Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ SUNNlÍDAGUR 16. DÉSEMB!eR 1990 STJERSTJt YFIRSJÚHIH ER AÐ GERR EKKIREITT Einar Gíslason fyrrum formaóur Hvitasunnusafnaðarins segir frá eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttir í haust lenti ég fyrir tilviljun á samkomu hjá Fíladelfíu á Náttúrulækningahælinu í Hveragerði. Ég tók mér sæti í þéttskipuðum sal með nokkurri eftirvæntingu, ég hafði aldrei áður setið sam- komu hjá þessum söfnuði. Þegar ég kom inn var ungt par að syngja kristilega söngva með meiri léttleika en ég hef vanist að slíkir söngvar séu yfirleitt sungn- ir. Með upplyftum höndum og björtum svip beindu þau söng sínu til himinhæða og varla var hann stiginn áleið- is þangað þegar annað ungt fólk tók til við að segja frá trúarreynslu sinni, sem var í öllum tilvikum talsvert mikilfengleg. Allt þetta fólk hafði fundið Jesúm. Mér leið eins og hveijum öðrum und- anvillingi sem flækst hefur óvart inná heimili samhentr- ar fjölskyldu og finnur mjög til framandleika síns. En þá kom til sögunnar aldraður, gráhærður maður þéttur á velli og rjóður í andliti. Hann hafði ekki lengi talað þegar mér voru gleymdar allar óþægilegar tilfinning- ar. Þar fór predikari af gnðs náð sem megnaði að hrífa alla tilheyrendur sína með sér. Hann leiddi okkur í saln- um inn í híbýli snauðra sem ríkra og sýndi okkur óhikað inn í sína sálarkirnu. Hér var kominn Einar Gíslason fyrrum forstöðumaður Fíladelfíu. Þó hann sé hætt- ur að veita þeim söfnuði for- stöðu hefur hann engu glat- að af því sem leiddi hann þar til forgöngu. Eftir samkomuna tek ég Einar Gíslason tali. Einar er hiklaus maður. Segist eiga til þeirra manna að telja sem ekki ví- luðu stórræði fyrir sér. „Eg er stolt- ur af því að vera afkomandi Fjalla- Eyvindar," segir Einar. „Örlög Ey- vindar voru grimm og hörð, stúlka að nafni Guðbjörg frá Fossi í Hrun- amannáhreppi varð ófrísk af hans völdum, en faðir hennar gifti hana öðrum manni. Ástarvonbrigði og beiskja urðu hlutskipti Eyvindar. Frá Jóni þessum Eyvindssyni lifa ættir Eyvindar í dag. Sonur Jóns var Eyvindur, hans sonur var Þor- steinn, sem var faðir Einars afa míns. Guðný Einarsdóttir var móðir mín. Faðir minn, Gísli Jónsson, var stórættaður maður, kominn í tíunda lið frá Guðbrandi Þorlákssyni. Á níræðisafmæli föður míns gaus í Eyjum, þar sem hann hafði búið og stundað sjómennsku í meira en fjörutíu ár. Hann sótti snjóinn hart og varð fyrir því í sinni skipstjór- atíð að missa sex sinnum mann út en náði þeim öllum jafnhraðan. Það var lán. Einar afi minn gaf mér í leslaun 12 ára gömlum Vasenhusbiblíu, prentaða í Kaupmannahöfn árið 1747. Afi minn bjó heima hjá okk- ur. Við systkinin fimm sem upp komumst og eru öll á lífi í dag þekktum ekki kynslóðabilið. Afi var í elli sinni í skjóli foreldra minna. Við bjuggum öll í húsi hét Amar- hóll eftir bænum Arnarhóli í Vest- ur- Landeyjum, þar sem foreldrar mínir voru bæði fædd. Ég ólst upp við mikið ástríki frá hendi móður minnar. Hún kallaði mig alltaf Ljúf, enda drakk ég btjóst hennar til sjö ára aldurs. Faðir minn var önnur manngerð, hann var harður. Hann naut aldrei föður síns og sætti sig ekki við það. Mér svipar meira til mömmu. Ég er ljúfur þó ég virðist hijúfur. Þetta kom strax í Ijós. Þeg- ar ég t.d. orðinn tenntur en var enn á brjósti, þá setti ég alltaf varimar yfir tennumar til þess að bíta mömmu ekki, þetta gerði ég af eig- in hvötum. Annað dæmi get ég nefnt. Mjög ungur fór ég í sveit hjá Ólafi Þorsteinssyni í Álfhólahjá- leigu í Vestur-Landeyjum. Hús- bóndi minn var mér góður og ég hafði yndi af sveitaverunni. Ég hafði m.a. þann starfa að fara á milli bæjar og fólksins sem var á engjúm. Ég sat gráa hryssu sem var með jörpu folaldi. Hún var vök- ur og góð. Ég hafði vanalega einn taum uppi í henni og sat hana ber- bakt. Olafur minnti mig á að ég ætti að gefa henni tækifæri til að pissa og drekka og lofa litlu Jörp að drekka: Þetta var í júlímánuði og ég gætti þess vel að hryssan og folaldið fengju að drekka lyst sína. Eitt sinn komum við að læk og hryssan drakka og Iitla Jörp drakk líka. Ég var þyrstur svo ég hugsaði að ég skyldi prufa að fá að drekka hjá hryssunni, fór undir hana og mjólkaði upp í mig. Hún þefaði sitt til hvorrar hliðar. Annars vegar var folaldið sem hún þekkti og hinsveg- ar var ég sem vanalega sat hana berbakt. Hún kunni ekki ver við mig en svo að lyktina samþykkti hún. Ég hafði strax sem barn unun af að njóta lífsins á eðlilegan hátt. Ég fékk raunar tvisvar Iestrar- laun hjá Einari afa mínum. Þau síðari voru mjög vegleg. Hann gift- ist 32 ára gamall 44 ára ekkju með tíu böm og settist í mjög ríkt bú. Hann eignaðist bara móður mína með ömmu minni, Salvöru Snorra- dóttur frá Skipagerði í Landeyjum. Þegar ég var 12 ára var hann orð- inn gamall og sjóndapur og bað mig að lesa fyrir sig. Ég gerði það. Ég las af svo mikilli tilfínningu að við grétum báðir. Að lokum þeim lestri fékk ég hluthafabréf í Eim- skip. Þegar það félag var stofnað sendu Sveinn Björnsson, fyrrum forseti, og Eggert Classen, hæsta- réttarlögmaður, afa mínum bréf og báðu hann að safna hluthöfum. Hann tók 80 lömb og seldi og not- aði andvirði þeirra til að kaupa hlut- hafabréf í Eimskip. í dag er hægt að fá 800 þúsund fyrir þessi bréf. Þegar afi minn gaf mér þessi bréf hafði ég lesið fyrir hann Passíusál- mana í heilan vetur. Þó afi minn væri ánægður með lestur minn var hann ekki ánægður með líf mitt. Hann vildi ég væri kristilegri. Sú ósk hans rættist þegar ég frelsaðist og gerðist félagi í Betel og eignað- ist lifandi trú. Eftir að ég hafði lokið fullnaðar- prófi með níu i einkunn kom Páll heitinn Bjarnason skólastjóri heim til mín til að hvetja foreldra mína til að láta mig halda áfram námi. En þá hafði pabbi orðið fyrir því óláni að flækjast inn í kaupfélag. Hann hafði skrifað sig þar fyrir ábyrgðum og allt í einu var hann ekki lengur eigandi að sínu húsi. Það féllu á hann slíkar skuldir að hann var tólf ár að hafa sig út úr þeim erfiðleikum. Þó hann væri duglegur og hefði tvöfaldan hlut á sjó þá var svo að honum kreppt að við urðum öll að hjálpast að. Ég gat því ekki haldið áfram að læra. Pabbi svaraði Páli þannig: „Það er ekki hægt, ég hef engin ráð á því.“ Þegar ég var 14 ára fékk ég fyrsta mánaðarkaupið mitt hjá Landss- ímanum, 70 krónur. þegar ég kom heim sagði pabbi: „Drengur minn, hvað fékkstu mikið borgað,“ Ég rétti honum seðlabúnkann og hann sagði: „Ég verð víst að fara í ban- kann og borga í víxlahítina.“ Svo tók hann 60 krónur en gaf mér tíu krónur. Eftir þetta hélt ég áfram að læra á almennum vinnumarkaði. Tungu- málakunnáttu og aðra menntun hef ég aflað mér hér og þar. Ég er ekki beiskur út af þessu, mér fannst þetta sjálfsagt því ég elskaði föður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.