Morgunblaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBUkÐIÐ Föstudagur 13. ágúst 1965 Líknarsjóður íslands hefur úthlutað 451 þús SKIPTJLAGSSKRÁ Líknarsjóðs íslands er dagsett 22. marz 1933 (sbr. Stjórnrtíðindi, 13. deild 1933). Honum er ætlað yfirverð líknarfrímerkja og gjafir, sem kunna að berast. „Tilgangur hans er að styrkja með fjárframlög- um hvers konar líknarstarfsemi í landinu, einkum slysavarnir, barnahæli, elliheimili og þess háttar fyrirtæki." Stjórn sjóðs- ins má úthluta árlega allt að 80% af tekjum hans liðið ár. En 6. hvert ár má þó verja allt að helming höfuðstólsins til nýrra framkvæmda," segir í skipulagsskránni og ennfremur: „Stjóm sjóðsins skal skipuð 3 mönnum til 6 ára í senn. Slysa- varnafélag fslands tilnefnir einn, væntanlegt Landssamband ís- lenzkra líknarstofnana annan og samgöngumálaráðuneytið þann þriðja. Ráðuneytið skipar tvo á meðan það samband er óstofnað. Þrír varamenn í stjóm eru skip- aðir á sama veg. Endurskoðend- urna skipar ráðuneytið.“ Fyrstu árin var sala líknar- merkjanna lítil, málið var lítt kunnugt póstmönnum sem öðr- um. Gísli Sigurbjörnsson, for- stjóri á Grund, mun hafa verið aðalhvatamaður málsins í byrj- un. Frá honum er langt bréf meðal elztu skjala sjóðsins um sölu í ýmsum löndum, mörgu góðu starfi til aðstoðar. En aldrei var það bréf prentað, held ég. Yfirverð fyrstu fjögurra líkn- arfrímerkjanna frá 1933 var sam tals krónur 1.05, sem Líknarsjóð- ur fékk. Fyrsta árið varð sú upphæð alls kr. 3.261.96, en miklu minni næstu þrjú árin. Var þá dregið að úthluta úr sjóðnum til 1937, en síðan hefir árlega verið úthlutað styrkjum til ýmissar líknarstarfsemi, nema eitthvað tvisvar, þegar tekjurnar voru mjög litlar. Eins og meðlögð skýrsla sýnir, hefir Líknarsjóður úthlutað alls krónum 451.100,00 fram að þessu. Er það fé allt yfirverð 1. og 2. útg. líknarmerkja, nema kr. 51.080,79, sem póststjórn lét af hendi árin 1955—1961 og er yfirverð tveggja frímerkja, sem kennd eru við Hollandshjálp og óseld voru 1/1 1955, þegar búið var að ljúka HollandshjálpinnL Síðasti hluti þeirra merkja seld- ist alveg árið 1961. Auk þess hafa 3 einstaklingar gefið sjóðnum alls kr. 221.00 á liðnum árum. í stjórn Líknarsjóðs hafa ver- ið: Þorsteinn Þorsteinsson, skip- stjóri, í Þórshamrd, til 1946, Jón Pálsson, bankaféhirðlr, til 1944 og Ásmundur Guðmundsson, fyrrv. biskup, til þessa dags. Magnús Sigurðsson, bankastjóri, Geir Sigurðsson 1937—54, Ólaf- ur Björnsson, kaupmaður, Akra- nesi, 1956—’58. Séra Sigurbjörn Á. Gislason 1945 (var áður í vara stjórn), Árni Ámason, kaupmað ur í Reykjavík, 1958, báðir til þessa dags. í varastjórn hafa verið um hríð: Sigurbjörn Einarsson, bisk- up og Egill Sandholt, póstritarL Endurskoðendur hafa verið: Sr. Árni Sigurðsson, frikirkju- prestur, Steingrímur Arason, kennarþ sr. Sigurjón Árnason og nú sr. Bjarni Jónsson, vígslu- biskup, og sr. Jón Skagan, ævi- skrárritari. Reynslan hefir sýnt, að líkn- armerkin seljast langbezt árið, sem þau koma út, og þegar þau eru að þrotum komin. í fyrra var 2. útgáfan þrotin og tekjur sjáðsins því engar. En þegar 3. útgáfan (rjúpurnar) kom í janú- ar 1965, seldist hún svo ört, að póststjórnin gat látið Líknar- sjóð fá í júlí sl. 100 þúsund kr. af yfirverðinu. Ákvað þá sjóðs- stjórnin að úthluta um 80% af því í september, en væntanlega ekki til annarra stofnana en þeirra, sem skrifa oss fýrir ágúst lok og fara fram á styrk, og sendi um leið afrit af síðasta árs- reikningi eins og skipulagsskrá ákveður, en sumir hafa gleymt. Svipað má segja, ef um styrk til nýrra framkvæmda er að ræða. Greinileg umsögn um þær er nauðsynleg. Reglan er sú, að styrkja ekki þær líknarstofnan- ir, sem ríki eða bæjarfélag sjá alveg um. En um fram allt, mun- ið að skrifa oss fyrir 1. septem- ber n.k. Áritun er: Líknarsjóður íslands, Pósthólf 62, Reykjavík. 8. ágúst 1965. Sigurbjörn Á Gíslason. LÍKNARSJÓÐUR ÍSLANDS hefur styrkt þessar stofnanir síðan hann tók til starfa 1937 til 1/11965 sem hér segir: Kr. (þús.) 1. Slysavamafél. fslands, Reykjavík 115.600 2. Fávitahælið, Skálatúni 54.000 3. Barnaheimilið Sólheimar 44.500 Fólkið fær sér liressingu í Húsafellsskógi. Hrnfustifdlk á ferðalagi HRAFNISTUFÓLK fór fyrir skemmstu í hið árlega sum- arferðalag sitt. Var að þessu sinni farið um Borgarfjörð, Kaldadal og Þingvelli. Há- degisverður var snæddur að Bifröst i Borgarfirði, en kvöld verður í Valhöll á Þingvöll- um. Á leiðinni var stanzað við Barnafossa og þeir skoð- aðir. Einnig var stanzað í Húsafellsskógi, þar sem fólk- ið fékk sér hressingu. Veður var hið bezta þennan dag og var fólkið mjög ánægt með ferðina svo sem sjá má af eftirfarandi vísu, sem Lilja Bjömsdóttir, skáldkona orti til Auðuns Hermannssonar forstjóra Hrafnistu að ferð- inni lokinni: Auðunn, þú varst ekki tregur okkur gæðin flest að ljá. Dagurinn varð dásamlegur og draumalöndin biminblá. 4. Elliheimilið i Skjaldarvík 5. A.A. samtökin, Rvlk 6. Samband íslenzkra berklas j úklinga 7. Barnaspítalasjóðrrr Hringsins 8. Félagasamtökin Vernd, Reykjavík 9. Ekknasjóður íslands 10. Elliheimilið Grund, Reykjavík 41.000 11. Barnaheimilið í Kumbaravogi 11.000 26.000 12. Krabbameinsfélagið 11.000 13. Rauði kross íslands 11.000 20.000 14. Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra 11.000 18.500 15. Barnavinafélagið Sumargjöf 10.000 18.000 16. DrykkjumannaskýlL 10.000 12.000 Reykjavík 11.900 17. Blindravinafélagið, Revkiavík 8.000 18. Elliheimilið Höfn, Seyðisfirði 6.000 19. Sumarbúðir Þjóð- kirkjunnar í Aðaldal 5.000 20. Fávitahælið í EfraSeli 3.800 21. —25. Byrjunarstörf við barnavernd á 5 stöðum út um land árið 1940 fengu samtals 2.800 Einhver verður að gera það ' Mér er sagt, að landsleik- urinn við íra hafi verið lélegur, enda sögðu hinir spöku íþrótta fréttaritarar, að þetta hefði verið leikur hinna glötuðu tæki færa ef ég man rétt. Ekki hefur leikurinn samt gefið tilefni til umræðna, fáir virðast líta á hann sem dýr- mæta reynzlu. Sennilega ætt- um við betra knattspyrnulið, ef leikir okkar við útlendinga væru skoðaðir í því ljósþ álykt- anir dregnar og áhugi sýndur á að læra af reynzlunni. Landsleikur eT bara lands- leikur — og þar með búið. Þótt iþróttafréttaritararnir segðu, að þetta hafi verið leik- ur glataðra tækifæra þá er ekki hægt að segja, að allir hafi notað tækifærin jafnilla og blessaðir knattspyrnukappam- ir. íþróttafréttaritararnir fengu nefnilega gullið tækifæri til þess að rífast, eins og blaðales- endur hafa séð — og á meðan þeir halda því áfram verður vart annað sagt en líf sé í þrótt unum. Einhver verður að halda í þeim lífinu úr því að íþrótta- mennirnir sjálfir gera það ekkL jt Þjóðfáninn Og hér kemur bréf um þjóðsönginn og fánann: „Velvakandi góður, Eg get ekki orða bundizt yfir því virðingarleysL sem sumt fólk sýnir þjóðsöng okkar og fána. Á stórum útisamkomum svo sem þjóðhátíðardegi okkar, Sjómannadegin o. fl. þess hátt- ar samkomum á oft sjá ein- staka menn, sem ekki bera það við að taka ofan húfu eða hatt þegar þjóðsöngurinn er leikinn. Ekki hefur það farið fram hjá mér að umræddir menn virðast flestir vera á miðjum aldrL ættu þeir því að kunna bæði ljóð og lag. Álít ég enga af- sökun frambærilega fyrir þessa menn nema því aðeins að þeir hafi verið hræddir við að fá sólsting eða of feimnir við að bera á sér skallann. Og ekki get ég skilið það fólk (en það er fátt, sem betur fer), sem þarf að auglýsa sóða- skap sinn og drusluhátt með því að draga að hún skítugan og jafnvel gauðrifinn íslenzk- an fána. Tilefni þessara skrifa minna eru þau að er ég var viðstaddur landsleik íra og íslendinga s.L mánudag sá ég, sem svo oft áður, nokkura menn er ekki sáu sóma sinn í því að taka höfuðfatið ofan er þjóðsöngvar landanna voru leiknir. S. Þ. Jóhannesson. Þegar enginn sér Ég er bréfritara mjög sam- mála — og vil bæta því við, að virðingarleysi fólks fynr þjóðsöngnum í lok útvarpsdag- í annarri mynd, sem hann nefnir ekki — en er þó senni- lega einna algengust. Þar á ég við fólkið, sem slekkur á út- varpstækinu sínu í miðjum þjóðsöngnum í lok útvarpsdag- skrárinnar. Að visu gefst tæki- færið ekki jafnoft nú og áður, því þjóðsöngurinn er ekki lengur leikinn á hverju kvöldL Þegar þjóðsöngurinn er leik- inn í útvarpinu ættu heimilis- feður að athuga það, að þótt þeir geri þetta í skjóli heimil- isins — þar sem „enginn sér eða heyrir" — mótar þessi at- höfn afstöðu barna og unglinga á heimilinu, þegar til lengdar lætur. Engin ástæða er til að ræða um það gildi, sem þjóðsöngur og þjóðfáni hefur fullvalda þjóð. Samt eru alltaf einhverjir innan um, sem ekki mundu Samtals krónur 451.100 kunna að meta þessa dýrgripi fyrr en við hefðum misst þá — og það vonum við öll, að aldrei verði. Þær þjóðir, sem hafa þurft að fórna blóði og líða mikið til þess að vinna eða endurheimta þessi tákn full- veldis og sjálfstæðis standa ekki með hattinn á hausnum og góna út í loftið, þegar þjóð- söngurinn er leikinn. ★ Enn um strætis- vagninn Og loks er hér eitt stutl bréf frá húsmóður í Sólheim- um: ,Kæri Velvakandi! Af hverju má ekki Álfheima vagninn keyra lengur í gegtt- um Sólheima? öll viljum við blessuðum börnunum allt það bezta. öku- menn strætisvagnanna eru sam vizkusamir og gætnir í sínu starfL Margar götur í bænum eru með sömu breidd og Sólheimar og þar fara strætisvagnar allau daginn. Við sem notum vagnana mikið óskum þess af heilum hug að okkar Álfheimavagn megi koma aftur til okkar 1 Sólheima til að létta okkur sporin, (ein sem á ekki einka- bíl). Með þökk fyrir birtinguna. Húsmóffir í Sólheimum“. \ •" ■ Tí ) PIB *v < "N. * AEG NYJUNG TVEGGJA IIRAÐA HÖGG- OG SNtJNINGSBORVÉLAR Bræðurnir ORMSSON hJ. Vesturgötu 3. — Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.