Tíminn - 08.06.1918, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.06.1918, Blaðsíða 8
140 TÍMINN sama starf og karlmenn. Nú er lika sú hreyfing hafin í öðrum löndum. »Equal pay fo equal work«, (sömu laun fyrir sama starf), að þessu stefna konur nú með meira kappi en nokkru sinni áður. Um leið verða konur að skilja, að eigi þessi sjálfsagða jafnréttiskrafa þeirra fram að ganga verða þær að búa sig undir starf sitt af þeirri alúð, sem sjrnir að þetta starf sé þeim eigi að eins nokkurskonar millibilsásland, með- an þær bíði eftir að komast i höfn hjúskaparins. Hjá konunum sjálfum sem velja sér starfssvið við hlið karlmanns- ins, verður að vakna ábyrgðartil- finning fyrir því að búa sig jafnt og hann undir starfið. Þá getur hún lika með réttu krafist þess, að kröfum hennar verði eigi fram- ar vísað á bug með lílilsvirðingu og viðkvæðinu gamla »af því þú ert kvenmaður«. Þá á hún heimt- ing á því, áð vera metin eftir því hvernig hún leysir starf sitt af hendi, og ætti eigi framar að bíða lægri hlut sökum þess að hún er kvenmaður, veikari að líkamlegum kröftum og óvanari notkun hnefa- réttarins í baráttunni fyrir tiiver- unni en karlmaðurinn. »19. júni«. Fánamálið. Frá Khöfn er símað 1. þ. m.: »Zahle hóf umræður um íslands- mál í ríkisþinginu með því að skýra frá því, að hinar miklu and- legu og efnalegu framfarir, sem orðið hefðu á íslandi og þar af leiðandi vaxandi þjóðarmetnaður, hefði leitt til þess að hvað eftir annað hefði orðið að taka afstöðu íslands til ríkisins til athugunar. Skýrði hann siðan frá því helsta sem gerst hefir í því efni fram að þessum tíma, og bar loks fram tillögu um, að skipuð yrði nefnd til þess að taka á móti skýrslu af stjórninni um síðustu samninga- umleitanirnar. Kvaðst hann vona að ríkisþingið kostaði kapps um að koma í veg fyrir allan ínis- skilning, ineð vinsamlegri sam- vinnu, og sagði að danskir full- trúar, sem greiddu fram úr þessu vandamáli, mundu hljóta heiður og þökk þjóðar sinnar. Christensen kvaðst að óreyndu vera vondaufur um góðan árangur, en engu tækifæri til samkomulags mætti sleppa. Vinstrimenn héldu fast við þau skilyrði sem þeir hefðu sett 1988, að samband héld- ist og samvinna. Ef ísland yrði öðrum þjóðum háð, þá væri það óbærilegt tjón fyrir Norðurlönd. En sambandið yrði að vera veru- legt, en ekkert málamyndasam- band. Jafnaðarmenn og »radikalir« studdu tillögu forsætisráðherrans og sömuleiðis íhaldsmenn, með þvi skilyrði, ef samninga ætli að taka upp nú þegar, að allir flokkar væru sammála. Um þetta skilyrði íhaldsmanna sagði Zahle, að það ..... væri á misskilningi bygt. Síðan var tillagan samþykt og nefnd kosin í báðum deildum. Þær fregnir hafa borist hingað siðar, að nefndin hafi haldið með sér tvo fundi, en ókunnugt er enn um niðurstöðu. Fyrirspurnir. Hr. ritstjóri. Eg rakst í dag af tilviljun á nefndarálit fjárhagsnefíidar efri deildar alþingis í eftirlaunamáli Björns bankastjóra Kristjánssonar. Vakti plagg þetta hjá mér *marg- víslegar hugleiðingar og gáfu mér tilefni til að biðja heiðrað blað yðar fyrir eftirfarandi fyrirspurnir: 1. Gelur heilsulaus maður gegnl bankastjórastarfi við þjóðbanka landsins á þessum erfiðu tímum? 2. Fer vel á því að eignalaus maður sé bankastjóri við sömu stofnun? Getur slíkt ekki orðið til að hnekkja lánstrausti og áliti bankans erlendis? Á það sér nokk- ursstaðar stað i viðri veröld að efnalega ósjálfstæðir menn skipi álika trúnaðarstöðu? 7« 1918. D. Þessu svarar þing og stjórn. Ritslj. JF'réttir. Tíðin. Hér sunnanlands var kaldari þessa vikuna en undan- farnar. Úrkoma mikil og sólarlítið. Fer grasvexli heldur hægt fram. Nefndarskipanir. í beinu fram- haldi af bresku samningunum hef- ir stjórnarráðið nú skipað nefndir til þess að annast um sölu á af- urðum sem flytja á út úr landinu og um framkvæmdir á innllutningi á vörum, öðrum en þeim sem heyra undir landsverzlunina. í út- flutninganefnd hafa þessir verið skipaðir: Thor Jenssen útgerðar- maður, Ólafur Benjaminsson stór- kaupmaður og Pétur Jónsson for- maður sambands samvinnufélag- anna. í innflutninganefnd þessir: L. Kaaber konsúll, C. Proppé kaupm. og Eggert Briem forinaður Búnaðarfél. íslands. Kartöfluræbtin ú Iteylíjanesi. Undirbúningsverkum við kartöflu- rækt landssjóðs á Bejrkjanesi er nú nýlega lokið. Hafa verið settar niður um 240 tunnur af útsæðis- kartöflum — mest útlent útsæði, stórt og ódrjúgt — í 30 dagsláttur. Auk þess voru plægðar um 15 dag- sláttur, sem gert er ráð fyrir að bætt verði við á næsta ári. Vinn- an hefir staðið um mánuð. Tólf menn hafa verið í'astir við vinn- una, auk þeirra við og við kvenn- fólk og unglingar við léttari vinnu. Milli 20 og 30 hestar voru notað- ir. Áburður var mest þari, sem mokað var í hauga í vetur, en auk þess grútur og tilbúinn áburður, síldarmjöl og chilesaltpélur. Verk- stjórinn, Guðmundur Jónsson frá Skeljabrekku, hefir um leið komið þarna upp tilraunareitum um kart- öflurækt og er það vel farið. Versti agnúinn sem við er að glíma er girðingarleysið, varð ekki fengið sæmilegt girðingarefni, en ágangur búfjár aíleitur á þessu svæði. Slys. Knútur Zimsen borgarstjóri féll af vélreiðhjóli nýlega sunnan við Hafnarfjörð og fór úr liði á annari öxlinni. Séra Sigfús Jónsson á Mælifelli hefir undanfarið veitt Kaupfélagi Skagfirðinga forstöðu samhliða em- bætti sínu. Nú verður Tryggvi H. Kvaran aðstoðarprestur séra Sig- fúsar, en hann snýr sér allur að kaupfjelaginu. Úr bréfi úr Þingeyjarsýsln. Sjaldan mun hafa verið jafn mikil leysing í þjóðlífinu sem nú. Nýi Tíminn hrífur bændurna með sér, og gerir þá unga í annað sinn, sem orðnir voru gamlir. Bændum á sextugsaldri og þaðan af eldri finst að æskan vera að byrja, og konurnar fylgjast með. Heyrst hefir að kaupmenn fylki liði, og máske verður bráðum höfuðorusta á allri línunni — allri strandlengju lands- ins og heim á hvern einasta bæ — orusta upp á líf og dauða milli kaupmannavaldsins * annars vegar, en kaupfélaga og landsverzlunar hinum meginn. Hér var á fyrstu árum kaupfélagsins liáð svipuð orusta í smærri stíl. Nú eru menn spentir, en ekki hræddir. — »En þess á milli þarf að búa«, og það er nú ekki altaf leiðinlegt. Verst er að þurfa nokkuð að sofa, hve góð sem tíðin er, og þó altaf sé dagur. Já mikil blessuð tíð er þetta. Sjaldgæft er að fá svona kröftuga leysingu í þessum leysingamánuði — maí. Nú suma daga -f- 24° C. i skugganum, og þó sunnan vindur, enda er allur snjór að hverfa, túnin að byrja að grænka, ánum slept með 3—4 daga gömlum lömbum, þeim ám, ^em ekki þarf að mjólka. Okkur er nýtt um svona vor, og nú langar margan til að lifa, enda kveða ungu pilt- aruir við raust gömlu vísuna: Gott er að eignast gæðin ílest góða jörð og sauðfé mest, góða konu og góðan prest góða kú og vakran hest. Áf öllu þessu gengur verst með jörðina, og þykir mörgum smíða- galli á heiminum, þegar alt hitt þarf að verða ónýtt eða ómögulegt vegna þess. En ungu stúlkurnar raula ósköp lágt: Eiga vildi eg Erlend prest, yfirsæng og kodda, væna kú og vakran hest og vera frú í Odda. Fjórðungsþing. Samband ung- mennafélaganna í Sunnlendinga- Afgreiðslan biður þá sem mættu missa I., 3., 5. og 38. tölublað af fyrra ári Tímans að senda sér þau. — fjórðungi hélt þing sitt, hið 10. í röðinni, 10.—11. mai þ. á. Stjórnin lagði fram skýrslu sína og reikninga og skýrði frá starfinu á liðnu ári. Fjórðungsstjórnin hefir ekki ráð á miklu fé og hefir því ekki getað gert margt, en fyrirles- arar hafa farið um allan fjórðung- inn og flutt fyrirlestra. Á svæðinu milli Jökulsár á Sól- heimasandi og Hítarár eru nú 31 félag og með 1300 félagsmönn- um og verður ekki séð að stríðs- tíminn hafi enn sem komið er haft áhrif á þau og þeirra starf. Þingið þó lakar sótt en undanfarin ár, gekk þó vel, öll mál rædd með fjöri og kappi, og vel afgreidd; horfir margt til bóta sem gerl var. Fjórðungsstjóraskifti urðu þar eð Steinþór Guðmundsson baðst und- an kosningu, Björn Bjarnarson kosinn í hans stað. Ritari og gjaldkeri endurkosnir. Að loknu fjórðungsþingi var fulltrúum boðið lil samfundar við ungmennafélögin í Reykjavík. Þar var fluttur fyrirlestur, sungið, er- indi ílutt og ýmsar aðrar skemt- anir um hönd hafðar. Lík Pélurs Sigurðssonar slypstj. frá Stykkishólmi fanst hér við bryggjurnar í fyrradag, og þykir það slaðfesta þá tilgátu að hann muni hafa fallið út af hafnar- bakkanum í vetur er hann hvarf. — Er nú ákveðið að koma þar upp rafljósum með haustinu. Eftirlaunin. Um líkt leyti og samþykt hafði verið í báðum deildum að láta Birni Kristjáns- syni eftir fjögurþúsund króna eftir- launin, með skilyrðum þó í Ed., var skotið á kaupmannafundi hér í bænum í þeim erindum að fá þar samþykta áskorun til B. Ivr. um að sitja svo lengi sem hann með nokkuru móti sæi sér fært heilsunnar vegna en sú áskorun fekk engan byr. Og að því er sagt er heldur ekki annars- konar þakklætistillaga eða trausts- yfirlýsing sem höfð hafði verið á takteinum, svona til vara. Á Sölvadalsaf'réttum fram af Eyjafirði eru nýfundin tvö lömb sem þar hafa gengið sjálfala í vet- ur, segir »Dagur«. — í Vestmanna- eyjum komu óskemdar kartöílur upp úr kálgarði þegar farið var að stinga hann upp, segir »Skeggi«. Tryggvi Þórliallsson ritstjóri brá sér upp í Borgarfjörð, er væntan- legur heim aftur síðari hluta næstu viku. Ritstjóri: Tryggvi Þórliallsson Laufási. Simi 91. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.