Tíminn - 08.06.1918, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.06.1918, Blaðsíða 2
134 TIMIN N t Guðrún Þórðardóttir, Guðrún Þórðardóttir kona Lár- usar Pálssonar hómópata andaðist að heimili sínu hér í bænum 5. þ. mánaðar. Hún var fædd 24. apríl 1854 að Höfða á Vatnsleysuströnd og var því fullra 64 ára er hún lést. Foreldrar hennar voru þórð- ur bóndi Jónsson ættaður frá Hrafn- tóftum í Holtum og Sesselja Guð- mundsdóttir systir Guðmundar ríka á Kornbrekkum á Rangárvöllum og Guðríðarmóðurþeirra merkisbænd- anna Eyjólfs í Hvammi á Landi og Einars á Bjólu í Holtum. Föð- ur sinn misti Guðrún þegar hún var á tólfta ári, hann druknaði í fiskróðri, en ólst eftir það upp hjá móður sinni ásamt tveim systrum öðrum. Lárusi giftist Guðrúnu 1882. — Bjuggu þau fyrst á Hellum á Vatns- leysuströnd, en síðar á Sjónarhól unz þau fluttust hingað til Reykja- víkur árið 1899. Á Sjónarhól höfðu þau hjón umsvifamikinn búskap til lands og sjávar, voru stundum 36 manns í heimili á vetrarvertíð. Má geta því nærri hverrar orku hefir þurft til að neyta af hálfu húsmóðurinnar að veita forstöðu slíku heimili, því færra varð að fengið þá en nú af því sem með þurfti og húsbóndinn einatt í lækn- isferðum svo löngum tímum skifti. En umhyggjusemi Guðrúnar og ráðdeild reisti hér fullkomna rönd við. Alls eignuðust þau hjónin ellefu börn, mistu þau þrjú þeirra ung, en hin eru Páll trjesmiður í Rvik, Ágústa hjúkrunarkona á Stórólfs- hvoli, Ólafur héraðslæknir á Brekku í Fljótsdal, Jakob prestur að Holti undir EyjaQöllum, Margrét gift Guðmundi lækni Guðíinnssyni á Stórólfshvoli, Sigurður kandídat í guðfræði, Pálina og Guðrún, öll heima. Guðrún beitin var manni sínurn stoð og stytta alla tið, börnum sínum ástrík móðir, og allir unnu henni sem með henni voru, hún var svo góð. Maður skilur það aldrei betur en við fráfall eins og þetta, hve mikil guðs blessun þjóð- félögunum stafar frá góðu, um- hyggjusömu, ástríku konunurn þótt þær hasli sér völl eingöngu innan heimilisins. :-i' G. M. djfsyiáhv) Muirfj, ' - ísafold vildi ekki birta greinina Vorkunnarmál frá Sveini Ólafssyni óbreytta. Ótugtarleg hefir grein Jóns frá Hvanná mátt vera hafi ísafold breytt henni til batnaðar. Slys. Á Vestdalsgerði í Seyð- isfirði henti það sorglega slys ný- verið, að kviknaði í fötum konu frá »prímus«-eldavél er stóð á gólfi, og brann hún svo mjög aci hún beið bana af skömmu síðar. Hét konan Aðalbjörg Einarsdóttir, háöldruð merkiskona. Terkleg landMnaðarmenning. Eftir Halldór Vilhjálmsson skólastjóra á Hvanneyri. Vatnsveitingar. Seint mun takmarkinu náð, að búa að eins á ræktuðu, vel rækt- uðu landi, sem aldrei geti brugð- ist stórkostlega, Vatnsveitingar mundu flýta mjög fyrir þvi. Enda er fátt eða ekkert fljótvirkari og ódýrari ræktunaraðferð en vatns- veitingar, þar sem þær hepnast. Og sennilegt þykir mér, að einmitt áveitusvæði mundu síst af öllu mishepnast, því blessað vatnið, sem nálega er alstaðar við hend- ina, frjóvgar jörðina og breytir gras- lagi, vökvar hana og sléttar, en vatnið getur líka varið jörðina fyrir vetrarklakaúum og vorkuld- unum, sé réttilega með það farið. Erum við nú útlærðir vatns- veitingamenn? Síður en svo. Og höfum við þó talsvert lært á reynsl- unni. Sennilega hættir að byggja klofháa flóðgarða með feykna kostn- aði, þar sem allur gróður kafnaði og dó í kulda loft- og birtuleysi. Nú er vafalaust mjög mismun- andi, hvernig jurtagróður þolir vatnsveitingar. Pannig þola hálf- grös — starir — betur vatn en heilgrös, puntar. En hvar eru tak- mörkin. Við vitum nú, að bezt er að hafa vatnið sem grynst. En hvað má það þá vera djúpt eða dýpst, fyrir hinar ýmsu jurtateg- undir? Hvað má vatnið liggja lengi á í einu og fram eftir hausti og vori. Og hvaða jarðtegundir þola t. d. vatn allan veturinn, svo hægt sé að verja jörðina miklum klaka. Hér er mikið og nytsamt verk að vinna fyrir ráðunaut eða ráðu- nauta. Og trúað gæti eg þvi, að á þessa sviði hefðum við fremur lítið að læra hjá útlendingum. Við verð- um sjálfir að gera iilraunir, feta okkur áfram með vandlegri íhugun og eftirtekt. Gera nákvæmar og fleiri ára áframhaldandi gróðurat- huganir í sambandi við áveituna. Ferðast um landið og mæla al- staðar fyrir flóðveitum og slraum- veitum. Gera áætlanir — þelta alt á landssjóðs kostnað — en knýja svo bændur með góðu og illu að hefjast handa, framkvæma verkið, styrktir ráðum og haghvæmum lánum. ^ Garðræktin. Víða er pottur brotinn. Hér er hann mölbrotinn. Að eins örfáir menn hafa lært garðræt hér á landi. Hefir þeim fremur lítið orð- ið ágengt að kenna löndum sínum þá miklu og nysömu list, garð- ræktina. En list tel eg hana í lönd- um þeim, sem kunna. Hér er við ramman reip að draga. Illgresið er mikið og á sumt ' djúpar rætui\ Fyrst er nú haugarfinn. Hann er nú að eins einær jurt. Má því útrýma honum, nái hanú aldrei að fella þroskað fræ, en það er hann að gera alt sumarið, þar sem hann fær að vaxa í friði. Og það er nú víða. Sumstaðar er greyinu lofað að vaxa í görðum »til skjóls«! Svo langt erum við leiddir. En hér á landi vex annað ill- gresi, sem er miklu kynverra en haugarfinn. Pað er frámunaleg van- þekking landsmanna, og sumstaðar bein óbeit á allri garðrækt og hagnýting uppskerunnar. Hér er um starf að ræða sem þarf að vinnast með umhugsun, vandvirkni og nákvæmni, meg- inkostum hvers góðs verkamanns, en sem við eigum altof litið af. Mikið hlakkaði eg til að stunda garðrækt hér á Hvanneyri í stór- um stíl. Mig dreymdi oft um enda- lausa akra. Og einu sinni fekk eg rúmar 100 tn. af kartöflum og 3—400 tn. af rófum. En svo hætt- ir mig að dreyma. Veruleikinn er sá, að það má heita lítt mögulegt að stunda garðrækt, sérstaklega rófnarækt, með íslenzku verkafólki svo það svari kostnaði, og sé manni ekki til hugarangurs. Til allrar hamingju þarf maður lítið að vera kominn upp á verka- fólk þegar uni ræktun kartaila er að ræða. Sé garðstæðið haganlegt og réttilega að farið má láta hest- ana og viðeigandi verkfæri vinna nálega alt verkið. Handavinna verður þá aðallega upptekningin. En fienni má líka flýta með hest- um og vélum. Rófurnar eru aftur miklu hand- frekari. Par þarf að grisja, og halda röðunum vel hreinum. Fer mikið verk í það af viðvaningum. Uppskeran er fyrir fram etin af stirðbusatökunum. Matjurtir aðrar, t. d. ýmsar kál- tegundir: grænkál, blómkál, hvít- kál, toppkál og rauðkál má venju- legast fá þroskað sæmilega hér í görðum. Sérstaklega þrýfst græn- kál ágætlega. Má sá því og rækta öldungis á sama hátt og gulrófur. Er það hreinasta kraftfóður með- al matjurta og gefur lítið eflir kart- öflum að nœringargildi. Er það meira en meðal skömm að slík jurt skuli ekki vera ræktuð í öll- um garðholum landsins. En það er ekki nóg að læra að rælda maljurtir. Við þurfum líka að læra að matbúa þær, gera mat- inn í heild sinni fjölbreyltari, holl- ari og bragðbetri — og við þurf- um að Iæra að borða þær. Og það er nú ekki minsta þrekvirkið. Mikið dæmalaust var það slysa- legt að eg skyldi ekki vera búinn að eignast myndavél, þegar eg í fyrsta skifti bar inn grænkálssúpu fyrir fólk mitt, þá hefði þessum linum getað fylgt skemtileg mynd, sem að sumu leyti sýndi greinilega mentunarþroska okkar íslendinga á 20. öldinni. Flestir fengust alis ekki til að bragða á súpunni og sendu henni mannýgt auga. Aðrir sátu með hátíðlegri vandlætingu sem tungl í fyllingu og kváðust engir »grasbítir vera«. Nokkrir hug- aðir karlmenn réðust þó á skálina, og létu sig hafa það — líklega upp á líf og dauða — að bragða á súpunni. Nú er grænkáls og aðrar kál- súpur borðaðar hér á Hvanneyri umyrðalaust af öllum, og mörgum er nú farið að þykja súpur þessar ljúíléngar og ágætar, sem mak- legt er. Pennan grænkálssigur tel eg einn af mínum betri í búskapnum. Hér hefi eg fjölyrt um grænkál- ið. En svona er það með svo fjölda margar matjurtir, sem vel geta þrifist hér í görðum. Gætum við sparað feykna mikið af kornmat og annari kraftfæðu, kjöti og fiski með því að blanda matinn meir en við gerum með kartöllum, róf- um og öðru grænmeti. Danir eru að verða einhverjir mestu rófna og garðræktarmenn heimsins. Telja þeir unglingsdrengi, ef þeir byrji strax sem börn, ein- hverja hina beztu og ötulustu garðræktarmenn. Er svo almennt álitið í Danmörku, að enginn verði verulega verkfimur í þessu starfi, nema hann hafi barnsæfingu. Pað er líkt og sagt er um fiðluleikara. Af þessu má sjá, að garðræktin er ekki með öllu vandalaus. Eg var hér um kveldið að lesa skátaregltír. Hefi eg ekkert við þær að athuga. En mætti ekki bæta við þá garðrækt, trjá- og blóma- rækt? Hefðu þeir vafalaust mjög gott af því síðar í lífinu. Auk þess sem það væri bein verkleg þekking og nytsamleg æfing, vendi það ung- lingana á verklægni og smekkvísi, ætti að sjálfsögðu að leggja til ó- keypis gott land. Ókeypis áburð, útsæði og trjáplöntur minsta kosti fyrst í stað. En skátar ættu sjálfir uppskeruna. Sjálfsagt væri að skifta þeim í flokka, og láta flokkana keppa innbyrðis um verðlaun. Væri því garðinum skift í jafn marga reiti og flokkar væru. Reitunum væri svo aftur skift niður á ein- staklingana t. d. hefði hver þrjár raðir í garðinum út af fyrir sig. Gætu þá allir kept um einstak- lingsverðlaun. Verðlaun skyldu veita þeim, af til kvöddum dóm- endum, sem mesta og bezta hefði uppskeru og hefði skarað fram úr rneð góða hirðingu og umgegni í garðinum. Dagbók ættu allir að hafa. En hvernig er ,það með ungu stúlkurnar? Ekki þyrftu þær síður en dreng- irnir að venjast vinnu, og virðist liggja alveg beint við að lcenna þeim blómrækt og garðrækt. Ættu þær því að mynda flokka líkt og drengirnir og starfa á svipaðan hátt. Enn fremur ætti í öllum barna- og unglingaskólum að halda sér- staka fyrirlestra, göfgandi og fræð- andi, um vinnuna, náttúrufegurð, frjósemi jarðarinnar, góða meðferð á skepnum og dýraverndun. Góðar mæður og góður kennari gætu vafalaust haft mikil og góð áhrif á börnin og unglingana með slíkum fyrirlestrum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.