Fréttablaðið - 21.09.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.09.2001, Blaðsíða 4
SVONA ERUM VIÐ ÚTGJÖLD UMFRAM FJÁRLÖG Hér að neðan sést hvernig farið var fram yfir heimildir í fjárlögum í út- gjöldum rikissjóðs. Tölurnar gilda fyrir fyrstu fimm mán- uði ársins 2001 og eru í milljónum króna. 2.063 1.983 102 250 177 Almenn Lög- Heil- Almanna i opinber gæsla og j brigðis- trygg. og þjónusta öryggis- mál velferó- ; mál armál ■■■■■ Önnur rikis- sjóðs FLYTUR RÆÐU David Blunkett, innanríkisráðherra Bret- lands, flytur ræðu á þingi Evrópusam- bandsins ( Brussel. jóðir Evrópu- sambandsins: Herða lög gegn hryðju- verkum brussel.belgÍu.ap Aðildarþjóðir Evrópusambandsins samþykktu í gær frumvarp sem kveður á um hertar aðgerðir gegn hryðjuverk- um. Með samþykktinni á að reyna að loka fyrir allar þær lagalegu smugur sem hryðjuverkamenn hafa hingað til getað notað til að komast hjá handtöku í löndum Evrópu. Gangi maður laus sem grunaður er um hryðjuverk í einu aðildarríki ESB skuldbinda hin aðildarríkin 14 sig einnig til að leita að honum. Framsal hans á milli landa myndi einnig ganga hratt og örugglega fyrir sig. Dómar fyrir hryðjuverk verða einnig hertir og eiga þeir sem eiga aðild að slíkum glæpum yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm í öllum aðildarríkjunum. Búist er við að þessar hertu aðgerðir kom- ist í framkvæmd þann 1. janúar á næsta ári eftir að ríkisstjórnir að- ildarríkja ESB hafa staðfest frumvarpið. ■ FRETTABLAÐIÐ 21. september 2001 FÖSTUPAGUR Hryðjuverkamenn í Þýskalandi: Féllu vel inn í fjöldann berlín. ap Fljótlega eftir hryðjuverkin í Bandaríkj- unum í síðustu viku fóru böndin m.a. að berast að þremur mönnum, sem allir höfðu verið búsettir í Þýskalandi og taldir eru hafa tekið þátt í flugránun- um. Mennirnir þrír, sem gengu undir nöfnunum Mo- hammad Atta, Marwan al- Shehhi og Ziad Jarrah, bjuggu um skeið í Ham- STUNDUÐU NÁM í ÞÝSKALANDl Mohammed Atta, Maiwan al-Shehhi og Ziad Jarrah voru vel liðnir i Þýskalandi. Þeir eru grunaðir um að hafa tekið þátt í flugránunum í Bandaríkjunum borg þar sem þeir féllu inn í fjöld- ann. Tveir þeirra stunduðu nám við tækniháskóla í Hamborg og bera bæði kennarar og nemendur þar þeim vel söguna. Allir sem þekktu þá eru gáttaðir á því sem gerðist. Smám saman hafa sífellt fleiri vísbendingar verið að berast lög- reglunni í Þýskalandi sem tengjast rannsókninni og eru þær orðnar meira en 1.500. Verið er m.a. að kanna tengsl þremenning- anna við fimm grunaða hryðjuverkamanna sem handteknir voru í Frank- furt í desember. Lögreglan er farin að beita sömu að- ferðum og notaðar voru þegar Rauða herdeildin svonefnda stundaði sín hryðjuverk í Þýskalandi. Þjóðverjar spyrja sig nú hvort þeir hafi verið farnir að sofa á verð- inum gagnvart hryðjuverkamönn- um upp á síðkastið. ■ Barnaraddirnar eru viðamiklar Börn frá fimm ára aldri geta nú stundað söngnám eftir kennslufræði Japanans Sinichi Suzuki. Um klassískt einsöngsnám er að ræða en leik- urinn er ekki langt undan í söngtímunum. tónlistarnám Tónlistarkennsla eft- ir aðferðum Suzukis hefur staðið hér á landi um árabil. Móðurmáls- aðferðin, eins og hún er kölluð, byggir á að börn læri tónlist á sama hátt og þau læra að tala. Börnin hefja tónlistarnám ung og læra eft- ir eyranu og þátttaka foreldra er lykilatriði. Nokkuð mörg börn hafa lagt stund á hljóðfæranám eftir Suzukiaðferð en söngnám eftir henni er einnig í boði í Suzukitón- listarskólinn í Reykjavík. Kennar- inn er enn aðeins einn hér á landi, Helga Björk M. Grétudóttir. Söngkennsla eftir Suzukiaðferð á rætur að rekja til Finnlands en Helga Björk hóf kennsluna hér á landi árið 1992. Hún leggur áherslu á að um klassískt söngnám er að ræða, ekki fornám fyrir nám á hljóðfæri. „Þetta er fagleg og markviss vinna með röddina og mikið byggt á leik,“ segir Helga. Til dæmis notar hún handbrúður við kennsluna. Kennslan byggir á viku- legum einkatímum og hóptímum á tveggja vikna fresti en þar syngja börnin bæði einsöng og saman. Barnaraddir hafa lítið verið rann- sakaðar að sögn Helgu Bjarkar. „Áður en ég fór að vinna með barn- araddir gerði ég mér ekki grein fyrir hvað þær eru viðamiklar." Þegar Helga Björk byrjaði söng- kennsluna kenndi hún mjög ungum börnum og var með hóp barnshaf- andi kvenna líka. Seinna sá hún að skynsamlegra væri að byggja upp kennsluna með eldri börnum og taka þau svo smám saman yngri i námið. Því tekur hún nú fimm ára börn yngst. Eins og annað Suzuki- SYNGUR MYNDIRNAR SÍNAR Mikael Máni Ásmundsson er 6 ára og hóf söngnám í fyrravetur. Hann syngur mikið og spinnur sin eigin lög, til dæmis teiknar hann myndir og syngur þær um leið. nám byggir námið á hlustun og gef- in er út bók og hljómdiskur sam- hliða. í fyrstu bókinni eru einföld þjóðlög frá ýmsum löndum, í annarri bókinni eru tveggja radda lög og keðjusöngvar og í þeirri þriðju, sem nú er í vinnslu, eru klassísk sönglög. í fjórðu bók er ráðgert að verði íslensk sönglög í bland við ítalskar aríur. Helga kennir rúmlega 20 börn- um og er elsta stúlkan 12 ára en hún hefur stundað söngnámið frá fjögurra ára aldri. Framundan hjá Helgu er áframhaldandi uppbygg- ing námsefnisins og í framtíðinni vonast hún til að kennurum fjölgi. „Þetta er gífurlega spennandi og ég er bjartsýn á framtíðina." steinunn@frettabladid.is Bandaríkin: Afpöntun- um fjölgar new YQRK.AP Röskunin á ýmsum sviðum bandarísks þjóðlífs hefur verið gífurleg síðan hryðjuverka- árásin átti sér stað í Bandaríkjun- um. Tveimur frumsýningum á Broadway hefur verið frestað, sem og tískuviku í borginni auk þess sem hætt hefur verið við ráð- stefnu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í Washington. Plaza-hótel í New York íhugar að loka einum af fjórum veitingastöð- um sínum, en hótelpöntunum í borginni hefur fækkað mikið. Þeg- ar hefur um 3000 hótelstarfsmönn- um verið sagt upp störfum. ■ FRAMTÍÐARHEIMILl Rannsóknarnefnd sjóslysa verður flutt í flugstöðina við Stykkishólm. Hún er þriðja stofnunin sem fer úr Reykjavík í kjördæmi viðkomandi ráðherra. Flutningur ríkisstofnana: Sjötta stofn- unin á lands- byggðina staðsetning Rannsóknanefnd sjó- slysa sem flytur á Stykkishólm um næstu mánaðamót verður fimmta ríkisstofnunin til að verða flutt frá Reykjavík út á land á þremur árum, sjötta ef Jafnréttisstofa er talin með en Skrifstofa jafnréttis- mála sem staðsett var í Reykjavík var lögð niður á sama tíma og Jafn- réttisstofa opnaði á Akureyri og tók við verkefnum hennar. Þróunarsvið Byggðastofnunar var flutt á Sauðárkrók 1998 og á síðasta ári var önnur starfsemi hennar flutt á sama stað. Byggða- stofnun heyrði undir forsætisráðu- neyti til 1. janúar 2000 var þá færð undir iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti. Landmælingar, sem heyra undir umhverfisráðuneyti voru fluttar til Akraness 1. janúar 1999 og á sama tíma var þjónustusvið lána hjá íbúðalánasjóði flutt til Sauðárkróks, í kjördæmi félags- málaráðherra sem stofnunin heyr- ir undir. í maí á síðasta ári var Lánasjóður landbúnaðarins fluttur til Selfoss, í kjördæmi landbúnað- arráðherra sem stofnunin heyrir undir. Síðasta haust tók Jafnréttis- stofa til starfa á Akureyri en Skrif- stofa jafnréttismála sem áður starfaði í Reykjavík sinnti áður þeim verkefnum sem Jafnréttis- stofa gegnir nú. ■ Leiklistardeild Listaháskólans á hrakhólum: Nýtt bráðabirgðahúsnæði menntamál Listaháskóli íslands þarf í vor að rýma það húsnæði sem leiklistar- og tónlistardeildir skólans eru nú í. Þarna stunda 26 leiklistarnemar og 18 tónlistar- nemar á fyrsta ári nám og þar er Nemendaleikhúsið til húsa. Einnig eru í húsnæðinu salir og hljóðeinangrað rými enda fer þarna fram nám flytjenda bæði í leik og tónlist. „Þetta er mjög sér- hæft húsnæði vegna þess að list- greinar sem þarna eru kenndar krefjast þess,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskól- ans. „Við vonumst til að geta fundið lausn á þessu í samvinnu við menntamálaráðuneytið." Lausnin verður væntanlega fólgin í bráðbirgðahúsnæði fyrir starfsemina, sem nota verður þar til endanleg lausn fæst á húsnæð- ismálum skólans. Afar ólíklegt má telja að húsnæði finnist sem HÚSIÐ SEM Á AÐ RÍFA Listaháskólinn hefur 2000 fermetra húsnæði til afnota i gamla Landssmiðjuhúsinu við Sölvhólsgötu. Þetta er að sögn Hjálmars Ragnarssonar rektors skólans bæði gott og skemmtilegt húsnæði. hentar til starfseminnar. Líklegt húsnæði vegna þess að stefnt er er því að leggja þurfi í kostnaðar sama breytingavinnu við húsnæði sem alltaf verður bráðabirgða- að því að Listaháskólinn komist í endanlegt húsnæði, allur undir sama þaki. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.