Morgunblaðið - 11.05.1983, Side 2

Morgunblaðið - 11.05.1983, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 Hjólreiðadagur 1983: Sex þúsund hjólandi börn á Lækjartorgi BÚIST KR viö ailt að sex þúsund hjólandi börnum á Lækjartorg hinn 28. maí næstkomandi, en þá verður haldinn Hjólreiðadag- urinn 1983. Nemendur grunn- skóla í Reykjavík, Hafnarfírði, Garðabæ, Kópavogi, Mosfelis- sveit og Seltjarnarnesi vinna nú að fjársofnun til styrktar starf- seminni í Keykjadal í Mosfells- sveit, en þar er rekið sumardval- arheimili fyrir fotluð börn. Er söfnuninni lýkur, munu börnin hjóla með söfnunarkort sín á Lækjartorg, þar sem þau afhenda söfnunarféð og fá að launum viðurkenningarskjal. Það er Styrktarfélag lam- aðra og fatlaðra, sem skipu- leggur Hjólreiðadaginn, og er þetta þriðja árið sem hann er haldinn. I fyrravor komu milli fjögur og fimm þúsund hjól- andi börn á Laugardalsvöll, og samkvæmt upplýsingum er Morgunblaðið fékk í gær hjá skipuleggjendum Hjólreiða- dagsins í ár, er stefnt að enn meiri þátttöku nú, eða um sex þúsund barna. Fjölbreytt skemmtidagskrá verður á Lækjartorgi á Hjól- reiðadaginn 1983, þar sem landskunnir skemmtikraftar og hljómsveitir koma fram, og dregin verða út fjölbreytileg verðlaun handa þeim börnum er þátt taka í söfnuninni, sem eins og fyrr segir rennur öll til styrktar fötluðum börnum. Fasteignaverð hækkar minna en verðbólgan TÖLUVERT hefur dregið úr almennum verðhækkunum á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæöinu undanfarna mánuði, samkvæmt upplýsingum í fréttabréfi Fasteignamats ríkisins. I»ar segir, að verðhækkunin á tímabilinu október 1982 til febrúar 1983 hafi verið um 11%. Lánskjaravísitala hækkaði á þessu sama tímabili um liðlega 21%, þannig að fasteignaverð hef- ur ekki fylgt almennum verð- hækkunum. A sama tímabili árið á undan hækkuðu fasteignir um í kringum 30% í verði. f fréttabréfinu segir, að al- mennt bendi sölukannanir til þess, að ekki sé þensla á markaðnum, framboð sé ríflegt og að verð fari lækkandi þegar reiknað er á föstu verðlagi. Þá segir, að athugun á auglýs- ingum fasteignasala bendi til óvanalega mikils framboðs af ein- býlishúsum og raðhúsum upp á síðkastið, en ennfremur virðist framboð á tveggja herbergja íbúð- um vera mjög takmarkað. Hluti gamla Vesturbæjarins: Hámarkshraði lækkaður í 30 kflómetra á klst. Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær með sam- hljóða atkvæðum að lækka hámarkshraða bifreiða úr 50 kílómetrum á klukkustund í 30 kílómetra á klukkustund á ákveðnu svæði í gamla Vest- urbænum. Svæðið afmarkast af Suðurgötu, Hringbraut, Ananaustum, Mýrargötu, Grófinni og Aðalstræti. og annars staðar séu hrein íbúð- arhverfi, þar sem hraðakstur sé óæskilegur vegna slysahættu og hávaða. Eitt þessara hverfa sé gamli Vesturbærinn, en þar hafi fólki fjölgað á síðustu árum. Tals- verður gegnumakstur sé um hverfið, bæði umferð að og frá Seltjarnarnesi, sem eðlilegra sé að fari um Hringbraut eða Ána- naust/Mýrargötu. Því sé lögð til áðurgreind breyting. Æ- Obreytt staða við Suðurlínu „STAÐAN er í sjálfu sér óbreytt," sagði Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir stöðu mála varðandi framkvæmdir við Suður- línu, þannig að það kemur til verk- stöðvunar í sumar að öllu óbreyttu. Aðilar hafa þó verið að ræða málin og ráðuneytin hafa lýst áhuga sínum á því að leysa fjár- mögnunarvandamálið, þannig að takast megi að ljúka framkvæmd- um í ár. Ef hins vegar ekki tekst að leysa málið kemur því til uppsagna liðlega 30 starfsmanna, eins og skýrt hefur verið frá. RAX, ljós- myndari Mbl. tók þessa skemmti- legu mynd af framkvæmdum við Suðurlínu á Skeiðarársandi á dög- unum. í greinargerð með tillögunni, sem áður hafði verið samþykkt í umferðarnefnd Reykjavíkur, segir að hámarkshraði á götum borgar- innar sé alls staðar miðaður við 50 km/klst. nema á einstaka hrað- braut, þar sem leyfilegt er að aka á 60 km/klst. hraða. í mörgum borgarhverfum séu götur ekki hannaðar fyrir nútíma bílaumferð Davíð A. Gunnarsson um stöðuna á spítölunum í sumar: Lendum í vandræð- um eins og endranær Þrennt á sjúkrahús Akureyri, 9. maí. HARÐUR árekstur varð á mótum Höfðahlíðar og Skarðshlíðar á Akur- eyri sl. laugardagskvöld á áttunda tímanum. Rákust þar á tvær fólksbifreiðir og varð að flytja þrennt í sjúkra- hús. Meiðsli munu þó ekki eins al- varleg og virtist í fyrstu. Báðir eru bílarnir nánast ónýtir. Ljósmynd: G.Berg. „VIÐ LENDUM í vandræðum með hjúkrunarfræðinga eins og endranær, en ástandið er þó ekki farið að nálgast neitt hættustig. Við munum mæta þess- ari manneklu, eins og áður með því að loka deildum tiltekinn tíma og færa starfsfólk á milli," sagði Davíð Á. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ríkis- spítalanna í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir því hvernig gengi að manna sjúkrahúsin í sumar. Davíð sagði að deildum væri yfir- leitt lokað í mánaðartíma í senn og starfsliðið fært á milli. Með því tæk- ist að halda uppi nauðsynlegri þjón- ustu, auk þess að fá mun meiri nýt- ingu út úr starfsliðinu en ella. Davíð sagðist hins vegar sjá fram á skort á hjúkrunarfræðingum f framtíðinni með opnun nýrra stofn- ana og benti á B-álmu Borgarspítal- ans í því sambandi. Aðspurður um áhrif orlofsleng- ingar starfsfólks, sagði Davíð þau enn nokkuð óljós. Reynslan myndi skera úr um það. Hins vegar væri auðvitað ljóst, að orlofslengingin myndi skapa ákveðin vandamál, en ekki væri hægt á þessu stigi að segja um hversu mikil. Stöðugildi hjá Ríkisspítölunum eru um 1.800, en starfsmenn eru um 2.300 talsins um þessar mundir, þar af töluverður fjöldi í hlutastörfum. Reyna karfa- sölu til Japan Skagstrendingur hf. á Skagaströnd sendi fyrir skömmu hálfa lest af heil- frystum karfa fíugleiðis til Japans. Með því er verið að kanna möguleika á Hveragerði: Sinueldur í skógræktinni Hveragerdi, 10. maí. SLÖKKVILIÐIÐ í Hveragerði var kallað út síðdegis í gær til að slökkva sinueld í skógræktargirð- ingu bæjarins, sem er í hlíðinni sunnan í Hamrinum. Höfðu lítil börn verið þarna að leik. Fréttaritari Morgunblaðsins hitti að máli Bjarna Eyviridsson, slökkviiiðsstjóra, og sagði hann, að vel hefði gengið að ráða niður- lögum eldsins, en þarna hefði ver- ið heilmikið bál. Skemmdir hefðu orðið nokkrar á gróðri, en þó hefðu þær orðið meiri, ef kviknað hefði í austar í hlíðinni, þar sem trén eru eldri og stærri. Plantað var í staðinn, sem brann í fyrra- sumar og plöturnar því smáar. Bjami kvað svona útköll árleg- an viðburð, á hverju vori væri kveikt í sinu. Til dæmis hefði oft verið kveikt í skógræktinni á Reykjum í Ölfusi. Á síðasta sumri hefði slökkviliðið barizt við eld í gróðri á Hellisheiði í margar klukkustundir. Var álitið að fóik, sem var þar rétt áður á gangi milli sumarbústaða, hefði af van- gá fleygt logandi vindlingi í þurr- an mosann. Kvaðst Bjarni vilja koma þeirri beiðni á framfæri, að fólk færi með gætni um heiða- löndin, þar væri víða ófært með öll slökkvitæki og gæti því einn lítill vindlingastubbur valdið miklu tjóni. Þá væri aldrei of brýnt fyrir foreldrum, að gæta vel að eldfærum á heimilum sin- um, svo börn næðu ekki til þeirra, sjálfum sér og öðrum til tjóns. slíkum útflutningi í talsverðum mæli. Ekki er enn Ijóst hver árangur af þess- ari tilraunasendingu hefur orðið. Að sögn Sveins Ingólfssonar, framkvæmdastjóra Skagstrendings, er hér um þá nýbreytni frá fyrri sölutilraunum í Japan að ræða, að karfinn er heilfrystur og hreinsaður um borð í frystitogara fyrirtækisins, Örvari. Með því móti er karfinn frystur aðeins um klukkusstund eft- ir að hann veiðist. Með því varðveit- ist betur hinn rauði litur karfans, sem Japanir sækjast svo mjög eftir. I fyrri tilfellum hefur verið reynt að selja Japönum karfa, sem legið hefur í togskipum einhverja daga og hefur það dregið bæði úr gæðum fisksins °8lit;- . . . Sagðist Sveinn vonast til, ef til- raun þessi tækist vel, að fá mætti nokkru hærra verð fyrir karfann en hér heima. Ef af þessu yrði, yrði karfinn fluttur sjóleiðis til Japans i frystigámum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.