Morgunblaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. ágúst 1965 MORGUNBLAÐIÐ 3 STAKSTFINAR Tíðar vitnanir Óvenju mikiö er um það i sum ar, að vitnað er í Þjóðviljanum um sæluástaridið í ríki lilbricbts. Fyrir nokkru flutti. Sigurður Baldursson, hrl. lofgerðarroliu um þetta mesta fangelsi, sem sagan kann frá að greina og ýms- ir fleiri ferðalangar hafa látið ljós sitt skina á síðum Þjóðvilj- ans. Athygjisvert er, að tónninn í þessum skrifum er aUtaf sá sami. Múrinn er afgreiddur með þvi, að enginn viti af honum, óánægjan með lífskjörin er köU- uð „nöldur“ og látið er að því liggja, að fólkið hafi það bara nokkuð gott. Veit lítið um múiinn Sá sem síðast vitnar í Þjóðvilj ann um dýrðarríkið í A-Þýzka- landi sem fjórar milljónir hafa flúið og f jöldinn leggur sig enn í lífshættu við að flýja, en Sveinn Bergsveinsson, prófessor í ís- lenzkum fræðum við Humbolt-há skólann í A-Berlín. Prófessor Sveinn hefur dvalizt lengi í A-Berlin og hefur frá ýmsu að segja. X.d. þetta: „Mér virðist til að mynda, að aUir viti hér heima miklu meira um þennan fræga múr í Beriín en ég. Mér finnst í því sambandi ein- kennilegt, að hér er skrifað um hvem þann flóttamann, sem kemur vestur yfir eða tekst efcki að komast vesturj hinsvegar er aldrei minnzt á það fólk, sem er þó sýnu fleira, sem kemur aust- ur yfir og fær þar störf í sam- ræmi við sina menntun. Og það er misskilningur, sem ég hef stundum heyrt, að þeim sé refs- að, sem koma austur og hafa áður gerzt flóttamenn tU V -Ber- linar.“ Þessi ágæti prófessor segir einnig: „Daglegt líf 'finnst mér hafa breytzt lítið í mörg ár: verðlag í mjög föstum skorðum, en vöru úrval reyndar orðið sýnu meira. Sumir nöldra eins og gengur, en yfirleitt er fólk sæmilega ánægt með sitt hlutskipti.“ Verður hann var við síkið? Líklega er próf. Sveinn Berg- sveinsson í nánara samband við hins kommúnísku yfirstjómend- ur heldur en verkamennina, sem gerðu uppreisn gegn kommún- ískum kúgunaröflum 1953. Ann- ars hefði hann orðið var við meira en „nöldur“. En í rauninni þarf engum að koma á óvart þótt þessi ágæti og vellátni vis- indamaður uni sér vel í sinni há- skólasælu. Kannski finnst ein- hverjum fanganna í þessu fang- elsisríki, prófessorinn taka nokk- uð sterkt til orða. En það skiptir hann engu máli. Hann er í nán- ara sambandi við fangaverðina en fangana sjálfa. Próf. Sveinn Bergsveinsson segist ekki verða mikið var við Berlinarmúrinn. Það er gott. Mennimir sem hafa verið myrt- ir við múrinn hrjá þá ekki sam- vizku hans. Vonandi verður hann ekki heldur var við mið- aldasikið, sem gera á í kringum múrinn, nema þá að það sé hon- um meir að skapi. Hver veit. öðru. önnur stærri og svip- meiri koma þá í staðinn — en oft er gömlu húsunum líka rutt úr vegi, því að Reykvík- ingar eru í eilííum vandræð- um með að geyma bílana sína í miðborginni. Önnur stórvægileg breyting var sú, að Útvegsbankahúsið hækkaði í loftinu. Þar er. nú undarlegt sambland gamallá byggingarhátta og nýrra. Andspænis er Stjórnaráðs- húsið, sem geymir merkilega sögu: hér var tugthús í eina tíð. Lífið á Lækjartorgi gengur sinn vanagang, þótt kvölda taki og kyrrð færist yfir borgina. Fólkið kemur hingað til þess að bíða eftir strætis- vagninum, — og enn eru ef til vill þeir, sem komu til að bíða fyrr um kvöldið að halda áfram að bíða eftir einhverju, sem aldrei kemur! ~ — ■ ■ .... - m M VIÐ getum sagt með nokkr um sanni, að Lækjartorg sé hjarta borgarinnar. Hér mælir fólk sér mót og hér skilja leiðir. Hér er ys og þys frá morgni til kvölds — frá því árvakir blað- söludrengir taka að vappa um torgið árla dags, þar til síðasti strætisvagninn hverfur um miðnætti. Lækjartorg er hinn útvaldi staður unga fólksins til þess að mæla sér mót, þegar degi tekur að halla. Við sjáum stundum ungan mann ráfa um torgið og líta á klukkuna við og við — eða unga stúlku Hvíld — Myndir Gísli Gestsson. Beðið eftir strætisvagninum. Staldrað við á Lækjartorgi Frásögn í máli og myndum f væri ætlaður til að gegna öðru hlutverki en að vera stund og stund í einu, en óvíst er með hve mikilli alvöru er hlustað. Mörgum .þótti Lækjartorg snöggtum svipmeira, þegar símaklefinn var þar, þessi undarlegi kassi, sem margir útlendingar. héldu íaunar að símaklefi. Nú er kominn annar og nýtízkulegri síma- klefi úti í Lækjargötu. Lækjartorg breytti óneitan lega mikið um svip, þegar Hótel Hekla hvarf af sjónar- sviðinu. Þannig hverfa gömlu húsin raunar hvert á eftir Her mælir folkið ser mot og her skilja leiðir sitja á bekk hún kannski ögn þolinmóðari, þótt klukkan sé komin fram yfir hinn til- setta tíma enda eflaust slíku vön. Klukkan hefur alltaf verið óaðskiljanlegur hluti af Torg inu og Persil stúlkan hefur brosað lengi við Reykvíking- um. Fæstir gefa gaum að auglýsingu á einni hlið klukkunnar, enda skilja hana líklega ekki ýkja margir, þar sem hún er á þýzku. Við þessa klukku eru samkomur oft háðar, og það setur sinn skemmtilega svip á lífið í borginni. Umferðaprédikarar koma hingað með kassa sína á sunnudögum, þegar vel viðrar, og engir eru eins mælskir og þeir. Fólkið gefur sér ef til vill ekki tíma til að hlýða á orð spekinnar nema Lækjartorg — hér er ys og þys frá morgni til kvölds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.