þessar mundír var Fischer
nýbyrjaður að verzla og langaði
hann til að ná í eitthvað af þess-
um viðskiftum. Elti hann á allar
lundir ólar við mig, en eg sagði
sem satt var, að eg væri bundinn
annarsstaðar og gæti þvi ekki baft
skifti við hann. »Þú heíir þó pen-
inga til þess að kaupa fyrir« sagði
Fischer. »Eg skal selja þér kram-
vöru og þess háttar svo góðu verði,
að það borgi sig fyrir þig að skifta
við mig«. Það varð þá úr, að
eg keypti at honum kramvöru fyrir
1100 ríkisdali, og sló hann af þeim
25°/o frá venjulegu útsöluverði.
(Frh.)
ððara farið.
Engin skýring hefir borist Tím-
anum á því hve fljótt koniakið
gekk upp á apótekínu fyrir jólin.
Var þó heitið rúmi í blaðinu væri
eðlileg skýring til. Að hún kemur
ekki virðist ekki geta stafað af
öðru en að hún sé ekki til.
Á öðrum stað hér í blaðinu er
að því vikið, að settar eru nú
strangar reglur til þess að hindra
misnotkun á áfengi til iðnaðar. Á
virkilega svo að fara að samskon-
ar verði að gera um áfengi til lækn-
inga ? Er læknastéttin íslenzka ekki
það þroskaðri en iðnaðarmanna-
stéttin, að hún geti sjálf bætt gall-
ana, þvingað þá úr hópnum sem
misnota, til þess að hætta því?
Góður afli er nú sagður í Vest-
mannaeyjum.