Morgunblaðið - 11.05.1983, Síða 24

Morgunblaðið - 11.05.1983, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 1000 KfíÓNURÚT Philips ryksugur. 2JA ÁRA BYRGÐIR AF POKUM Félagslegi grunnurinn lyk- illinn að ódýrari ferðum eftir Eystein Helga- son Ingólfur Guðbrandsson, for- stjóri Útsýnar, kveður sér enn á ný hljóðs í Mbl. sl. fimmtudag og að þessu sinni hverfur hann nokk- ur ár aftur í tímann til þess að leita snöggra bletta á Samvinnu- ferðum-Landsýn. Auðvitað gætu aðrar ferðaskrifstofur í langan tíma dundað sér við álíka sögu- rannsóknir á starfsemi Útsýnar á liðnum árum, þaðan sem margs er að minnast, en Samvinnuferðir- Landsýn a.m.k. kemur ekki auga á nokkurn tilgang með skrifum um slíkt á opinberum vettvangi. Hér verða því ekki eltar ólar til þessar langsóttu tilraunir við að kasta rýrð á Samvinnuferðir-Landsýn, SYNINGARFERÐ MEÐ SÍÐUSTU LAPPANA Síðustu Lapplanderbílarnir frá Volvo verða seldir næstu daga á sérstöku verði, aðeins 198.496.00 krónur (gengi 6/5 ’83, óyfirbyggðir). Kristján Tryggvason, þjónustustjóri Veltis hf. verður með tvo glæsilega Volvo Lappa í ferð sinni til umboðsmanna víðsvegar um landið. Kristján sýnir Lapplander Turbo með vökvastýri, læstu drifi og innbyggðu spili. Hann kynnir líka möguleika á stálhúsi auk blæjuhúss. Þetta er einstakt tækifæri fyrir bændur og aðra fram- kvæmdamenn, hjálparsveitir og fjallamenn - og alla þá sem vilja notfæra sér þetta einstæða tækifæri. Kristján sýnir Lappana: 10. maí Höfn í Hornafirði 11. - 12. maí Suðurfirðir og Fáskrúðsfjörður en óhjákvæmilegt er engu að síður að benda á örfá atriði sem máli skipta fyrir þá sem e.t.v. hafa áhuga á að fylgjast með þróun í íslenskum ferðamálum. (itsýnarsætin hjá Úrval og Atlantik Ingólfur rifjar upp þá löngu liðnu tíð er Samvinnuferðir- Landsýn keypti sæti af Utsýn til Spánar. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og eðlilegt er að láta þess getið um leið og horfið er þannig aftur í tímann að í dag er staðan sú að samdráttur í sólarl- andaferður Útsýnar er verulegur. Þannig hefur Útsýn orðið að fella niður eigin ferðir til Mallorca allt fram í ágústmánuð og kaupir í staðinn nokkur sæti af Úrval og Atlantik í hverri ferð. Leiguflugið til Sikileyjar var sömuleiðis fellt niður löngu áður en Etna fór að gjósa en á sama tíma heldur Samvinnuferðir-Landsýn uppi sjálfstæðum vikulegum ferðum af fullum krafti til sólarstranda á Rimini og Grikklandi auk hinna ómissandi ferða til Portoroz. Heiðarleg satnkeppni öllum til góðs Útsýnarforstjórinn notar ótrú- legustu aðferðir og svífst einskis til þess að gera lítið úr hinum fé- lagslega grundvelli sem Sam- vinnuferðir-Landsýn starfar á. Sá grunnur er einmitt helsta stolt ferðaskrifstofunnar. Hún hefur, ólíkt keppinautum sínum, allt annað en hámörkun ágóða að leið- arljósi. Einmitt þess vegna hefur tekist að bjóða ódýrari ferðir, fjöl- breyttara ferðaval og ýmsar nýj- ungar, t.d. sama verð fyrir alla landsmenn. Margsinnis hefur komið í Ijós að sú samkeppni sem Samvinnuferðir-Landsýn veitir í sívaxandi mæli hefur orðið öðrum ferðaskrifstofum hvatning og ís- lenskum ferðalöngum til góðs. Sumarhúsin aldrei vinsælli Allar upplýsingar um minnk- Eysteinn Helgason „Eðlileg viðmiðun við 3ja vikna leiguflugferðir til sólarlanda getur aldr- ei verið fullt áætlunar- flugfargjald flugfélag- anna. Til þess eru sér- fargjöldin alltof mörg.“ andi aðsókn í sumarhús eru bein og vísvitandi ósannindi. Sam- vinnuferðir-landsýn hefur f ár stóraukið framboð sitt á sumar- húsum frá því sem verið hefur og mun alls verða með 127 hús á fastri leigu yfir alla sumarmánuði þessa árs og raunar 170 hús alls þegar mest er. Hvorki meira né minna en um fimm þúsund íslend- ingar munu dveljast í þessum hús- um og þrátt fyrir þetta stóraukna framboð hafa sumarhúsin aldrei selst jafn hratt. Strax í aprílmán- uði var raunar orðið uppselt í nær allar ferðir bæði til Danmerkur og Hollands. Útsýnar-sumarhús á næsta ári? Sölustjóri Sporthuis Centrum í Hollandi, Tom Tielroy, hefur stað- fest að fulltrúi Útsýnar hafi í febrúarmánuði sl. hringt og falast eftir sumarhúsum strax á þessu ári. Fékk hann þau svör að Sam- vinnuferðir-Landsýn hefði tryggt sér einkarétt á sölu þeirra næstu þrjú árin skv. samkomulagi frá því í ágúst 1982. Vonandi verður Útsýn fyrr á ferðinni í leit sinni að alvöru sumarhúsum í Evrópu fyrir árið 1984. Samkeppni á þessu sviði ferðalaga er sjálfsögð og íslensk- um ferðalöngum vafalaust fagnað- arefni. Verðblekkingar Útsýnar Réttlæting Útsýnar á verð- blekkingum sinum er afar máttlít- il vekur hneykslan allra þeirra sem til ferðamála þekkja. Eðlileg viðmiðun við 3ja vikna leiguflugs- ferðir til sólarlanda getur aldrei verið fullt áætlunarflugsfargjald flugfélaganna. Til þess eru sérfar- gjöldin alltof mörg. Þau eru hinn eini eðlilegi viðmiðunargrund- völlur og með því að halda ein- hverju öðru til streitu er Ingólfur Guðbrandsson annað tveggja að villa mönnum vísvitandi sýn eða afhjúpa opinberlega algjöra van- þekkingu sína á „fargjaldafrum- skóginum". Punktur Samvinnuferðir-Landsýn setur hér með punkt aftan við ritdeilur við Ingólf Guðbrandsson um markaðsmál. í stað gífuryrða er íslenskum ferðaskrifstofum áreið- anlega hollara að snúa bökum saman og vinna sameiginlega að því marki að opna Islendingum sem greiðasta leið til annarra landa og ekki síst þegar illa árar í þjóðfélaginu. Þá reynir einmitt á útsjónarsemi og samstöðu. Höíundur greinarinnar, Eysteinn Helgason, er íramkræmdastjóri Samvinnuferda-Landsýnar. Álafoss kynnir ullarfatnað í Frakklandi París í aprfl. NÝJUNG var á ferðinni hjá Álafoss hf. í París f síðustu viku. Þetta var kynningá ullarfatnaði frá fyrirtæk- inu sem tískuframleiðsluvara undir nafninu Álafoss, og sagði Sigurður B. Sigurðsson, sölustjóri hjá Ála- fossi, að með svona kynningu væri von sín, að nafnið Álafoss yrði þekkt framleiðslumerki frá íslandi. Svona sýningar hefur Álafoss verið með í Bandaríkjunum og Skandinavíu og ef vel tekst í Par- ís, mun fyrirtækið reyna þessar sýningar víðsvegar um Frakkland. Nýja lína Icewool hefur breyst, hún hefur fengið tískuyfirbragð en hinar sigildu vörur seljast allt- af. Heimsókn forseta íslands til Frakklands hefur haft mikið að segja á sölu islenskrar vöru í heild, en Frakkar gera sér ekki grein fyrir því hvað við getum boðið," bætti Sigurður við. „Með svona kynningum er verið að mennta viðskiptavininn og skapa áhuga á landi og þjóð.“ Á sýningunni lágu frammi fal- legir bæklingar í litum frá Flug- leiðum. Model 79 sýndi fatnaðinn og eiga þau hrós skilið fyrir sinn þátt í kynningunni en hópurinn er afar líflegur og samstilltur. Hann skipa Brynja Norkvist, Helga Möller, Kristín Davíðsdótt- ir og Reynir Kristinsson. Anna Nissels

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.