Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 105. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaösins Vatnaíþróttir? Þau eru mörg hver ótrúleg og furðuleg tiltckin sem fólk tekur upp á til að vekja á sér athygli og komast í heimsmetabók Guinness. Þetta eru þau hjónin Vicky og Larry Kikuchi og ætla þau sér að setja nýtt heimsmet. Og fólk kann að spyrja hvað þau aðhafast: Þau eru að leika matador á botni sundlaugar. Þegar myndin var tekin í gsr voru þau að Ijúka 134. klukkustundinni, en metið sem þau stla að slá er upp á 42 daga. Símamvnd AP. Frelsissveitir gjalda afhroð í Afganistan lnUmahul. Paltititin. 10. m*í. AP. Islamabad, Pakistan, 10. maí. AP. SOVÉSKAR herdeildir og afganski stjórnarherinn hafa staðið fyrir stórkostlegum hernaðaraðgerðum í Shomali-héraðinu norður af höfuð- borginni Kabúl að undanförnu. Vestrsnir diplómatar sögðu í gsr að sóknin vsri einhver sú harðasta í sögu átakanna milli stjórnarhersins og Rússa annars vegar og frelsis- sveita hins vegar. í kjölfarið hafa vel flestir íbúar Shomali flúið til Kabúl. Skipta flóttamennirnir þúsundum, auk þess sem manntjón hefur verið mikið. T.d. mátti borgin Herat þola tveggja vikna stanslausar sprengju- árásir, allt að 50 á dag, og diplómat- ar sögðu að minnst 3.000 óbreyttir borgarar hefðu látið þar Iffið. Mun fleiri hafa fallið ef á heildina er litið í vor. Shomali hefur frá upphafi átak- anna haft mikla hernaðarlega þýðingu, því um héraðið liggur að- alsamgönguæðin norður til landa- mæra Afganistan og Sovétríkj- anna. Hafa frelsissveitirnar staðið þar nokkuð traustum fótum þar til nú, því umræddir diplómatar segja þær hafa goldið umtalsvert afhroð og ekki sé víst að þær geti sameinað krafta sína á ný. Gkki síst vegna þess að þær eru vopn- litlir orðnir og erfitt um vik að bjarga því máli. Þeir segja einnig að skýrt hafi komið fram að fólki verður ekki gert kleift að lifa eðlilegu lífi á þessum slóðum, þannig hafi nær öll þorp verið jöfnuð við jörðu þar sem talið er að íbúar standi með frelsissveitunum og þann 30. apríl myrtu stjórnarhermenn 30 konur og börn er þau reyndu að mót- mæla árásunum. Kabúl er aðeins 16 kílómetrum sunnan við vígstöðvarnar en átökin miklu standa yfir og heyrist sprengju- og kúlnahríðin mæta vel. Ástandið er sagt bágt í höfuð- borginni, rafmagnsskömmtun og erfiðleikar með vaxandi fjölda flóttamanna af landsbyggðinni. Leyniþjónustumaður flúði A-Þýskaland Bonn, 10. maí. AP. HAITSETTUR foringi í austur-þýsku leyniþjónustunni flúði fyrir skömmu til Bandaríkjanna og hafði með sér mikið magn af hernaðarlega mikilvsgum skjölum, eftir því sem vestur-þýska dagblaðið Die Welt greindi frá í gsr. Segir blaðið að umræddur Austur-Þjóðverji hafi verið major og nefnir hann Manfred G. Hafi hann starfað í skjaladeild austur-þýska öryggismálaráðu- neytisins. Að sögn blaðsins setti majorinn sig 1 samband við bandarísku leyniþjónustuna og Vaxandi spenna í Miðausturlöndum: Sýrlendingar og Palestínu- menn stórauka heraflann bað um að vera fluttur strax til Bandaríkjanna og vestur-þýska leyniþjónustan hafi enga milli- göngu haft um málið. Talsmenn stjórnvalda í Vestur-Þýskalandi vildu lítið tjá sig um mál þetta í gær, en voru sammála um að þar- lend stjórnvöld hafi ekkert haft með málið að gera. Die Welt leiðir getum að því að meðal þess sem majornum verði gert að svara, verði hvort hugsan- legt sé að Austur-Þjóðverjar hafi staðið á bak við fölsunina á dag- bókum Hitlers sem svo mikið hef- ur verið rætt um í Evrópu síðustu vikurnar. — og sovéskt sendiráðsfólk flutt frá Beirut New York, Beinit og Tel-Avi*, 10. m*i. AP. BANDARÍSKA sjónvirpsstöðin ABC greindi frá í fréttatíma sínum á mánu- dagskvöldió, að skæruliðar Palestínu- araba hefðu streymt í skjóli myrkurs yfir sýrlensku landamærin inn f Líbanon. Á fóstudaginn fóru 40 herflutningavörubflar yfir landamærin með 5—600 hermenn PLO, sem allir voru gráir fyrir járnum. Þá hafði stöðin eftir vestrænum diplómötum að allt að 2.000 hermenn PLO hefðu laumast inn í Líbanon frá Sýrlandi síð- ustu vikurnar. Margir hinna palestfnsku hermanna snúa til baka til Líbanon tæpu ári eftir að þeim var vísað þaðan f kjöl- farið á innrás fsraela í Líbanon. Alexander Solzhenitsyn: Gagnrýnir harðlega kirkjur Vesturlanda Lundúnum, 10. m*í. AP. Alexander Solzhenitsyn, hinn landrski sovéski rithöfundur og nób- elsverðlaunahafi, tók á móti Temple- ton-verðlaununum svokölluðu úr hendi Filipusar prins, eiginmanns Elísabetar Bretadrottningar, í Buck- ingham-höllinni í gsr. 170.000 dollar- ar fyrir að vera „endurskinsmerki vonarinnar" eins og dómnefndin komst að orði. Þetta var ellefta veit- ing þessara verðlauna sem eru veitt til cinstaklinga sem með einum eða öðrum hstti gera veg trúarinnar sem mestan. 1 hófi að afhendingunni lokinni tók Solzhenitsyn til máls og var ómyrkur í máli. Gagnrýndi hann harðlega hina kristnu kirkju Vest- urlanda og fordæmdi sfðan harð- lega séra Billy Graham, sem síðast hlaut verðlaunin. Graham sótti m.a. Sovétrfkin heim og hélt þar marga fyrirlestra. Þegar heim kom sagði hann að hann hefði ekki orð- ið var við ofsóknir þær sem trúað fólk mætti þola í landinu. „Þannig hjálpaði hann ómetanlega lygum kommúnista um þessi mál. Megi Guð einn vera dómari hans,“ sagði Solzhenitsyn og bætti við hvað eft- ir annað: „Heimurinn allur hefur gleymt Guði og þess vegna gekk hann í gegn um tvær styrjaldir á þessari öld og vofu kjarnorkustríðs nú á dögum.“ Þá sakaði hann alþjóðlega kirkjuráðið um að styðja við bakið á ótal uppreisnarhópum I þriðja heiminum, en gleyma þrotlausri og vonlítilli baráttu trúaðs fólks í Sovétríkjunum. „Allar þær hreyf- ingar í átt til samstöðu kirkjunnar sem merkja má eru góðra gjalda verðar, en þróunin er allt of hæg, heimurinn er að tortímast þúsund sinnum hraðar. Kirkjan verður að ná samstöðu gegn trúleysi og skera upp herör.“ Fleira sagði Solzhenitsyn, en ræðuna endaði hann með þessum orðum: „Heimsálfurnar fimm eru f greipum hvirfilvinds. En þegar mest á reynir fær mannkynið sitt besta tækifæri til að sýna hvers það er megnugt. Ef við tortfmumst getum við sjálfum okkur um kennt.“ í ræðulok reis fólk úr sæt- um með dynjandi lófaklappi. Mikil spenna er nú á þessum slóðum og óttast margir að ísraelsmönnum og Sýrlendingum kunni að lenda saman. ABC-sjónvarpsstöðin greindi einnig frá því að Sýrlendingar hefðu stóraukið herafla sinn f Libanon sfðustu vikurn- ar. Þeir hafi styrkt setuliðið með 10.000 nýjum hermönnum þannig að um 50.000 sýrlenskir hermenn eru nú f Lfb- anon. Er áætlað að PLO-skæruliðar séu nú 12—15.000 talsins. Til samanburðar eru fsraelsmenn með 15.000 manna herlið i landinu. Þá hafa Sovétrfkin stóraukið vopnasendingar sfnar til Sýrlendinga, þannig hafa þeir á tæpu ári sent þeim vopn að andvirði 2 millj- arða dollara, auk þess sem „ráðgjaf- arnir" sovésku hafa aldrei verið fleiri en nú, eða 5.000 talsins. Ekki óttast allir að til strfðs sé að draga, ýmsir vestrænir diplómatar telja líklegra að Sýrlendingar og Pal- estfnumenn hafi f huga að standa eins föstum fótum og hugsast getur áður en reynt verður fyrir alvöru að fá sam- þykki þeirra fyrir tillögum Bandarfkja- stjórnar um brottflutning herja frá landinu. Það eru einkum Sýrlendingar sem geta boðið tillögunum byrginn og vitað er að þeir eru mjög andsnúnir tillögunum og muni heimta umtals- verðar breytingar og tryggingar. Litið hefur verið á það sem dæmi um spennuna á þessum slóðum, að Sovét- menn hafa sent heim til Sovétríkjanna allt að 142 manns, aðallega konur og börn, fjölskyldur sendiráðsstarfs- manna. Sovétmenn hafa sagt að fólkið hafi farið til heimalandsins f sumar- leyfi, en ekki vegna yfirvofandi strfðs- hættu. lsraelsmenn hafa ekki treyst sér til að túlka brottför sovésku þegn- anna, en Amin Gemayel forseti Lfban- on hefur undirstrikað skýringar Sov- étmanna. Sjá nánar bls. 14. Sprenging í kirkju Svona var aðkoman að Santa Cruz-kirkjunni í Mexíkó eftir síð- ustu helgi, eftir að 315 kíló- grömm af flugeldum og byssu- púðri höfðu sprungið í loft upp innan kirkjuveggjanna meðan á messu stóð. Var guðshúsið troð- fullt af fólki og létust 19 manns að því að vitað er og 100 aðrir meiddust meira og minna. Enn var fólks leitað í rústunum í gær. Ekki fylgdi sögunni hvers vegna svo mikið sprengiefni var geymt í kirkjunni. Símamynd AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.