Tíminn - 19.06.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.06.1980, Blaðsíða 1
Siðumúla 15 • Pósthólf 370 ■ Reykjavík Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387 & 86392# 1 Magalending í Keflavík — þegar hjólabúnaöur bilaði i einni Fokker Friendship flugvél Flugleiöa Kás — Betur fór en á horföist þegar Fokker Friendship F-27 vél frá Flugleiöum neyddist til aö nauölenda á Keflavikurflug- velii kiukkan rúmiega átta i gærkveldi vegna bilunar sem upp kom i hjólabúnaöi hennar. Vinstra aöalhjól vélarinnar virkaöi ekki, og þvi átti Guöjón ólafsson, flugstjóri, ekki ann- arra kosta völ en aö lenda á hægra afturhjóli og nefhjóli, en honum til hjálpar höföu slökkvi- liösmenn á Keflavikurflugvelli undir stjórn Steins Eirikssonar slökkviliösstjóra „Pattons” lagt kvoöu á flugbrautina, til aö draga úr eldhættu. Lendingin tókst i alla staöi vel, ef litiö er til aöstæöna, og sluppu farþegar og áhöfn viö öll meiösli, en vélin er litillega löskuö. Þaö var kl. 17.58 I gærdag, aö Guöjón Ólafsson, flugstjóri, lagöi af staö til Vestmannaeyja, ásamt Baldri Ingólfssyni, flug- manni, og Elisabetu Hákonar- dóttur, flugfreyju, ásamt sextán farþegum. Þegar fariö var aö undirbúa lendingu i Eyjum kom I ljós, aö hjólabúnaöurinn virk- aöi ekki sem skyldi. Virtist svo sem hjólin stcðu á sér, þ.e. ekki var hægt aö ná þeim niöur, þannig aö ákveöiö var aö snúa aftur til Reykjavikur. Eftir nokkrar árangurslausar tilraunir, tókst þó loks aö ná hægra aöalhjóli og nefhjóli niöur, en vinstra aöalhjól stóö eftir sem áöur á sér. Þrátt fyrir tilheyrandi dýfingar I nágrenni Reykjavikur tókst Guöjóni ekki aö nota náttúrulögmálin til aö losa um hjóliö. Kl. 19.40 var ljóst, að ekkert yröi viö þessu gert, og var þá ein flugbrautin i Keflavik undirbúin undir nauölendingu meö þvl aö dæla kvoöu á hana um 5-600 metra hennar. A meðan hring- sólaði vélin-yfir til aö eyöa sem mestu eldsneyti, áöur en nauö- lendingin yröi reynd. Stóö þaö heima, aö þegar eldsneytiö var oröið á þrotum, þá voru Patton og menn hans I slökkviliöinu á Keflavikurflug- velli búnir aö gera brautina „klára”, þ.e. kl. 20.04. Nauölendingin eöa magalend- ingin tókst eins og best var á kosið miöaö viö aöstæöur. Auö- vitaö leitaöi vélin til hægri, þar sem hjóliö vantaöi vinstra megin, þannig aö á endanum lenti vélin utan brautar, eftir aö Hér má sjá hluta þeirra farþega, sem sluppu svo giftusamlega út úr flugferþinni til Eyja, þegar þeir lögöu af staö i langferöabii til Reykjavikur. Tfmamyndir: Róbert. ' Fljótlega eftir lendinguna hófu starfsmenn Flugleiöa undlrbúning aö þvi aö flytja vélina inn i skýll. Byrjuöu þeir á þvi aö „tékka” véiina upp meö púöum. t innfelldu myndinni má sjá Guöjón ólafsson, flugstjóra, sem framkvæmdi magalendinguna I gærkveldi. hafa siglt áfram i froöunni um 400 metra. Strax og vélin haföi stöövast, dreif aö slökkviliösmenn, sem hjálpuöu til viö aö opna vélina og hleypa farþegunum út, sem búiö var aö undirbúa rækilega fyrir lendinguna, enda nægur timi til þess meöan beöiö var þess aö eldsneytisbirgöir þryti. Farþegar voru drifnir inn I mötuneyti, þar sem þeim var gefiö smurt brauö og heitt kaffi, en siöan var þeim safnaö saman I iangferöabil sem flutti þá til Reykjavlkur. Strax eftir lendinguna hófu starfsmenn Flugleiöa aögeröir til aö koma vélinni I skýli, „tékkuöu” hana upp, og stuttu eftir miönætti átti hún aö vera komin I hús. Ekki haföi náöst aö kanna skemmdir vélarinnar áöur en blaöiö fór i prentun. Fyrrnefnd Fokker Friendship vél Flugleiöa, er ein af þeim vélum sem félagiö festi kaup á frá Kóreu fyrir stuttu. Sjálfsagt heföi getaö fariö verr en raun varö á ef ekki heföi átt i hlut Fokker-vél, en þær þykja mjög sterkbyggöar. Bilun sú sem varö I vélinni I gær hefur aldrei komiö upp hér á landi áöur, en kunnugt er um slikar bilanir hjá erlendum flugfélög- um sem nota vélar af sömu gerö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.