Morgunblaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ FBstudfagur 1S. 5gdst 1983 (Jtgeíandi: Framkvæmdast j óri: Bitstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 f lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. AÐ LÆRA SÍNA LEXÍU F'rá styrjnldarlokum og fram * til þess tíma er Banda- rikjamenn knúðu Sovétríkin til að fella niður eldflauga- stöðvarnar á Kúbu, héldu Sovétríkin uppi stöðugri árásarstefnu gagnvart frjáls- um þjóðum heims og stuðluðu að ófriði og illindum hvar sem þeir gátu því við komið. En frjálsar þjóðir snerust til varnar gegn yfirgangi kommúnista, mynduðu At- lantshafsbandalagið og síðar önnur varnarbandalög, styrktu varnir sínar og efldu herafla, og var svo komið strax upp úr 1950, að beinir landvinningar kommúnista höfðu verið stöðvaðir. Eftir ósigurinn í Kúbudeilunni haustið 1962 hefur mjög dregið úr árásarstefnu Sovét- ríkjanna. Þau hafa lært sína lexíu og sannfærzt um að frjálsar þjóðir muni ekki hika við að neyta allra tiltækra ráða til þess að stöðva heims- valdastefnu þeirra. En um líkt leyti og heldur fer að sljákka í foringjum kommún- ista í Sovétríkjunum láta aðr- ir til sín heyra og ófriðlega. Kínverskir kommúnistar hafa nú algjörlega slitið sig undan áhrifavaldi Rússa og keppa nú við þá um áhrif í kommún- istalöndum og kommúnista- flokkum heimsins. Kínverskir kommúnistar hafa allt frá því, er þeir kom- ust til valda látið mjög ófrið- lega, en á fyrstu árum valda- ferils síns höfðu þeir að vísu takmarkaðan mátt til þess að fylgja þeim ófriðarorðum eft- ir. Þeir sendu þó mikinn her- afla til árásar á Suður-Kóreu eins og mönnum er enn í fersku minni. Á síðustu ár- ttm hefur Pekingstjórnin hins vegar færzt mjög í aukana og aukið gífurlega áróðurs- og undirróðursstarfsemi sína víða um heim með misjöfnum árangri. Að mati afrískra leiðtoga stafar kommúnista- hættan í. Afríku nú ekki leng- ur íyrst og fremst frá sovézk- um kommúnistum, heldur frá kínverskum kommúnist- um, sem svífast einskis í und- irróðursstarfsemi þar. Þeir hafa einnig gert ítrekaðar til- raunir til þess að auka áhrif sín í Mið- og Suður-Ameríku, eJtki sízt Kúbu, en hafa farið nokkuð halloka þar fyrir sovézkum kommúnistum, Végna þess, að hinir síðar- pefndu.þafa haft meira fjár- magn en Kínverjar. • En það er þó fyrst og fremst í nágrannalöndum þeirra í Suðaustur-Asíu, sem ófriðarstefna Kínverja hefur komið greinilega í ljós. Áður var minnzt á árásarstríð þeirra í Kóreu. Fyrir nokkr- um árum réðust þeir inn í Tíbet og vinna nú kerfisbund- ið að því að eyða tíbezku þjóð inni, eitt svívirðilegasta þjóð- armorð, sem sögur fara af. Samt lætur Þjóðviljinn sig ekki muna um það í gær, að segja að Kínverjar hafi enga hermenn utan landamæra sinna. Ekki er langt síðan þeir réð- ust með miklum herafla inn í Indland, og nú harðnar í sí- fellu mikil styrjöld, sem háð « : í Vietnam milli kommúnista og frjálsra manna. Kínverjar hafa að vísu ekki sent her- afla til Vietnam ennþá, en öllum má ljóst vera, að Norð- ur-Vietnam gæti ekki haldið uppi styrjöldinni í Suður- Vietnam nema vegna þess, að þeir njóta mikils stuðnings frá kínverskum kommúnist- um. í Vietnam hefur styrjöld nú geisað í nærfellt heilan ald- arfjórðung, og fólkið sem þar býr orðið langþreytt á stöð- ugum styrjöldum, manndráp- um og eyðileggingum af völd- um stríðsrekstursins. Það var þess vegna ekki Óeðlilegt, þótt menn gerðu sér vonir um það í Genf 1954, þegar Vietnam var skipt í tvö ríki, að nú mundi friður loks vera kom- inn á í þessu óhamingjusama landi. Það reyndist hinsvegar ekki vera. Kommúnistar brutu að venju gerða samninga og hófu árásarstyrjöld í Suður- Vietnam. Rússar reyndu á þol rif vestrænna þjóða í Berlín og Kúbu. Kínverjar reyna nú á þau í Suður-Vietnam. Frjálsar þjóðir heims, með Bandaríkin í fararbroddi, eiga ekki um neitt að velja. Þær hljóta að taka upp hanzkann, sem kastað hefur verið, og sýna kommúnistum í eitt skipti fyrir öll, hvort sem það eru rússneskir kommúnistar eða kínverskir kommúnistar, að árásarstefnan borgar sig ekki. Kommúnistar hér á landi hafa haldið því fram, að hin- ir kommúnísku árásarherir í Suður-Vietnam væru studdir af fólkinu þar í landi. Ekkert bendir til þess að svo sé, en hitt er víst, að með hryðju- verkum hafa kommúnistar neytt Suðúr-Vietnambúa til þess að aðstoða sig í stríðs- rekstrinum, og má t.d. geta þess,, að , hryðjuverkamenn kommúnista hafíi myrt nær 2000 embættismenn í smá- borgum og bæjum víðs vegar um Suður-Vietnam, og valdið því, að þúsundir Suður-Viet- Atvik úr bardög- unum vii Duc Co Sjónarvottur lýsir drangurslausum tilraunum til að bjarga flugmanni EINN aí ljósmyndurum Associated Press í Viet- nam, Horst Faas, flaug í vikunni til varðstöðvarinn- ar Duc Co, til að mynda þar og fylgjast með mestu bardögum, sem um alllangt skeið hafa orðið í S-Viet- nam. Hér fer á eftir frá- sögn hans á elnu atviki bardaganna. Duc Co, Vietnam, lO.-ágúst. - (AP) - Verjendur Duc Co, sem verið hefur í umsát Viet Cong síðan 3. júní sl., horfðu í gær úr sandpoka- vígjum sínum, án þess að geta hreyft legg né lið til hjálpar, á tilraunir til þess að bjarga bandarískum flugmanni, sem skotinn hafði verið niður. Flugmannsins er enn saknað — kannski er hann í felum í frumskóginum, kannski fallinn eða hand- tekinn. Flugvél hans var önnur í röð fjögurra bandarískra Floo Subre Sabre orrustuþota, sem síðdegis í gær komu hér á vettvang sem liður í kerfis- bundnum loftárásum Banda- ríkjamanna til stuðnings land- gönguliðasveitum stjórnar- innar í Saigon, sem héldu úr austurátt áleiðis til Duc Co. Flugvél nr. 2 fylgdi í kjöl- far foringjans, steypti sér nið- ur, sleppti sprengjum sínum yfir stöðvum Viet Cong, og þaut síðan upp aftur. Þotan komst í nokkur þúsund feta hæð, en skyndilega virtist hún stöðvast snögglega og eins og hanga í loftinu. Síðan steypt- ,ist hún beint niður í átt til frumskógarins. Það brakaði í eftirbrennurum hennar líkt og þrumur væru, er flugmaður- inn reyndi án árangurs að rétta úr dýfunni. „May Day, May Day, ég sé flugvél hrapa“, kallaði Ed- ward T. Richards, kapteinn í sérlegum sveitum Bandaríkja hers (Special Forces) í sím- ann. Án þess að skeyta hið minnsta um skeyti sprengju- varpa og riffilskothríðina, sem dunið hafði yfir allan daginn, stóð Richards gleiður fyrir utan sandpokavígið, til að fylgjast með atburðum. Svört fallhlíf opnaðist, og skuggamynd hennar bar við bjartan kvöldhimininn í meira en eina mínútu. Her- mennirnir, sem vörðu þessa afskekktu varðstöð, horfðu þögulir á fallhlífina hverfa á bak við hæð á því svæði í frumskóginum, sem er á valdi Viet Cong kommúnista. í fjarlægð heyrðist gelt þungra vélbyssna. Síðustu tvær þoturnar úr fylkingunni, sem höfðu fram- kvæmt sprengjuárás sína, tóku að sveima yfir flugmann inum, líkt og fuglar, sem kvæmt sprengjuárás sína, tóku að sveima yfir flug- manninum, líkt og fuglar, sem verja hreiður sitt. Lítil einhreyfils L19 könn- unarflugvél, sem hafði leið- beint þotunum í sprengjudýf- um þeirra, var einnig á flögri í nágrenninu. Tvær F104 Star- fighter-þotur, og fyrsta Sabre þotan, slógust í hópinn. Skyndilega sást flugmað- urinn þjóta yfir rjóður í átt- ina að þéttum trjágróðri. Flug maðurinn á L19 vélinni sá skæruliða Viet Cong á hlaup um á eftir honum í minna en 500 metra fjarlægð. Gusa úr vélbyssu Viet Cong Framihald á bls. 13. nambúa hafa flúið frá þeim héruðum, sem þeir hafa náð tökum á. Enginn þarf að efast um friðarvilja frjálsra þjóða og Bandaríkjastjórn hefur marg- ítrekað óskir sínar um að taka upp samningaviðræður um Vietnam-málið. Enginn þarf að láta sér detta í hug, að Bandaríkjamenn hafi sér- staka löngun til að senda æsku sína til styrjaldar í fjar- lægju landi; þaðan eiga marg- ir hinna ungu manna ekki aft- urkvæmt. En það liggur ljóst fyrir, að kínverskir komm- únistar hafa enn sem komið er ekki lært sína lexíu eins og Rússar virðast hafa gert. Kínverskir kommúnistar halda enn, að hægt sé að ganga á hlut frjálsra manna. Það verður að kenna þeim það í eitt skipti fyrir öll, í Suður-Vietnam, að slíkt er misskilningur. Þeir vérða að læra sína lexíu líka. LEIÐINLEGT NÖLDUR að eru engin ný sannindi, að ekki er hægt að rök- ræða við Framsóknarmenn á málefnalegum grundvelli, og yfirleitt hafa menn ekki nenningu í sér til þess að svara því leiðindastagli, sém rpálgagn Framsóknarmanna ber á borð fyrir lesendur sína. Stundum gengur ófyrirleitni þeirra þó svo langt, að náuð- synlegt verður að leiðrétta ósvífnustu rangfærslurnar og það gerði Morgunblaðið fyr- ir nokkru, þegar Tíminn hélt því fram, að aldrei hefðu verkföíl verið jafri mikil og í forsætisráðherratíð Bjarna Benediktssonar. í forustugrein hér í blaðinu var þetta mál rakið rækilega og bent á, að í 2x/2 ár hefur tekizt að skapa hér almennari vinnufrið en auð- ið hefur verið síðasta ald- arfjórðunginn. En málgagn Framsóknarmanna heldur á- fram dag eftir dag, grein eft- ir grein, að halda á lofti rang- færslum sínum, og því verð- ur ekki hjá því komizt, að benda enn einu sinni á höf- uðatriði þessa máls. Það er óumdeilanleg stað- reynd, að frá því. í desember 1963, hafa ekki orðið almenn verkföll hér á landi á borð við það, sém áður tíðkaðist. Þessu til sÖnnunar má benda á 4tð verkamannafélögin í landinu, iðnaðarmannafélög- in, verzlunarmánnafélögin og fjöldamörg önnur verkalýðs- félög, hafa ekki efnt til al- mennra verkfalla á þessu tímabili. Verkamannafélögin sömdu í júní 1964 án verkfalla. Þau sömdu aftur nú í júní og júlí 1965 án verkfalla, og rennur samningstími þess samkomu- lags út í júní 1966, Öll önnur verkalýðsfélög sömdu í júní 1964. Samningar starida enn yfir við iðnaðáfttiannáfélögin og sjómenn og farmenn, en þessi félög hafa þrátt fyrir það að tveir mánuðir éru liðn ir frá því að samningstími þeirra rann út, ekki enn boð- að almenn verkföll, og ekk- ert bendir til þess að svo verði. Auðvitað hefur ekki verið komizt hjá einhverjum verk- föllum á þessu tímabili. Sjó- menn gerðu t-d. verkfall í janúarmánuði sl., flugmenn á tveimur flugvélum Loftleiða gerðu verkfall í vetur. Síld- arflotinn stöðvaðist í nokkra daga í sumar. En það er ó- hrekjanleg staðreynd, sem Tíminn og Framsóknarmenn komast engan veginn fram hjá, að í tíð núverandi for- sætísráðherra hafa almenn verkföll ekki orðið, sem náð hafa til jafn víðtækra starfs- hópa og áður var. Stórar starfsgreinar hafa ekki lam- azt til langframa í jafn mikl- um mæli og áður, og þótt eitthvert tjón hafi orðið af þeiin verkföllum, sem þó hafa orðið á þessu tímabili, er það ekkert í líkingu við það, sem tíðkaðist hér á landi í aldarfjórðung í verkfalls- málum. Öllum öðrum en skriffinn- um Tímans aetti því að vera ljóst, að það er rétt, sem Morg unblaðið hefur haldið fram, að almennari vinnufriður hef- ur ekki verið hér á landi en nú, Sjálfsagt kemst þessi stað- feynd ekki inn í heilabú þeirra, sem Tímann skrifá ;og er raunar varla við þyí að bú- ast, en menn verða að taka því méð jafnaðargéði, þótt hugmyndasnauðir og ófyrir- Jeitnir Framsóknarmenn haldi enn áfram leiðinlegu nöldri um þetta mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.