Feykir


Feykir - 16.12.1992, Blaðsíða 21

Feykir - 16.12.1992, Blaðsíða 21
44/1992 FEYKIR 21 „Varð svolítið súr þegar þeir réðu Val en ekki mig" Pétur Guðmundsson í viðtali í bókinni„íþróttastjörnur" Þegar ég hóf að leika með Tindastóli haustið 1990 hafði ég verið í endurhæfingu í tæp tvö ár vegna hnémeiðslanna. Mér fannst ég þá kominn í gott form og reyndi fyrst að komast að hjá liði á Spáni. Þá hringdu Tindastólsmenn í mig og buðu mér að koma og leika fyrir félagið. Þetta var í lok september og Islandsmótið ekki hafið. Þeir á Króknum ætluðu sér stóra hluti á íslandsmótinu og höfðu fengið til liðs við sig tvo Tékka. Annar þjálfaði liðið en hinn lék með því. Þeir vildu fá mig að auki og töldu mig þann leikmann sem vantaði til að gera Tindastól að toppliði. Mér leist vel á tilboðið sem ég fékk frá þeim. Ég hafði aðeins heyrt gott eitt um starfsemi körfuknattleiksdeildar félagsins og ákvað að slá til. Að vísu hafði ég aldrei komið á Sauðárkrók og vissi því ekki gjörla hvað Eg haföi verið laus allra mála gagnvart San Antonio síðan árið 1989 og því var mér ckkert að vanbúnaði að skipta yfir á Krókinn. Eg sé alls ekki eftir þeirri ákvörðun minni. Þetta var skemmtilegur tími og hvað mcstan þátt í því átti sá gífurlegi áhugi sem er á körfuknattleiksíþróttinni á Sauðárkróki. íþróttahúsið var troðfullt í hvert sinn sem við lékum heimaleiki okkar. Um 700 manns á leik scm jafn- giltlir því að þriðji hver bæjar- búi mætti. Stemmningin birtist einnig í því að á æfingar okkar horfðu 30-40 manns, en ég hélt að það tíðkaðist aðeins hjá stórliðum úti í heimi. Ahugi íbúanna á Króknum minnti mig svolítið á fyrstu mánuöi mína með Mercer Islandskóla- liðinu. Ekki var talað um annað allan veturinn en körfu- bolta. Stuðningsmennirnir fylgdu liðinu suður í rútum ef þannig bar undir. Þó svo ár- angur liðsins hafi ekki verið sem skyldi, þá var þetta sérstak- lega skcmmtilegur vctur og ánægju- legt að lcika fyrir Tindastól. Ellefu sigrar í röð Að loknu leiktímabilinu, sumarið 1991, fór ég á ný til Bandaríkjanna til að leita mér tækifæra í NBA-boltanum. Það stóð ekki til að fara aftur á Krókinn og ég kom mér fyrir í CBA-dcildinni hjá liði í Suður- Dakóta. En mér gekk illa og sömu sögu má segja um Tinda- stól um þetta leyti. Þeir á Króknum höfðu samband við mig og vildu endilcga að ég kæmi til hjálpar á ný. Eg varð við þeirri ósk og Tindastóli tókst að minnsta kosti að koma spennu í mótið. Við töpuðum fyrsta lcik cftir áramótin gegn KR sem síðar rcyndist okkur dýrkeypt. Eftir þann leik unn- um við cllefu leiki í röð og náöum KR að stigafjölda, en KR hafói haft betur i innbyrðis viðureignum við okkur og komst í úrslitakeppnina. Mér leið ágætlega á Sauðár- króki þó svo það hafi verið viðbrigði að setjast að í svo litlu bæjarfélagi. Hinn mikli körfu- boltaáhugi bæjarbúa gerði dvöl- ina auðveldari fyrir mig. Ég eignaðist góða kunningja þar og af þeim hef ég mest samband við Erling Pétursson sem rekur verslunina Tindastól. Hann og kona hans, Sigrún Skúladóttir, hafa reynst mér mjög vel. Erling og ég stöndum nú saman í inn- flutningi á ýmsum NBA-vör- um, bolum, buxum o.fl. sem ég hóf að flytja inn á síðasta ári. Samband okkar er gott og ég á von á því að það verði þannig í framtíðinni. Valur of villtur Það voru auðvitað einnig viðbrigði fyrir mig að koma til Islands og leika undir stjórn þjálfara sem voru raunverulega í allt öðrum gæðaflokki en þcir sem ég hafði haft í NBA- dcildinni. Tékkneski þjálfari Tindastóls var t.d. menntaður íþróttakennari og sá eingöngu um úthalds- og þrekþjálfun hjá tékkneska landsliðinu í körfu- bolta. Einhverra hluta vegna fékk hann starf sem körfu- boltaþjálfari út á það. Hann hafði því mjög takmarkaða þekkingu á körfubolta, en gerði þó góða hluti á Krók- num. Fyrst og frcmst vegna þess áhuga sem hann sjálfur hafði. Hann sá um þjálfun yngri flokka Tindastóls og sinnti krökkunum mjög vel og það skilaði sér í auknum áhuga þeiiya á íþróttinni. Ég lék svo undir stjóm Vals Ingimundarsonar seinni veturinn, en það samstarf gekk misvel. Okkur gekk ágætlega í deild- inni og liðið náði vel saman og þegar á heildina er litið gekk ágætlega að leika undir stjórn Vals. Auðvitað komu upp deil- ur, en það gerist ávallt þcgar tveir ólíkir pcrsónulcikar og leikmcnn koma saman til að leika með sama liðinu. Valur er frábær leikmaður, en hefur ætíð átt við það vandamál að stríða aö vera of villtur á vell- inum. Hann hefur getað skoraó fjölda stiga í hverjum leik, enda hcfur reynt mikið á það. Auk þcss held ég að honum sjálfum hafi fundist hann þurfa að skora helst 30 til 40 stig í leik. En mér og fleirum fannst hann nýtast liðinu betur ef hann náði að hemja skotgleð- ina og sinna öðrum þáttum leiksins betur. Valur er nefni- lega mjög fjölhæfur leik- maður. Hann er stór og snöggur og nýtur sín vel í vörninni. Hann hefur einnig gott auga fyrir samleik, ef hann vill það við hafa. Auk þess cru send- ingar hans góðar og hittni mikil. Ég vissi miklu betur Ég og fleiri vorum lengi að koma honum í skilning um að hann þyrfti ekki að skora 40 stig í hverjum leik. Og þegar hann svo byrjaði að taka mark VBóMnPÉmÁ] j Draumuriim hestsem ] i kynnt var í Feyki nýlega \ i fœst í öllum helstu boka-\ j verslunum, svo sem j ! BÓKABÚÐ j I BRYNJARS I i_____________i á okkur og lcika samkvæmt því gerði það einmitt gæfu- muninn fyrir liðið. Það sýndi sig vel sl. vetur er við unnum fyrmefnda ellefu leiki í röð. Þá skoraði Valur 20 stig að mcðal- tali í leik og hafði hægar um sig í sókninni. Þar meó náðu fleiri leikmcnn að sýna hvað í þeini bjó. Álagið dreifðist jafnt á alla leikmcnn og Valur var þá ekki eina vopnið. Liðs- hcildin naut sín betur þegar Valur náði að stilla sig af. Ég reyndi að gera honum grein fyrir þessum hlutum en hann tók því ekki alltaf orðalaust. Valur á mjög erfitt mcð að taka gagnrýni því „cgóið” er sterkt. Hann var þjálfarinn og vildi ráða og stjóma. Ég rcyndi því að halda mig á mottunni. Ég fann það glöggt að ég hafði auðvitað meira vit á körfu- bolta en þeir sem stjórnuðu málum hjá Tindastól. Eftir svo mörg ár í körfuboltanum í Bandaríkjunum var það ckki óeðlilegt. Það var því stundum crfitt fyrir mig að taka öllu þegj- andi sem þjálfarinn sagði, vit- andi það að ég vissi miklu bctur. Ekkinotfyrir mig lengurá Króknum Þegar okkur í Tindastóli gekk sem verst fyrra árið sem ég var hjá liðinu átti ég von á því að forráðamcnn liðsins kæmu til mín og spyrðu mig ráða, þar sem ég hafði mestu reynsluna og þekkinguna að baki. En því var ckki að heilsa. Það var lcit- að bcint til Vals. Hann hafði vcrið á Króknum í þrjú ár og var bjargvætturinn og hctjan. Ég varð því svolítið súr þcgar þcir réðu Val sem þjálfara cn ekki mig. Hinsvegar veit ég ekki nákvæmlcga ástæður þcss að Valur var ráðinn. Það segir sig sjálft að eðli- lcgast hcföi verið fyrir forráða- mcnn félagsins að lcita til mín scm mestu kunnáttuna hafði. En þeir völdu annan kost. Þeir völdu Val og það er ein ástæó- an fyrir því að ég lcik ekki á ný mcð Tindastól. Mér fannst fram hjá mér gcngið og fæ því ekki lcngur séð að not séu fyrir mig á Króknum. Sjúkrahús Skagfirðinga Heimsóknartímar yfir jól og áramót. Aófangadagur Jóladagur Gamlársdagur Nýársdagur 18-21 15-17 og 19-21 18-21 15-17 og 19-21 Aðrir tímar eftir samkomulagi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.