Morgunblaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 19
! Pöstudagur 13. ágSst 1965 M0P*?(f MQf 40/Ð 19 VEIJIÐ RÉnA LEID AÐ RETTU MARKI Eftir Axel V. Tulinius, sýslumann RÆÐA sýslumanins Suður- /Múlasýslu, Axels V. Tulinius, á Skógarhátíð UJ.A. í Atla- » vík, sunnudaginn 1. ágúst T 1965: Góðir hátíðargestir! Um leið og ég hef mál mitt vil ég þakka stjórn U.I.A. fyrir að hafa vikizt undir þann vanda að stofna til hátíðar þessarar. Ég vil einnig þakka skógrækt ríkisins fyrir að hún lét sam- bandinu í té fegursta skóg ís- lands til hátíðarhaldsins. Til þess að halda skógarhátíð — skógarhátíð, sem fyrst og fremst er ætluð æskulýð Austurlands og raunar öllu æskufólki, sem kýs að leggja leið sína hingað um þessa lengstu helgi sumars- ins. Það var raunar ekki vanza- laust, hvorki fyrir HallOrms- staðarskóg né æskulýðssamtök Austurlands, að orð fór af því að sukk og svall setti æ sterk- ari svip á samkomur hér — og þá ekki sízt að æskulýðurinn ætti sinn mikla þátt í því. Enda hafa ekki verið haldnar hér samkomur um þessa helgi í nokkur ár undanfarið. Nú er til þessarar skógarhá- tíðar efnt til þess að gera til- raun til þess að halda hér sam- komu í anda heilbrigðrar lífs- gleði án gervigleði áfengisnautn ar — í anda lífsþróttar hrausts æskufólks án eftiröpunar á lausung sumra okkar af eldri kynslóðinni, í anda léttlyndis án léttúðar. Það var orðin tízka fyrir nokkrum árum meðal æsku- fólks höfuðstaðarins og annarra staða, þar sem náttúra íslands tjaldaði sínu fegursta og hafa meðferðis miklar birgðir áfeng- is og neyta þess ótæpt, svo af urðu hin mestu spjöll — ekki sízt á fólkinu sjálfu. Vafalaust var hér ekki um að ræða nema lítinn hluta alls æskufólks þess ara staða. En þessi hluti var ágerandi og réði tízkunni um skeið. — Nú skilst mér að þetta sé liðin tíð. Þessi áfengistízka sé orðin úrelt. Úreltari en tízku flíkurnar frá í hittifyrra. Oft er tízkan hér Eystra alllöngu á eftir tímanum, en ég trúi því ekki að æskulýður Austurlands hafi hug á því að tolla í eld- gamalli og úreltri spillingar- tízku frá Reykjavík, sem æsku- fólk þar hefur nú snúið baki við. Okkur er tamt að tala með trega um það, að ísland hafi verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru, þegar það var numið af forfeðrum okkar. Þetta bendir til þess að skógur á íslandi heyri fortíðinni til. Þetta er að vissu leyti rétt. Sögulega litlar menjar skóg- anna eru við lýði í íslandi nú- . tímans. En skógræktin á ís- landi er barn 20. aldarinnar, og hún heyrir framtíðinni til eins og æskufólkið, sem í dag eru ábyrgðarlitlir 'unglingar, en verða forystumenn næstu ára- tuga. Það fer þessvegna vel á því að halda skógarhátíð, ætl- aða æskulýðnum, halda hátíð æskufólksins hér, þar sem skóg ræktin hefur náð hvað beztum árangri — í mesta skógi ís- lands. Á íslandi hefur nú um sinn tekizt að halda uppi þjóðfélagi talsverðrar velmegunar, vel- sældar og vaxandi félagslegs réttlætis. Þetta er m. a. ávöxt- ur starfs þeirra, sem voru æsku fólk í byrjun þessarar aldar — og síðan hefur hver kynslóðín skilað þeirri næstu landinu betra en hin tók við því sjálf. Nú fær æskufólk nútímans í h.endur land meiri möguleika en nokkurri kynslóð hefur áð- ur hlotnazt. Æskufólk dagsiss í dag erfir sjálfstætt og full- valda þjóðfélag, sem leyst hef- ur mörg verkefni frumbýlisins, en’býður fram enn fleiri óleyst úrlausnarefni nútíðar og fram- tíðar. Vegna hins síaukna hraða í þjóðfélagi nútímans og síauk- inna krafna um bætt lífskjör, verða þau úrlausnarefni, sem æskufólkið í dag fær að glíma við á manndómsárum sínum miklu fleiri og fjölbreyttari en næsta kynslóð á undan fékkst við. Til þess að verða við því búinn að leysa verkefni fram- tíðarinnar þarf hver æskumað- ur — stúlka og piltur — að búa sig betur undir lífsbarátt- una en foreldrar hans. Fyrst og fremst þarf æsku- fólkið með aðstoð heimila og skóla að byggja upp skapgerð sína — efla sálarþroska sinn. Því með því, skapast möguleik- ar til þess að ná settu marki. Því marki sem hver setur sér í samræmi við hæfileika sína og hneigðir. Og æskufólki er tamt að setja markið hátt. Og æskufólkið á að setja sér bæði há og háleit mörk. Hin efnislega lífsbarátta svo fámennrar þjóðar sem íslend- ingar eru, sem vill vera í fremstu röð menningarþjóða um lífskjör allra borgara sinna, hlýtur að vera hörð. Vegna fá- mennis er krafizt meiri afreka af hverjum einstaklingi, en meðal fjölmennari þjóða. Hver einstakur íslenzkur æskumaður verður að gera meiri kröfur til sín en æsku- menn annarra þjóða. Þjóðfélag framtíðarinnar, þ.e. þjóðfélagið sem æskufólkið í dag fær í arf og til varðveizlu og framþróunnar, krefst starfs- .fólks, sem kann á mörgu skil, og sem hefur þrek til að beita kunnáttu sinni og hæfni að erf- iðum viðfangsefnum. Hver sjó- maður er í dag að segja má með milljónar verðmæti í skipi og tækjum í höndunum. Það krefst ábyrgðar og þreks. Eftir áratug verður verðmæti tækj- anna á hvern einstakan e.t.v. margfaldað. Sama er að segja um bændur og búskapartæki. Um iðnaðinn, þriðja höfuð- atvinnuveg okkar á þetta þó allra helzt við. Við erum rétt við upphaf iðnaðaraldarinnar á íslandi nú og vitum raurivefu- lega lítið um hversu stórfelldar breytingar við eigum þar í vændum. Breytingar, sem allar hafa í för með sér aukin verð- mæti í tækjum og vélum í höndum hvers starfandi manns. Við hvert slíkt tæki þarf að starfa maður, sem í dag er æskumaður, og sem verður að kunna vel til verka. Á sviði vísinda og rannsókna eru komin til svo margbrotin tæki og fljótvirk, að við eldri kynslóðin eigum bágt með að skilja þau. Æskumenn í dag eiga að fara með slík tæki, éða enn flóknari og afkastameiri tæki á morgun. Þeir þurfa að vita hvað þeir gera. Á sviði samgángna fleygir tækninni fram þessi árin og næstu áratugi. Æskumaður, sem í dag dreymir um að verða flugmaður fær í hendur flug- vél, sem fer e.t.v. margfalt hraðar en hljóðið, þegar hann er kominn á starfsaldur, í stað þeirra sleða, sem í dag fara með 400—700 km hraða á klst um loftið. Hann þarf að kunna á mörgu skil, hafa ríka ábyrgð- artilfínningu og vera viðbragðs fljótur. Hann þarf að hafa heil- brigða sál í hraustum líkama. Islendingár hafa haslað sér völl á sviði flugsamgangna. Það voru æskumnn fyrir 20—30 ár- um sem lögðu grundvöllinn þar. Þeir sem taka við verða að vera mörgum sinnum fær- ari en þeir. Þess krefst síaukin tækni. Ungar stúlkur verða í dag eins og frá órofi alda að búa sig undir að verða mæður og skila þjóðinni næstu kynslóð æsku- fólks. En þær taka einnig sí- fellt meiri þátt í atvinnulífinu. Margar um nokkra ára skeið áður en heimili er stofnað. Með al eftirsóttustu starfa ungra kvenna er flugfreyjustarfið — og margar sækjast eftir að verða kjörnar fegurstar stall- Axel V. Tulinius systra sinna. Hvorugt þetta næst nema með ástundun heil- brigðs lífernis. Flugfreyja leys- ir af höndum mjög erfitt starf, ætíð með bros á vör. Hún'þarf að vera hraust, og að hafa til að bera þekkingu, þol, snar- ræði og tamið geð. Þá þarf feg- urðardrttningin ekki síifSur á sterkri skapgerð að halda auk líkamsfegurðar. Hún þarf að standa í ístaðinu og standast ótal freistingar. — Standa sig. Æskufólk í dag þarf að hug- leiða allt þetta og margt fleira. Fyrst og fremst þarf það að setja sér markið. Hvar verða mínir hæfileikar að mestum notum fyrir þjóð mína í fram- tíðinni, og hvar nýt ég og fjöl- skylda mín þeirra jafnframt bezt? Hvert sem markið er, eru þrjú frumskilyrði, sem þarf að uppfylla. Hið fyrsta er mennt- un til starfsins, hvort sem starf ið verður svo unnið með huga eða hönd. Annað er varð veizlá heilbrigðs líkama með hollum lifnaðarháttum og hið þriðja en e.t.v. þýðingarmesta, er efling sálarþroskans, upp- bygging sterkrar skapgerðar. Margir Islendingar hafa skar- að fram úr á ýmsum sviðum hins nýja heims og þá oft í starfi hjá öðrum þjóðum sem veita tækifærin. Ekki er það nein firra að láta sér detta í hug að upp frá íslandi verði einhverntíma lagt í ferð um himingeiminn. E.t.v. verður einhver æskumaðurinn, sem nú er hér fyrsti íslenzki tunglfar- inn. Hvort haldið þið að það verði sá sem tollir í úreltri spillingartízku lélegasta hluta höfuðstaðaræskunnar, eða hinn, sem ver tíma sínum til náms, starfs og hollra frístundaiðk- ana og lætur lífsgleði sína og æskuþrótt fá útrás í dansi og hollum leikjum auk starfs. Einhver unglingsstúlkan hér verður svo e.t.v. flugfreyjan í geimferðinni og margar ykkar verða sjálfsagt um skeið venju- legar flugfreyjur. Haldið þið ekki að það verði þær stúlkur, sem verja frítímum sínum til að auka þekkingu sína og til ástundunar hollra skemmtanna og íþróttaiðkana fremur en hin ar sem kæra sig kollóttan um hvernig þær kunna að veltast gegnum æskuárin. Ég hefi rætt þetta nú vegna þess að við lifum slíka umbrota tíma, að viðhorf veraldarinnar til æskufólksins í dag er ger- ólíkt því sem mætti þeim sem voru æskufólk í gær, þ.e. næstu kynslóð á undan. Og þessi hátíð er fyrst og fremst ætluð æskufólki. Þjóðfélagið býður æskufólki nútímans — ykkur sem hér eruð margvísleg tækifæri og að stoð til að búa ykkur undir að leysa á farsælan hátt fyrir ykkur verke’fni framtíðarinnar. Skólakerfi landsins þenst út, og kennaralið skólanna verður æ betur menntað. Fjöldi æsku- fólks fær kost á námi erlend- is við menntabrunna ýmissa helztu menningarlanda heims. Skipulögð aðstoð um starfsval er flestum unglingum tiltæk, þar 'sem fundnir verða beztu hæfileikar hvers og eins. Hjálp til mótunnar sterkrar skapgerðar, veita heimili ykk- ar og skólar eftir því sem þess- ir aðilar geta og eftir því sem þeir komast að ykkur, að sál ykkar t. d. fyrir öðru tízku- fyrirbrigði, sem fylgt hefur velmegun síðustu áratugi, sem er sjálfbirgingsþáttur æsku- lýðsins. En sumt æskufólk virð ist telja leiðbeiningar óþarfa afskiptasemi, eldfornra öld- unga, af einkamálum sínum. Á öllum tímum hefur æsku- fólki auðvitað fundizt þetta, en auknar tekjur og ekki sízt "auknar tekjur unglinga virðist hafa keyrt þetta sjónarmið úr hófi fram. Á þessu sviði — upp eldinu — tel ég að okkur næstu kynslóð á undan nútíma- æskunni hafi mistekizt mest. Okkur hefur ekki tekizt sem skyldi að halda trúnaði æsku- lýðsins, sem lifir allt aðra tíma á flestum sviðum þjóðlífsins en við á þeirra aldri. lír þessum mistökum geta engir bætt gagnvart ykkur æskufólk dagsins í dag, nema þið sjálf. Þrátt fyrir alla skóla, allar uppeldistilraunir og allar leið- beiningar um starfsval og þess háttar eruð það þið, sem velji*. Þjóðfélagið skilur ykkur eftir fullt valfrelsi um það, á hvað* braut þið viljið leggja í liCL ykkur — og hvernig þið búii ykkur undir að feta þá brauí, sem þið veljið. A hverjum * æskumanni hvílir sú ábyrgð a® velja brautina, að velja sér tak- mark að keppa að um hlutverk í heimi og starfi "framtíðarinn- ar. Allar kynslóðir á undan honum eða henni — geta að- eins miðlað eða skilið eftir þekkingu um það liðna, og e.t.v. spár um framtíðina. Hina raunverulegu framtíð verður hver æskustúlka og ungur pilt- ur að velja sjálf og skapa sjált zEn það er æskufólkið eitt sem á þessa kost. Við þeir eldri höfum þegar valið og auðvitað tekizt á ýmsan veg. Þessvegna eru æskuárin svo dýrmæt, þau koma aldrei aftur. Þessvegna langar mig til að benda ykkur á að nota æskuárin vel. Reyna að velja rétt. Og reyna að verja æskuárunum til undir- búnings heillaríks starfs fyrir ykkur sjálf og þjóðfélag fram- tíðarinnar. Veljið rétta leið að réttu marki. Við eldri kynslóðin höfum á stundum gert ykkur val þetta erfitt með því að hafa fyrir ykkur allt annað en hollt hátt- erni og með því beinlínis að glepja fyrir ykkur með sam- komuhaldi og ýmsum freist- ingum. Þessi áfengislausa skóg- arhátíð er liður í baráttu fyrir því að breyta þessu viðhorfi. Þetta er í fyrsta skipti, sem þessi tilraun er gerð hér Aust- 'anlands. Ég vona að hún tak- izt. Það yrði mörgum til bless- unar. En til þess að svo megi verða treysti ég fyrst og fremst á ykkur æskufólkið sjálft. Við verðum í þessum efnum sem öðrum um val ykkar að treysta á ykkur. Það hefur ennþá aldrei verið þýðingarmeira en í dag, að nægilega margt æskufólk velji réttu leiðina að réttu marki. Búi sig undir átök við mikil og síbreytileg verkefni framtíðar- innar, með því frá upphafi að rækta með sér þá eigisleika, sem gera það að burðarstólpum framtíðarþjóðfélags á íslands. Einn þessara eiginleika er hófsemi í lífsnautninni, hófsemi á nautnalyf og hófsemi í eftir- læti við sjálfan sig. Hin fjölbreyttu og flóknu tæki, sem notuð verða til að leysa verkefni framtíðarinnar krefjast allsgáðra starfsmanna. Til þess að ísland dragist ekki afturúr öðrum menningarþjóð- um í framtíðinni, þarf það að hafa á að skipa nægilega mörg- um allsgáðum starfsmönnum. Og til þess að geta orðið gild- ur starfsmaður framtíðarinnar þarft þú æskumaður dagsins 1 dag að vera allsgáður þegar á æskuárunum. Hvað þá heldur Framhald á bls. 13. OSTA-OG SMJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.