Morgunblaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 17
Föstudagur 13. ágúst 1965 MORGU N BLAÐIÐ 17 SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN RITSTJÓRAR: GUNNAR GUNNARSSON, JÓN E. RAGNARSSON OG RAGNAR KJARTANSSON Snmarmót í Húsnfell Ungir Sjálfstæðismenn úr þremur lands- fjúrðungum koma þar samðn — Rætt við Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóra S.U.S. NÚ nm helgina efna ungir Sjálfstæðismenn til Sum- armóts í Húsafellsskógi og er búizt við f jölmenni þang að af Suður-, Vestur- og Norðurlandi. Æskulýðssíðan sneri sér til Gunnars Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sam- bands ungra Sjálfstæðis- manna, og spurði hann hvernig mótinu yrði háttað og hverjir stæðu að þvL Gunnar Gunnarsson sagði, að 17 félög ungra Sjálfstæðismanna úr þrem- ur landsfjórðungum stæðu að þessu Sumarmóti og væri tilgangurinn með því að auka á kynni ungra Sjálfstæðismanna frá mis- munandi landshlutum. Eng inn pólitískur bragur verð- ur á mótinu, heldur leitazt við að veita þátttakendum nokkra skemmtan og gefa þeim kost á að kynnast landinu á þessu svæði, eh svo sem kunnugt er, er mikil náttúrufegurð við Húsafellsskóg og í ná- grenni hans og stutt er upp á hálendi Islands. Á laugardagskvöldið verð ur kvöldvaka í Húsafells- skógi og trjálundir lýstir upp, en á þessari kvöld- vöku munuþeir flytja stutt ávörp, Árni Grétar Finns- son, form. SUS, og Ásgeir Pétursson, sýslumaður. Gunnar Gunnarsson sagði, að á sunnudaginn yrði skipulögð ferð í Surts- helli og yrði leiðsögumað- ur Kalmann hóndi Stefáns- son í Kalmanstungu, einn helzti forustumaður ungra Sjálfstæðismanna í Borgar firði. Einnig geta menn farið í f jallgöngur og gönguferðir um nágrennið. Nauðsynlegt er, að þátt- takendur hafi með sér tjöld Gunnar Gunnarsson og annan viðleguútbúnað, en þátttökugjald er kr. 325. Fyrir þátttakendur úr Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði verður skipu- lögð ferð frá Valhöll kl. 2 á laugardag, en Árnesingar og Kjósarmenn fara með eigin bílum. Gunnar Gunnarsson kvaðst að lokum vilja hvetja unga Sjálfstæðis- menn til þess að fjölmenna á Sumarmótið í Húsafells- skógi og gera það sem glæsilegast. Þetta Sumarmót er síð- asti stórviðburður í starfi ungra Sjálfstæðismanna áður en þeir koma saman til þings á Akureyri í septemher til þess að líta yfir farinn veg og leggja línurnar fyrir starfsemina næstu árin. Fjölmennið á Sumarmót- ið í Húsafellsskóg.: 18. SDS 18. þing sambands ungra SjálfstæSismanna verður haídið % á Akureyri 10. — 12. september nk. Áríðandi er, að félögin sendi skrifstofu S IJ S (Valhöll við Suðurgötu) lista yfir fulltrúa sána sem allra fyrst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.