Tíminn - 01.05.1935, Qupperneq 4
72
TÍMINN
Hallgrímur Jónasson, kennari:
Jónas Jónsson
Eftir eina grimma styrjöld
síðustu aldar, voru þau um-
rnæli höfð eftir sig'urvegurun,
um, að það hefðu verið skólar
þjóðarinnar, sem sigrinum
hefðu ráðið.
Það hafa ávalt verið skoðan-
ir uppeldisfræðinga og- umbóta-
mikilla menntamanna, að skól-
arnir gætu verið og ættu að
vera einn merkasti þáttur í
menningarlífi hverrar þjóðar.
0g flestir eða allir miklir
foringjar á sviði stjómmála og
menningarbaráttu, hafa hvað
mest látið skóla þjóðar sinnar
til sín taka.
Allir kannast við áhuga og
starf Jóns Sigurðssonar í þágu
þeirra.
Og þegar minnst er á hina
afburða fjölþættu þjóðmála-
starfsemi Jónasar Jónssonar,
verður sízt fram hjá skólamál-
um Islendinga sneytt.
Jónas Jónsson befir sagt
þeim, sem þessar línur ritar,
að hann hafi horfið frá kenn-
arastarfinu, sem aðal lífsstarfi
og inn á vettvang stjómmál-
anna til þess að reyna að fá
bætt aðstöðu, skilyrði og á-
rangur íslenzkra skóla frá því
sem' þá var.
Og ég hika ekki við að full-
jTða, að enginn nútíma Islend-
ingur á eins mikinn þátt í þeim
umbótum, sem hér á landi hafa
í þeim efnum orðið, og Jónas
Jónsson.
Ungur varð hann kennari við
kennaraskólann. — Menntunar
pinnar og víðsýni hafði hann
aflað sér m. a. með námsdvöl-
um hjá ýmsum helztu mennta-
l’jóðum álfunnar.
Djarfmannlegan áhuga og
hugsjónagáfur höfðu átthag-
amir og upplag veitt honum.
Og erfið lífskjör hins íatæka
sveitadrengs höfðu treyst hon-
um hviklausa festu og heil-
steyptan þrótt í þeirri marg-
víslegu og stálhörðu baráttu,
sem! um sjálfan hann hefir
geisað, áhugamál hans og
stefnur.
Um það bil, sem barátta
Jónasar Jónssonar hefst fyrir
alvöru fyrir héraðsskólum í
landinu, er bamafræðslan kom-
in að ýmsu leyti í fast form,
mót, sem voru og eru harla ó-
heppileg að vísu um margt, en
sem þá áttu sér skamma
reynslu að baki; og ekki var
fyllilega séð hvar mest væri
umbóta þörf.
En Jónas Jónsson hóf þegar
starf til umbóta á augljósustu
ágöllum þeirra mála.
Hann samdi kennslubækur
íyrir barnaskóla, bækur, sem
voru með allt öðrum hætti en
áður höfðu tíðkast. Þær voru
meir reistar á sjálfsnámi en
áður hafði verið. Lifandi frá-
sagnir um náttúruna og sögu-
atburði, sem til þess voru falln.
ar, að vekja börnum löngun
eftir meiri þekkingu en hin
þurru og örstuttu kennslubók-
arágrip gátu gert. Og þær
kennslubækur hafa unnið sér
meiri vinsældir en áður hefir
þekkst.
Fræðslu. og menningarstofn-
anir úti um héruð landsins
voru þá fáar einar, og næsta
ófullkomnar um' aðbúnað og
starfsskilyrði frá hendi hins
opinbera.
En menntalöngun og menn-
ingarþrá ólgaði þá sem endra-
nær í hug og blóði íslenzkrar
æsku.
Pléraðsskólinn að Laugum
mun vera einn sá fyrsti,. sem
Jónas Jónsson lagði í kapp sitt
og áhrif, að fá reistan og svo
og skólamálin
úr garði gerðan, að mikils
mætti af vænta.
Sýslungar hans fylgdu hon-
um og fast í því máli.
Og þar kemur fram alveg ný
stefna 1 skólamálum Islend-
inga.
Það er að velja skólunum
hagkvæmustu ytri skilyrði.
Það er að notfæra krafta og
öfl náttúrunnar, sem búið
höfðu í landinu um þúsundir
ára, án þess að vera svo að
segja að nokkru nýtt.
Það var að notfæra í þágu
uppeldis og menningar, líkam-
legrar og andlegrar, hita-upp-
sprettur landsins, þar sem þær
lágU1 vel við og voru viðráðan-
legar.
Þessi nýbreytni, þessi áður
x\ær óþekkta stefna hér á landi,
hefir haft ómetanleg áhrrf á
vöxt, þrótt og líkamsmennt ís-
lenzkrar æsku.
Hvar sem nú liggur fyrir, að
reisa skóla, er fyrst og fremst
eftir því svipast, hvort honum
verði ekki ákveðinn „heitur“
staður.
Þaðj að fá Laugaskólann
reistan, kostaði sín átök og
sína baráttu. Viss öfl í vissum
flokkum stóðu þar í móti af
seigri þrjózku. Menn — mikils-
ráðandi á stundum — með
gjörólík sjónarmið á þörf auk-
innar menningar almennings,
iogðust af æmum þukiga og
lítilli velvild á móti hinni nýju
stefnu og ungu stofnunum.
Þó varð sú andstaða berust
og seigust, þegar reisa skyldi
héi-aðsskóla fyrir Suðurlands-
undirlendið.
Sú saga verður ekki rakin
hér. Það var barizt um heitan
stað og kaldan og margt fleira.
Og sumum fannst jafnvel að
andstaðan, sem Laúgarvatns-
skólinn sætti, gengi beint til
þess að eyðileggja málið um
lengri tíma. Það tókst að
hleypa því í strand.
En er Fx-amsóknarflokkurinn
tók við völdum 1927 og Jónas
Jónsson varð kennslumálaráð-
lierra, urðu skjót og hiklaus
umskifti.
Skólanúm var ákveðinn stað-
ur á einum fegursta stað Suð-
ui-lands. Hvergi hérlendis og ó-
víða í heimi eru á einum stað
sameinuð jafnmörg og jafn
glæsileg skilyrði til heilnæms
menningarlífs eins og þar.
Heitar laugar til sundiðkana,
víðáttumiklir ísar að vetri til
fyrir skautaiðkanir, en að ofan
ágætustu skíðabrekkur. Og á
öðrum tímum er vatnið tilval-
inn staður til kappróðra, en
broshýrar skógarbrekkur hið
efra, móti sól. Og fjöll í ná-
munda til göngufara.
Og menn undrast nú þá
/niklu, ófrjóu og blindu óvild,
sem framkvæmd þessa verks
sætti svo lengi og þrálátlega.
Þetta eru einungis fáein orð
úr langri og merkilegri baráttu,
baráttu, sem hafin var og leidd
til sigurs af hugsjónaríkasta,
þróttmesta og hiklausasta um-
bótafrömuði þessarar kynslóð-
ar, Jónasi Jónssyni.
Ef minnst væri á afskifti
Jónasar af hverri þeirri menn-
íngarstofnun, sem harrn hefir
fengið stofnað eða eflt til á-
hrifa, yrði það — þótt í fáum
orðum væri, um hverja — allt
of íangt mál hér.
Þess er og ekki heldur þörf.
Hvert vitkað mannsbarn á
landinu kannast við þann þátt
starfsemi hans, og fjölmargt af
æskufólki þjóðarinnar hefir
vfðsvegar um land notið mikils
þröska og hamingju við menn-
ingarskilyrði, sem þessi lang-
kunnasti stjómmálamaður hef-
ir skapað því.
Eiðaskólinn, Reykholtsskól-
inn í Borgarfirði, Reykjaskól-
inn í Hrútafirði, Staðarfells.
skólinn í Dölum, Halloxms-
staðaskólinn, menntaskólamir
ixér í Rvík og á Akureyri, og
allar þessar stofnanir og marg-
ar fleiri eiga sitt núverandi
íorm, sinn núverandi aðbúnað
og gengi eða jafnvel sína til-
orðning að miklu leyti að
þakka Jónasi Jónssyni.
Vitanlega hefir hann um
öll þau mál verið í nánu sam-
starfi við fjölmarga áhuga-
menn á þessu sviði víðsvegar
um land. En forystan hefir ver-
ið í hans höndum.
Ein af þeim ótal ásökunum,
sem andstæðingar Jónasar hafa
að honum beint, er sú, að hann
skorti háskólanám og það sem
þeir hafa kallað „æðri mennt-
un“.
En svo kynlega vill til, að
þessi sami maður verður fyrst-
ur til þess að bera fram frum-
varp til laga u!m háskólabygg-
ingu fyrir Islendinga, þar sem'
slík stofnun fengi skilyrði til
þess að njóta sín fyrir fátækt
í aðbúnaði og þrengslum.
Samþingsmenn Jónasar, þeir
er sjálfir voru starfsmenn við
háskólann, skorti hugkvæmhi
eða áhuga til þess að gangast
fyrir slíkri löggjöf sjálfir.
Hin „æðri menntun" hrökk
ekki til á móti víðsýni, umbóta-
húg og úrræðaforsjá manns-
ins, sem einfaldir og illviljaðir
rnenn höfðu ásakað um vönt-
un þess hlútar, er sjálfa þá
skorti svo mjög á til jafns við
hann.
En hér er einungis sagður
annar þátturinn af tveimur,
eða ef til vill réttara, einn af
mörgum, úr starfsemi þessa
manns á sviði skólamálanna.
Jónas Jónsson bar ekki að-
eins fyrir brjósti menningu
sveitanna. Hann fylgdi einnig
fram til sigurs lögunum1 um
gagnfræðaskóla í kaupstöðum.
Þeir áttu að vinna hliðstætt
starf við menntastofnanir sveit-
anna.
Þannig má rekja starfsemi
Jónasar í þessum efnum allt
frá fyrirkomulagi bamaskól-
anna og til aðbúnaðar og
starfsforma háskólans.
Og fyrir ihonum1 vakti það,
að allar þessar stofnanir mynd-
uðu eitt heilsteypt órofakerfi
með sameiginlegt markmið.
Sem mest af þroskandi sjálfs.
námi og sjálfsstjóm, þar sem
þurr og ófrjó ítroðslufræðsla
þokaði fyrir glöðu, frjálslegu
og alhliða menningarstarfi, er
legði ekki síður alúðarrækt við
hollt íþróttalíf en bókfræðslu.
Og þar kemur enn til greina
nýr, veigamikill þáttur í menn-
ingarstarfsemi sama manns.
Það er efling sundíþróttarinn-
ar í landinu.
Fyrsta frumvarp Jónasar
Jónssonar á Alþingi, var um
sundhöll í Rvík.
Hér í bæ hefir sá stjóm-
málaflokkur ráðið síðan, sem á-
vallt hefir verið í harðvítug-
astri andstöðu við áhugamál
Framsóknarmánna.
Og fram til þessa dags hefir
tekizt að tefja framgang þess
máls.
Á meðan hafa risið upp víðs.
vegar um land allt fjöldi sund-
laúga, sem áhugasamt ungt
fólk hefir hrundið til fram-
kvæmda, fyrst og fremst fyrir
forgöngu og atbeina Jónasar
Jónssonar.
Hann er brautryðjandi á því
sviði eins og fleirum.
Fyrir nokkrum árum hélt
Jónas Jónsson fyrirlestur norð-
ur á Akureyri. Inngangseyri
gaf hann til kaupa á kapp-
róðrarbát til handa mennta-
skóla Norðlendinga.
Síðan hefir róðraríþróttin
verið innleidd í skólalíf héraðs-
skólanna og menntaskólanna
beggja. Námsferðir skólafólks
voru hafnar og styrktar fyrir
hans forgöngu, og nú er naum-
ast nokkur sá skóli, sem ekki
leggur meiri og minni stund á
skólaferðir og útiíþróttir, þar
sem þeim verður við komið.
Hann hefir mótað vaxandi,
þróttmikinn umbótaflokk, sem
kann að meta frábæra hæfi-
leika hans og starfsþrótt.
Og nú í dag á fimmtíu ára
afmæli hans þori ég að full-
yrða, að æskulýður landsins
finnur það ómótmælanlega —
jafnvel í hvaða stjómmála-
flokki sem er — að enginn nú-
lifandi íslendingur hefir meira
unnið fyrir unga fólkið í land-
inu en Jónas Jónsson.
ekki látið allt fyrir brjósti
brenna, þótt oft hafi blásið á
móti. — Margir ágætir rnenn
hafa staðið þar framarlega og
unnið mikið verk. En ekki mun
það ofmælt, að þar hafi Jónas
Jónsson jafnan verið með þeim
allra fremstu. Enda hafa and-
stæðingarnir oftast þekkt for-
ingjann og stefnt örvum sínum
í áttina til hans; en hraustlega
hefir hann jafnan tekið á móti
og sízt færri sent til baka.
Jónas Jónsson er fimmtugur
í dag.
Hann á alveg einstakt æfi-
starf að baki. Það er svo fjöl-
þætt, svo margbrotið og stend-
ur svo víða rótum, að naum-
ast verður svo á nein stór fram
faramál þjóðarinnar minnst
um síðastliðin 20 ár, að hans
áhrif og merki sjáist þar ekki
meir og minna.
Hann hefir skapað því —
með baráttú sinni fyrir glæsi-
legum uppeldisstofnunum —
skilyrði til þess bezta, sem ung-
ur stórhugur þróttmikils fólks
stefnir til.
En það er að verða vaskir
menn og batnandi.
Fyi*ir það fær þjóðin honum
oldrei fullþakkað.
Hallgr. Jónasson.
Kristinn Guðlaugssoii, bóndi á Núpi:
Tímabil framfaranna
Eins og mörgum' mun kunn-
ugt, á einn af hinum áhrifa-
mestu mönnum þjóðar vorrar,
um síðastliðið 20—25 ára skeið,
Jónas Jónsson alþingismaður
og formaður Framsóknar-
flokksins, fimmtíu ára afmæli
í dag.
Mörgum mun þá verða að
líta til baka og skyggnast eftir
ýmsum þeim viðfangsefnum
þjóðinni til frama, er höfð hafa
verið með höndumi á þessu
tímabili og sem hann, ásamt
mörgum öðrum mæturn mönn-
um, hefir átt verulegan þátt í.
Það er, með réttu, mál
manna, að þaui ár, sem af eru
öldinni, hafi fært oss íslend-
ingum meiri þróun í athafna-
lífi iheldur en margar liðnar
aldir til samans höfðu gert.
Fyrst framan af öldinni geng-
ur allt hæg-t og sígandi. Síma-
JagTiingin er þá mest áberandi,
en svo smáþyngist skriðurinn
og aldrei eru átökin eins þung
og alhliða, eins og á árunum
1927 til ’31.
Um og eftir síðustu aldamót
voru jarðyrkjustörf á nútíma-
vísu, lítt þekkt meðal almenn-
ings. Sandgræðsla og skógræict
eklci komin til söguúnar, þvísíð.
ur korni'æktin. Búpeningsrækt-
in var hán ömurlegasta: fóðui'-
skortur, afurðatap og hordauði
árlegir gestir. öll verkleg þekk-
ing rnjög takmörkuð, vinnuá-
höld lítil og léleg. Landið var
að mestu vegalaust, utan
troðningar, sem hófar hest-
anna höfðu með iðni unnið að í
margar aldir; eigi heldur önn-
ur flutningatæki um landið,
en hesturinn og klakkurinn.
öll útflutningsvara var í lak-
asta lagi: kjötið óætt af salti
og lélegri meðferð, ullin óhrein
og blaut — allt „nógu gott í
Danskinn". — Engin gufuskip
né mótorskip: Allar samgöng-
ur á sjó á vegum útlendra
manna, fiskiveiðar reknar að-
eins á opnum bátum og nokkr-
um smáum vélalausum þilju-
bátum. Alþýðufræðsla lítil önn-
nr en sú, er heimilin veittu
börnunum, (sem að vísu reynd-
ist notadrjúg og hefði ekki
átt að hverfa) og æðri skólar
fáir og af vanefnum.
Sem betur fer, er nú öldin
talsvert önnur. Árlega eru
unnin 6—700 þús. metin dags-
verk að ýmsum jarðabóta-
störfum. Mætti eftir núverandi
vinnuverði, meta það um 5
milj. kr. framlag. Til sand-
græðslu hefir verið tekið land,
sem svarar til meira en helm-
ings allra landsins túna og
hafa þar nú víða myndast frjó-
söm slægjulönd, sem áðúr voru
berir sandar. Skógræktin er í
uppsiglingu og kornrækt er
hafin, sem gefur hinar beztu
vonir. — Draumurinn, að
klæða landið, er að gei'ast. —
Flest vinnubrögð lxafa umskap-
ast, fyrir aukna þekkingu og
tækni. Búpeningsi-æktin hefir,
að nokkru, verið skipulögð og
tekið drjúgum framförum.
Vegakerfi tengir flestar byggð-
ir landsins og bifreiðar þjóta
um meginhluta þess. Lands-
rnenn eiga yfir 80 gufuskip,
sem annast samgöngur, vöru-
flutninga, fiskiveiðar o. fl. og
vm 600 mótorskip 12—500
lesta, sem flest stunda fisk-
veiðai’. Verksmiðjur eru reist-
ar til ýmiskonar iðnaðar og
fjölþættar ráðstafanir gerðar
til fjölbi’eytni í fi-amleiðslu og
almennrar vöruvöndunar. Sím.
inn og útvarpið þeyta allskon-
ar f réttum! og fróðleik, glaum
og gleði um allar landsins
byggðir til innstu dala og yzta
andnesja — og síðast en ekki
sízt: Myndarlegir alþýðuskólar
eru reistir, serr. a:skan safnast
að til að auðga hug og hönd.
Öll skólamál landsins yfirleitt,
rnjög færð til fullkomnunar.
Það gefur að skilja, að þe3si
stórstíga fi-amþróun, hefir ekki
skapast og þroskast athafna-
laust. Mörg átök hafa þurft, til
að vekja hana og veita henni
máttinn. íslenzka þjóðin hefir
líka, nú um skeið, verið svo
hamingjusöm, að eiga marga
dáðiúka drengi, er bundist hafa
samtökum, um1 viði’eisnarstarf-
ið. Framsóknarflokkurinn hefir
ótrauður gengið að verki og
I þessari viðureign hefir oft
komið í góðar þarfir hin al-
kunna skarpskygni Jónasar•á
mönnum og málefnum, víðtæk
þekking, snild A ritmáli, festa,
elja og óbilandi þrek, að láta
ekki sitja við orðin tóm, heldur
stefna hiklaust að settu marki,
jafnvel þótt oft hafi þurft að
ryðja brautir nálægt löndum
kyrstöðumannanna. Vei'ður þá
vel skiljanlegt, þó ýmsum
þeixra hafi þótt hann höggva
sér all næxri.
Flestir umbóta- og athafna-
menn, fyr og síðar, hafa eign-
ast andstæðinga. Liggja til þess
mörg eðlileg rök, í sambandi við
aldaranda hvers tíma. Þannig
hefir og Jónasi Jónssyni farið.
En „seinna koma sumir dagar
og koma þó“, og jafnvel nú mun
þessara manna fremur lítið
gæta í samanburði við þann
fjölda Islendinga, sem minnast
með viðurkenningu og þakklæti
hinna þróttmiklu og fjölþættu
starfa hans í þarfir þjóðariim-
ar. Það er alkunnugt, að hann
er mjög virtur af hinum fjöl-
mörgu nemendum sínum og að
skólabækur hans njóta hvar-
vetna mikilla vinsælda. Þá
munu og samvinnumenn kunna
að meta störf hans í þágu þess
félagsskapar, bæði sem í'it-
stjóra „Sam,vinnunnar“ og sern
stuðningsmanns starfseminnar
í hvívetna. — Og síðast en ekki
sízt. — Framsóknarflokkurinn,
sem hann, ásamt fleirum, stofn-
aði og hefir með óþreytandi
dugnaði og óslitið starfað fyrir
og veitir nú forstöðu — hann
stendur foringja sínum þétt við
hlið. — Allt þetta fjölmennx
og valda lið, mun senda alþing-
ismanni og skólastjóra Jónasi
Jónssyni hugheilar kveðjur á
fimmtíu ára afmæli hans, með
þökk fyrir hið liðna og von um
mikið og ágætt framtíðarstarf.
Það er sagt, að Jón gamb
Hjaltalín, fyrv. skólastjóri á
Möðruvöllum, hafi látið svo um1
mælt, þegar Jónas hafði lokið
námi við skólann með mjög
góðum vitnisburði, að hann
mundi eiga eftir að hljóta ekki
síðri vitnisburð við prófborð
þjóðarinnar. — Þetta hefir þeg
ar ræzt og mun þó betur ræt-
ast.
Kr. Guðlaugsson.
Ingimar Eydal, ritstjóri:
Iþróttamaður á ritvelli
I fornsögum er þess getið,
um nokkra menn, að þeir hafi
\'erið svo fimir í vopnabúrði, að
mörg sverð hafi sýnst á lofti.
Vopnaburður er fyrir löngu
niður lagður á landi hér. ís-
lendingar útkljá ekki lengur
deilumál sín á vígvellinum, en
sókn og vönx slíkra mála fer nú
að miklu leyti fram á ritvell-
inum.
Það skiptir því ekki litlu,
hvemig pólitískir rithöfundar
kunna að halda á pennanum og
nota hann í stjórnmálabarátt-
unni. I því sambandi tala menn
oft um „lélega penna“ eða þá
„skarpa penna“, eftir því hvem
ig á málstað þykir haldið.
Mestur íþróttamaður á rit-
velli, allra núlifandi stjómmála.
manna vorra, er vafalaust for-
maður Framsóknarflokksins,
Jónas Jónsson frá Hriflu.
Á ritvellinum er hann í þess.
ari íþrótt sinni ihliðstæður því,
er Gunnar á Hlíðarenda var á
vígvellinuixx.
Það er þetta, sem ekki á
hvað minnstan þátt í því, að
J. J. hefir verið og er áhrifa-
mesti maðurinn hér á landi í
stjómmálalífi nútímans.
Þetta er raunar viðurkennt
af öllum, annaðhvort beint eða
óbeint. Það er vitanlegt, að um
þvert og endilangt ísland er
fjöldi manna, sem fyrst og
fremst lítur eftir því, þegar
blöð þau koma, sem J. J. skrif-