Morgunblaðið - 11.05.1983, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.05.1983, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 27 Úr nýtísku hænsnabúi. Hér á landi eru 108 þúsund varphænur í fjórum stærstu búunum. Offramleiðsla á eggjum: Myndi nánast verða úr sögunni með betra dreifíngarkerfí — segja talsmenn einkasölukerfis á eggjum orframleiðsla er nú á eggjum hér á landi, samkvæmt upplýsingum er fram komu á blaðamannafundi sem Framleiðsluráð landbúnaðarins og nefnd á vegum eggjaframleiðenda um stofnun einkasölu á eggjum, boðuðu til nýlega. Á fundinum kom einnig fram, að offramleiðslan væri mestmegnis bundin við landshluta, sem unnt væri að komast að verulegu leyti fyrir, með stofnun dreifingarmiðstöðvar á eggjum, er tæki til alls landsins. Á fundinum kom einnig fram, að hin síðari ár hefur aðeins einu sinni orðið skortur á eggjum hér á landi, en það var í eina til tvær vikur fyrir jól 1980. Blaðamannafundurinn var að sögn þeirra er til hans boðuðu, einkum til að leiðrétta ýmislegt, sem sagt hefur verið og skrifað um stofnun eggjasölusamlags og veit- ingu heildsöluleyfis til Sambands eggjaframleiðenda. Sögðu fundar- boðendur margt í þessari umræðu „byggt á vanþekkingu og sumt á misskilningi". Væri tímabært að skoða málið í ljósi staðreynda „en ekki tilfinninga eða ímyndana einna“. Á fundinum kom fram, eins og áður hefur verið gerð grein fyrir í fréttum Morgunblaðsins, að ágreiningur er innan Sambands eggjaframleiðenda, um hvort koma skuli á einkasölu á eggjum eða ekki. Andstæðingar þess að Sam- bandi eggjaframleiðenda verði fengið heildsöluleyfi segja m.a. að slíkt sé óþarft, og muni leiða til stórhækkaðs eggjaverðs. Jón Guð- mundsson á Reykjum, Jón Gíslason á Hofi og fleiri, sem til fundarins boðuðu í gær, kváðu á hinn bóginn einsýnt, að eggjaeinkasala myndi lækka eggjaverð þegar til lengri tíma væri litið, þar sem núverandi Vöttur afla- hæstur á Eskifirði Flskifirði, 9. maí. FLESTIR netabátar hafa nú tek- ið upp netin og hætt veiðum eftir frekar rýra vertíð. Þó heldur einn áfram og hefur aflað sæmi- lega. Mestan afla á vertíðinni hefur Vöttur, um 500 lestir. Skipstjóri á Vetti er Þórir Björnsson. Votaberg fékk 473 lestir, Sæljós 463, Guðrún Þorkelsdóttir 459, Sæborg 337 en Sæborgin byrjaði mun síðar á vertíðinni en aðrir bátar. Aflinn hefur að mestu farið í salt og verið verkaður í fimm fiskverkunarstöðvum. Ævar. undirboð á eggjum myndi fyrr eða síðar koma fjölda framleiðenda á hausinn, sem svo aftur þýddi að fá- ir stórir framleiðendur yrðu eftir, sem þá gætu ráðið markaðsverði á eggjum. Núverandi dreifingarkerfi, þar sem hver bóndi fer með sín egg á markað, væri dýrt og óhag- kvæmt, og gerði verð á eggjum dýr- ara en vera þyrfti. Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambands bænda, sem einnig sat fundinn, sagði það vera í fullu samræmi við aðra þróun hér á landi, að komið væri á eggjaheildsölu og dreifingarkerfi. Óþolandi væri að bændur byðu niður vöru hverjir fyrir öðrum, og slíkt leiddi til óöryggis á markaðn- um, auk þess sem bændum væru ekki tryggðar lágmarkstekjur. Á fundinum í gær var einnig dreift bréfi frá yfirdýralækni, þar sem hann segir eðlilegt að haft sé eftirlit með eggjadreifingu, vegna þess hve egg séu viðkvæm matvæli. Hér á landi eru nú um 290 þús- und varphænur. 270 þúsund þeirra eru á búum, sem hafa fleiri en 100 fugla. Þar af eru 58 þúsund hænur á búum með 100 til 2000 hænur, en 23 bændur hafa 2 til 10 þúsund hænur, samtals 104 þúsund fugla. Á fjórum stærstu búum landsins eru 10 þúsund hænur eða fleiri, samtals um 108 þúsund fuglar. Ferming í Súðavík Ferming í Súðavíkurkirkju 12. maí, uppstigningardag, kl. 14.00. Prestur: Sr. Jakob Ág. Hjálmarsson. Fermd verða: Davíð Pétur Steinsson, Túngötu 9. Hans Aðalsteinn Sigurgeirsson, Túngötu 16. Jenný Elva Árnadóttir, Túngötu 7. Karl Guðmundur Kjartansson, Aðalgötu 56. Kristófer Heiðarsson, Árnesi. íitóöur á moruun DÓMKIRKJAN: Messa kl. 2 á degi aldraöra. Sr. Jakob Jónsson, dr. theol. predikar. Sr. Hjalti Guö- mundsson þjónar fyrir altari. Eftir messu er eldri borgurum, 60 ára og eldri boðið til kaffidrykkju í Odd- fellowhúsinu. Þar syngur Sigríöur Gröndal einsöng við undirleik Marteins H. Friðrikssonar, dómorg- anista. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 10. Organleikari Birgir Ás Guö- mundsson. Sr. Hjalti Guömunds- son. ÁRBÆ JARPREST AK ALL: Guös- þjónusta í Safnaöarheimili Árbæj- arsóknar kl. 2. Eldra fólki í söfnuö- inum sérstaklega boöiö til guös- þjónustunnar. Kirkjukaffi Kvenfé- lags Árbæjarsóknar eftir messu. Sr. Guömundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta á Hrafnistu kl. 13.30. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPREST AK ALL: Há- tíöarsamkoma í kirkjubyggingunni kl. 14.00. Helgistund sr. Lárus Hall- dórsson. Formaöur byggingar- nefndar, Siguröur E. Guðmunds- son, flytur ræöu. Krikjukór Breiö- holtskirkju syngur. Lúörasveit Ár- bæjar- og Breiöholtsskóla leikur frá kl. 13.45. Kaffiveitingar. Sam- skot til kirkjubyggingarinnar. Sókn- arnefndin. BÚSTADAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 2. Einsöng syngur Ingibjörg Marteinsdóttir, organleikar Guöni Þ. Guömundsson. Að messu lok- inni veröur opnuö sýning á munum unnum í vetur í félagsstarfi aldr- aöra í kirkjunni. Hátiöarkaffi í tilefni dagsins og mun kór Árnei;- Dagur aldraðra íkirkju íslands ingafélagsins í Reykjavík koma og syngja undir stjórn Guömundar Ómars Óskarssonar. Sr. Ólafur Skúlason, dómprófastur. Fundur veröur í Bræörafélagi Bústaöa- sóknar mánudagskvöld. DIGR ANESPREST AK ALL: Guös- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjánsson prédikar, sr. Árni Pálsson þjónar fyrir altari. Kirkjukaffi á degi aldraöra veröur í Safnaðarheimili Kárnessóknar aö lokinni guösþjónustu. Sr. Þorberg- ur Kristjánsson. FRÍKIRKJAN f REYKJAVÍK: Barna- messa kl. 11. Guöspjalliö í mynd- um. Barnasálmar og smábarna- vers. Framhaldssaga. KVEDJUSAMKOMA fyrir Willý Hansen kl. 20.30 á vegum Krossins í Kópavogi. Willý Hansen prédikar og syngur viö undirieik hljómsveit- ar. Sr. Gunnar Björnsson. Elliheimilió GRUND: Messa kl. 10. Sr. Lárus Halldórsson. GRENSÁSPRESTAKALL: Messa á uppstigningardag á Grensásdeild Borgarspítalans kl. 20.00. Sr. Hall- dór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRK JA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Á upp- stigningardag er einnig ferð á veg- um opins húss til Þorlákshafnar og Strandakirkju. Lagt veröur af staö frá kirkjunni kl. 13. Þátttaka til- kynnist safnaöarsystur í síma kirkj- unnar 10745 eða heimasíma 39965. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. KÁRNSNESPRESTAKALL: Guös- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjánsson predíkar, sr. Árni Pálsson þjónar fyrir altari. Kirkjukaffi á degi aldraöra verður í safnaöarheimili Kársnessóknar aö lokinni guösþjónustu. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guósþjón- usta kl. 14. Eiríkur Stefánsson pre- dikar. Samkoma kl. 15. Söngur — upplestur — kirkjukaffi. Þeir sem óska aðstoöar viö aö komast til guösþjónustunnar hringi í síma 35750 milli kl. 10 og 12 á uppstign- ingardag. Sýning á handavinnu þeirra sem tekið hafa þátt í starfi aldraöra í vetur. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 14. Sigurbjörn Einarsson fv. biskup prédikar. Halldór Vilhelmsson syngur einsöng. Kaffisala Kvenfé- lagsins í nýja Safnaöarheimilinu eftir messu. Fjölbreytt dagskrá. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. NESKIRKJA: Guósþjónusta kl. 14. Hrefna Tynes predíkar. Kór aldr- aðra syngur. Sr. Guómundur Óskar Ólafsson. DÓMKIRKJA KRISTS konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Há- messa kl. 10.30 og lágmessa kl. 14. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11. KAPELLA ST: Jósefssystra I Garðabæ: Hámessa kl. 14. FRÍKIRKJAN Hafnarfiröi: Messa kl. 14. Safnaóarstjórn. KAPELLAN ST. Jósefsspítala: Messa kl. 10. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. SIGLUFJARÐARKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 14. Guöbrandi Magn- ússyni kirkjuveröi og meöhjálpara þakkaö 25 ára starf í kirkjunni. Sr. Vigfús Þór Árnason. JUNCKERS INDUSTRIER a/s í samvinnu við Egil Árnason hf., Timburverslunina Völund hf. og Húsasmiðjuna hf, býður til kynningar- fundar á Juncers parketi, borðplötum og lökkum í húsakynnum Byggingarþjónustunnar, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, föstudaginn 13. maí 1983 kl. 17.00. Fulltrúi Juncers Industrier A.A., Lars Olsen, kynnir framleiðslu fyrirtækisins á massívu parketi og borð- plötum svo og hinum ýmsu lakkgerðum fyrir gólf og innréttingar og svarar fyrirspurnum, sem fram kunna að koma. Vonast er eftir þátttöku sem flestra áhugamanna um gólfefni. EGILL ÁRNASON H.F. HÚSASMIÐJAN HF. w Timburverzlunin Volundur hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.