Tíminn - 08.06.1918, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.06.1918, Blaðsíða 7
T í M I N N 139 eins þær vörur á boðstólum, sem lítt eru fáanlegar og aðrir kaupmenn hafa eigi og selja þær þá við ó- heyrilega háu verði. Sýslumaðurinn okkar hr. M. Gíslason, pantaði síðastliðið haust, matvöru, hveiti og haframjöl frá landsstjórninni, voru það talsvert miklar byrgðir fyrir sýsluna handa sveitastjórnunum. Á hann þakkir skilið fyrir það. Var nokkrum hluta þeirra skipað upp hér á firðinum. Þegar sveitastjórnin fór að útbýta vörunum eftir pöntun- um til sýslubúa kom það í ljós, að þær jöfnuðu sig með að vera 35% ódýrari en samskonar vörur hjá kaupmönnum. Það er ekki einungis það, að landsstjórnarvör- urnar eru ódýrari og líka betri en vörur kaupmanna, heldur koma þær og jafnara niður. — Það lýsti sér í fyrra áður en stjórnin gaf út sykurseðla að kaupmenn seldu einkanlega þeim mönnum sykur, sem þeir væntu sér mest hagnaðar af í viðskiftum og sem mikil við- skifli gera. Fengu þeir einatt heila kassa af sykrinu, en hinir smærri fengu eigi eitt pund, þó þeir hefðu peninga fram að bjóða. Urðu því að vera sykurlausir þar til lands- sjóðs sykrið kom. Þessu líkt mundi hafa orðið 1 framtíðinni um matvöruna og aðra nauðsynjavöru svo sem olíu, kol o. fl., ef kaupmenn hefðu einir haft völdin. Það er nú að eins matvara, sykur og kaffi, sem lands- stjórnin flytur upp jafnhliða kaup* mönnum og sem þeir eru ekki alveg einráðir með verðið á, þó nærri láti að því er virðist. Há- marksverð hefir sjaldan heyrst hér. En allar aðrar nauðsynjar svo sem álnavara og ýms búsgögn eru kaupmenn einráðir um verð á. Enda er nú verðið á þesskonar að verða óbærilegt, hjá þeim flest- um — margfalt við það sem áður var. Þessir menn skamta sér laun- in sin sjálfir. Vorkunnarmál. Vorkunnarmál vil eg telja rit- smíðar Jóns frá Hvanná í 22. og 27. tbl. ísafoldar. Sjálfrátt er hon- um ekki með öllu. Einkanlega á þetta við fyrri grein hans, því að þá virðist hann trúa þvi, að hann fari með rétt mál og byggja trú sína á þvi, að eg hafði þagað lengi við óviugjarn- legum aðdróttunum hans og ann- ara um eigingjarnar hvatir hjá mér í Eiðamálinu. Um siðari greinina verður þetta eigi sagt, þar talar J. bersýnilega um hug sér. Yfirskrift greinarinnar er : »Eiða- málið og Sveinn Ólafssoncc, og er Eiðamálið notað þar eins og brú til að komast eftir að mér með dylgjur og óvirðingarorð. Dræmt, enn fullgreinilega, við- urkennir Jón þar fljótfærni sína og rakaleysi í fyrri gVeininni, en vill eðlilega reyna að snúa í villu svari minu til hans í 24. tbl. ísafoldar. Alt er þetta mannlegt og skiljan- legl hjá þeim, sem vilst hefir út í blaðadeilu og hlaupið á sig. Hitt er síður afsakanlegt og lýsir ekki vönduðum hugsanarhætti, að reyna að leiða athygli lesenda frá yfir- sjóninni með því að ata mótstöðu- manninn með dylgjum um óheið- arlegar athafnir, dylgjum, sem sjálfur höfundurinn ekki einu sinni trúir að á sannindum sé bygðar, — því að ekki deltur mér í hug að Jón ætli mig það óhræsi, sem hann gefur í skyn að eg sé. Hér skal nefnt nokkuð af þess- um svigurmælum hans og þeim stuttlega svarað. Jafnframt og hann lýsir því yfir, að hann hafi aldrei ætlað sér að grafa undan áliti mínu, segir hann: 1. Að eg hafi eftir þing í fyrra haft »samtök við vissa menncc um að liafa áhrif á kennaraval á Eið- um og að eg hafi þá verið að »bræða í þessu málicc. 2. Að eg muni með undirhyggju liafa við sig talað og óeinlægni. Þvi til sönnunar gefur hann í skyn um grunsamlegt samband mitt við Þ. Benediktsson við síðustu kosn- ingar og býðst til að upplýsa það frekar. Virðist eiga að skilja þetta svo, að eg hafi farið með óheiðar- legar blekkingar. 3. Hann gefur í skyn að eg hafi rutt »götunacc fyrir póstafgreiðslu- manninn á Seyðisfirði og flymtir um einhver samninga-brellibrögð frá minni hlið* við það. 4. Ilann lætur í veðri vaka að ungmenni hafi orðið fyrir skemmi- legum áhrifum af mér, og liggur beint við að skilja þetla svo, að eg sé einhver siðleysingi, sem ung- mennum sé óholt að koma nærri. Þetta er nú tónninn lijá Jóni, en svörin eru þessi: I. Eg hefi svarað þessu í 24. tbl. ísaf., nenni ekkFáð endurtaka það. Allar dylgjur J. um þelta eru stað- lausir stafir og það er að eins gort og lireystiyrði hjá honum, að hann síðar muni gela sannað það. II. Eg nenni ekki að eltast við undirhyggjuaðdróttunina.enkyndug er skýrslan um »sambandcc okkar Þ. B. og ómaklega notuð af Jóni. Hann má auglýsa alt sem hann getur með sanninduin sagt mín vegna um það. Við Þ. unnum alls ekki saman við síðustu kosningar, og það var eftir frjálsu samkomu- lagi okkar 1913 og 1914, þegar eg sjálfur vanheilsu vegna neitaði að vera í kjöri, reyndi eg að fá marga stuðningsmenn mína til að styðja Þ. í minn stað. Þetta hreif 1914, sem belur fór, því að Þ. er góður drengm- og reyndist traustsins mak- legur. En svona lagaðan stuðning gal eg ekki veitt honum 1916, þegar ar eg var sjálfur i kjöri. Lái mér það hver sem vill. En dylgjunum um blekkingar eða ódrengskap i þessu vísa eg frá með viðbjóði. III. Um póstafgreiðslumanninn á Seyðisfirði og/ ruddu götuna fyrir hann er það að segja, að eg gaf tveimur umsækjendum meðmæli, taldi báða hæfa. Annar þeirra hlaut starfann, en álitamál verður hver ruddi mestu úr götu hans. Hann hafði ágæt vottorð frá mörgum helztu mönnum á Seyðisfirði og Austurlandi, einnig af Akureyri og aulc þess nokkurra þektustu manna hér í Rvík. Mun enginn umsækj- enda hafa haft gfæsilegri vottorð. Allir þeir menn, sem vottorðin gáfu, eru mér samsekir um að hafa rutt götuna og eg sé ekkert eftir að hafa verið samverkamaður þeirra. IV. Um skemmilegu áhriíin á ungmenni'sem J. dylgir um að eg hafi haft, skal eg ekki fjölyrða. Það er of meinfýsileg aðdróttun til að meta hana í fylstu alvöru. Þetta má segja: Eg hefi um nokkurt skeið æv- innar fengist við kenslumál og ált þátt í uppeldi og kenslu nokkuð margra unglinga, karla og kvena, og er margt af því 'fólki nú full- tíða, flest hér á landi, sumt aust- an hafs. Lán tel eg það fyrir mig að fólk þetta heíir yfirleitt notið virðingar samborgaranna, og reynst vel, þótt lítið haíi eg getað lagt til hamingju þess. En undir þetta fólk vil eg fúslega skjóta áliti Jóns á mér og er velkomið að eg nefni honum nokkra tugi nafna, ef harin vill verða sannfróður um álit þess. Loks skal eg minnast á niður- lagsgreinar Jóns. Hana mun eiga að skoða eins og véfrétt hins vitra manns. En fullnærri stýrir hann þar trúnaðarmálum, sem dreng- skapur hans liggur við, en sem mér er meinalaust að hann reifi. Hann talar um mikil umsvif hjá mér, varar mig við hálum braut- um, brýnir fyrir mér ábyrgðartil- finninguna í landsmálastarfinu, læzt vilja forða mér við órórri samvizku í ellinni. — En þú heil- aga einfeldni! — og þó svo full hræsni. — Ætlar nú Jón einnig að fara að gerast sálusorgari þingT; manna? — Margt getur skringilegt komið fyrir. Hestuxj Caligulu var gerður að konsúl, en hann hélt á- fram að ganga á fjórum fótum. Eg hefi forðast meinyrði og dylgj- ur við Jón, þykir það eigi sæma. Hann hefir vakið þessar deilur á óheimilum vettvangi, orpið skugga á eindrægni þá, sem hér átti að ríkja og neylt mig til svars og varnar. Og það er að eins ein vörn í máli Jóns. Honum er ekki sjálfrátt; þess vegna er þetta vork- unnarmál. Hann er undir illum á- hrifum, sem eg veit að honum er skapraun að. Hitt skiftir lillu hvort það er seiðtröllið »Concentratuscc eða óhlutvandir menn, sem þar ráða mestu. Sv. Óla/sson. Ein ósannindin sem af Björns- liðum eru borin út um bæinn þessa dagana eru þau, að Magnús Torfason alþingismaður ætli sér sæti B. Kr. í bankastjórninni þeg- ar hann fari frá. ,Af því þú ert kvenmaðuK Þessa setningu þekkjum við all- ar alt of vel. Við vorum ekki gamlar þegar við heyrðum hana fyrst. Það var kannske éinhvern- tíma þegar við í meinleysi spurðum hversvegna við mættum ekki vera í snjókasti, vaða í bæjarlæknum, eða fara ineð strákunum að sækja hestana. Þú mátt það ekki »af því að þú ert kvenmaðurcc. Þessari röksemdarleiðslu gátum við eklci hrundið, margsinnis varð hún fótakefli sem smávægilegar barns- legar óskir okkar strönduðu á. Svo stækkuðum við og fengum meira útsýni, nú urðu óskirnar að kröfum, ekki ætið djarflegar að vísu, en ennþá var svarið það sama: Þú getur ekki fengið þetta eða hitt »af því þú ert kvenmað- urcc. Og við beygðum okkur; en svo komu þeir timar að við urð- um færar um að gegna ýmsum störfum með karlmönnunum. í eyrarvinnunni gekk kvenmaður undir öðrum börukjálkunum og karlmaður undir hinum, allan dag- inn frá morgni til kvölds. Hún fékk hálfu minna kaup eða vel það, »af því hún var kvenmaðurcc. Kenslukonan leysti af hendi sama starfið og stéttarbróðir hennar í næstu kenslustofu. Launin hennar lægri »af því hún var kvenmaðurcc. Dæmin þessum lík haldá áfram, alstaðar þar sem karl og kona vinna sama starf undir sömu starfsskilyrðum, slarfskröfurnar sem gerðar eru til konunnar oftast liinar sömu og til karlmannsins, launakröfurnar, sem hún má gera, hálfu minni en hans. Hér eiga víst allir vinnuveitendur óskilið mál, sveitabóndinn geldur kaupakon- unni, sem gengur að slætti jafnt og karlmaðurinn lægra ' kaup, útgerðarmaðurinn verkakonunni, kaupmaðurinn skrifstofustúlkunni og hið opinbera lætur sér sæma að launa þeim konum, sem í þess þjónustu eru, smánarlega illa. Það er eigi ávalt spurt um starfs- hæfileika eða þekkingu konunnar; þrepskjöldurinn sem hún fellur um er sá, að hún er kvenmaður. Kom- ið hefir það fyrir eigi alls fyrir löngu, að kona er gengt hafði und- irtyllustöðu við fyrirtæki, er land- ið rekur, sækir um forstjórastöðu þess. Um hæfileika hennar til stöðunnar efast enginn, svo lengi og vel hefir hún gengf hinni fyrri stöðu sinnf. Hún fær meðmæli fólks af öllum flokkum, það er almenn ósk að henni verði veitt staðan. Þetta er þó ekki gert. Hvers vegna? Eg veit ekki hvort nokkur hefir spurt rétta hlutaðeig- endur að því. Líklega ekki. En svarið er ekki vandfundið: »Af því þú ert kvenmaðurcc. Fátt ætti konum nútímans að vera meira alvöru- og áhugamál, eh að fá breytt þeim hugsunar- hælti, er felst á bak við slíkt at- hæfi sem þetta. Konur verða að sýna sjálfum sér þá virðingu, að krefjast eindregið sömu launa fyrir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.