Tíminn - 23.02.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.02.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: \ EDDUHÚSI, Llndargötu 1 d. j SÍMAR: 4373 og 2353. ' AFGREIÐSLA, INNHEIMTA \ OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: { EDDUHÚSI, Lindargötu 1D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, fimmtudagiim 23. febr. 1939 Breytíngar á iátækralöggjöiinni og heimíld um hyggðaleyfi Tillögur nefndarínnar, sem atvínnumála- ráðherra fól athugun á fjármálum bæja- og sveitafélaga Eins og skýrt hefir verið frá hér í blaðinu, fól at- vinnumálaráðherra fyrir nokkru fimm manna nefnd að athuga fjárhagsafkomu sveita- og bæjarfélaga og gera tillögur til breytinga á hlutaðeigandi löggjöf eftir því, sem athugun virtist leiða í ljós, að nauðsynlegt væri. Nefndin hefir nú lokið störfum og skilað tillögum sínum til fjár- málaráðherra. Hefir Tíminn beðið formann nefndarinnar, Karl Kristjánsson, oddvita í Húsavík, um stutta frásögn frá störfum og tillögum nefndarinn- ar og fer hún hér á eftir: — Snemma í vetur gaf at- vinnumálaráðherra út fyrir- spurnir til allra bæjarstjóra og sömuleiðis til allra oddvita í hreppum, sem skýrslur Jöfnun- arsjóðs sýndu, að áttu við erfitt fátækraframfæri að stríða. Nefndin hóf starf sitt með því að athuga svörin, sem komið höfðu við þessum fyrirspurnum. Hafnarí j ar ðarde il an Bæjarútgerðin hef- ir skotið málínu til félagsdóms í Hafnarfjarðardeilunni hef- ir það helzt gerzt tíðinda síðan seinast var skýrt frá henni í Tímanum, að bæjarútgerðin í Hafnarfirði hefir kært verka- mannafélagið Hlíf fyrir ólög- mæta vinnustöðvun og krafizt þess, að félagið verði dæmt skaðabótaskylt. Samkvæmt vinnulöggjöfinni heyrir mál þetta undir Félags- dóm og tók dómurinn það fyrst til meðferðar síðastliðinn mánu- dag. Er málflutningnum fyrir dómnum enn ekki lokið. Mál- flutningsmaður bæjarútgerðar- innar er Guðmundur I. Guð- mundsson, en málflutningsmað- ur Hlífar Pétur Magnússon. Það hefir vakið nokkra at- hygli í sambandi við málflutn- inginn, að málflutningsmaður Hlífar hefir reynt að draga at- hygli frá aðalatriðum málsins með því, að leitast við að sanna atvinnukúgun á forráðamenn bæj arútgerðarinnar í sambandi við hið nýstofnaða verka- mannafélag í Hafnarfirði, en því héfir m. a. verið haldið fram í kommúnistablaðinu. Lét Pétur leiða fram nokkur vitni í gær máli sínu til sönnunar. Var framburður þeirra aðallega í því fólginn, að þau hefðu ekki vilj- að vinna fyrir Hlíf af ótta við, að það kæmi „í bága við at- vinnu sína“, án þess þó að nokkur atvinnuveitandi hefði gefið þeim það í skyn, og að verkstjóri hjá bæjarútgerðinni hefði sagt þeim, að meðlimir hins nýj a verkamannaf élags myndi hafa forgangsrétt að vinnu. Mun þó enginn óvilhallur maður geta fundið neina at- vinnukúgun frá hálfu vinnu- veitanda í þeim ummælum verkstjórans, þar sem hann virðist segja þessi orð í nafni félagsins, en ekki bæjarútgerð- arinnar. En það er eitt undir- stöðuatriði verkalýðsfélaga, að meðlimir þeirra hafi forgangs- (Framh. á 4. síðu) Svörin höfðu ýmiskonar fróðleik inni að halda, einkum um á- standið í fátækramálunum, og um það, hvað hinir aðspurðu forstöðumenn bæja- og sveita- félaganna telja helzt hægt að gera, hver á sínum stað, til þess að bæta hina fjárhagslegu af- komu. Ástandið er sumstaðar hörmu- legt og allt of víða slæmt. í þorpi einu var fátækrabyrð- in 1937 svo mikil, að hún svaraði til ca. 800.00 kr. á hvert manns- barn þar (skýrslur enn ekki fá- anlegar fyrir 1938). í einu framfærsluhéraði sama ár var meira en þriðja hvert mannsbarn að meira eða minna leyti á framfæri sveitarinnar. í öðru rúmlega fjórða hvert mannsbarn o. s. frv. Þessi dæmi nægja til þess að gefa hugmynd um ástandið. Eru það fyrst og fremst bæirnir, þorpin og sveitir þar í grennd, sem hafa stórfelldar fátækra- byrðar, þó ekki sé það undan- tekningarlaust. í landinu eru alls 214 fram- færsluhéruð. — Fátækrabyrði þeirra allra 1937 var 3.191.486.00 kr., auk ellilauna og örorkubóta- styrkja. Af þessari upphæð greiddu bæirnir samtals 2.431.577 kr. Kauptún, sem höfðu 500 íbúa eða fleiri 289.508 kr. Önnur framfærsluhéruð 470.401 kr. Tuttugu og sjö framfærslu- héruð höfðu engan fátækrastyrk veitt. Þar virðist vel á haldið. Margt veldur vafalaust hinni miklu þurfamennsku: atvinnu- leysi, heilsuleysi, eyðslusemi, ó- regla, ómennska, laklegt eftirlit framfærslunefnda, almennings- álit, sem hefir um skeið ekki vítt sem skyldi sjálfsskapaþurfa- mennsku, löggjöf, sem hefir slakað á böndunum í mörgum efnum, meir en hollt ætlar að reynast o. s. frv. Nefndarmenn voru sammála um, að með breytingum á lög- gjöfinni einum saman verði ekki ráðin bót á ástandinu, því til þess þurfi fyrst og fremst breytta framkvæmd og breyttan hugsunarhátt hjá þjóðinni. En þeir töldu þó rétt að breyta all- mörgum atriðum í gildandi lög- um, til þess að hin nýja fram- kvæmd ætti greinilega stað í lögum. Samdi því nefndin frumvarp til breytinga á framfærslulög- unum frá 1935. Er það í 22 grein- um. Er aðalefni breytinganna á þá leið, að búa starfsmönnum framfærsluhéraðanna og yfir- stjórn fátækramálanna í land- inu betur í hendur. Má í því sambandi nefna: Skylt skal að krefjast úrskurðar yfirvalds um getu barna eldri en 16 ára, til að annast foreldra sína, ef þau færast undan því. Reynslan á síðustu árum hefir sannað, að sum börn hafa svik- izt um að rækja þessa skyldu við foreldrana, og framfærslunefnd- ir látið kyrrt liggja. Dæmi til að hálaunamenn gera sig seka um þetta — að láta foreldri vera á sveit. Er þjóðarskömm að láta slíkt viðgangast. Skylt skal kaupgreiðanda og atvinnurekanda að greiða bæj- ar- eða sveitarstjórn, ef hún krefst, kaup eða aflahlut fram- færsluþurfa, sem hún telur að ekki kunni með fé að fara. En leitað getur framfærsluþurfinn úrskurðar yfirvalda, ef hann telur sig rangsleitni beittan. Ákvæði þetta er nauðsynlegt. Bæja- og sveitastjórnir verða að hafa rétt til að ráða yfir aflafé óreiðu- og óreglumanna, sem framfærsluhéraðið þarf að ann- ast. Til þess hefir, skv. gildandi lögum, þurft sviftingu fjárræðis, sem er fyrirhafnarsöm og upp- lýst er að ekki hefir verið beitt, þrátt fyrir þörfina. Bætt skal aðstaða framfærslu- nefnda til að knýja barnsfeður til að standa skil á meðlögum barna sinna. Sett skulu ákvæði í lögin, er geri ráð fyrir því, að fólki megi ráðstafa í vinnu eða til atvinnu- reksturs i aðra sveit. — Virðist horfa beint við að álykta, að yf- irstjórn atvinnu- og fátækra- (Framh. á 4. síðu) 23. blað Á myndinni sézt Franco einrœðisherra Spánar horfa í sjónauka til að fylgjast með framsókn uppreisnarhersins. Nazistar á N or ðurlöndum Vinnubrögð nazista á Norður- löndum færast stöðugt meira og meira í það horf, að vera hrein skemmdarstarfsemi og njósnir fyrir útlendinga. í Danmörku hefir t. d. fyrir nokkru orðið uppvíst um all- víðtæka njósnarstarfsemi, sem nazistar ráku fyrir erlenda stjórnmálaflokka. Snerti njósn- arstarfsemin m. a. skipaferðir (í sambandi við Spán), útlendinga, sem dvöldu í landinu, og vafa- laust einnig hernaðarleyndar- mál, þó það muni enn ekki hafa sannazt. Höfðu þeir fengið í lið með sér einn embættismann í leynilögreglunni og hafði hann unnið fyrir þá um nokkurt skeið, án þess að nokkur grun- grunur félli á hann. Til að afla sér víðtækari heimilda viðkomandi flótta- mönnum, frömdu þeir innbrot á skrifstofu danska jafnaðar- mannaflokksins að næturlagi í haust og stálu þaðan miklu af skjölum. Fjár til starfsemi sinnar hafa þeir m. a. aflað með þeim hætti, að þeir hafa snúið sér til ýmsra efnaðra manna og hótað að segja frá ýmsu í einkalífi þeirra, ef þeim væri ekki borg- að fyrir að þegja. Hafa margir valið þann kost að kaupa þögn A. KROSSGOTUM Viðskiptasamningur við Norðmenn. — Dánarorsakir. — Gjaldþrot. — Skipa- stóll íslendinga. — íslandskvöld í Kaupmannahöfn. Erindrekar frá norsku ríkisstjórninni komu hlngað með Lyra í gær í þeim erindagerðum að semja við ríkisstjórn- ina um verzlunarviðskipti við ísiend- inga. Samningaumleitanir þessar hóf- ust í Osló í haust og stóðu þá yfir nokkurn tíma, en var síðan frestað um stund og verður nú þráðurinn tekinn upp hér að nýju. Norsku samninga- mennirnlr eru fjórir. Af hálfu íslend- inga taka þátt í samningaumleitunun- um Stefán Þorvarðsson skrifstofustjóri, Jón Árnason, Richard Thors og Har- aldur Guðmundsson. Ennfremur er Vilhjálmur Finsen, sem staddur er hér í Reykjavík, íslenzku samninganefnd- inni tíl aðstoðar, t t t í nýútkomnum Hagtíðindum er yfir- lit um manndauða og dánarorsakir ár- ið 1937, samanborið við næsta ár á undan. Hefir manndauðinn orðið nokkru meiri þetta ár, en verið hefir að undanförnu, að undanskildu árinu 1935, en þá var manndauðinn töluvert meiri en venjulega. Af hinum skil- greindu orsökum, hefir ellihrumleiki verið tíðasta dánarorsökin og hefir orðið 195 manns að líftjóni. Næst al- gengasta dánarmeinið er krabbamein, og hefir það dregið 156 manns til bana. Þá koma berklasjúkdómar, sem orðið hafa 155 manns að fjörlesti. Þá ýmsar farsóttir með 123 dánartilfelli, lungna- bólga 117 og heilablóðfall 104. Af far- sóttunum hefir inflúenzan orðið lang- skæðust og orðið 87 manns að bana. Að öllu samanlögðu hefir manndauði af völdum farsótta orðið í meira lagi. Drukknað hafa á þessu ári 25 manns og 29 farizt af öðrum slysförum. 9 hafa ráðið sér sjálfir bana. Alls hafa 1317 manns látizt á árinu. Mannslát af völd- um krabbameins hafa orðið meiri en verið hefir nokkru sinni áður; hafa þau áður orðið flest árið 1935, alls 147. Yfirieitt sýna dánarskýrslur vaxandi manndauða úr krabbameini, allt síðan skýrslur um dánarorsakir hófust 1911. Árin 1911—15 ,dóu að meðaltali 82 menn úr krabbameini á ári hverju. Berklaveikin hefir verið álíka skæð og 1936. Fór manndauði af völdum berkla- veiki yfirleitt i vöxt allt til ársins 1932, en rénaði síðan árlega að miklum mun, þar til 1936, að lungnaberklar færðust nokkuð í aukana að nýju. t t t Seytján gjaldþrot urðu á árinu 1938, samkvæmt innköllunum í Lögbirtinga- blaðinu. Er það meira en árið á und- an, en rninna en árið 1936. Átta þess- ara gjaldþrota hafa orðið í Reykjavík, sex í öðrum kaupstöðum landsins, tvö í kauptúnum og verzlunarstöðum og þrjú í sveitum. Meðal þeirra, sem gjaldþrota urðu, voru fimm félög. — Þriggja nauðasamninga var leitað og einn nauðasamningur var staðfestur. t t r í hagtiðindunum er einnig yfirlit um skipastól landsmanna haustið 1938, gert eftir útdrætti úr skipaskrám, sem birtar eru í sjómannaalmanakinu fyrir 1939. Samkvæmt þessu yfirliti er tala gufuskipa 79, alls 29756 lestir brútto. Vélskip eru 573 talsins, alls 11296 lestir brútto. 36 þessara skipa eru botnvörpu- skip, önnur fiskiskip 594, farþegaskip 8, vöruflutningaskip 9, varðskip 3, björg- unarskip 1 og dráttarskip 1. Á mánudaginn síðastliðinn var hald- ið íslandskvöld í Palads-kvikmynda- húsinu í Kaupmannahöfn. Alsing Andersen landvamaráðherra og Sveinn Björnsson sendiherra fluttu ræður við þetta tækifæri. Anna Borg sagði fram íslenzka þjóðsönginn. Að síðustu var sýnd íslandskvikmynd, sem tekin hefir verið að ósk flotamálaráðuneytisins danska og sýnd verður á heimssýning- unni í New York. Dönsku blöðin fara flest ákaflega lofsamlegum orðum um myndina og telja sum, að hún vekji löngun fólks til að kynnast betur landinu, sem þar er sýnt. þeirra fyrir ríflega fjárupp- hæð. í Svíþjóð hefir orðið uppvíst um enn víðtækari njósnir naz- ista og skemmdarstarfsemi, sem þeir höfðu fyrirhugað. Fyrir nokkru síðan var fram- ið innbrot í Stokkhólmi hjá fé- lagi róttækra stúdenta „Clarté“ og stolið ýmsum gögnum varð- andi flóttamenn frá Þýzkalandi. Lögreglan komst von bráðar á snoðir um, að nazistarnir væru valdir að þessu innbroti, og leiddi það til þess, að uppvíst varð um aðrar fyrirætlanir þeirra. Þessar fyrirætlanir þeirra voru m. a. þær, að safna upp- lýsingum og ljósmyndum af öll- um hervirkjum Svíþjóðar og þykir fullvíst að það hafi verið gert fyrir tilmæli erlends ríkis eða útlendinga. Aðrar fyrirætlanir nazista beindust að því að eyðileggja öll samkomuhús verkalýðsfélag- anna, prentsmiðjur jafnaðar- mannablaðanna o. s. frv. Þá var í undirbúningi að ræna einum auðugasta manni Sviþjóðar, Marcus Wallenberg, og heimta fyrir hann hátt lausnargjald. Hafa þeir líka fyrir nokkru síð- an framið innbrot í höll hans, sem er skammt frá Stokkhólmi. Var ætlun þeirra að ræna þar n o k k r u m þýðingarmiklum skjölum, en þegar þau fundust ekki, var gripið til þess ráðs, að hnupla nokkrum silfurmunum. Varð það ekki uppvíst fyr en nú, að nazistar voru valdir að þessu innbroti. Ein ráðagerð nazista til fjár- öflunar var sú, að ræna alla frímerkjasjálfsala í Stokkhólmi. Höfðu nazistar í Hamborg kennt þeim þá aðferð, sem nota átti, en þeir frömdu svipuð rán með góðum árangri í Hamborg 1933. í híbýlum nazistanna fann lögreglan mikið af byssum og skotfærum, sem hafði verið smyglað inn í landið. í reglum þess félagsskapar, sem stóð að þessum fyrirætlun- um, var svo fyrir mælt, að fé- lagsmenn væru skyldir að fram- kvæma hvert það verk, sem þeim væri fyrirskipað, án tillits til, hvort það væri löglegt eða ekki. Vorða ítölsku sjálf- koðalfðarnir áfram a Spáni sem verkamcnn? Enn heldur áfram sami reip- drátturinn um Spán. Englend- ingar og Frakkar reyna eftir megni að fá því framgengt, að ítalir flytji herlið sitt þaðan í burtu, en Mussolini spyrnir á móti og vill fyrst fá uppfyllt þau skilyrði hjá Franco, sem tryggja ítölum áfram sömu aðstöðu á Spáni og þeir hafa nú. Er talið, að Mussolini hafi komið með þá (Framh. á 4. síðu) Á víðavangi í fjárlagaræðunni á Alþingi í gær gerði Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra grein fyrir fjárhagsafkomu ríkissjóðs á ár- inu 1938. Tekjuafgangur á árinu hefir orðið 1 miljón 730 þús. kr. En eftir var af tekjunum, þegar búið var að greiða allar samningsbundnar afborganir af skuldum 380 þús. kr„ og er'þá greiðslujöfnuðurinn hagstæður sem þeirri upphæð nemur. Út- gjöld hafa á þessu ári farið ó- venjulega lítið fram úr áætlun fjárlaga. Tekjuafgangurinn er sá hæsti, sem orðið hefir sið- an 1928. Mbl. í dag telur það „litlu skipta“, að tekjuafgangur sé hjá ríkissjóði. Það lætur sér fátt um finnast, þó að hin gömlu lán ríkisins hafi verið lækkuð um nokkuð á aðra miljón vegna þessa tekjuafgangs á árinu, sem leið. Jón Þorláksson leit öðru- vísi á það mál. Hann taldi, að tekjuafgangur á fjárlögum væri undirstaða heilbrigðs fjármála- lífs í landinu. Honum tókst að sýna tekjuafgang á landsreikn- ingi í tvö ár, og um það hefir Mbl. skrifað í 14 ár. En þegar fjármálaráðherra Framsóknar- flokksins á í hlut, skiptir tekju- afgangur litlu máli í augum Mbl.! Jón á Akri er búinn að telja sjálfum sér trú um, að það sé aukaatriði fyrir þjóðarbúskap- inn (!) að útfluttar vörur séu meiri en innfluttar að verðmæti ár hvert. Þankagangur Jóns er þessi: Árið 1937 skáru Húnvetn- ingar niður fullorðið fé og borguðu upp reikninga sína, náðu m. ö. o. greiðslujöfnuði, en búskapurinn var þó ver far- inn en áður, því að eignirnar höfðu minnkað. Það er vitan- lega auðsætt mál að sá við- skiptajöfnuður, sem hægt væri að ná um takmarkaðan tíma með því að selja ærstofn eða mjólkurkýr bænda eða fiski- flotann úr landi, væri lítils virði, og um það talar heldur enginn, að gagn sé að slíku. En Jóni á Akri er vissulega vorkun, að heildsalarnir í Reykjavík skuli vera búnir að rugla svo dóm- greind hans, sem fram kemur í áðurnefndu hjali hans um þessi mál. Þeir eru áreiðanlega fáir húnvetnsku bændurnir, sem ekki geta leiðbeint þingfulltrúa sínum í þessu efni. * * * Einar Olgeirsson ætlar að gera tvennt í einu: Afnema há laun og ná stórum fjárfúlgum í ríkissjóð í skatti af þeim háu launum, sem búið er að afnema! Hann er ekki ráðalaus, maður- inn sá. í dag kemur fram í Mbl. mik- ilsverður vitnisburður frá Bjarna Snæbjörnssyni þing- manni Haf narf j arðar. Bj arni játar þar afdráttarlítið og að því er virðist án nokkurra sið- ferðislegra óþæginda, að hann hafi enn ekkert gert til þess að ráða fylgismönnum sinum í Hafnarfirði frá því að fremja ofbeldi og brjóta lög landsins. Þetta segist Bjarni ekki vilja gera nema hann og kommúnist- ar fái fyrst sitt fram í gömlum og nýjum deiluatriðum innan verkamannafélaganna. Því mið- ur mun það varla vera á valdi ríkisstjórnarinnar að borga þetta verð fyrir þingmann Hafnfirðinga, því að þessi deiluatriði eru einkamál verka- mannafélaganna. Ef B. Sn. ætl- ar sér að gera rétt og standa með landslögum í þessu máli, verður hann að gera það ó- keypis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.