Tíminn - 23.02.1939, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.02.1939, Blaðsíða 5
23. blað TÍMINN, fimmíttdagMm 33. febniar 1939 93 Fjárhagsafkoma ríkissjóðs sl. ár: Tckjuaf- gangur 1 millj. 730 þús. kr. og’ sá hæsti, sem verið hefir síðan 1938. — Greiðsluafgangur, þegar biiið er að horg'a af föstum lámim, 380 þús. kr. Læg'síu umframg'reiðslur á 30 árum. Verzlunarjöfnuður hagstæður um 8,6 snilj. kr. En stærsta viðfangsefnið er, þrátt fyrir það, aukníng framleiðslunnar rn I iir Útgjöld á þeim greinum fjár- laganna, sem hér hafa ekki ver- ið nefndar, hafa ýmist ekki far- ið fram úr áætlun eða orðið lægri en ráð var fyrir gert, og sé ég ekki ástæðu til að geta um þær í þessu sambandi. Greiðslur samkvæmt þingsá- lyktunum námu samtals kr. 133 þús. Þar af nam tillag til sund- hallarinnar í Reykjavík kr. 80 þús. Er þá ógreidd á þessu ári álíka fjárhæð í sama skyni, til þess að staðið sé við greiðslur samkvæmt þingsályktun frá 1933, en fyrir þessu hefir ekki verið gert ráð í fjárlögunum fyrir 1938. Kostnaður við haf- rannsóknir í Faxaflóa nam 25 þús. kr. Þingið ákvað, að þessar rannsóknir skyldu fram fara í kostnaður vegna laga um með- ferð einkamála í héraði, kr. 16.786. Er sá kostnaður vegna þess ákvæðis laganna, að sýslu- mönnum og bæjarfógetum skuli lögð til skrifstofuhúsgögn. Hef- ir þó áreiðanlega verið farið eins sparlega í þeim efnum og unnt hefir verið. — Aðrar gTeiðslur samkvæmt sérstökum lögum, eru ekki svo háar að á- stæða sé til að nefna þær sér- staklega hér. Greiðslur samkvæmt væntan- legum fjáraukalögum nema kr. 89.271. Af þeirri fjárhæð hefir 52 þús. kr. verið varið til hjálp- ar sjómönnum á Austurlandi vegna hinnar hörmulegu ver- tíðar, sem þar var á síðasta vetri. Hefði þessi hjálp ekki ver- ið veitt, var ekki annað fyrir- sjáanlegt, en að allur fjöldi sjó- manna, sem stóðu uppi allslaus- ir, hefði orðið að leita sveitar- hjálpar með ófyrirsjáanlegum afleiðing’un fyrir sveitar- og bæjarfé’^gin og þeirra eigin framtíð. — Þá er kostnaður við komu krónprinshjónanna, kr. Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra. Eins og fyrr verða þær upp- lýsingar, sem hér eru gefnar um afkomu. ársins 1938, með fyr- irvara, að endanleg niðurstaða getur orðið lítið eitt öðruvísi, en samkvæmt reynslu undanfar- inna ára, ætti sá mismunur ekki að nema neinu, sem máli skiptir. Mun ég þá byrja á upplýsing- um um rekstur ríkissjóðs á ár- inu 1938. (Sjá rekstrarreikning og yfir- lit um eignahreyfingar á næstu síðu). Tekjuafgangur samkvæmt þessu hefir orðið 1,73 millj. kr., en var á sínum tíma áætlaður í fjárlögum fyrir árið 1938, kr. 1.142 millj. Er tekjuafgangurinn því um 590 þús. kr. hærri en gert var ráð fyrir. Stafar þetta af því, eins og nánar mun skýrt frá síðar, að tekjurnar hafa farið meira fram úr áætlun en gjöldin. Er þetta hagstæðasta rekstrarniöurstaða hjá ríkis- sjóði, sem náðst hefir nú um langt skeið, og verður að fara aftur til ársins 1928 til þess að fá sambærilega niðurstöðu. Eins og yfirlitið um eigna- hreyfingar, sem ég las áðan, ber með sér, hefir heildarniður- staðan orðin sú, að greiðslujöfn- uður hefir orðið hagstæður um nálega 380 þús. kr., en var áætl- aður í fjárlögunum óhagstæður um 110 þús. kr. En þegar talað er um greiðslujöfnuð, ber þess vei að gæta, að þá eru reiknaðar með til útgjalda afborganir af lánum ríkissjóðs, en þær námu á s. 1. ári um 1,4 millj. kr. Verður nánar vikið að áhrifum ársviðskiptanna á efnahag ríkis- sjóðs í sambandi við yfirlit um skuldirnar. Tekjur hafa farið fram úr áætlun um 1.84 millj. kr., eða á milli 10—11%. Eru það ekki mjög miklar umframtekjur, mið- að við það, sem oft hefir áður verið, og 1 raun og veru lágmark þess, sem menn fyrirfram töldu nauðsynlegt, til þess að standast umframgreiðslur, með tilliti til þess, sem þær hafa orðið undan_ farið. Tollar og skattar hafa reynzt 1 millj. kr. meiri en áætlað var, eða um 7%. Ágóði af einkasölum, og aðrar tekjur, hafa orðið um 800 þús. kr. hærri en ráðgert var í fjárlögum. Er ágóði af áfengis- verzluninni jafn hár og árið áð- ur, en tekjur tóbakseinkasölunn- ar 80—90 þús. kr. meiri en 1937. Greiííslur unifram áœtlun. Útgjöld á rekstrarreikningi voru áætluð kr. 16.322 millj., en hafa reynzt kr. 17.586 millj. kr. Hafa útgjöldin því farið um 1.264 millj. kr. fram úr áætlun, eða orðið um 7.7% hærri en fjár- lög ráðgerðu. Eru þetta minni umframgreiðslur en þekkzt hafa undanfarið.Ég hefi ekki athugað þetta lengra aftur en til ársins 1920, en á því tímabili hafa um- framgreiðslur aldrei orðið lægri en nú, hvorki hlutfallslega mið- að við áætlun né heildarupp- hæðin sjálf, sem greidd er um- fram fjárlög. Næstlægsta hlut- fallstalan, sem ég hefi fundið síðan 1920, er 10.5% árið 1936. Ég mun þá víkja að umfram- greiðslum á einstökum liðum fjárlaganna. Vextir hafa farici 77 þús. kr. fram úr áætlun, en hinsvegar orðið öllu lægri en árið áður. Má segja, að þessi umfram- greiðsla stafi af ógætilegri áætl- un vaxtaútgj aldanna. Kostnaður við rekstur stjóm- arráðsins og þeirra skrifstofa, er standa í beinu sambandi við það, hefir farið 87 þús. kr. fram úr áætlun. Krónur 13.500 af þeirri upphæð stafa af endurbótum og viðhaldi á stjórnarráðshúsinu, ráðherrabústað og konungshús- inu á Þingvöllum. En kr. 64 þús. eru greiddar umfram áætlun vegna rekstrar stjórnarráðsins, og hefir sá kostnaður lengi verið of lágt reiknaður í fjárlögum. Þessi kostnaður er um 23 þús. kr. meiri en í fyrra. Stafar það meðal annars af auknum starfs- kröftum í utanríkismálaráðu- neytinu og við gæzlu símamið- stöðvar í stjórnarráðinu. Þá hef- ir orðið að leigja sérstakt hús- næði fyrir utanríkismálaskrif- stofuna. Einnig má nefna, að miklar birgðir af pappír hafa verið keyptar á árinu, eða fyrir um 6 þúsund krónur. Störfin í ráðuneytunum fara sífellt vax- andi og er óhjákvæmilegt að út- gjöldin aukizt. Kostnaður við dómgæzlu og lögreglustjórn hefir farið kr. 132 þús. fram úr áætlun. Hefir lengi gengið illa að fá áætlun- arfjárhæð þessarar greinar til að standast í framkvæmd. — Kostnaður við landhelgisgæzlu hefir reynzt 35 þús. kr. meiri en reiknað var með. Rekstrarkostn- aður nýja varðbátsins, „Óðins“, hefir reynst meiri en smærri bátanna, sem áður voru. Skrif- stofukostnaður sýslumanna og bæjarfógeta hefir orðið 35 þús. kr. meiri en áætlað var. Enn- fremur hafa hreppstjóralaun orðið 22.500 kr. hærri en fjár- lög ráðgerðu, og stafar það af lagabreytingu, sem gerð var eftir að fjárlög voru fullsamin. Kostnaður við tollgæzlu hefir orðið 33 þús. kr. meiri en áætl- að var í fjárlögum, og stafar það af auknu tolleftirliti. Er ekki unnt að komast hjá slíku, og meira að segja unnið að því, að auka tollgæzluna enn á þessu ári. Sameiginlegur embættiskosn- aður á 11. gr. B hefir farið 92 þús. kr. fram úr áætlun. Fast- eignamatskostnaðurinn er þar stærsti liðurinn, kr. 59 þús. Staf- ar það af því, að meira Var unn- ið að nýja fasteignamatinu árið 1938, en .búizt var við. Kostnaður við vegamál á 13. gr. hefir farið 150 þús. kr. fram úr áætlun. Þar af eru 120 þús. kr. til „benzínvega", og er raun- verulega ekki hægt að kalla það umframgreiðslu, því að sú greiðsla miðast við benzín- skattstekjurnar á hverjum tima, sem eiga að ganga til þessara sérstöku vegabóta. Þá hefir lög- boðið tillag til sýsluvegasjóða orðið 28 þús. kr. meira en áætl- að var. Er sú upphæð algerlega áætluð í fjárlögunum. Tillag til nýrra þjóðvega varð 22 þús. kr. meira en fjárlög ráðgerðu, og tillag til brúargerða 18 þús. kr. umfram áætlun. Kostnaður við kennslumál á 14. gr. hefir farið 120 þús. kr. fram úr áætlun. Eru margir smáir liðir, sem mynda þá upp- hæð, en helzta má telja um- framgreiðslu á tillagi til gagn- fræða- og héraðsskóla, sam- kvæmt lögum, kr. 44 þús. En sú fjárhæð er ávalt miklum breyt- ingum háð, þar sem greiðslurn- ar miðast við nemendafjölda frá ári til árs. Er því framkvæmda- valdinu ekki unnt að hafa nein áhrif á þessa greiðslu. Kennara- laun hafa farið 25 þús. kr. fram úr áætlun. Aðrir liðir, sem til greina koma, eru svo smáir, að ekki er ástæða til að minnast á þá hér sérstaklega. Umframgreiðslur á 19. gr„ ó- viss útgjöld, námu kr. 132 þús. sambandi við tilraunir til að friða Faxaflóa, en ætlaði hins- vegar enga fjárhæð í þessu skyni. Er nú gert ráð fyrir fé í þessum tilgangi í fjárlagafrum- varpinu fyrir árið 1940. Milli- þinganefnd í skatta- og tolla- málum og milliþinganefnd í bankamálum, hafa kostað 20.600 kr. samtals. Greiðslur samkvæmt sérstök- um lögum námu 232 þús. kr. Eru þessar greiðslur ýmist sam- kvæmt lögum, er sett voru eftir að fjárlög voru fullgerð, eða, og þó að mjög litlu leyti, sam- kvæmt eldri lögum, er láðst hef- ir að taka tillit til við samningu fjárlaga. Stærsta fjárhæðin í þessum flokki er greiðsla upp í vexti af fasteignaveðslánum bænda, kr. 75 þús. — Stafar greiðslan af því, að þegar Al- þingi felldi niður heimildina til vaxtagreiðslunnar, var áætlun- arfjárhæðin í þessu skyni einn- ig felld niður, en ekki athugað, að töluvert var ógreitt af vaxtastyrk, er gjaldfallinn var fyrir 1. janúar 1938. Þá er 15 þús. kr. greiðsla samkvæmt framfærslulögunum. Stendur þannig á því, að með stofnun jöfnunarsjóðs bæjar- og sveit- arfélaga var felld niður fjár- veiting vegna fátækralaganna, en láðst hafðí að athuga, að eftir sem áður bar ríkissjóði skylda til þess að greiða fram- færslustyrki, veitta íslenzkum ríkisborgurum erlendis, kostnað við heimflutning þeirra og end- urgreiða sveitarfélögum fram- færslustyrk, sem veittur er þeim, sem ekki eiga framfærslu- rétt hér á landi. — Þá er rétt að telja 35 þús. kr., sem er kostnaður við gjaldeyris- og innflutningsnefnd umfram þær tekjur, sem nefndin hefir af gjaldi fyrir gjaldeyris- og inn- flutningsleyfi. Halli á bifreiða- eftirliti hefir orðið kr. 17.900, og 23.299.00 — Aðrar fjárhæðir tel ég ekki ástæðu til þess að nefna að sinni. Séu umframgreiðslurnar árið 1938 athugaðar gaumgæfilega, kemur í ljós, að flestar eru þær vegna sérstakra samþykkta al- þingis, er eigi hefir verið gert ráð fyrir í fjárlögunum, og margar hverjar hafa verið sam- þykktar eftir að fjárlög voru samin eða samkvæmt lögum, er hafa haft meiri kostnað í för með sér en fyrirsjáanlegt var, er fjörlög voru samþykkt. Mjög mikill minni hluti umfram- greiðslanna stafar hinsvegar af því, að rekstur stofnana hafi orðið dýrari en til var ætlazt, eða ráðizt hafi verið í frekari framkvæmdir en fjárlög ráð- gerðu. Sanistarf Alþint/is, fj ármálará&herra ot/ embœttismanna. Því er ómögulegt að neita, að mikið hefir áunnizt hin síðari ár í þá átt að minnka mismun- inn á fjárlögum og landsreikn- ingi, og miða framkvæmdir all- ar og rekstur við það, sem al- þingi hefir ætlazt til. Er nú þessi mismunur orðinn likari því, sem gerist með öðrum þjóðum, en áður var. Alþingi ber að sjálfsögðu að gera strangar kröfur til ríkis- stjórnar og allra embættis- manna um að halda vel á fé, en þingið má heldur eigi fara inn á þá braut að nýju, að áætla út- gjöldin visvitandi of lágt, og ganga þannig út frá því sem sjálfsögðu, að farið sé fram úr áætlun fjárlaganna. Með því móti gerir alþingi ríkisstjórninni og embættismönnum ókleift að fylgja fjárlögunum. Um skeið mátti það heita regla við af- greiðslu fjárlaga, að gert væri ráð fyrir umframgreiðslum. Gagnkvæmt vantraust alþingis og embættismanna fór vaxandi. Alþingi veigraði sér við að á- ætla til útgjaldanna nægilegt fé af þvi að það hugði embættis- mennina myndi nota fé umfram fjárlög undir öllum kringum- stæðum. Embættismennirnir gerðu hinsvegar áætlanir sínar til þingsins mjög háar og með það fyrir augum, að eitthvað yrði klipið af þeim af handa hófi. Þetta gekk unz svo var komið, að alþingi hafði að verulegu leyti afsalað sér fjár- veitingarvaldinu. Menn töldu sig ekki meira en svo bundna við fjárlögin, og forstöðumenn starfsgreina, sem margir voru áhugasamir um framkvæmdir í sinni grein, hugsuðu oft meira um að draga sem mest fé úr ríkissjóði til eflingar sinni stofn- un, en hitt, að fjárlögin gætu staðizt í framkvæmd. Vinnubrögð alþingis hafa batnað mjög í þessu efni, og ég fullyrði að viðhorf forstöðu- mannanna hefir breytzt stór- kostlega um leið, þótt enn sé pottur brotinn. Sá skilningur þarf að komast inn hjá mönnum, að það út af fyrir sig er ekki einhlítt, þótt fj ármálaráðuneytið hafi áhuga fyrir því, að fjárlögin séu haldin í öllum atriðum, heldur þarf svo að vera, að hver enrbættis- og starfsmaður leggi metnað sinn í það, að láta það fé, sem hon- um er ætlað til framkvæmda í fjárlögum, hrökkva. Hvernig halda menn að færi um opinberan rekstur stórþjóð- anna, ef hver embættismaður liti á það sem sitt höfuðhlutverk, að draga undir sína stofnun eins mikið fjármagn og unnt væri án tillits til fjárveitinga, en ekki hitt, að leysa hlutverk sitt af hendi með þeim kostnaði, er til þess væri ráðgerður? Samhliða þessu þarf alþingi að halda fast við þá stefnu, sem fylgt hefir verið um skeið, að vanda sem bezt frágang fjár- laganna, horfast í augu við stað- reyndirnar og áætla sem ná- kvæmast þau útgjöld, sem unnt er að sjá fyrir. Sé þessari reglu fylgt, mun afleiðingin verða meiri festa og hófsemi í öllum rekstri ríkissjóðs, samkvæmt þeirri reynzlu, sem þegar er fengin, en ekki aukin eyðsla, eins og ýmsir hafa óttast. Mér finnst framkvæmdir margra forstöðumanna ríkisstofnana bera þess vott, að þeir séu þess albúnir, að leggja sig alla fram um að fylgja fyrirmælum al- þingis og halda fast við áætlan- ir fjárlaganna. Síðan 1918 hafa ráðuneytin verið þrjú. Málaflokkum hefir þó farið sífjölgandi síðan og störfin margfaldazt. Þetta verð- ur til þess, að eftirlit ráðuneyt- anna með hinum einstöku starfsgreinum, verður ófullnægj- andi. Eg held því fram, að mjög vel athuguðu máli, að tími sé til þess kominn, að endurskoða þessa starfstilhögun, og þá sér- staklega með það fyrir augum, að starfsmenn ráðuneytanna hafi aðstöðu til þess, að hafa rneira eftirlit með stofnunum og starfsgreinum en nú er. Það er alveg ófullnægjandi, að fjár- málaráðuneytið eitt hafi slíkt eftirlit í gegnum endurskoðun, eins og við hefir brugðið að þessu.Annarsstaðar er víðast svo að hvert ráðuneyti ber sem allra mest ábyrgð á þeim stofnunum sem undir það heyra, og hefir fullkomna aðstöðu til að fylgj ast vel með í hvívetna. Lántökur á sl. ári. Ég vík þá að skuldum ríkis- sjóðs, og lántökum og lána- greiðslum á árinu 1938. Síðasta alþingi samþykkti heimild handa ríkisstjórninni til þess að taka allt að 12 millj. kr. lán á næstu þremur árum til þess að létta undir með gjaldeyrisverzluninni Var ætlazt til, að 5 milljónir kr. yrðu teknar að láni 1938, en af- gangurinn á árunum 1939 og 1940. Ríkisstjórnin leitaðist fyrir um þessa lántöku, en niðurstað- an varð sú, að hætt var við að bjóða út fast lán erlendis, en í stað þess tekið 100 þúsund ster- lingspunda bráðabirgðalán í Lundúnum, með 4% vöxtum, en um leið ákveðið að fylgjast með þeim möguleikum, sem síðar kynnu að opnast til þess að taka fast lán. Um þessar mundir var ákaflega erfitt um lántökur á enskum peningamarkaði. í maí voru boðin þar út lán án þess að tækist að selja nema crlítinn hluta af skuldabréfum þc im, er á boðstólum voru. Ás tandið versnaði þó enn vegna Tékkó- slovakíudeilunnar. Hafði sá at- burður þau áhrif, að ekki var til aess hugsandi að leita ;áns á meðan á deilunni stóð. EEtir að henni lauk, leit skár út aðeins snöggvast, en syrti bráðlega að á ný, og nú fyrir áramótir komu bær fréttir að mjög væri hert á takmörkunum lánveitinga til útlanda á Bretlandi, sem stæði. Eins og sakir standa, er þ /í ekki rétt að búast við frambúðar lán- töku alveg á næstunni. — í sam- bandi við athugun á lání mögu • leikum, leitaði ríkisstjórnin fyrir sér í Svíþjóð, án þess að jákvæð- ur árangur yrði, a. m. k. að svo stöddu. Hafði borgarstjérinn í Reykjavík verið þar áður og leitað fyrir sér um lán til hita - veitunnar, án þess að málalok hafi enn orðið. Mun lán tT hita- veitunnar verða látið sitja fyrir á Norðurlöndum, þar sem um- leitanir um það gengu á undan og ríkisábyrgð er nú fengin fyrir því láni. Ríkisstjórnin mi;n gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að greiða fyrir hit; .veitu- láninu, og er þeirrar sk iðunar að allt kapp beri að leggja á að það fáist, ekki sízt eins og útlitið er nú í heiminum. Af bráðabirgðaláni því, er ég gat um að tekið hefði veri I, hafa um 820 þús. kr. verið notaðar til þess að greiða afborgawir af samningsbundnum lánum ríkis- sjóðs, en hinn hlutinn he!ir ver- ið seldur öðrum til lúkningar af- borgunum af lánum, og andvirð- ið lagt í sérstakan reikning í Landsbanka íslands. Þó er nokkur hluti lánsins enn óeydd- ur, og mun nánar á það minnzt í yfirlitinu yfir lántökur. er ég mun gera hér á eftir. Á haustþinginu 1937 var sam- þykkt heilmild fyrir ríkis;tjórn- ina til þess að taka 3 millj. kr. lán innanlands. Var ætJazt til þess, að lántakan færi iram í fleiru en einu lagi, og skyldi lán- inu varið til þess að greiða lausaskuldir ríkissjóðs, er mynd- azt höfðu vegna þess, að hann átti fullt í fangi með að lækka skuldir sínar árlega sem i varaði föstum afborgunum. Á ifðasta ári hafa verið gefin út c-g seld ríkisskuldabréf samkvæmc þess- ari heimild fyrir kr. 701 þús. kr. Lán þetta er til 22 ára, afborg- unarlaust fyrstu tvö árin. Vextir eru 5y2% og sölugengi 97. Raun- verulegir vextir eru því ta p 6%. Þá hafa verið taldar þar lán- tökur, sem mestu skipta c g sem snerta ríkissjóðinn og ha is af- komu. Þó eru enn ótaldar i okkr- ar smáupphæðir, vegna 'úgna- kaupa eða ábyrgða, og ve ður á þær minnzt í skuldayfiilitinu. Tvö lán hafa verið tekin vegna stofnana, er sjálfar ei{;a að standa straum af sínum lánum, þótt þær að nafninu til séu rík- islán. Annað er lán til stækkun- ar síldarverksmiðju á Siglufirði, er byggð var 1935. Nam þ ið lán kr. 598 þús. Það er til 20 ara og vextir 5%. Hitt lánið var tekið til stækkunar útvarpsstiiðvar- innar, og nam það 753 þus. kr. Vextir eru 4.5%. Lánstími 10 ár. Skuldabyrði ríkissjjófts hef ir lœkkað um 1 milj. 150 þús. kr. Kemur þá hér sjálft yiirlitið um skuldabreytingar á árinu 1938. (Sjá yfirlitið á næstu siðu). Samkvæmt þessu yfirliti hafa skuldir ríkisins í árslok 1938 numið kr. 46,499 millj. en i árs- lok 1937 námu þær kr. 46.638 millj. Er því skuldalæk kunin samkvæmt þessu kr. 189.830.00. Nú ber þess hinsvegar að gæta, að fullkomin eign hefir slcapazt á móti láninu til síldarverk - smiðj ubyggingarinnar og stækk- unar útvarpsstöðvarinnar, og raunverulega snerta þes;;i lán ríkissjóð ekki, eins og ég sagði áðan, vegna þess að hlut iðeig- andi stofnanir standa íjálfar undir þeim. Þessi lán nema sam- tals 1.353 millj. kr. Þegar ]>að er tekið til greina, og jafnframt að ríkislán þau, sem bankar standa undir hafa lækkað á árinu um kr. 395 þús. verður það ljóst, að lán þau, sem ríkissjóður þ irf að standa straum af, hafa á árinu 1938 lækkað um nálega 1 miljón og 150 þúsundir króna. — Er það aö vísu ekki alveg eins há fjárhæð og ætla mætti eftir tekjuafganginum, e>i það stafar af hinu, eins og eign ayfir-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.