Morgunblaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 1
BYGGIR MEÐ ÞÉR Lillevilla smáhýsi Fleiri gerðir enn fáan- legar í takmörkuðu magni á lækkuðu verði. Fyrstir koma fyrstir fá. 89.000 99.900 Miðbær í brennidepli Akureyringar ræða uppbyggingu og skipulag á íbúaþingi | Miðopna Óhollustu úthýst Heildstæð lausn á heilsusamlegum matarinnkaupum | Daglegt líf Erfitt hjá FH  Rómverjum verður refsað  Keppnin um Ryder-bikarinn hefst í dag  Everton skoðar Emil Íþróttir í dag STOFNAÐ 1913 253. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is AÐ MINNSTA kosti átján manns létu lífið í Bandaríkjunum af völdum fellibylsins Ívans, sem fór á land í Alabama í gær, og embættismenn sögðu að tala látinna gæti hækkað. Milljónir manna höfðu leitað skjóls í neyðarskýl- um um nóttina en þegar fólk vaknaði virtist sem fellibylurinn hefði ekki valdið jafnmiklum skaða og óttast hafði verið, að sögn AP-fréttastofunnar. Víða hafa þó tré brotnað og skemmt raflínur og önnur mannvirki og bílar eyðilagst. Mikið eignatjón Linda Garðarsdóttir í New Orleans sagði bylinn hafa sneitt nær algerlega hjá borginni. „Þetta var ekki neitt, þetta var bara smágola,“ sagði hún. Inga Bartley, sem býr í Mobile í Alabama, sagði hins vegar að mikið hefði gengið á um nóttina, há- vaðinn hefði verið gífurlegur. „Það er mikið eignatjón hér, mest í gamla bæn- um. Hér í Alabama eru yfir 600 þúsund manns raf- magnslaus. En trén mín, þau tvö sem ég var hræddust um, stóðu þetta af sér,“ sagði Inga. Stórt tré hefði hins vegar kubbast í sundur í garði ná- grannans og annað brotið lent á síma- og raflínum. Götur væru sumar þaktar laufi og braki. Hún sagð- ist ekki vita til að neitt amaði að Íslendingum á svæðinu. Ívan varð minnst átján manns að bana AP Kona á milli bíls og hjólhýsis sem urðu fyrir trjám í úthverfi Panama City í Flórída þegar fellibylurinn Ívan skall þar á í gærmorgun. ÞAK fauk í heilu lagi af einni álmu Hótels Skaftafells í Freysnesi og stórskemmdi aðra hluta þess, önnur hótelálma færðist til í heilu lagi af steyptum grunni um hátt í einn og hálf- an metra í illviðrinu sem gekk yfir landið í fyrrinótt. Vindur fór um og yfir 50 metra á sekúndu í verstu hviðunum. Gífurleg eyðilegg- ing blasti hvarvetna við í Freysnesi og ljóst að tjónið hleypur á milljónum ef ekki tugum millj- óna króna. Um 40 gestir voru í hótelinu og sak- aði engan þeirra en þeir leituðu skjóls í kjall- ara þess á meðan veðrið gekk yfir. „Þegar þakið fór af var það eins og að heyra rosalega sprengingu. Þetta var rosaleg lífs- reynsla,“ segir Berglind Guðnadóttir sem var á vakt um nóttina. Illviðrið olli eignaspjöllum víðar um land og ferðamenn lentu í hrakningum af völdum þess. Franskir ferðamenn komust heilu og höldnu í Hótel Rangá eftir að hafa fest bíl sinn á leið úr Eldgjá. Tjón varð á kornökrum í uppsveitum Árnessýslu í illviðrinu og eru akrar sums stað- ar alveg ónýtir og miklir skreiðarhjallar, fuku í hávaðaroki sem gekk yfir Vestmannaeyjar í fyrrinótt. Morgunblaðið/RAX Anna María Ragnarsdóttir, eigandi Hótels Skaftafells í Freysnesi, og Ásmundur Gíslason í Árnanesi skoða skemmdirnar en brak var um allt. „Rosaleg lífsreynsla“ Eignaspjöll og hrakningar vegna illviðris sem gekk yfir landið  Illviðrið/4, 6 KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, virðist reyna að losa samtökin úr „kviksyndinu“ í Írak með því að lýsa yfir því að inn- rásin í landið hafi verið ólögleg og draga í efa að hægt verði að halda þar „trúverðugar“ kosningar í janúar, að sögn sérfræðinga í öryggismálum í gær. „Þetta er augljós leið til að segja að Sameinuðu þjóðirnar verði ekki fáan- legar til að aðstoða við að skipuleggja kosningarnar, með tilliti til ófremdar- ástandsins í Írak,“ sagði Francois Heisbourg, forstöðumaður FRS, rannsóknarstofnunar í öryggismál- um í París. Hann bætti við að Annan hefði gef- ið til kynna að ástandið væri orðið svo slæmt í Írak að Sameinuðu þjóðirnar hefðu þar „ekki lengur hlutverki að gegna“. Pascal Boniface, forstöðu- maður IRIS, al- þjóðatengslastofn- unar í París, segir að Annan hafi „lýst raunveruleikanum – þetta stríð átti að leiða til lýðræðis í Írak, en svo virðist sem það verði mjög erfitt að skipuleggja kosningar á sama tíma og átökin harðna“. „Þessar kosningar eru skrípaleik- ur, í ljósi þess að líklegt er að vanda- málin verði ekki leyst á næstu mán- uðum,“ sagði Guillaume Parmentier, forstöðumaður Bandaríkjadeildar Rannsóknarmiðstöðvar í alþjóða- tengslum í Frakklandi (IFRI). „Lausnin er verri en vandamálið,“ sagði Parmentier og bætti við að Annan hefði gefið til kynna að „betra væri að skipuleggja ekki neitt“. Segja innrásina löglega Talsmenn Bandaríkjaforseta og utanríkisráðuneytisins í Washington neituðu því í gærkvöldi að innrásin hefði verið ólögleg. Þeir áréttuðu að bandarísk stjórnvöld litu svo á að ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna hefði heimilað innrásina með því að sam- þykkja ályktun 1441 í nóvember 2002 þar sem Írakar voru varaðir við „al- varlegum afleiðingum“ yrðu þeir ekki við kröfum ráðsins um afvopnun. Sagður reyna að losa SÞ úr „kviksyndinu“ í Írak Annan efar að hægt sé að halda kosningar í Írak í janúar París. AFP.  Annan segir/16 Kofi Annan DANSKA fyrirtækið Nordisk Industripartner A/S stefnir að opnun netmyndbandaleigu hér á landi á næstu mánuðum eða misserum, að því er kemur fram í norrænum vefmiðlum. Fyrirtækið hefur tryggt sér dreifingarréttinn á um 25.000 kvik- myndum á öllum Norðurlöndunum og sagði Lars Henning Christen- sen hjá NI í samtali við Morgunblaðið að menn þar á bæ væru að huga að starfsemi á Íslandi. Sökum þess hve stór hluti íslenskra heimila sé með háhraðatengingu á Netið sé óhugsandi annað en að NI sæki á ís- lenska markaðinn. Netmyndbandaleiga opnuð?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.