Tíminn - 23.02.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.02.1939, Blaðsíða 3
23. hlað TÍMINN, fimmtudaahin 23. fcbrúar 1939 91 Regflur settar starfsmönnum Alþingis til varnar gegn truflunum á störfum þingsins o. fl. 1. gr. Á tímanum frá kl. 1 til 4 síðdegis á virkum dögum um þingtímann mega verðir eða aðrir starfsmenn Alþingis ekki sinna beiðnum þeirra manna, er boð vilja gera fyrir þingmenn til viðtals í húsinu, nema brýna nauðsyn beri til, eða þingmaður (þingnefnd) hafi stefnt manni á fund sinn og látið um það vita fyrirfram. Ekki má heldur á sama tíma kveðja þingmann til viðtals í síma, nema hann hafi sjálfur fyrirfram óskað að sinna tiltek- inni kvaðningu. Hinsvegar skulu símaverðir skrá viðtalsbeiðnir allar á þessum tíma og láta þingmann um þær vita, þegar hlé verður á þingstörfum. Nú eru þingfundir háðir á öðrum tíma dags, og gilda þá allar hinar sömu reglur meðan á fundum stendur. Gæta skal og þess, að kveðja ekki þingmann, sem er að starfi á nefndarfundi á öðrum tíma dags en að ofan greinir, til við- tals af fundinum, nema brýna nauðsyn beri til. 2. gr. Skrifstofa Alþingis má ekki án samþykkis forseta láta af hendi aðra aðgöngumiða að hliðarherbergjum þingsins en venjulega miða til fulltrúa er- lendra ríkja og nokkurra em- bættismanna, til blaðamanna, tvo til hvers aðalblaðanna, og einn miða til hvers þingmanns, og skal á hann skráð nafn þingmannsins. 3. gr. Á tímanum kl. 1—4 á virkum dögum og á öðrum tim- um, er þingfundir standa, má ekki hleypa neinum manni inn á innri gang þingsins, nema hann sýni aðgöngumiða, eða maðurinn eigi brýnt erindi við skrifstofu þingsins. Þeir menn, sem hafa í hönd- um aðgöngumiða, sem á eru skráð nöfn þingmanna, skulu skila slíkum miðum í hendur verði við inrigöngu, en hann af- hendir aftur þingmanni þeim, er í hlut á, nema komumaður gangi eftir miðanum, þegar hann fer úr húsinu. Nú er kona í fylgd með manni sinum, er aðgöngumiða hefir, eða maður kemur í för með þingmanni og hann óskar, að manninum verði hleypt inn, eða aðrar svipaðar ástæður eru fyrir hendi, og er þá rétt að víkja frá þessu ákvæði. 4. gr. Starfsmenn þingsins mega ekki að nauðsynj alausu hafast við né ganga um í þing- sölunum meðan fundiT standa. Þó skulu jafnan tveir þingsvein- stórbættan aðstöðumun á all- an hátt fyrir alda og óborna. í riti Ræktunarfélags Norður- lands er framsett fyrir nokkrum árum tillaga frá Ólafi Jónssyni, þar sem hann gerir ráð fyrir að 2 og 3 menn tækju sig saman um að stofna nýbýli og hefðu samyrkju í ræktun, en skiptu síðan löndum að ræktuninni lokínni. Þessi tillaga er aðgengi- leg og mundi hjálpa til að þétta byggðirnar. Ef til víll mætti hugsa sér samtök meðal 10 ungmenna og semdu þeir með sér ákveðnar reglur um sam- vinnu og samyrkju í ræktun og byggingu. Rikið ætti að sjá þeim fyrir samfelldu landi og Búnaðarfé- lag íslands að veita alla aðstoð sem með þyrfti. Á þennan hátt yrði lagður grundvöllur að þéttri, samfelldri byggð, sem reisti tilveru sína á gagnræktuðu litlu landi, eins og t. d. gróðrarstöð- in. Hún hefir litlu landi en gagnræktuðu yfir að ráða og rekur víðtæka tilraunastarfsemi og til þess að gera stórt kúabú og garðrækt undir yfirstjórn Ól- afs Jónssonar. Það leikur vafi á, að það sé heppilegt, að hvert býli hafi yfir svo stóru landi að ráða eins og nú á sér stað; með því er hverj- um bónda sköpuð aðstaða til þess að byggja líf sitt að meira eða minna leyti á rányrkju, enda er hvert býli svo stórt, að væri allt ræktanlegt land gagn- nýtt og ræktað, mundi það sam- svara að stærð hinum stærstu fullræktuöu herragarðssetrum nágrannalandanna. A IV N A L L Dánardægur. Jón Árnason fyrrum bóndi á Hnappavöllum andaðist hinn 10. janúar síðastliðinn á heimili Óla sonar síns að Hnappavöll- um. Jón var fæddur 16. febrúar 1850 á Fagurhólsmýri í Öræf- um. Mestan hluta æfi sinnar átti hann heima á ýmsum bæj- um í Öræfum, á æskuárunum lengi i Skaftafelli, en flest bú- skaparárin á Hnappavöllum. Hann var vel ern til síðustu stundar, fór meðal annars síð- asta sumar, eins og jafnan áð- ur, á milli með heylest af engi, sem er 2—4 km. frá bæ. — Jón giftist 1886 eftirlifandi konu sinni, Katrínu Sigurðardóttur. Þeim varð átta barna auðið. Eru sex þeirra á lífi. Það eru: Óli, Þorbjörg og Þórey á Hnappa- völlum, Guðrún gift Jóhanni Þorsteinssyni sama stað, Guðný til heimilis á Eskifirði og Guð- laug búsett á Norðfirði. Eru þcir orðnir samstarfshæfir? (Framhald a/ 2. síðuj viðurkenning af hálfu Sjálf- stæðisflokksins til handa kom- múnistum, getur haft tals- verða þýðingu fyrir almennings- áiitið á hinum „rauðu“ mönn- um. Slíkt verkar að vissu leyti á sama hátt eins og ef ný ríki, sem mynduð eru með uppreisn, hljóta viðurkenningu stórrar þjóðar. Eftir það er erfiðara fyrir aðra að standa á móti slíkri viðurkenningu. Það er því áreiðanlega vel þess vert fyrir Sj álfstæðisflokk- inn að athuga það gerla, hvort hann ætlar að halda því áfram, sem hann er byrjaður á í verki — að viðurkenna kommúnista- flokinn sem samstarfshæfan flokk í lýðræðislandi. X. ar vera til taks í hvorri deild eða sameinuðu þingi á fundum, eftir því sem við verður komið, og annar þeirra vera sérstakur boð- beri forseta. 5. gr. Starfsmenn þingsins skulu varast alla háreysti í þing- húsinu, jafnt á fundatímum sem endranær, og gæta yfirleitt kurt- eisi og prúðmannlegrar fram- komu í hvívetna. Einum varðanna skal sérstak- lega falið, í samráði við forseta og skrifstofustjóra, að hafa um- sjón með störfum annarra varða, svo og þingsveina, og yfirleitt gæta reglu meðal starfsmanna. Alþingi, 16. febrúar 1939. H. Guðmundsson. Einar Árnason. Jörundur Brynjólfsson. Mundi hið nýkjörna búnaðar- þing ekki vilja taka til athug- unar skipulag byggðanna og skilyrði til stofnunar landbún- aðarþorpa. Danska þjóðin telur það reglu- legt hnoss fyrir hvern þann, er á aðgang að landi, þótt lítið sé, og almennur, djúpur skilningur er á því, að það sé hin sannasta menning og uppeldisleg upp- bygging ungmennum, að tengja starf sitt við gróðurmoldina. Þannig þykir það virðingarstaða að vera bóndi í Danmörku og f j ö 1 m a r g i r gagnmenntaðir menn gefa sig til þess starfa að vera bændur. Eins og áður er getið hafa danskir landbúnaðarmenn búið við tvennskonar skipulagsform. Um alllangt skeið var búið í bæjum og þéttum hverfum, en breyttar aðstæður og nýjar og eðlilegar kröfur nýrra tíma og nýrra kynslóða hafði í för með sér endurskoðun og algera skipulagsbreytingu búnaðarins. Skipulag íslenzks landbúnað- ar þarf að endurskoðast. Nýjar kröfur breyttra tíma krefjast umbreytinga og nýs skipulags fyrir hinar nýju og óbornu kom- andi kynslóðir. Skaarup, 10. janúar 1939. Höskuldur Hallsson. Hrclnar lércftstuskur k a u p i r PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1 D. Jarðir til sölu Eftirtaldar jarðir eru til sölu með hagkvæmum greiðsluskil- málum: Borgarf jarðarsýsla: Bakkakot í Skorradal. Dalasýsla: Kaldakinn í Fellsstrandar- hreppi. Ey j af j ar ðarsýsla: Sámsstaðir í Öngulsstaða- hreppi. Austur- IEií navatnssýsl a: Vz Eiðsstaöir í Svínavatns- hreppi. Illugastaðir í Engihlíðar- hreppi. Núpsöxl í Engihlíðarhreppi. Kambakot í Vindhælishr. IV or ður-Múlasýsla: Brúnavík I i Borgarfj arðar- hreppi. 1/10 úr Njarðvík í Borgar- fjarðarhreppi. Gunnólfsvík II í Skeggja- staðahreppi. Seljamýri i Loðmundarfjarð- arhreppi. Þórsnes í Hjaltastaðahreppi. Mýrasýsla: Krossnes í Álftaneshreppi. Valshamar í Álftaneshreppi. Skagafjarðarsýsla: Minni-Þverá í Holtshreppi. Valabjörg í Seyluhreppi. TVorður- Þingeyjarsýsla: Ássel í Sauðaneshreppi. Brimnes í Sauðaneshreppi. % úr Heiði í Sauðaneshreppi. Grund í Sauðaneshreppi. Skálar á Langanesi. i/2 Sandfellshagi í Öxar- f j arðarhreppi. Suður- Þiugey j ar sýsla: Holtakot í Reykjahreppi. Gafl í Reykdælahreppi. Naustavík í Ljósavatnshr. 9/14 úr Hóli í Ljósavatns- hreppi. Stöng í Skútustaðahreppi. Tunga í Hálshreppi. Sandholt og ræktunarlönd á Húsavík. Saurbrúargerði i Grýtu- bakkahTeppi. Jarðir þessar eru lausar til á- búðar í næstu fardögum. Búnaðarb anki íslands Sími 4816. Athugasemd. í fréttum af Vatnsleysuströnd í Tímanum frá 28. janúar síð- astliðnum, er meðal annars komizt þannig að orði um kven- félag hreppsins: „Það hefir komið sér upp samkomuhúsi í samvinnu við ungmennafélagið og starfrækt unglingaskóla tvö undanfarin ár frá veturnóttum til vertíðar". Af því að hér er villandi og rangt skýrt frá, langar mig til að biðja um rúm fyrir eftirfar- andi leiðréttingu: Það er rétt, að kvenfélagið „Fjóla“ byggði samkomuhús í samvinnu við Ungmennafélagið „ÞTóttur“, en það var ung- mennafélagið, sem hafði for- göngu í því máli, þó að það væri þá aðeins ársgamalt og al- veg eignalaust. Kvenfélagið Fjóla hefir meðal annars haldið hér saumanámskeið undan- farna vetur, en það er Ung- mennafélagið Þróttur, sem, haustið 1936, kom hér á vísi til unglingaskóla og hefir síðan starfrækt skólann með góðum árangri, upp á eigin spýtur. Litlabæ á Vatnsleysuströnd, 16. febrúar 1939. Stefán Ingimundarson. „Já, þetta er hinn rétti kaffi- ilmur“, sagði Gunna, þegar Maja opnaði „Freyju“-kaffi- bætispakkann. „Nú geturðu verið viss um að fá gott kaffi, þvi að nú höfum við hinn rétta kaffi- bæti. Ég hefi sannfærzt um það eftir mikla reynslu, að með því að nota kaffibætir- inn „Freyja", fæst lang- bezta kaffið. FREVJA Wð, sem enn ekki hafið reynt Freyjn- kaffibæti, ættuð að gera það sem fyrst, og þér munuð komast að sömu niður- stöðu oj$ Maja. Hitar, ilmar, heillar drótt, hressir, styrkir, kætir. Fegrar, yngir, færir þrótt Freyju-kaffibætir. 37440 tölnr á 5 aura stykkið, seljum við svo lengi sem birgðir endast. Tölurnar eru: Kjóla-, Peysu-, Blúsu-, Buxna-, Vestis , Jakka , Frakka- og Káputölur, innfluttar 1938. Skíðafélag Reykjavíkur 25 ára afmælisfagnaður félagsins verður haldinn að Hótel Borg laugardaginn 25. þ. m. kl. 7VÍ> e. h. Áskriftarlisti fyrir félagsmenn liggur frammi hjá L. H. Muller. Stjórnin. K. EINARSSON & BJÖRNSSON Bankastræti 11. Fréttabréf til Tfimans. Tímanum er mjög kærkomið að menn úti á landi skrifi blað- inu fréttabréf öðru hvoru, þar sem skilmerkilega er sagt frá ýmsum nýmælum, framförum og umbótum, einkum því er varðar atvinnulifið. Allar upp- lýsingar þurfa að vera sem fyUstar og gleggstar, svo að ó- kunnugir geti fyllilega áttað sig á atburðum, fyrirtækjum og staðháttum, sem lýst er. Mörgum mun ef til vill finn- ast fátt til frásagnar úr fá- mennum og strjálum byggðum. En þó mun mála sannast, að í hverju byggðarlagi gerist nokk- uð það, sem tíðindum sæti, sé vel að gætt. Beztu kolin Símar: 1964 og 4617. Étbreiðið T I M A N N • ÚTBREIÐIÐ TÍMANNf 260 Andreas Poltzer: mér, ungfrú, Sir Albert Thorne biður yðar. Sir Albert Thorne, elzti maðurinn í stofnuninní, tók ekki á móti nema fáum skjólstæðingum sjálfur. Og það var auð- heyrt á rödd skrifstofumannsins, að það voru ekki allir, sem fengu að koma inn 1 það allra helgasta. En þó fór því fjarri að stofan, þar sem þessi höfðingi talaði við skjólstæðinga sína í, væri íburðarmikil. Það var allt á þánn veg, að fremur líktist skrifstofu í fangelsi en einkaskrifstofu eins ríkasta málaflutningsmannsins í London. Djúpi hægindastóllinn við skrifborðið var und- antekning, og andstæða við allt hitt. Sir Albert Thorne hafði staðið upp undir eins og hann sá Patriciu koma inn. Hann var skinhoraður maður og orðínn gamall, með grátt skegg, grá augu og 1 gráum fötum. — Gerið svo vel að fá yður sæti, ungfrú Holm, sagði hann og benti henni á djúpa stólinn. Rödd málaflutningsmannsins var djúp, en hreimþíð og aðlaðandi. — Ungfrú Holm, hélt hann áfram með sömu alúðinni í röddinni, er hún hafði setzt í hægindastólinn. Ég hefi beðið yður að koma hingað, vegna fyrirmæla eins viðskiptamanns míns, Kingsley lávarðar. Mér er það mikil ánægja, að geta flutt einkadóttur Vincent William Holms, er Patricia 257 óþýð, er hann svaraði: — Ég þarf hvorki að standa yður né öðrum reikningsskil á hvað ég geri! Viljið þér gera svo vel, að láta yfirboðara yðar vita það líka. Kingsley lávarður sneri bakinu að Whinstone og fór burt án þess að kveðja. Fulltrúinn einblíndi á eftir honum. Hann langaði mest af öllu til þess að bölva upphátt: Kjallarameistarinn kom til hans og sagði hvíslandi: — Afsakið herra, að ég ætlaði að neita að hleypa yður inn. En hann hágöfgi hafði stranglega bannað mér að hleypa nokkrum manni inn.... — Hvenær kom lávarðurinn heim? spurði fulltrúinn. Kjallarameistarinn leit 1 kringum sig eins og þjófur og lækkaði röddina enn meira: — Hann kom öllum að óvörum í gær- kvöldi. Hann lét eins og hann hefði ekki verið að heiman nema nokkra klukku- tíma. Og hann gaf enga skýringu á fjar- veru sinni. .. . í morgun kom dr. Whin- ster, húslæknirinn. Rétt á eftir heyrði ég að þeir voru að talast við og lávarður- inn var í æsingi. Læknirinn fór síðan burtu í skyndi. En eftir svo sem klukku- tima, kom hann aftur með öðrum manni. Þeir voru lengi inni hjá lávarðinum... .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.