Tíminn - 23.02.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.02.1939, Blaðsíða 4
92 TÍMEVTV, fimmÉndasiim 23. fcS)riiar 1939 23. blað | Rafmagnsofnar eru vöndnðnstu og smekklegustu rafmagnsofnarnir á markaðnum. Fást h}á öllum helztu raftœkjaverzlunum í Reykjavík og Hafnariírðí. MOLAR Ýmsar líkur virðast benda til þess, að Franco telji það hyggi- legt að endurreisa konungdœmið á Spáni. Hinir sigruðu í borgara- styrjöldínni myndu sœtta sig betur við konungsstjórn en ó- grlmuklœdda eínrœðisstjórn Francos sjálfs. Þótt konungdæmið yrði end- urreist, myndi Alfonso fyrrver- andi Spánarkonungur ekki koma til valda aftur. Hann mun ekki óska þess sjálfur, enda á hann litlum vinsœldum að fagna með- al þjóðarinnar. Nœst honum til rlkis stendur þriðji sonur hans, Don Juan Carlo. Don Juan Carlo 20 ára gam- all. Hann er sagður mjög efni- legur maður og er eini sonur Al- fonso, sem hefir verið heilsu- hraustur. Hann er fríður sýnum og vel vaxinn. DonJuanCarlo hefir verið ein- dregið fylgjandi Franco allt frá byrjun styrjaldarinnar og hefir hvað eftir annað boðið honum þjónustu slna. Franco hefir þó hafnað þjónustu hans með þeim orðum, „að hann vildi ekki stofna í hœttu þeim manni, sem síðar gœti haft mikla þýðingu fyrir Spán“. Frá sjónarmiði Francos er þó einn Ijóður á ráði Don Juans. Hann er mikill aðdáandi Eng- lendinga og fylgir enskum sið- venjum út í yztu œsar. Fyrir tveim árum giftist hann lika franskri prinsessu. Þetta hvort tveggja mun talsverður þyrnir í augum Þjóðverja og ítala. * * * Enska stórblaðið „News Chro- nicle“ hefir nýlega snúið sér til sem flestra lesenda sinna og spurt þá um, hvað stór hluti þjóðarinnar fari í kirkju að stað- aldri. Niðurstaðan af þessum at- hugunum blaðsins varð sú, að 27% færu reglulega í kirkju, 41% ekki nema við sérstök tœkifæri, 17% ekki nema til þess að ferm- ast eða giftast og 15% fœru al- drei í kirkju. * * * „News Chronicle“ notaði einn- ig sama tœkifœri til að leggja fyrir lesendur sína ýmsar spurn- ingar viðkomandi heimilislífi. M. a. var ein spurningin um það, hvað hœfilegt vœri fyrir hjón að eiga mörg börn. 37% sögðu að börnin ættu að vera tvö, 28% sögðu að þau œttu að vera þrjú, 20% sögðu að þau œttu að vera fjögur og 15% svöruðu engu. * * * Nýlega fór fram atkvœða- greiðsla meðal 50 þús. skóla- drengja í Bandarikjunum um það, hvaða persónur vœri mest elskaðar í heiminum og hverjar mest hataðar. í fyrri flokknum hlutu Roosevelt og Guð flest atkvœði. — Roosevelt þó nokkru fleirí. — í hinum flokknum féllu næstum öll atkvæðin á Hitler og Mussolini. * * * Nýlega lézt i Gdynia l Pól- andill8ára gömul Zigeunakona. Hún hafði verið gift fimm sinn- um og átti orðið um 400 afkom- endur, sem langflestir voru á lífi. ÚR BÆMJM HúsmæSrafræðsla kaupfélagsins. Næsti fundur verður í Gamla Bíó á morgun kl. 4. Soffía Ingvarsdóttir flvtur ávarp, Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri flytur erindi og loks sýnd finnsk kvikmynd. Vestfirðingamót verður haldið að Hótel Borg i kvöld og hefst með borðhaldi kl. 8. Karlakór Reykjavíkur heldur fyrsta samsöng sinn á þess- um vetri fyrn styrktarfélaga kórsins 1 Gamla Bíó í kvöld. Hefst samgöngur- inn kl. 7. Á sunnudaginn efnir kórinn til opinbers samsöngs í Gamla Bíó. Framsóknarskemmtun verður að Hótel Bor'" á þriðjudags- kvöldið. Hefst hún með Framsóknar- vist og verður verðlaunum úthlutað. Að því loknu dansað. Skemmtunin verður auglýst síðar hér í blaðinu. Reykhyltingafélagið heldur fund í Sambandshúsinu í kvöld. Fundurinn hefst kl. 9Ví. Norðlendingamót var haldið r.ð Hótel Borg á þriðju- dagskvöldið. Hófst það með borðhaldi klukkan 8. Björn L. Jónsson veður- fræðingur setti hófið og stjómaði því. Undir borðum fluttu ræður Sigurður Sigurðsson fyrverandi búnaðarmála- stjóri og talaði um grænlenzka kven- fólkið, og Jónas Jónsson kennari frá Torfalæk, er mæltl fyrir minni Norð- urlands. — Á milli ræðanna var sungið. Klukkan 11 var staðið upp frá borðum og dansað til klukkan 4 um nóttina. Um 330 manns sóttu Norðlendinga- mótið að þessu sinni. Hafnarf jarðardeilan. fFramh. af 1. siðu) rétt að vinnu og vita t. d. menn utan af landi, sem stundað hafa eyrarvinnu hér í bænum, að þeir fá ekki að vinna, nema þeir gangi fyrst í verkamannafélagið Dagsbrún. Virðist ekkert óeðli- legt við það, þó einhverjir for- ráðamenn nýja félagsins hafi ætlað sér að fylgja þessari al- gengu reglu verkalýðssamtak- anna, þó um hana megi hins- vegar deila frá almennu sjónar- miði. Má því segja, að vitnaleiðslur þessar hafi orðið Pétri Magnús- syni til lítils hagnaðar í mál- inu, nema hvað að það rifjar upp hjá ýmsum, að mannlegra væri honum að beina geiri sín- um fyrst í aðrar áttir, ef hann af einlægni vildi vinna gegn atvinnukúgun vinnuveitenda. Fylgi Hlifar í Hafnarfirði viröist mjög fara rénandi, ef dæma má eftir atkvæðagreiðslu, sem fór fram innan félagsins síðastliðinn laugardag. — Var samþykkt með 211:11 atkv. að halda vinnustöðvuninni áfram. Blað kommúnista upplýsti fyr- ir nokkru, að um 600 meðlimir hefðu verið í Hlíf fyrir klofn- inginn og virðist því ekki nema réttur þriðjungur félagsmanna vilja taka þátt í. samfylkingu kommúnista og íhaldsmanna. Togarinn Júní, sem ekki fékk sig afgreiddan í Hafnarfirði vegna vinnustöðvunar, fór til Akraness á þriðjudaginn og var afgreiddur þar. Var ufsinn tek- in til bræðslu í síldarverksmiðj - unni þar. Hafði Héðinn Valdi- marsson ýmsar hótanir í frammi við Akurnesinga, ef þeir af- greiddu togarana, en þeir sinntu þeim engu. Breytlngar á fátækralöggjöfiimi. (Framh. af 1. síöu) mála í landinu þurfi til þess að grípa að ráðstafa mönnum af bj argleysustað til þeirra staða, sem veita sjálfsbjargaraðstöðu. Rétt verður að telja, að þjóðfé- lagið búi fólki, sem hefir óbjarg- lega aðstöðu, búsetu og lífs- bjargarskilyrði, þar sem þau eru auðfengnust, og beini flutningi þess þangað. Drep ég á þetta allt sem dæmi um stefnu tillagnanna. Þá er einnig í þessu frumvarpi tillaga um breytingu á grund- velli fyrir útreikningi styrks úr Jöfnunarsjóði bæjar- og sveit- arfélaga. Er hún miðuð við það, að stofnar þeir, sem reiknað er með sem mælikvarða, verði, að áhrifagildi, í betra samræmi við raunverulegt gildi þeirra fyrir bæja- og sveitafélögin, en þeir eru nú. Þarf alllangt mál til að gera grein fyrir breytingartillögunni í einstökum atriðum, og fer ég því ekki út í það hér. Þá samdi nefndin frumvarp til laga um breytingu á lögum „um afstöðu foreldra til óskil- getinna barna.“ Er sú breyting aðallega gerð til þess að fyrir- byggja, að hægt sé að heimta barnsmeðlög af því opinbera, nema meðlagsþörf sé, því á- stæðulaust er, að í þessum til- fellum — frekar en öðrum, — greiði bæjar- eða sveitarfélög framfærslugjald til fólks, sem getur vel séð sér og sínum far- borða. Loks vil ég nefna í sambandi við framfærslulögin frumvarp, sem nefndin samdi, til laga um byggðarleyfi. Samkvæmt því má atvinnumálaráðherra heimila bæjar- eða sveitarstjórn um stundarsakir að banna inn- flutning fátæklinga, ef bærlnn eða sveitin á við sérstaka at- vinnuleysis- eða fátækraörðug- leika að stríða. í greinargerðinni segir meðal annars: „Ástandið í landinu er ítalskir sjálfboðaliðar. (Framh. af 1. siðu) tillögu, að ítölsku sjálfboðalið- arnir yxðu áfram á Spáni, sem verkamenn, því Franco þurfi hvort sem er erlent vinnuafl til að reisa hið nýja ríki úr rústum styrjaldarinnar. Hefir jafnvel komið til orða, að fleiri ítalir yrðu sendir til Spánar undir því yfirskyni. Að svo stöddu verður engu spáð um það, hvernig þessum reipdrætti stórveldanna muni lykta. En það er talið víst, að stjórnir Frakklands og Bret- lands muni án tillits til þess hvernig honum lýkur, viður- kenna stjórn Francos, sem lög- lega stjórn Spánar og það mjög fljótlega. Vörn stjórnarhersins á Miö-Spáni er talin vonlaus og þessi viðurkeninng er talin stuðla að þvi, að styrjöldinni Ijúki sem fyrst. þannig,að á suma staði flykkist fólk, án þess að hafa þar heil- brigð skilyrði til að lifa. Dæmi þarf ekki að nefna, þau eru deginum ljósari. Leiðandi menn á þessum stöðum verða vitanlega að leggja fullt kapp á það að skapa — eftir því sem unnt er — heilbrigð skilyrði fyrir fólkið, þar sem það er komið, og fá til þess aðstoð þjóðfélagsins. En reynslan er búin að sýna býsna víða, að því meira sem gert er til umbóta á staðnum, því örari verður straumur fólksins þang- að, svo hlutföllin milli atvinnu- skilyrðanna og mannfjöldans batna ekki heldur lakast og hin- um ósjálfbjarga mönnum fjölg- ar meir og meir. Þetta er þjóðarvoði. Verður því jafnhliða atvinnulífsum- bótunum að finna ráð til þess að beina fólksflutningunum innan þjóðfélagsins til þeirra staða, sem veita fólkinu sjálfs- bjargaraðstöðu. Telja mætti nærgöngula af- skiptasemi við frjálsræði manns, sem enn eru sjálfbjarga, að skipa honum að flytja búferlum á tiltekinn stað. Hitt er allt annað, að banna honum að flytja þangað, sem ekki er rúm fyrir hann eða lífsskilyrði. Það er sama og að banna manni að fara í þann bátinn, sem of hlað- inn er fyrir, og er ekki aðeins gert til lífsbjargar honum sjálf- um, heldur líka öllum þeim, sem fyrir eru í bátnum. Tillögur þær, sem í frumvarpinu felast, eru grundvallaðar á réttlæti og nauðsyn slíkra fyrirskipana.“ Er þessi tillaga um byggðar- leyfislög allt önnur, en þær, sem áður hafa komið fram. Geta má þess, að mikill meiri- hluti bæjastjóra og oddvita, sem svöruðu fyrirspurnum at- vinnumálaráðherra um þetta efni í vetur, voru meðmæltir löggjöf um byggðaleyfi. í næsta blaði verður sagt frá fleiri tillögum nefndarinnar. Reykjavíkurannáll h.f. Revyan Fornar dygðir model 1939 Sýning I kvöld kl. 8 og annað kvöld kl. 8 V2 258 Andreas Poltzer: Það er allt og sumt, sem ég veit, Sir. Whinstone fulltrúi var mjög hugsandi, er hann fór burt úr húsinu við Belgrave Square. Hann hringdi í næsta síma- turni til dr. Whinsters, sem hann þekkti persónulega. Læknirinn vildi ekki segja neitt fyrst í stað. En þegar fulltrúinn sat fast við sinn keip, sagði hann að lokum: — Eg hugsa, að ég megi segja við yður, án þess að rjúfa þagnarskyldu mína, að Kingsley lávarður hefir fengið „amne- sie“ — það er að segja misst minnið. Prófessor Doyle, sem kom með mér til sjúklingsins, hefir staðfest það álit mitt. En það merkilega er, að þessi minnis- missir nær ekki til alls þess, sem liðið er, eins og venjulegast er, heldur virðist aðeins ná til þess sem gerzt hefir síðan hann hvarf. — Haldið þér ekki, dr. Whinster, að Kingsley lávarður.... villi sjálfum sér sýn? spurði Whinstone tortryggnislega. Hann fékk fyrst ekki annað svar en eins konar hljóð úr símanum, sem eins vel gat verið hlátur eins og eitthvað annað. Svo sagði læknirinn: — Með öðrum orðum: að hann geri sér þetta upp! Nei, þér skuluð ekki halda það, herra Whinstone! Álit manna eins og Doyle prófessors ætti að vera einhlítt og óbrigðult. Patricia 259 Fulltrúinn hafði nú samt sína skoðun á þessu máli, en þótti hyggilegast að fara ekki lengra út í þá sálma að svo stöddu. Hann spurði: — Herra læknir, eru nokkrar horfur á að lávarðurinn fái minnið aftur? — Já, það er hugsanlegur möguleiki, en heldur ekki meira. * * * Patricia varð ekki lítið forviða, er hún fékk bréf frá hinni alkunnu málaflutn- ingsmannaskrifstofu Thorne, Threemon- ton og Thomas. Hún var beðin að koma til viðtals á skrifstofuna viðvíkjandi mjög áríðandi málefni, sem allra fyrst. Skrifstofur málaflutningsmannanna voru í Lincoln Inn, nálægt skrifstofunni, sem Patricia starfaði í. Húsbóndi hennar gaf hana undir eins lausa, svo hún gæti farið þangað. Þau þrjú Th, sem þeir málaflutnings- itnennirnir Thorne, Threemonton og Tho- mas voru venjulega kallaðir, höfðu afar mikið að starfa, og Patriciu leizt ekki á blikuna, þegar hún sá allan hópinn, sem beið eftir viðtali. Hún sagði til nafns síns og settist á krókbekk og bjóst við að verða að bíða lengi. 1 Henni til mikillar furðu, kom einn \skrifarinn til hennar eftir stutta stund og sagði: — Viljið þér gera svo vel að koma með LÍFGJÖFIN laimð (En Gangster betaler sin Gæld). Áhrifamikil og afarspenn- andi amerísk kvikmynd. Aðalhlutv. leika: BARBARA STÁNWYCK og JOEL MC CREA. Aukamynd: SKRIPPER-SKRÆK nýja Bíóitnmjvtinn^ H ÉG LALG ÞVÍ Frönsk stórmynd er gerist í París. — Aðalhlutverkið leikur fegursta leikkona Evrópu Danielle Darrieux. Þetta er ein af þeim af- burða góðu frönsku mynd- um er allsstaðar hefir hlotið feikna vinsældir og mikið lof í blaðaummæl- um. — Börn fá ekki aðgang. — Kynnist franskri kvik- myndalist. 8 ja::t Happdrætti Háskóla íslands Viixtur happdrœttisins irá ári til árs her vott um vinsœldir þess. 1934 var greitt í vinninga kr. 476.525.00 1935 - — - - 651.575.00 1936 - — - - 745.650.00 1937 - — - - 748.525.00 1938 - — - - 777.725.00 Sumtals á 5 árum 3 miljjónir 400 þúsund hr. Viimingar skiptast nokkurn veginn j a f n t á hvert þ ú s u 11 d mimera, þaiinig, að um 2 0 0 vinningar að nteðaltali koma á hvert þúsund mimera á árl. Er því mikil von hundin við að vinna I happdrættinu, einkum af þvl, að vinn- ingur getur komiö upp á sama mimer mörgum sinnunt á ári. Engfinn hefir ráð á að missa af þeirri von að geta eignast stórfé í happdrættinu \ / 'n Er mjúk sem rjómi og hefir yndislegan rósailm. Fæst í öllum verzlunum, sem leggja áherslu á vörugæði. Auglýsing Jörðin Miðhús, Bæjarhreppi, Strandasýslu, er laus til kaups og áhúðar á vori komandi. iVáiiari upplýsingar gefur eigandi og ábú- andi jarðarinnar ÓLAFLR GLÐJÓNSSOIV.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.