Tíminn - 08.06.1918, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.06.1918, Blaðsíða 5
T 1 M I N N 137 auki til að tryggja hestana gegn fóðurskorli. Manna á meðal og í blöðunum heyrast raddir um fyrirsjáanlegan matvælaskort í landinu, einkum við sjávarsíðuna, ef striðið stendur lengi enn. Til að afstýra slíkri hættu heíir mest verið hugsað fyrir aðdráttum á útlendum matvælum, en þó nægar birgðir fáist til lands- ins, er verðið orðið svo hátt, mið- að við innlendar afurðir, að engin von er um að þjóðin verjist stór- skuldum, ef ekki verður breytt um lifnaðarhætti að miklum mun. Talað helir verið um meiri notkun • innlendra matvæla en áður, en engar verulegar framkvæmdir hafa þó enn orðið í því efni. Hrossakjöt er talin lioll fæða og er alt aí í lágu verði miðað við annað kjöt með svipuðu næringar- gildi. t*ó eru það eínkum gamal- hross sem seld eru til átu, því þó menn lógi folöldum og öðru ung- viði lítið eitt, er þeim sjaldan farg- að út af heimilunum, sem einkum stafar af því, live ilt er að koma þeim frá sér til fjarlægra staða, þar sem helzt eru markaðsvonir fyrir kjötið. Nú vita það allir, sem nokkuð þekkja til hestaræktar, að fjöldi tryppa er alinn upp árlega, sem aldrei borga kostnaðinn við uppeldið, þó þau verði einhvern- tíma markaðsgeng. Að þeim er ekki lógað á haustin, kemur af kæruleysi manna og því, að hent- ugan markað vantar, svo mönnum þykir sárt að lóga tryppum í góð- um holdum eftir sumarstöðuna, þegar sárlítið verð er í boði. Þeir sem framkvæmdir dýrtíðar- ráðstafana hafa með höndum í kaupstöðum og við sjáfarsíðu þar sem fólk lifir mest á aðkeyptum mat, þyrftu að vinda bráðan bug að því að afla sér upplýsinga um, hve mikið myndi seljanlegt á næsta hausti af afslátlarhestum og hrossa- kjöti. Myndi svo bezt, að málið yrði fengið, nefnd manna, sem starfaði að þessu til framkvæmda fyrir landið alt. Nefndin Ieitaði svo tilboða fyrst og fremst í þeim héröðum, sem mest stafar hætta af stóðfjölg- uninni; yrði strax í byrjun að á- kveða verðið, og þyrfti þar að rat- ast svo meðalhóf, að kaupendum yrði ekki íþyngt um of og verðið heldur ekki sett svo lágt að bænd- ur fengjust ekki til að selja. Mætti vitaskuld jafna þetta með undir- verðssölu, — landssjóður borgðaði verðmuninn, — en slíkt er neyð- arúrræði og. ætti í þessu efni að vera þarilaust. Næstliðinn vetur ætti að hafa kent stóðeigendum að bregðast vel undir þetta mál. Þurfa þeir að sjá hag sinn í því að losna við af fóðrunum á næsta hausti öll gainal- hross og tryppi sem illa þrífast á fóðrum, en eru að jafnaði í góðum holdum eftir sumarið. Flest þessi hross má reka lang- ar leiðir til kaupenda án þess þau leggi af, sé það gert snemma að haustinu. 1 sláturhúsum sem nú eru í flestum kauptúnum, mætti slátra þeim lirossum, er flytjasl ættu til fjarlægustu staða og væri þar fengin trygging fyrir að kjötið yrði vel verkað. Og með þvi væri bændum einnig gert mögulegt að slátra ungtryppum og folöldum, sem ilt er að lcoma frá sér á ann- an hátt. Sláturfélögin og aðrir sláturhúseigendur borguðu svo bændum kjötið eins og nú tíðkast með kindakjöt. Og þó verðið á kjöti af ungtryppum og folöldum Jrrði ekki hærra en svaraði 2/s af verði kindakjöts, ætti það að verða nægilegt til þess að bændur hefðu hag af að lóga svo miklu, að þeir ættu ekki eftir nema úrvalsfolöld og vænni tryppi. Pað skal einnig tekið fram, að hrossafeiti er mikilsvirði, einkum nú. Hafa margir etið hrossafeiti án þess neyð hafi þrengt að, eins og nú lítur út fyrir að verða muni. Væri og hugsandi að hrossafeiti mætti nota til smjörlíkisgerðar. Verði ekkert aðhafst í þessu máli má eiga víst eitt af tvennu: Að bændur í hrossaflestu hér- öðunum lóga sauðfé úr hófi fram til að geta haldið stóðeigninni nokkurnvegin tryggri, þangað til stríðinu líkur og hross verða aftur gjaldgeng vara. Er þar sýnileg hætta á ferðum ef stríðið varir lengi enn. Eða það sem líklegast er, að bændur ininka sauðeignina svo lítið sem þeir geta og lánstraust þeirra leyfir og láta stóðið bjarga sér sem verða má, hvað sem hor- fellislögum og ásetningseftirliti líð- ur, og er sú villan þó sýnu verri hinni fyrri. Úr þessari hættu yrði til muna dregið, ef þau atriði sem hér hefir verið drepið á yrðu framkvæmd — og byrjað strax. Jón Arnason. Til skólanefnda og fræðslunefnda frá fræðslumálastjóra 27. mai 1918. Með auglýsingu, dags. 15. sept. í fyrrahaust, hefur stjórnarráðið veitt ýmsar undanþágur frá fram- kvæmd fræðslulaganna síðastliðinn velur, lieimilað að slytta námstíma í heimangöngu-skólum frá því sem ákveðið er í reglugerðum skólanna, og það alt niður í 8 vikur; sömu- leiðis stytta vinnutíma farskóla, eða jafnvel láta niðurtálla far- skólana, ef miklir erfiðleikar voru á að halda þeim uppi sakir eldi- viðarskorts, eða af öðrum ástæð- um. En þá bar fræðslunefnd að ráða eftirlitskennara til 24 vikna, er skyldi aðstoða við heimilis- fræðsluna. IJað var liræðslan við eldiviðar- skort, sem í fyrrahaust gat geíið tilefni til að veita slíkar undan- þágur, einkum þó í heimangöngu- skóluin, sem einvörðungu notuðu kol til hitunar, og annan eldivið erfitl að fá, þegar kolin brugðust. Sumstaðar á landinu hefur þetta undanþágu-leyfi alls ekki verið notað að neinu lejdi, sumstaðar verið notað af nauðsjrn, og sum- staðar nauðsjmjalaust. Og ekki einungis notað leyfið, sein sljórn- in gaf, til að stytta kenslutíma eða jafnvel láta farskólahakl niður falla, heldur liefur gleymst að fullnægja skilyrðinu, sem stjórnin setti: að ráÓa mann til eflirlits með heim- ilisfræðslunni. Auglýsing stjórnar- ráðsins hefur þannig verið mis- skilin á einstaka stað, eða fótum troðin. Ekki er mér enn fullkunnugt um, hve mikil brögð kunna að vera að því, að dregið hafi til muna úr barnafræðslunni síðastliðinn vetur, með þvi að skýrslur eru enn að meslu leyti ólcomnar, en eg veit að nokkur brögð eru að því, og vil eg pvi beina þeirri áskorun til skólanejnda og frœðslunefnda að gera nú i tœka tið allar nauðsgnlegar ráð- stafanir til þess að rétta aftur við skólahaldið nœsta vetur, þar sem sleg- ið kann að hafa verið slöku við það siðastliðinn veiur. Vænti eg þess og, að hreppsnefndir tregðist ekki við að veita fé til barnafræðslunnar, þó að sumu leyti láti ekki vel í ári. Enginn maður ætti að vera svo grunnhygginn, að ímynda sér að landinu verði forðað fári á neyðar- árum með því að sveitarstjórnirn- ar vanræki sjálfsögðustu skylduna. hjá, þakið af þessum fljótandi skógi, þegar fer að líða á veturinn. Eftir því sem vestar dregur, og nær hálendinu, fer landið að verða breytilegra. Skiftist það ' þá í háa skógi þakta fjallshálsa með djúp- um dölum á milli. Er bygðin þar þéttari en á flatlendinu, en býlin líka minni að sjá. Bændur lifa þar sem annarstaðar mikið á skógar- höggi og seilast til aðdráltana yfir «.á báða hálsana. En húsin dreifast um dalinn eins og fé á beit, þétt- ast neðst og svo,strjálli og strjálli uppeftir hliðunum, uppundir eggj- ar. Standa sum utan í snarbrött- um hlíðunum, svo hlaða verður grjótstöpla undir þá brúnina sem fram veit til þess að þau skuli hanga. Yfirleitt er það siður þar einkum við útihúsin að hlaða þannig stólpa undir þau, svo að vindurinn skuli geta leikið um gólfm. — Þó að oft skifti þarna um lands- lag&myndir, þá eru samt dalir þess hver öðrum likir. Eftir þeim renn- ur á, þakin trjáboluin; nálægt henni stendur verksmiðja og út frá lienni verkamannabyggingar o. s. frv. o. s. frv. Því lengra sem líður og. ofar dregur í liálendið, verður bj'gðin strjálli, og síðast sjást engir manna- bús^ðir nema stöðvarhúsin með- fram brautinni. Þar er heldur eng- inn ræktanlegur reitur, ekkert nema óslilinn skógarílókinn, og virðast trén lielzt standa upp úr beinum kletlunum; enda munar rninstu að svo sé. Allir kannasl við sögu Björnsons þar sem liann lætur skóginn vera að klæða fjallið. Sagan er ekki annað en raunveru- leg mynd, tekin af norskri nátlúru, og er hægt að rekja hana við nánari skoðun. Fyrst myndast of- urlílil mosa eða geitnaskóf. Svo berst þangað trjáfræ sem festir þar rætur, og dregur til sín nær- ing úr bökkum og klettunum, og verður að ofurlitilli trjáspíru sem svo þroskast í þessari mosató og fellir á hverju hausli lauf ofaní fætur sínar; rotna þau þar og mynda smám saman ofurlítið jarð- lag. Þannig leggja þau nokkurs- konar húðfat yfir klettahrvggina, sem veitir þeim festu og næring. Stundum ber það við í snjóþyngsl- um eða ofviðrum, að einstök tré velta um og taka með sér alla jarðskorpuna, svo eftir verður nakinn kletturinn. Þessi jarðskorpa er víða urn og undir alin á þykt, þó að trén séu margar mannhæðir. Það er enginn efi á því að mikið af þessu hálendi væri naktir klett- ar og skriður ef það væri hér, og þá margir þessir þéttbygðu há- lendisdalir næstum óbyggilegir. En nú eru það þessi hamrabelti sem fremur fleslu öðru eru búin að gera Noreg eitt mesta siglingaland álfunnar, og eru að gera hann að einu mesta iðnaðarlandi hennar líka. Þegar kemur ca. 1000 metra yfir sjávarmál, fer umhverfið að verða íslenzkara. Þá hverfa skógarnir smátt og smátt, uns ekki sést nema lágvaxið kjarr á stöku stað. Þá víkkar útsýnið og snævi þakin fjallabreiðan blasir við í öllum áttum að vetrinum. Þegar það hefir gengið um stund, fer að halla undan fæti eða hjóli vestur af. Er þar landslagið alla leið til sjávar miklu stórfenglegra en að austan- verðu. Dalirnir eru þrengri og dýpri, hamrarnir þverlinvptari og ganga sumstaðar i sjó fram, því að þar skerast víða firðir og árósar langt inn í land. Liggur brautin sumstaðar utan i þverhnýptum björgunum með grængolandi dýpið fyrir neðan, og víða í gegnum þá. Þá taka við aftur iðnaðarþorp og kauptún og síðast smásiglingabæir. Geta skipin viðast hvar lagst þar upp að klettunum með því að snardýpi er alveg í land. Bygðin er svipuð þarna og að austanverðu, rauðmáluð bændabýli á dreif um dalina og upp undir eggjar. Sum- staðar jafnvel uppi á brúnum. (Niðurl.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.