Tíminn - 25.11.1922, Qupperneq 1

Tíminn - 25.11.1922, Qupperneq 1
©faíbfetx o$ afgmöslumaðui' Cimans er S t $ u r g e i r ^riöriísfon, SambanösljúsÍHu, Keyfjaoíf. YI. ár. lteykjavík 25. nóvember 1922 ^fojtexbsía limans er i Sambanösíjúsinu. ®pin öaglcga 9—\2 f. I) Simi 496- 49. blað GLASGOW MIXTURE er indælt að reykja. Smásöluverð kr. 3.50 lL lbs. bankar. Meira m icksMt. Margsinnis hefir verið sýnt fram á, hversu líkt var háttað um vandkvæði stærstu bankanna í Danmörku og Islandi. En hins- vegar voru aðgerðimar ólíkar. Danir skáru í meinsemdina, réttu við sinn banka með nýju fé og nýrri stjóm. Á íslandi var nýja vínið, enska lánið, látið í gömlu belgina. Afleiðingin er eftir þessu. Stöðvun á viðskiftalífinu líkt og 1920 virðist vera í aðsigi. Gengisbraskarar eru farnir að leika list sína, og auglýsa í Mbl. íslenska krónan fellur. Vandræði framleiðenda, verkamanna og op- inberra starfsmanna fara vax- andi. Og höfuðástæðan til allra þessara meinsemda er sú, að seðlabankinn hefir ekki verið lát- inn fá nauðsynlega læknishjálp. það hefir verið líkt eftir Dönum þegar síður skyldi en í þessum bankalækningum Enn einu sinni er vert að minna á aðferðamuninn. Land- mandsbankinn hefir sannanlega tapað alt að 150 miljónum. Is- landsbanki um 5 miljónum. Ef miðað er við fólksfjölda er þetta tap eins þungbært fyrir Island. par að auki vita menn, að eftir era ýms töp hér á toguram og húseignum, sem ekki eru enn komin fram reikningslega. Danir ráku þegar í stað burtu bankastjórana og bankaráðið, alla þá, sem stýrt höfðu bankanum, þegar hin stórfeldu töp vora að myndast. Og almenningsálitið var svo eindregið í Danmörku, að þessir forráðamenn bankans skil- uðu aftur gróða af bankanum. Sumir lögðu fram allar eigur sín- ar, t. d. Gluckstadt, sem afhenti nær 30 miljónir. þar að auki lögðu þessir menn niður virðing- arstöður í þinginu og víðar. All- ir voru sammála um að stjórn bankans hefði yfirsést, að hún ætti að fara, að hún ætti að borga það sem hún gæti af tapi bank- ans, og að hún ætti að sýna opin- berlega merki um sektartilfinn- ingu. Hér hafa engir slíkir atburðir gerst. Bankastjórarnir sitja enn, á hæstu launum, sem þekkjast á Islandi. Og þó mæla lög svo fyr- ir, að tveir af þrem eigi að víkja burtu, vegna hjálpar við bank- ann, sem landið hefir látið í té. Að lokum kom bankaráðið sam- an fyrir eitthvað þrem vikum.það hefir haldið marga fundi, en ekki orðið neitt ágengt, að sögn, nema að skipa bankanum að lækka vext- ina í 6%. En þar rís bankastjórn- in á móti. Hefir ekki viljað lækka, og telur bankaráðið ekki hafa rétt til að ráða málinu til lykta. Tofte vill þannig láta almenning borga skakkaföllin með þessum háu vöxtum. Um annað atriði var rætt á fundinum: Hverjir tveir af þrem bankastjóranum skyldi víkja. Bankaráðið mun hafa verið sammála um, að H. Thorsteinsson og Tofte skyldu fara, en Claessen sitja kyr. Tofte telur sig hafa samning enn fyrir 11/2 ár, en Hannes aðeins 6 mán- aða uppsagnarfrest. I bankaráðinu eru 7 menn, þrír útlendingar, forsætisráðherra, Bjarni frá Vogi, Guðm. Bjömson landlæknir og Jakob Möller. Sig. Eggerz fór með útlendu atkvæðin og hafði þannig 4 atkvæði. Hann gat þessvegna ráðið einn öllu. Fréttir af fundinum eru óglögg- ar og nokkuð á reiki. Mest var að sögn glímt við launakröfur Tofte. Sumir vildu borga honum eftir samningnum iy2 ár, frá ára- mótum. það hefðu getað verið frá 30—50 þús. kr. Aðrir vildu borga 100 þúsund í eitt skifti fyr- ir öll. það mun hafa verið krafa Tofte sjálfs. Annars mun hann hafa hótað að beita þrásetu. End- irinn varð sá, að forsætisráðherra sleit fundi og fer á konungsfund. Kemur sennilega ekki fyr en í janúar aftur. Ef af þessu leiðir, að landið komi ekki sínum trún- aðarmönnum fljótlega í bankann, getur þessi töf orðið bagaleg fyr- ir fjármál landsins. Framkoma Tofte mælist mjög illa fyrir. Almenningur álítur að hann hefði átt að fara að eins og forráðamenn Landmandsbanlcans. Viðurkenna að sér hefði mistek- ist með að stjórna. Fara óumtal- að um áramót, og skila gróðahlut síðustu ára, síðan bankinn byrj- aði að tapa. Krafan um 100 þús. kr. heiðurslaun þótti bera vott um ódæma frekju. Meðan stóð á umræðum banka- ráðsins, kom upp sá kvittur, að tapast hefði í bankanum 120 þús. kr. af fé bankans í vörslum eins eða fleiri af starfsmönnunum. Var um sjóðþurð að ræða. Slík þurð gat varla verið tilkomin á einum degi. Langsennilegast þótti, að hún væri safn margra ára. Eftir liðuga viku birti Mbl. fregnina, og að sjóðþurðin væri borguð. Jafnframt hreytti blaðið úr sér illyrðum til þeiri’a, sem hefðu fundið að rekstri bankans, og var auðséð, að málgagni kaupmanna og mikils hluta af embættis- mannáhóp Rvíkur, fanst bankan- um hafa verið prýðilega stjómað. Engin opinber rannsókn á að fara fram um málið. Alt sem al- menningur á að fá að vita um málið er, að alt í einu uppgötvar bankastjórnin að 120 þús. eru horfin úr kassanum, og að Mbl. tilkynnir viku síðar að þær hafi fundist, og að bankinn bíði ekki eins eyris tjón. Kunnugir menn fullyrða, að sá maður, sem ábyrgð bar á þessu fé, sé ákaflega ólíklegur til að hafa dregið sér einn eyri af þessu fé. þá er óhjákvæmilegt að það hafi tapast fyrir eitthvert frá- munalegt ólag á stjórn bankans, týnst, mistalist, verið tekið af fólki innan bankans eða utan, misreiknað 0. s. frv. En með því að drepa málið niður rannsóknar- laust, tekur hr. Tofte ábyrgðina á sig og félaga sína. Hið eina sem viðskiftamenn bankans og þjóðin, sem lánar honum sinn síðasta skilding, eiga að fá að vita, er það, að bankastjórnin veit ekki að 120 þús. vantar í kassann og hefir a. m. k. vantað í nokkra mánuði. Menn hafa vitað, að Tofte hef- ir verið slysinn að lána, slysinn að borga Prívatbankanum einum margar miljónir sumarið 1920, og slysinn að vilja ekki fara hljóða- laust. Nú bætist það ofan á, að hann hefir verið svo slysinn, að geta ekki gætt góðrar reglu inn- an bankans. Ekki borið gæfu til að gæta þess einfaldasta og sjálf- sagðasta í daglegum rekstri bank- ans, að sjóðurinn væri í lagi. Að þessu leyti er Tofte meiri en Gluckstadt. Óhöppin út á við era hlutfallslega jöfn. En í hinni innri stjórn bankans kemst Tofte fram úr þessum fræga landa sín- um. Fyrir nokkram mánuðum var einn af vildarvinum Islandsbanka að hæla sér af því, að ef hann yrði gjaldþrota, yrði gjaldþrot sitt hið stærsta, sem þekst hefði á íslandi. Mál Tofte verður ein- kennilega stórt á sinn hátt. Undir stjórn hans hefir Islandsbanki tapað meira fé en dæmi eru til áður á íslandi. Undir stjórn hans hefir meira af skuldum verið gef- ið upp braskaralýð landsins, held- ur en dæmi eru til. Undir stjórn hans hefir myndast hin stærsta sjóðþurð, sem sögur fara af á Is- landi. Og að loknu starfi heimt- ar hann af þessari fátæku, út- píndu þjóð, þau hæstu heiðurs- laun, sem nokkur maður hefir hingað til krafið íslensku þjóð- ina um. J. J. ---0---- Hvernig styrkir rílcið —rir—111 rniniM landbúnaðinn? Sigurður Búnaðarfélagsforseti Sigurðsson hefir í smíðum mikla og ítarlega ritgerð um ræktun og nýbýli. Á hún að birtast í næsta hefti Búnaðarritsins. Lýsir hann því hvað ýmsar af nágrannaþjóð- unum hafa gert í þessu efni. Rek- ur sögu málsins hér á landi og kemur fram með tillögur um hvað beri að gera. Úr þessari ritgerð eru tekin þau eftirtektaverðu atriði sem hér fara á eftir: Á 50 síðastliðnum áram hefir ríkið stutt landbúnaðinn með 3 l/z miljón króna, og er þá alt tekið með, smátt og stórt. Styrkurinn er þannig að meðal- tali 70 þús. kr. á ári. Til þess að styrkja þennan þýð- Lngarmesta atvinnuveg landsins, hefir ríkið síðastliðin 50 ár varið tæplega einni krónu á hvert mannsbarn í landinu árlega. En á einum fimm áram, frá 1915—1919, voru fluttar inn til landsins vörar fyrir hina sömu upphæð — 31/2 miljón króna — sem landbúnaðurinn íslenski hefði getað framleitt: t. d. mjólk, kjöt, kartöflur, smjör, ostar o. s. frv. Síðari árin hefir ríkisstyrkur- inn til landbúnaðarins vaxið í krónutölu. Síðustu 20 árin hefir hann t. d. 16 faldast. En á sama tíma hafa útgjöld landsins 35 faldast og útkoman er því sú, að síðaii árin hefir ríkisstyrkurinn stóram minkað til landbúnaðar- þarfa í hlutfalli við framlög landsi ins tii annars. Á hinum sömu 50 árum hefir jarðargróði tvöfaldast og búpen- ingi fjölgað um þriðjung, en eins og kunnugt er hefir fólki stóram fækkað nálega í öllum sveitum á þessu tímabili. þessar tölur eru næsta eftir- tektaverðar. Og það verður síðar vikið að þeim lærdómi sem þær flytja, hér í blaðinu, þótt ekki verði nú. það er holt að hafa þær í huga um leið og lesnar eru tillögur Sig- urðar forseta um styrk til auk- innar jarðræktar, sem birtar eru á öðram stað hér í blaðinu. þessar tölur eru ennfremur örðugur ljár í þúfu þeim mönn- um, sem sjá allar tölur í stækk- unargleri, ef eitthvað það á að gera sem miðar til hagsbóta fyr- ir bændastéttina. Og loks er það ekki ónýtt að hafa slíkar ólýgnar tölur hag- skýrslanna til að skýrskota til til hliðsjónar, þegar þarf að berjast við blekkingarnar, sem á lofti eru hafðar nú í kjöttollsmálinu. ----0--- Markaðsleitin vestur um haf. Fáar fréttir hafa borist af ferð Péturs Ólafssonar konsúls vestur um hafið, í markaðsleit fyrir salt- fiskinn. Enda er um langan veg seint að spyrja tíðindi og förinni var fyrst heitið til Brasilíu. Hef- ir staðið þar allshei’jar vörusýn- ing er draga mun að sér kaup- sýslumenn úr allri Suður-Ame- ríku og víðar að. En þeir eru margir hér heima sem bíða óþreyjufullir þeirra frétta. Enn ljósar en áður blasir nú við ófögnuðurinn af víninn- flutningnum, því að Bakkus hefir þegar haldið innreið sína, og bölv- unin ver daglega, sem er skugg- inn hans og eilíf fylgja. Enn ljós- ar er það en áður, að öll orð and- banninga í þessu máli vora raka- laus blekkingavefur. Hefðu Is- lendingar og Norðmenn staðið saraan, má telja víst, að engin breyting hefði orðið á markaðin- um. Og hvar er hún nú fisksölu- gullöldin sem þeir lofuðu and- banningarnir? Enn sárar en áður svellur mönnum hugur í brjósti við þá tilhugsun að eiga að leggja á sig endanlega á þessum vetri þrældómslæðinginn spánska og leiða alla þá margvíslegu bölvun yfir aldir og óboma. Pétur Ólafsson mun leggja leið sína um Bandaríkin er hann hefir lokið erindum sínum í Suður- Ameríku. Og í Bandaríkjunum er ekki einungis mikill markaður fyr- ir saltfisk. þar era og öflugustu bannmennirnir í heiminum. þar er sterkasta vígi bannstefnunnar. Eigi að vænta okkur íslending- um styrks þar, þá er erindi ekki fulllokið þótt rætt sé við þá aðila alla sem standa að fisksölunni. Óumræðiega mikill styrkur gæti oi’ðið að málaflutningi hinna öfl- ugu bannmanna þar vestra. því að þeim er það ljóst að það er ekki bannstefnunni í heiminum óviðkomandi hversu fer um okk- ar fámennu þjóð í því efni. Pétur Ólafsson er hinn kjörni maður til hins fymefnda og nýtur í því efni almenns trausts. En sá maður er annar hérlend- ur, sem hefir sérstaka aðstöðu til að reka hinn hluta erindisins. Maður sem • sumpart er persónu- lega kunnugur, sumpart gæti þeg- ar sett sig í samband við helstu leiðtoga bannmanna í Bandaríkj- unum. Sá maður er Einar H. Kvaran rithöfundur. þá fyrst væri þetta mál fylli- lega vel rekið, ef Einar H. Kvar- an yrði sendur vestur til Banda- ríkjanna til aðstoðar Pétri Ólafs- syni við starfið þar. þeirri bendingu vill Tíminn skjóta til landsstjórnarinnar og talar þar áreiðanlega fyrir munn mikils hluta þjóðarinnar. ____o ... 9 Tilberinn. Við vanhelgun vígðra dóma, vesall í sjón og reynd, var hann af ágirnd alinn við altarishornið með leynd. I okrarahringnum insta hann eignaðist skjól og vörn, varð stæltur, sterkur og feitur og stór eins og roskinn björn. — I sögunum okkar segir, að sendur tilberinn var að hnupla mjólk handa mömmu sinni, í maganum hana hann bar. En þessi á þjóðleið var sendur og þvældist þar til og frá, sjálfræði manna og sannfæring sóttist hann eftir að ná. það þótti brátt þjóðarnauðsyn, þegar að nokkuð leið frá, sá kvæði niður þann kynjavætt, sem kynni þar tökin á. Og Páll kom með „plenarium" og postulleg helgiþing og ýtti við ófreskjunni, hún ærðist og snerist í hring. — Hún glúpnaði og gekk öll saman við gneista röksemda báls, og eyddist, og varð nær að engu við yfirsöngva Páls. Eitt refkeilurif þar nú liggur, sem rumurinn feiti stóð innan í hnupluðum ullarlagði frá örpíndri fávísri þjóð. X. ----o---- Ísíiskssala togaranna á Eng- landi hefir gengið ágætlega und- anfarið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.