Morgunblaðið - 11.05.1983, Síða 22

Morgunblaðið - 11.05.1983, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 VíghóJaskóIi, sem lagöur verður undir Menntaskóla Kópavogs, samkvæmt samningi bæjarráðs Kópavogs og menntamálaráðuneytisins. Samningur um breytta tilhögun skólamála í Kópavogi umdeildur SAMNINGUR Kópavogskaupstað- ar og ríkisins um breytta skipan skólamála í Kópavogi hefur verið umdeildur í Kópavogi, en samning- urinn, sem bæjarráð Kópavogs og menntamálaráðuneytið gerðu, var undirritaður af menntamálaráð- herra og fjármálaráðherra í síðustu viku. Samningurinn felur í sér rajög breytt fyrirkomulag skóla- mála í Kópavogi og var hann til umfjöllunar á fundi bæjarráðs í gær, þriðjudag, en gert er ráð fyrir að bæjarstjórn Kópavogs taki af- stöðu til hans á fundi sínum á fostudag. Vegna þessara samninga þarf ríkissjóður að leggja I 11—12 milljón króna kostnað, eða talsvert umfram fjárlög 1983, en á þeim eru tæpar 3,5 milljónir króna til grunnskóla í Kópavogi. Samningurinn felur í sér að Víghólaskóli verði lagður niður frá lokum yfirstandandi skóla- árs og húsnæði hans tekið undir Menntaskóla Kópavogs. Er mið- að við að Víghólaskóli verði af- hentur menntaskólanum 15. júní nk. í staðinn verði húsnæði menntaskólans afhent Kópa- vogsskóla frá sama tíma. Bæj- arsjóður Kópavogs og ríkissjóð- ur munu hafa makaskipti á eign- arhlutum í Víghólaskóla og Kópavogsskóla. Gert er ráð fyrir að nemendur 7. og 8. bekkjar Víghólaskóla færist í aðra grunnskóla, sam- kvæmt ákvörðun bæjarstjórnar, en við því er búist að þeir flytjist í Kópavogsskóla og Digranes- skóla. Þá er í samningnum ákvæði um að nýr grunnskóli, Hjalla- skóli, taki til starfa í Hjalla- hverfi, skammt austan við Digranesskóla, frá og með næsta hausti. Framkvæmdir við skól- ann eru ekki hafnar, skólinn hef- ur ekki verið hannaður, lóð ekki ákveðin og undirbúningsfram- kvæmdir ekki hafnar. Hins veg- ar á Hjailaskóli að fá til afnota sjö lausar kennslustofur, sem menntaskólinn hefur haft til af- nota. Framkvæmdir við skóla- hús eiga að hefjast á árinu og verður fyrsti áfangi um 500 fer- metrar, og er ráð fyrir því gert að fjármögnun fyrstu fram- kvæmda hvíli á ríkissjóði. Auk Hjallaskóla er í samning- unum gert ráð fyrir að áhersla verði lögð á að ljúka uppbygg- ingu Snælandsskóla og Digra- nesskóla, en það verður undir fjármálavaldinu á hverjum tíma komið hvernig þau áform ná fram að ganga. Loks er í samningi bæjarráðs Kópavogs og menntamálaráðu- neytisins gert ráð fyrir því að komið verði upp húsnæði fyrir hótelgreinar og verknámsskóla í matvælagreinum í Kópavogi, og að kennsla í þessum greinum geti hafist innan þriggja ára. Áform þessi hafa í þessari viku verið kynnt starfsfólki skól- anna, þar sem skoðanir um breytingarnar eru skiptar. Og í kvöld mæta fulltrúar bæjarráðs og skólanefndar, fræðslustjóri og skólafulltrúi á fundi með for- eldrum nemenda í Víghólaskóla, sem mótmælt hafa þessum áformum og krafist þess að byggt verði í staðinn yfir menntaskólann. „Þetta er engin lausn“ segja nemendur Víghólaskóla þessum fyrirætlunum, og fannst upplagt að kanna afstöðu íbúa á skólasvæðinu. Við höfum fengið góðar undirtektir, annars erum við bara nýbyrjaðar," sögðu stöll- urnar Ingibjörg Steingrímsdóttir og ólöf Gunnarsdóttir. „Við getum ekki séð hvernig húsnæði Víghólaskóla á að duga menntaskólanum. Húsið er í það þrengsta fyrir 350 nemendur, svo það verður ennþá þrengra um menntaskólann, sem telur 500 nemendur. Og það er ljóst að við missum félagsaðstöðu ef þetta fyrirkomulag verður tekið upp.“ í Grænutungu hittum við pilt, Markús Guðmundsson, með und- irskriftaskjal. Hann kvaðst vera að byrja á sínu svæði, og var á leið til félaga sinna, sem ætluðu saman í leiðangurinn og klára svæðið um kvöldið. „Það er mikil samstaða um þetta í skólanum. Það eru nem- endur áttunda bekkjar sem fyrir þessu standa og taka þátt í undir- skriftasöfnuninni um eitt hundr- að manns. Við höfum skipt aust- urbænum upp á milli okkar, þar sem hver hópur hefur sitt svæði," sagði Markús. Ingibjörg Steingrímsdóttir (t.v.) og Ólöf Gunnarsdóttir með undirskrifta- skjal. MorpinblaAM/ Kristján. „Þetta er engin lausn, það væri miklu nær að byggja hreinlega yfir menntaskólann," sögðu tvær ungar dömur úr áttunda bekk Víghóla- skóla, en Morgunblaðsmenn hittu þær á Hlíðarvegi í Kópavogi i gær. „Við ákváðum að mótmæla Markús Guðmundsson „Hér á að gera stóra hluti alltof snögglega“ — segir Sveinn Jóhannsson skólastjóri Víghólaskóla „Þetta iítur illa út fyrir minn skóla, hann hverfur. Ég get eng- an veginn tekið þessum fregnum fagnandi, enda mikið í húfi, og í mínum skóla er engin hrifning með þessi áform,“ sagði Sveinn Jóhannsson skólastjóri Víghóla- skóla í samtali við Mbl., er hann var spurður um hans afstöðu til fyrirhugaðra breytinga á fyrir- komulagi skólamála í Kópavogi, sem m.a. fela í sér að Víghóla- skóli verði lagður niður og hús- næðið tekið undir menntaskóla. „Hér er verið að leysa vanda framhaldsskólans, en mér sýn- ist að eigi að gera þetta alltof snögglega. Og ekkert samráð hefur verið haft við okkur um þetta, þótt það sé orðin viðtek- in hefð í pólitíkinni að hafa samráð um flesta hluti. Að mínu mati erum við ekki til- búnir í grunnskólanum til að gera þessa hluti svo snögg- lega,“ sagði Sveinn Sveinn sagði að hið breytta fyrirkomulag gerði ráð fyrir að nemendur úr Víghólaskóla færu í Digranesskóla og Kópavogsskóla. „Þessar breyt- ingar hafa í för með sér gífur- lega félagslega röskun, og það er meðal annars af þessum sökum sem ég er á öndverðum meiði við þessar fyrirætlanir," sagði hann. Sveinn sagði að fullyrt væri af hálfu yfirvalda að kennara- stöðum fækkaði ekki við breyt- inguna, þar sem nemenda- fjöldinn breyttist ekki. Hann kvaðst búast við að ýmsir kennarar myndu þó eiga erfitt með að rífa sig upp og aðlaga sig nýju fyrirkomulagi. „Ég hef ekki hugmynd um hvað við tekur hjá mér, né heldur hinum kennurunum. óvissan er mikil hjá okkur öll- um. En meðan við enn erum starfsmenn við þessa stofnun og þar til annað hefur ekki ver- ið ákveðið munum við mæla gegn þessum fyrirhuguðu breytingum." Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu skoðan- ir skólamanna í Kópavogi um hið breytta fyrirkomulag mjög skiptar. Ýmsir eru þeirrar skoðunar að mjög nauðsynlegt sé að skólinn sé heilstæður. Grunnskólakennarar ályktuðu þó í vetur gegn þessum áform- um. Bæjarráð tekur afstöðu til samningsins í dag, þriðjudag, og bæjarstjórn á föstudag. [ Opið í krold tfl kl. 20] HAGKAUP Skeifunni15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.