Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ1983 Minnkandi fylgi við Mitterrand París, 10. maí. AP. EF EFNT væri til kosninga í Frakklandi nú myndu 23% þeirra, sem kusu Mitterrand forseta í sídustu kosningum, ekki kjósa hann aftur. Kemur þetta fram í skodanakönnun, sem birt var í dag. Könnunin var gerð fyrir tíma- ritið Paris Match og náði til 970 kjósenda, sem kusu Mitterrand í síðustu kosningum árið 1980. 63% kváðust mundu styðja hann aftur, 15% voru óákveðnjr en 23% ætl- uðu að kjósa -annan flokk. Fyrir einu ári sögðust 83% stuðnings- manna Mitterrands 1980 mundu kjósa hann aftur. Mjög hefur hallað á Mitterrand og jafnaðarmenn í skoðanakönn- unum að undanförnu og er það fyrst og fremst rakið til efnahags- erfiðleikanna og strangra að- haldsaðgerða stjórnarinnar. Rúm- um helmingi vinstrisinnaðra kjós- enda í Frakklandi finnst stjórnin hafa staðið sig illa og aðeins 20% gefa henni gott orð. Miklar mót- mælaaðgerðir hafa verið gegn ráðstöfunum stjórnarinnar en Mitterrand hefur hvatt fólk til að virða „vald ríkisins" og dregur enga dul á, að hann ætli að sjá til að svo verði. Reagan Bandaríkjaforseti: Hvetur þingið til að fallast á MX PBRIKEICTBMR— - — "HERRfl PRLME í É(x HELD É6 SÉ BÚINN R9 FINNR EINN" Kosningabaráttan í Bretlandi á fulla ferð: Breska íhaldsflokknum er spáð öruggum sigri Lundúnum, 10. maí. AP. KOSNINGABARÁTTAN í Bretlandi er þegar í stað komin á fullan skrið. Þingkosningarnar, sem boðaðar hafa verið 9. júní eru þær 12. í röðinni í Bretlandi frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Axhland, Ohio, 10. maf. AP. RONALD Reagan, Bandaríkjafor- seti, sagði í ræðu í gær, mánudag, að ef MX-eldflaugunum yrði ekki kom- Fjórar spreng- ingar í Belfast Belfast, 10. maí. AP. FJÓRAR sprengjur sprungu á nokkrum mínútum í Belfast í gær- kvöld að sögn lögreglu. Þá var sveit sprengjusérfræðinga hersins kvödd á vettvang til að fást við fimmtu sprengjuna. Að sögn lögreglunnar bárust nafnlausar hringingar, þar sem varað var við sprengingunum, sem öllum var komið fyrir í viðskipta- byggingum. Sprengjurnar sem sprungu voru í ýmsum verslunum. Talið er að sprengingar þessar kunni að standa í tengslum við dauða Bobby Sands, sem svelti sig til bana innan fangelsismúranna til þess að mótmæla aðbúnaði fanga. ið upp myndi það hafa afdrifaríkari afleiðingar fyrir öryggi Bandaríkj- anna en nokkuð það, sem væri á færi erlends stórveldis. Reagan flutti ræðuna í Ashland í Ohio og hvatti þingið til að koma ekki í veg fyrir endurnýjun í kjarnorkuvopnaheraflanum, að samþykkja MX-áætlunina og smíði lítiilar eldflaugar með ein- um kjarnaoddi. „Ég trúi því staðfastlega, að þetta sé nauðsynlegt til að komið verði á raunhæfu eftirliti með vígbúnaði og til að tryggja fram- tíðaröryggi þjóðarinnar. Þá aðeins semja Sovétmenn þegar þeir eru vissir um, að okkur er alvara. Við smíðum ekki eldflaugar til að koma af stað stríði, heldur til að halda friðinn," sagði Reagan. Þingið mun ákveða í lok þessa mánaðar hvort af smíði hinna stóru MX-eldflauga verður en þær eru búnar 10 kjarnaoddum hver. Þingið skar niður fjárveitingar til þeirra á síðasta ári og var það ekki síst áætlað fyrirkomulag eða stað- setning þeirra, sem því olli. Sendisveinar og sjálfboðaliðar flokkanna sáust víða á þönum um borgir og bæi, þar sem þeir voru ýmist að hengja upp áróðursspjöld eða að bera kosningabæklinga í hús. Mikið liggur við því undir- búningstími hefur aldrei verið skemmri í breskri kosningasögu. „Það var orðið óþolandi fyrir fólkið, að vita ekki upp á hár hvaða dag kosið yrði,“ sagði Mar- grét Thatcher, forsætisráðherra, við fréttamenn loks þegar endi var bundinn á tveggja mánaða óvissu- tímabil. Þrátt fyrir þau ummæli Michael Foot, leiðtoga Verkamannaflokks- ins, að Thatcher hafi verið neydd af almenningi til þess að efna til kosninga bendir ekkert til annars en að hún og íhaldsflokkur hennar verði yfirburðasigurvegarar í kosningunum. f þeim skoðanakönnunum, sem fram hafa farið, fær íhaldsflokk- urinn 8—13% meira fylgi en Verkamannaflokkurinn. Þá þykir fréttamönnum vert að veita stöð- unni hjá veðmöngurunum athygli. Þeir eru greinilega fullvissir um sigur Thatcher því veðmálin eru yfirleitt 1 gegn 5 eða 2 gegn 9. Farþegar þotunnar heim á leið Seoul, 10. maf. AP. FARÞEGAR kínversku þotunnar, sem rænt var í innanlandsflugi og flogið til Seoul, flugu allir heimleiðis í dag eftir 6 daga dvöl í Suður-Kóreu. Alls er um 95 farþega að ræða, auk áhafnar vélar- innar. Samkomulag náðist í gær á milli yfirvalda í Suður-Kóreu og Kína, um að þotunni, með öllum farþegunum og áhöfn vélarinnar, yrði flogið aftur til heimalandsins. Upphaflega stóð til, að þotan sneri heimleiðis í fyrradag, en þá komu upp einhverjir erfiðleikar, sem seinkuðu brottför vélarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem opinbert sam- komulag af einhverju tagi er gert á milli yfirvalda í Kína og Suður- Kóreu. Talið er, að samkomulag þetta kunni að ryðja brautina fyrir frekari tengsl á milli þjóðanna. Tveir af áhöfn vélarinnar særðust í flugráninu og liggja enn á sjúkra- húsi í Seoul. Öðrum þeirra verður leyft að halda heimleiðis innan skamms, en hinn þarf að ganga und- ir erfiða aðgerð áður en honum verð- ur leyft að fara til síns heima. Af flugræningjunum sex er það að segja, að þeir verða geymdir á bak við lás og slá í Seoul þar til þeir verða dregnir fyrir dóm. Flugrán þetta er hið fyrsta í sögu Kína. Atvinnuleysið 3,6% í Noregi Osló, 10. maí. AP. ATVINNULEYSI f Noregi reyndist 3,6% í apríl og hefur aukist um 2,2% á aðeins einu íri. Þó er hér um jákvæð tfðindi fyrir Norðmenn að ræða því at- vinnuleysið var 4% í mars. Þótt fækkun hafi orðið á milli mánaða hefur atvinnulausum á með- al ungs fólks fjölgað meira en 50% frá því í apríl á sfðasta ári. Samningaviðræðunum f Líbanon miðar hægt: Skilyrði Sýrlendinga og PLO tefja fyrir brottflutningi Beirút, 10. maí. AP. NÚ ÞEGAR samkomulag við fsraela um brottflutning herja þeirra frá Líbanon er nánast komið í höfn hyggur Amin Gemayel, forseti landsins, á enn frekari þrýsting á Sýrlendinga til þess að fá þá til að kalla her sinn til baka. Þó svo fsraelar hafi samþykkt tillögur um brottflutning „að nafninu til“ er næsta víst að þeir hreyfa ekki við '25.000 manna herliði sínu fyrr en ljóst er, að Sýrlendingar og PLO muni fara að dæmi þeirra og fylgja í kjöl- farið. Bæði Sýrlendingar og PLO- menn hafa þegar gagnrýnt sam- komulag Líbana og ísraela harð- lega og nefna það uppgjöf af hálfu Líbana og að í því felist óviðunandi viðurkenning á inn- rás ísraela í landið fyrir ári. Róðurinn hertur Gemayel hefur skipað svo fyrir, að þráðurinn verði tekinn upp að nýju í viðræðum við sér- lega sendimenn Bandaríkja- stjórnar, þá Philip C. Habib og Morris Draper, I þessari viku, til þess að varpa frekara ljósi á þau atriði, sem fsraelar hafa krafist að skýrð yrðu betur. Ljóst er af öllu, að Gemayel ætlar sér að flagga undirskrifuð- um samningum við fsraela áður en hann leggur út í frekari við- ræður við Sýrlendinga með ein- dreginni ósk um að þeir fylgi fordæmi ísraelanna. Gemayel hefur lýst því yfir, að hann muni ekki sætta sig við neitt gæslu- liðshlutverk Sýrlendinga né ann- arra á líbönsku yfirráðasvæði. Þótt enn bóli ekkert á brott- flutningi herja §ýrlendinga og PLO hafa báðir þessir aðilar lýst því yfir fyrir löngu, að þeir séu reiðubúnir til að senda herlið sitt á brott hvenær sem er. Það var hins vegar ekki fyrr en nálgast tók samkomulag í við- ræðum Bandaríkjamanna, fsra- ela og Líbana, að Sýrlendingar og PLO gerðu skilyrði sín fyrir brottflutningi ljós. Yfirmenn PLO gerðu það að kröfu sinni, að öryggi þeirra Pal- estínumanna, sem yrðu eftir í Líbanon, yrði tryggt með hlið- sjón af fjöldamorðunum í flótta- mannabúðunum við Beirút í september síðastliðnum. Síðan fylgdi, að PLO myndi yfirgefa Líbanon um leið og Israelar væru farnir, en fyrr ekki. Fylgja Sýrlendingum Þrátt fyrir yfirlýsingar PLO- manna telja flestir vestrænir diplómatar og fréttaskýrendur, Forseti Sýrlands, Hafez Assad (tv.) á fundi með George P. Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. að þeir muni fylgja ákvörðun Sýrlendinga í einu og öllu, óháð því hver hún kann að verða. Sýrlendingar hafa á hinn bóg- inn lýst því yfir, að þeir muni ekki samþykkia neitt, sem feli í sér ávinning ísraela af einu eða öðru tagi. Þá ekki heldur neitt, sem felur í sér átroðning á líb- önsku yfirráðasvæði eða stofnar öryggi Sýrlands á einhvern hátt í hættu. Þá benda Sýrlendingar einnig á þá staðreynd, að þar sem vera herliðs þeirra í Líbanon frá ár- inu 1976 hafi verið samþykkt á toppfundi Arababandalagsins með þeir orðum, að um væri að ræða „gæslulið Araba“, gæti að- eins samþykkt samskonar fund- ar skipað þeim að hafa sig á brott. Gemayel hefur brugðist illa við þessari röksemdafærslu Sýrlendinga og undirstrikqð, að Líbanon sé frjálst ríki, sem tek- ur sínar eigin ákvarðanir og líð- ur ekki íhlutun erlendra ríkja í innanlandsmálefni. Virðist greinilegt á flestum ummælum forsetans þessa dagana, að hann beini spjótum sínum að þeim viðhorfum Sýrlendinga, að þeim sé mjög annt um öryggi Líbana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.