Tíminn - 01.05.1935, Qupperneq 5
TÍMINN
78
ar í, hvaða greinar séu! honum'
merktar, og eru þær lesnar á
undan öðru. Minnir þetta á
börnin, sem eru gjöm á að
rétta hendur til þess, er þeim!
þykir mest góðgæti í.
Andstæðingar J. J. sýna það
í verki, þótt ekki segi þeir það
upphátt, að þeir meta meira
orð og athafnir J. J. en annara
manna. Aðal umræðuefni blaða-
mergðar andstæðinganna hefir
í mörg ár verið persónan Jónas
Jónsson. Það er nokkuð bros-
legt, að þeir sömu menn, sem
halda því fram, að stjómmála-
umræður eigi að snúast um mál
efni en ekki menn, hafa eytt
ódæmum af pappír og prent-
svertu á manninn Jónas Jór.s-
son. Allur þessi prentsvertu-
austUr og allt það erfiði, sem
stendur á bak við hann, er
verkleg sönnun fyrir því, að
andstæðingar J. J. finna til mik-
illa yfirburða hans á ritvellin-
um. Enginn þarf að iáta sér
detta í hug, að þeir legðu
jafn mikla rækt við J. J. eius
og raun ber vitni um, ef þeim
þætti ekki allmikið til hans
koma.
Að Vísu er það svo, að sumlr
mótstöðumenn T. J. virðast
reyna að telja siá’íum sér trú
um, að ekkert sé í mannmn
spunnið, hann sé ekki annað en
heimskur angurgapi, sein ekk-
ert mark sé takandi á. En öll
framkoma þeirra að öðru. lej'ti
vitnar um það, að þeir seu að
reyna að blekkja sjálfa sig. en
að sú sjálfsblekkingartilraun
hafi misheppnasr.
Yfirburðir J. J. í þessu efni
eru meðal annar* í því fólgnir,
að hann kann þá íþrótt, að
halda mótstöðumönnum sínum
í stöðugri varnarstöðu. ITann
sækir alltaf á innan landamæra
óvinaliðsins. Þetta er vissasti
vegurinn til sigurs í hverj ú
máli. Að þessu leyti svipar hon-
um' til ráðkæns iherforingja. —
Þegar á þetta er litið, er það
ekki torskilið, að J. J. er for-
ingi Framsóknarflokksins og að
hann er öðrum betur til for-
ingja failinn.
Nú, þegar Jónas Jónsson
stendur á hátindi þroska síns,
fimmtugur að aldri, munu allir
Framsóknaraienn um allt land
og aðrir þeir, er kunna að meta
hæfileika hans og djarfhug,
hugsa líkt og fram kemur í
niðurlagi á hrynhendu þeirri,
er Arnór jarlaskáld flutti Magn
úsi konungi góða, en það var á
þessa leið:
Meiri verði þinn en þeirra
þrifnaður allr unz himinn
rifnar.
Ingimar Eydal.
Aðalst. Sigmundsson, sambandsstj■ U.M.F.Í.:
ÆvSkulýðsforíngínn
Það var óvenju mikil vorólga
og gróandi í þjóðlífi íslendinga
á fyrsta áratug þessarar aldar,
allt fram á stríðsár. Þá fekk
landið innlenda stjóm, og al-
mennar og heitar en áðuir var
barizt fyrir fullu frelsi. Þjóðin
mátti þá fyrst heita vöknuð til
vitundar um hlutverk sitt og
persónuleik, og tekin að finna
og nota það afl, sem sú vitund
veitir. Hún vildi stíga sem
fljótast spölinn, sem hún hafði
dregizt aftur úr frændum sínumj
og grannþjóðum liðnar kúgun-
araldir, og vera jafnborin þjóð
meðal þjóða.
Merkasti og glæsilegasti þátt-
ur þessarar vorheitu gróandi
þjóðlífsins er ungmennafélags-
skapurinn, þegar æskan um
gjörvallt land tók höndum sam.
an um að hefja „íslands þjóð-
ar endurfæðing“ og vinna „Is-
landi allt“ sitt starf. Þýðing
þeirrar hreyfingar er vafalaust
miklu meiri en menn gera sér
almennt ljóst, og áhrif hennar
á kynslóðina, sem var ung á
árunum fyrir stríðið. Andi
ungmennafélaganna hefir mót-
að lífsstefnu æskumanna þess
tíma og ráðið viðhorfi þeirra
til almennra mála. Liggur meg-
inþýðing félaganna í því, en
ekki í sýnileguml afköstum
þeirra.
Styrkur hugsjónafélagsskap_
ar, andinn, sem. þar ríkir, hug-
sjónaauðgi og framkvæmda-
þróttur, er jafnan mjög mikið
lcomið undir þeim einstakling-
um, sem gerast foringjar félags
skaparins og leiðtogar — eigi
sízt æskulýðsfélaga. Islenzku
ungmennafélögin hafa átt sér-
stöku láni að fagna umj valda
íoringja og ágæta leiðtoga, og
mætti lengi nefna dæmi því til
sönnunar. Skal hér þó aðeins
nefndur sá einn leiðtogi U.M.F.
í., sem langmest áhrif hefir
haft á félagsskapinn, lagt hon-
um til mest af hugsjónumi og
viðfangsefnum, stutt hann mest
til dáða og bezt kunnað að
brýna viljastál íslenzkrar æsku
til bits. Engum, sem til þekkir,
getur blandast hugur um, að
það erJónasJónssonfrá
Hriflu.
J. J. sameinar svo marga og
glæsilega eiginleika æskulýðs-
leiðtoga, að einsdæmi er meðal
íslendinga, og vafalaust sjald-
gæft þó víðar væri leitað. Ljón-
skarpar gáfur, slípaðar með ö-
venju fjölþættri og hagkvæmri
menntun, veita honum einstæða
víðsýni, yfirsýn yfir fortíð og
samtíð og skilning á mönnum
og málefnum. Frjósemi hans og
hugkvæmni er dæmalaus, og
hann flutti mál sitt með þeim
hita og krafti, þeirri djörfung
og hreinskilni, sem gat ekki
annað en hrifið hverja unga sál.
J. J. var ritstjóri Skinfaxa.
1909—1917, og er vafasamt, að
annað íslenzkt blað hafi nokkru
sinm haft djúptækari áhrif og
komið meiru til leiðar en Skin-
faxi þá. Með blaðinu náði hann
til æskunnar í öllum byggðum
landsins, og varð þannig alls-
herjar leiðtogi, en ekki á tak-
mörkuðu svæði. Frá þeimj tíma
á hann hið óbiluga traust sitt
og fylgi um allt land.
1917—1921 var J. J. sam-
bandsstjóri U.M.F.Í., en hvarf
eftir það frá beinni þátttöku í
félagsskapnum, enda var hann
þá orðinn all umsvifamikill á
víðtækara starfsviði hins full-
þroskaða manns. Hin gömlú á-
hugamál ungmennafélaganna
voru breytt um leið úr félags-
málum í þjóðmál. Og þótt J. J.
hafi um skeið ekki verið skráð-
ur þátttakandi í félagshreyf-
ingu æskunnar, hefir hann þó
jafnan stutt hana til átaka og
veitt málum hennar lið, þeim
mun meira en aðrir menn, sem
hann á til þess meiri kraft.
Eru héraðaskólarnir og sund-
laugarnar talandi vottur þess.
Ungmennafélögin íslenzku
hylla Jónas Jónsson fimmtúgan,
sem áhrifamesta og glæsileg-
asta foringja, sem þau hafa
eignast. Megi hann enn um
langa æfi njóta þeirrar gæfu,
að æskan kjósi sér liðveizlu
hans og rétti honum örfandi
hönd.
Aðalsteinn Sigmundsson
Hervald Björnsson, skólastj., Borgarnesi:
Stefán Jónsson, skólastióri Stykkishólmi;
»Brjóst og forusta«
Sterkur foringi
Á fimmtugsafmæli munu fáir
eða engir menn á þessu landi
hafa getað litið yfir jafn stór-
felld og margháttuð afskipti af
málefnum þjóðarinnar, sem
Jónas Jónsson.
Hann hefir því nær tvo tugi
ára verið „brjóst og forusta“
fyrir sterkum stjórnmálaflokki,
sem sett hefir nýjan svip á
þjóðlífið, einkum í sveitum
landsins.
Hann hefir verið stórbrotinn
fulltrúi fyrir tvær greinar
menntamálanna: Samvinnumál
cg skólamál.
Samhyggjan er svo snar
þáttur í eðli hans, að hún má
heita uppistaðan í baráttu hans
fyrir flestum málum.
Hlémegin við hann og sam-
verlcamenn hans hefir sam-
vinnustefnan þróast, færst yfir
á svið nýrra verkefna og snú-
ið andstæðingum til viðurkenn-
ingar og samstarfs.
Úti um sveitir landsins
gnæfa héraðsskólarnir, þessi
bj argföstu rök um menntamála
afrek Jónasar. En í flestum
eða öllum! barnaskólum þjóðar-
innar alast bömin upp við lest-
ur ‘kennslubóka hans og þau
lífernisfræði, er þær flytja.
Námsbækur hans eru miklar að
fróðleik, en hitt ber þó af, að
með efnið er svo farið, að þær
eru boðskapur samtaka og sam-
vinnu. Undirstraumurinn er trú
in á samfélagið. Jafnvel dýra-
fræði hans ber þess glögg
merki, að höfundurinn er sam-
vinnumaður. Þar eru miklar frá
sagnir um vitsmunalíf hinna
,,skynlausu“ málleysingja, fé-
lagslíf þeirra, varnarsamtök og
baráttusamtök. Börn skilja bet-
ur og hafa meiri huga á félags-
málum dýra en manna; þess-
vegna eru þeim bækur Jónasar
um dýrin hentug „félagsfræði",
um leið og þær inna vel af
hendi hlutverk venjulegra
kennslubóka í þessari grein.
Fyrir þetta verk ber honum
sérstakar þakkir skólamanna og
æsku landsins.
Hér í Mýrasýslu hafa fram-
kvæmdir af hálfu ríkisins og
með stuðningi þess aldrei veríð
jafn miklar og síðan 1927.
Aldrei verður þeirra réttilega
getið, nema um leið sé ágæt-
lega minnst þingmannsins okk-
ar. Og þeirra verður heldur
aldrei getið með sannindum,
nema því að eins, að minnst sé
Jónasar Jónssonar, sem aldrei
hefir sparað sig til stórra átaka
í málefnum okkar Mýramanna,
fremur en annara, bæði þeim,
sem komin eru í verlc og verið
er að framkvæma.
Ég vil því mega færa honum
þakkir okkar Framsóknar-
manna hér, og óskir um| hug-
sjónaríka og ágæta framtíð.
Hervald Björnsson.
Fyrstu kynni mín af Jónasi *
Jónssyni voru á lcennaranáms-
skeiði 1914. Þangað kom ég sem
aulcanemandi, ungur og lítt
þroskaður.
Ég naut seinna kennslu hans
í Kennaraskólanum um tveggja
vetra skeið, og hefi síðan fylgst
með skrifum hans og störfum
og verið honum persónulega
kunnugur.
Þegar ég nú á þessum tím'a-
mótum renni huganum yfir
þann þátt af æfi hans, sem mér
er bezt kunnur, og athuga hvað
það er í fari Jónasar Jónsson-
ar, sem hefir gert hann að ein-
um áhrifamesta manni íslands
síðan Jón Sigurðsson var uppi,
:— gert hann að sterkum for-
ingja, sem jafnan hefir hlotið
mikið lof og mikið last, sem
jafnan hefir staðið fremstur í
orrustu og snúið vörn í sókn í
hverju máli — þegar ég athuga
hvað það er, sem fyrst og
fremst hefir valið honum þenn-
an sess, þá dylst mér það ekki,
að það eru einkum tveir þættir
í slcapferli hans og gáfum, sem
þar hafa verið að verki. Það
eru þeir tveir þættir gáfna
hans, sem ég tel hann gæddan
í ríkari mæli en nolckurn annan
mann, sem ég hefi kynnst.
Þessir tveir þættir eru: Frjó
semi hugans og óvenjulegur
rithöfundarhæfileiki.
Það segja allir sálkönnuðir,
Teitur Eyjólfsson, bóndi í Eyvindartungu:
Bernskuminníng um J. J.
Fyrir tæpum aldarfjórðungi,
eða haustið 1910 kom1 eg í æf-
ingabekk Kennaraskólans í
Iteykjavík.
Jónas Jónsson var þar aðal-
kennarinn.
Þó eg væri aðeins 10 ára
gamall, var eg búinn að vera
í þremur barnaskólum, sinn
veturinn í hverjum stað og
hvergi lært neitt — nema að
skrópa.
Strax fyrstu dagana opnað-
ist mér nýr heimur í kennslu-
tímum Jónasar Jónssonar.
I stað ófrjórrar yfirheyrslu
leiðinlegra skólabóka sagði nú
kennarinn frá, með þeim hætti
að allir hlustuðu með eftirtekt
og áhuga, og i lok hverrar
kennslustundar var hugsað
með gleði og eftirvæntingu til
framhaldsins. I sumum náms-
greinum voru hinar gömlu
kennslubækur alls ekki opnað-
ar. Þannig lærðum við meira
í sögu landsins, af frásögn
kennarans, en ihinar álgengu
kennslubækur í þeirri grein
höfðu inni að halda. Mannkyns-
saga og landafræði voru ofnar
saman í söguríka atburði frá
löngu liðnúm öldum og allt
fram á vora daga.
I ljóðaþýðingum Matthíasar
ar og Steingrím's kynntumst við
frelsisbaráttu Finna og Pólverja
I kvæðum Gríms Thomsens
hreystibrag forn-íslendinga, og
að ógleymdum ljóðum Þorsteins
Erlingssonar og fleiri úrvals
höfunda. Allt, sem lesið var,
var krufið til mergjar á
skemmtilegan hátt. Hér skal
sagt frá litlu dæmi, er sýnir
ljóslega áhuga kennarans á
starfinu.
Jónas Jónsson mún hafa
verið svo fátækur á þeim tíma
sem1 námsmaður getur verið.
Nýkominn frá námi í útlöndum
í illa launað starf. Þrátt fyrir
þessar kringumstæður kaupir
hann fyrir eigin reikning all-
verulegt bókasafn handa okkur
nemendum sínum, er við svo
notuðum endurgjaldslaust. 1
þessu safni voru allar íslend-
ingasögurnar, Fornaldarsögur
Norðurlanda og margt fleira
ágætra bóka. Þessar bækur
fengum við léðar heim. Venju-
lega var notuð hálf klukkustund
á degi hverjum til þróttmik-
illa útileika, að þeim loknum
tekin heit og köld böð í bað-
húsi skólans, í sambandi við
líkamsæfingar Mullers hins
danska. Stefna kennarans var:
heilbrigð sál í hraustum líkama.
Þess vegna var tíminn notaður
jöfnum höndum til andlegrar og
líkamlegrar menningar. Auk
fjölþættari kennslu en tíðkaðist
í barnaskólum Reykjavíkur í þá
daga, fengum við ýms önnur
viðfangsefni. T. d.: Merkir við-
burðir úr fornsögunum voru
leiknir. Farið í smáferðalög
um nágrennið og jarðvegsmynd-
anir athugaðar, urðu þá oft
skemmtilegir náttúrufræðitírú
á
ar á þeim ferðalögum. Jónas
Jónsson sldldi viðhorf barn-
anna. Allar námsgreinar gat
hann gert skemmtilegar og við
þeirra hæfi. Kennslustundirn-
ar fjörugar og. lífrænar, og
þrátt fyrir nokkuð strangan
aga varð skólalífið frjálslegt.
Eftir fjögra vetra nám hvarf
eg þaðan burt — með kærar
og ógleymanlegar minningar um
frábæran kennara og góðan vin.
Teitur Eyjólfsson.
Guðmundur Thóroddsen, prófessor :
Landsspítalinn
Fá eða engin spor hafa verið
stigin heillavænlegri í heilbrigð
ismálum þjóðarinnar en þau,
sem leiddu til þess, að Lands-
spítalinn var reistur og byrjað
var að starfrækja hann. Ég á
þar ekki eingöngu við það, að
þá fengust fleiri rúm fyrir
sjúklinga og betur útbúin til
þess, að sem beztu gagni mætti
koma, en áður, heldur líka við
annað, að þá fyrst fengust
noklcurnvegin viðunandi skilyrði
til þess, að kennsla lækna og
ljósmæðra gæti farið fram hér
á landi. Þó þarf margt að gera
ennþá í þeim efnum, til þess að
gott megi heita.
Það var Jónas Jónsson, sem
þingmaður og heilbrigðismála-
ráðherra, er bar gæfu til þess
að reka þar á smiðshöggið. í
Alþingistíðindunum má lesa um
gang málsins á þingi, en fram-
kvæmdimar hvíldu á herðum
heilbrigðismálaráðherrans og
undir honum var það að miklu
leyti lcomið, hversu vel til tælc-
ist um útbúnað spítalans, eftir
að sjálf byggingin var upp kom_
in. Ég vann þá, meðal annars,
að undirbúningi spítalans, und-
ir ágætu forsæti Guðm. Björn-
sonar, fyrv. landlæknis, og er
því vel kunnugt um þann þátt,
sem Jónas Jónsson átti í því
starfi að gera spítalann sem
bezt úr garði. Fyrir hans at-
beina var það, méðal annars,
að hinum væntanlegu yfirlælcn-
u m spítalans gafst kostur á
því, að fara utan, til þess að
kynnast enn á ný hvemig spí-
talar eru bezt búnir erlendis.
Það hygg ég að spítalanum hafi
orðið til mjög mikils gagns og
elcki sízt vegna þess, að yfir-
maðurinn hafði skilning á því
og vilja, að skera ekki um of
við neglur sér, þegar Lands-
spítalinn átti í hlut.
Guðm. Thoroddsen.
að það séu jafnan fáir menn
íijá hverri þjóð á hverri öld,
sem í raun og verú hugsi nýjar
hugsanir. Fjöldinn sé meira og
minna bergmál af fortíð og nú-
tíð. En sé svo, þá er Jónas
Jónsson einn hinna útvöldu, sem
hlotið hefir í vöggugjöf hæfi-
leikann að hugsa, að láta sér
detta í hug nýmæli. — Hugúr
iians er sem uppspretta fljóts-
ins. Hugsjónin fæðist sem lítil
lind í fjallshlíð, en er á skömm-
um tíma orðin semi stórfljótið,
er veltur fram með þungum
straumi og knýr menn til at-
hafna. Jónas Jónsson skrifar
ætíð um ihugsjónir sínar með
það fyrir augum, að þær kom-
izt í framkvæmd. Þess vegna
vekja þær strax andmæli. Hann
skrifar aldrei um þær sem
draumsjón . eða óljósa mynd,
heldur eru þær honum skapandi
afl, sem felur í sér kraftinn til
íramkvæmda.
Sem rithöfundur á Jónas fáa
sína líka. Hann er bæði óvenju-
lega fjölhæfur og framúrskar-
andi að leikni. Ég vil til sönn-
unar þess, er ég segi, benda á
tvær greinar, sem ég tel fremst_
ar af því sem hann hefir ritað,
og þó ólíkar að efni. Það er
greinin um norska listamanninn
Vigeland og svo Stóra bomban.
Greinin um Vigeland er ein
fegursta ritgerð, sem ég hefi
lesið, þrungin af lífi, skilningi
og stílþrótti. Stóra bomban
hefir sömu einkenni stílsins,
hinn dulda kraft, er sefjar
huga lesandans og heillar, en
hún er líka merkileg fyrir
það, undir hvaða kringumstæð-
um hún var skrifuð.
Mér er það minnisstætt, er
mér barst sú grem í hendur. Ég
lá þá veikur og hafði undan-
iarna daga he> rt lausafregnir
um það, að Helgi Tómasson
geðveiki'aiæknir hefði sjálfur
íarið heim til Jónasar Jónsson-
ar og sagt honum að hann væri
vitlaus. Ekki eins og strákar
segjahver við annan á götunni,
heldur sem læknir og vísinda-
maður. Ég get ekki leynt því,
að mér datt margt í hug er ég
heyrði þetta. Ég var reikull í
úrskurðum og mér var þungt í
huga. Spumingarnar þyrluðust
upp í huga mínum. Er þetta
satt? Er þelta leyfilegt? Er
heimilið ekki friðheilagt? Eru
vísindin óskeAul?
Svo fékk ég greinina á sæng-
ina. Undrun mín óx við hverja
línu, sem ég las. Nú gat ég
svarað. Ilér var ekki neinn efi
lengur. Þetta var ekki satt.
Þetta var ekki leyfilegt. Hér
hafði verið raskað friði heimil-
isins. Vísindin eru ekki á þessu
sviði óskeikul.
I þraut til krafta þinna
skalt þú með kæti finna.. .
segja þeir í sameiningu skáld-
iöfrarnir Bjömson og Einar
Ben. Hinar stóru stundir lífs-
ins eru fáar, en á þeim stund-
um sézt hver efniviðúrinn er.
Ég- álít að þau atvik, er til
þess lágu, að Jónas skrifaði
„Stóru bombuna“, hafi verið
þyngst á hans liðnu æfi, en þar
sást hverju þrek og gaíur af-
kasta. Greinin um Vigeland er
innblásin. Hún er skrifuð á
þeirri stund, er höfundurinn
eygir fegurð lífsins og dular-
fulla tilgang, ofar öllu dægur-
þrasi og hverfulu deiluefni.
Báðar greinarnar bera þó sama
snilldarbragðið. I báðum grein-
unum er fólginn sá dulræni
kraftur, sem ekki verður skil-
greindur með orðum.
I dag er Jónas Jónsson 50
ára. Margir menn em að byrja