Tíminn - 08.06.1918, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.06.1918, Blaðsíða 4
136 TíMINN að 150 kr. í matsverði jarða skuli gera 1 hdr. á landvísu. Gildir þetta jafnt um landið alt og hverja jörð, hversu mjög sem nú eru breyttar ástæður. Af því gjaldskyld- an er og verður að vera jöfn á jarðarhdr. hverju um landið alt, var þetta ákvæði laganna mesta og versta bráðræðisflanið. Mátti það og átti nú sem fyr, að bíða unz matinu var lokið. Ár og friður, gjaldþol atvinnu- vega, verðmæti afurða, gengi pen- inga og annað það, er áhrif getur haft á matið, geta menn þó löggjafar séu, vissulega ekki vitað fyrirfram — ekki 1 ár og því síður tugi ára, eins og spá- mennirnir 1915 hafa talið sér fært. Kunnugt er það orðið, að jarðir í nánd við kaupstaði hafa verið virtar og seldar fyrir jafnmargar þúsundir kr. og ámóta lífvænlegar jarðir í íjarlægari sveitum fyrir 100 kr. Liggur verðhækkunin að nokkru i væntanlegri verðhækkun og ógripnum gæðum. Er þá sann- gjarnt að annar bóndinn gjaldi þó ekki væri nema tífalt hærri skatt en hinn, þó afkoman á gjalddegi sé engu betri? Dæmið getur verið einfalt, og má þá sizt gleyma jarð- arhúsunum: Jörð i sveit 12 hdr. er nú virt 2000 kr. Fyrir jarðarhús er þar ákveðið við úttekt, 50 kr. Nú er ein lagaskyldan í nýjum sið, að virða hverja fasteign i heilum hundr. kr. (jafnt þó minna sé virði en 50 kr.?). Hinsvegar má skatt- skyldan og árleg reikningsfærsla gjaldanna um landið alt, leika sér að brotunum */3 °8 2/3 0,3 og 0,67 aftan í hundratali jarða. Jörð þessa mun fastem.nefnd að líkindum telja með jarðarhúsum 2000 kr. og skattanefnd 13,3 hdr. Ábúðarskattur þar í sýslu er eftir verðlagsská (2/s álnar) 40 a. af jarðarhundraði hverju eða kr. 5,32. Nokkrar augnabliksmyndir frá Danmörku og Noregi eftir Bjarna Ásgeirsson. Ferðin frá Björgvin til Kristjaníu tók áður, eins og hún tekur enn með hraðskreiðustu skipum 54 klt. eða 2V4 úr sólarhring, en með lestinni tekur hún rúman 3/2 sól- arhring. Sá maður er ekki höfuð- veikur, sem ekki sundlar í fyrsta sinn er hann fer með þessari lest, einkum ef hann er óvanur járn- brautarferðum, svo slórfengleg er sú sjón sem þar verður hvarvetna fyrir auganu. Mætast þar náttúr- unnar og mannanna furðuverk og er erfitt að gera sér grein fyrir hvort meira er. Fað er líkast göldr- um, að mannlegu verksvili og at- orku skuli liafa tekist að leggja undir sig og þrælbinda jafn-stór- kostlega og vilta náttúru, og þá sem þar liggur' hvarvetna fyrir íótum lestarinnar, eins og Ijón í Jörðin nálægt kaupstaðnum 20 hdr., virt nú 20000 kr., og hús í sameign 12000 kr. Bætast þá 10000 kr. við jarðarverðið, svo hún verð- ur 200 hdr. Ábúðarskattur þar er 60 a. á hdr., eða hjá bóndanum þar 120 kr. á ári — 40 kr. af jarð- arhúsunum. Eftir dæmi þessu, hefir matið nú hækkað ábúðarskattinn hjá öðrum bóndanum um 52 a„ en hinum um 108 kr. árlega. Og mun- urinn verðnr því meiri, sem verð- lagsskráin hækkar meira en orðið er. Þó jörðin við kaupstaðinn væri nú virt helmingi lægia en hér var sagt (og því máske meira en Relmingi lægra en hún hafði verið virt og seld sama árið) svo ábúð- arskatturinn hækki ekki nema fimmfalt — úr 12 í 60 kr„ væri þá nokkur sanngirni eða réttlæti í þessu? Ef ábúðarskatturinn reyndist of lágur móti sköttum á öðrúm at- vinnugreinum, þá lægi nær að hækka hann lítið eitt og jafnt á öllu landinu, heldur en svona gífur- lega á einstökum héröðum og sér- stökum mönnum. Eftir fasteignamatslög. munu stærstu jarðeignir nú geta komist í 500 hdr. Hækki svo verðlags- skráin næstu ár í kr. 1,75 meðal- alin, yrði ábúðarskatturinn á slíkri jörð 350 kr. á ári, þ. e. 5°/o af 7000 kr. Landið hefir þá sama sem lagt undir sig þennan hluta af jarðarverðinu — tekið hann af eigandanum. Hvað verður nú gert? Úr því sem komið er, virðist^í- hjákvæmilegt að breyta ákvæði lag- anna um fastem. Alþingi 1919 gæli lagað þau eitthvað, eða a. m. k. frestað gjaldskyldu eftir þeim. Líka gæti alþ. nú þegar fengið þeim frestað og þá kosið nefnd eða falið stjórninni — með fyrir- heiti um nægilega aðstoð — að undirbúa breytingar og frumvarp til jarðarmats, er svo yrði lagt fyrir þingið 1919. Ef alþingi lætur enga bót á stærstu gloppur þessara laga, verða þau landsplága önnur og næst jarðabröskurum, til eyðileggingar ábúð jarða, og erfiði og endur- bótuin margra ára. Það er ekki sanngjarnt vegna söluverðs eða veðgildis, að draga virðingarverð jarðeigna á beztu stöðvum landsins svo langt niður, að skattgjöldin þoli samanburð um landið alt. Hvorki matsnefnd né löggjöf má, eða getur viljað af ásetningi, sýna ójöfnuð eða binda mönnum ranglátar byrgðar. Öllum hlýtur því að vera jafnt ljúft og skylt, að leiðrétt séu mistökin. Tel eg í þessu efni líklegasta ráðið, að fara nú líkt að og fyr: Treysta að mestu á samræmið í sýslu hverri, jafna matið ef brýn þörf sýnist krefja milli sýslna í meðalhóf. En láta peningaverðið halda sér ó- breytt svo sem framast má viðun- andi telja. Skifta aftur sýslum, lireppum og máske nokkrum ein- stökum jörðum (að mestu eftir hlutfalli milli virðingar oghundraða- tölu) í 3 flokka — ekki eftir öiht- um — heldur eftir legu jarðanna og örari verðhækkun, en fram- leiðslan getur þolað með auknum sköttum. Draga frá matsverðinu jarðarhúsin öll og 10 ára jarða- bætur. Yrði þá líklega nærri hófi og eðilegri hækkun á öllum stöð- um í landinu, að gera almennast til sveita, — qftir því hve hátt eða lágt verður matið — 150 eða 200 1 hdr. á landvísu. Á miðlungs stöðvum 200 eða 250 kr„ en næst kaupstöðum og í kauptúnum 300 kr. 1 hdr. 26. maí 1918. Vigfás Guðrnundsson. fjötrum. Og það dylst engum sem nú sendist þar með flughraða um bygðir og óbygðir, að brautryðj- endur hafa orðið að fara hægara. Víða hefir orðið að hlaða undir teina margra mannhæða hryggi og stöpla og steypa brýr yfir fljót og gil. Lengsta brúin liggur yfir á sem Begna heitir á austurláglendinu. Hún er 215 metra löng, og bygð í 9 bogum. En það sem mér fanst mest um voru jarðgöngin. Víða á leið brautarinnar voru svo þver- hníptir hamrar, eða svo háir fjalls- hálsar, að engin önnur leið var að komast ferða sinna enn að mölva sig í gegnum þá. Þannig eru á allri brautinni 179 kletta- göng. Hið lengsta er 5311 metra hið næsta er 2312 og hið 3. í röð- inni er 1593 m. Á mörgum stöðum hefir einnig orðið að byggja yfir brautina og útbúa ýms snjóvarnar- virki, þar sem fannkoman er mest. En hún er víða mikil á háfjallinu. Hafa þar sumsíaðar verið inældir 18 metra djúpir skaflar. Brautin er eins og menn sjá, nokkurskonar þverskurður af Noregi og er að því leyti ekki ófróðlegt að ferðast með henni, því að sá sem notar augun vel getur kynst þar lítilsháttar flestum fyrirbrygð- um lands og þjóðar. Eg efast um að það séu mörg lönd jafn-sund- urleit og margbreytileg að náttúru- fari og Noregur, og flesfar þessar hliðar hans snúa einhverntíma að ferðamanninum á þessari leið. Austurláglendið, fyrst af stað frá Kristjaníu, er ekki eins stórhrika- legt og þegar vestar dregur. Þar skiftast að staðaldri á stórir bú- garðar með miklum plóglendis- flákum og skógabelti, ekki ósvip- uð þeim sem við köllum ása, nema margfalt stórvaxnari og hrikalegri, og svo Jækir og vötn. Stórar hæðir eru þar ekki víða, en það ber töluvert á þeim sökum skóganna, sem víðast byrgja út- sýnið, og lykja augað inni í nánasta umhverfinu. Allar bygg- ingarnar á bændabýlunum eru úr timbri, og flestar rauðmálaðar, bæði íbúðar- og útihús. Er þar víða staðarlegt heim að líta, því að húsin standa hvort nálegl öðru, Stóðeignin, Eftir því, sem nú er komið í ljós af verzlunarsamningum við Breta yfirstandandi ár mun verða leyfð- ur útflutningur á 1000 heslum til Danmerkur. Þrjú síðustu árin, sem útflutn- ingar voru á hestum hefir tala þeirra sem út voru fluttir verið 3480 að meðaltali á ári. En þess ber þó að gæta, að útflutningurinn 1915 og einkum 1916 var tak- markaðri, miðað við framboð, en venjulega, sérstaklega í Húnavatns og Skagafjarðarsýslu. Þó lítið sé, sem út má flytja af hestum, getur þó orðið nokkurt gagn að því, sé hyggilega með það mál farið. Ætti nú eingöngu að selja góð hross á aldrinum 4—8 vetra og krefja svo hátt verð fyrir, sem unt er. í annan stað verður að hafa það í huga, að taka hestana einkum úr þeim héröðum sem stóðfjöldinn er tiltölulega mestur og hættast er við harðindum. En hvernig sem hagað verður útflutningi þessara fáu hesta, er það auðsætt, að hættan, sem land- búnaðinum stafar af stóðeigninni, verður ekki með því fyrirbygð að neinu verulegu ráði. Eigi stóðinu ekki að fjölga fram úr hófi, hefði þurft að flytja úr landi í ár um 7000 hesta. Liggur því í augum uppi, að bændur í hestaræktarsveitunum muni eiga erfitt með rekstur og viðhald búa sinna, ef þvi fer lengi svo fram, að annar megintekjustofn búanna er óseljanlegur, því þó hestar séu mikils virði, þegar útflutningar hefjast á ný, þá er stóðeignin sem stendur bundið fé, sein á engan hátt hjálpar mönnum við rekstur atvinnu sinnar, en gerir það að verkum, að festa verður stórfé að og eru allháreist. Hlöðurnar standa venjulega nærri einhverri hæð eða þá að bygður er akvegur frá jafn- sléttu upp í efri dyr þeirra, svo að hægt er að aka lieyjum þar inn og inneftir hlöðunni eftir mjóu gólfþrepi, sem liggur inn í gafl. Veggsvalir eru á mörgum hinna stærri húsa og fánastöng við þau flest, því að Norðmenn eru fána- kærir og láta hann sjást við öll hátíðleg tækifæri. Þá blaktir fáni á hverri stöng. Kringum járnbrautarstöðvarnar er bygðin oft þéttari. Eru þar víða iðnaðarþorp, sum smá, en sum líka allstór. Húsin þar eru líka úr timbri, og rauðmáluð eins og bændabýlin, en flest minni. Eru þau einkum verkamannabú- staðir. Þar eru líka alstaðar stórar verksmiðjubyggingar úr timbri eða steini, eins og eg hefi minst á áð- ur. Standa þær venjulega í nám- unda við eitthvert vatnsfall, sem þá einnig er notað til að fleyla timbrinu niður að þeim víðsvegar að ofan úr landi. Er næstum hver læva og hvert fljót sem farið er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.