Morgunblaðið - 11.05.1983, Síða 7

Morgunblaðið - 11.05.1983, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 Fáksfélagar Hin árlega Hlégarðsferö verður fimmtudaginn 12. maí. Lagt af stað frá Víðivöllum kl. 13.30. He8tamannafélagiö Fákur. Eftirtöldum félögum, sem gert hafa mig undirritaöan aö heiöursfélaga sínum á undanförnum árum, þakka ég heiöur þann og velvilja sem þau hafa sýnt mér: Stúkan Víkingur nr. 101*, Verslunarmannafélag Reykja- víkur, Sölumannadeild VR., Átthagafélag Sandara, Stúkan Andvari nr. 265, Sjálfstæöisfélagiö í Hóla- og Fellahverfi. Ennfremur þakka ég öllum þeim, sem heimsóttu mig og færöu mér blóm og gjafir, eöa sendu mér heillaóska- skeyti á 95 ára afmæli mínu þann 30. ajrríl sl. Lifiö heil. Axel Clausen. KÆRLEIKUR og SUBSTRAL er allt sem blómin þín þurfa. HEILDSÖLUBIRGÐIR ÍSLEMZKA VERZLUHARrÉLAGlÐ HF UMBOÐS- & HEILDVERZLUN ÁRMÚLA 24 - P.O. BOX 1391 SlM119943 105 REYKJAVÍK SUBSTRAL og BLOMIN GEFA BLÓMUNUM ÞÍNUM .LENGRA OG BETRA LÍF. Womin Blomin * t Handunnar Olíukolur í steinleir. VERÐ AÐEINS GLIT KR. 148,-& 245,- Höfðabakka 9, Reykjavík. S. 85411 Mannlegt — en ekki stór- mannlegt Tíminn segir m.a. í for- ystugrein í gær: „Þegar formadur Sjálf- stæðisflokksins ræddi við forystumenn Alþýðubanda- lagsins í upphafi þeirra við- ræðna, sem fram hafa farið að undanfornu, drógu Al- þýðubandalagsmenn upp gömiu duluna um herinn og álið og flugstöðina og notuðu það sem átyllu til þess að komast hjá þvf að ræða efnahagsvandann af ábyrgð við aðra flokka. Er nú almennt talið að Al- þýðubandalagsmenn ætli sér hvað sem tautar og raular að vera utan stjórn- ar það erfiðleikatímabil, sem framundan er í efna- hagsmálum. Það mun þá ætlun þeirra að græða flokkslega á þeim erflð- leikum sem við er að fást og stefna svo að því að setj- ast í ráðherrastólana þegar aðrir flokkar hafa unnið það verk að vinna bug á erflðleikunum." Eftir Ijögurra ára sam- starf við Alþýðubandalagið þykjast framsóknarmenn þess umkomnir að lesa for- ystumenn þess „ofan í kjölinn“. Vera má að und- ansláttur Alþýðubanda- lagsins sé mannlegur, en ekki er hann stórmannleg- ur. „Heybrókarháttur" hét slfk hlédrægni á alþýðu- máli fyrrum. „Flýr af hólmi og felur sig“ Tíminn heldur áfram að sálgreina Alþýðubandalag- ið: „f raun og veru þarf þessi afstaða Alþýðubanda- íagsins ekki aö koma á óvart l»að hefur alltaf ver- ið stcfna þess flokks að vera í stjórn þegar vel árar og ausa úr þeim sjóðum, sem til eru, en hverfa síðan í stjórnarandstöðu þegar crflðleikar steðja að, eins og nú þegar aflabrestur og sölutregða snarminnkar m litur raunsatt á | manna þingflokkur með un- a bak við sif «/s7«3 •»«ði við okkur. þá ar að stefnu eigin •» fyrr kosnmgar hafa haldið. að „...aft þríggja manna þingflokkur með ung samtök á bak við sig hefur ekkert i nkisstjorn að gera, nema því aðeins að hann geti sýnt fram á verulegan árangur og það tiltöluiega fljétt...” „Fréttir MorgunbiaOams Svo s*m venja er hafa frettir af' ■ stjómmálaviðræðum undanfarna " daga einkennst af getgatum. og morgum tllvflium hyfur vetlð um n geti syM fram a vrrulegan V—-|" MMMT* fð raða esatim i ir og það tikoiUega fljott Af ^ að vera fastar fynr áreiðanleika I blaðs af lulkruar gon.ki flokkanna viðræðum eru ,.fnáre.ðanlegar og l raunar ekki hafa gert ser þw. vrf*oma KvennahManum, gretn fynr markmiðum er auglpmlega ekki hið mmnaU fnnalislans. enda ef tU vtU ekki mark á þeun Ukandi Þetta bið fg Iþvi að buast Eins og formaður aUa stuðmngsnænn KvennaUsUns " aöhafai huga ÆUa mætti. að óábyrg skrif Morgunblaðsins hafi þann tUgang að reyna að skapa ðemmgu innan imtaka um kvennaltsU Su tilraun Orökstudd gífuryrði Það er að vonum fylgst með því, hvert er innlegg nýrra þingflokka í þjóðmála- umræðu, sem gjarnan mætti járóast til meiri ábyrgðar og háttvísi. Kristín Hall- dórsdóttir, þingmaður kvennalista, lætur Ijós sitt skína í kjatlara Dagblaösins Vísis í fyrradag. Þar segir hún m.a.: „Svo sem venja er hafa fréttir af stjórnmálaviðræð- um undanfarna daga einkennst af get- gátum, og í mörgum tilvikum hefur verið um hreinan uppsþuna að ræða, einkum í Morgunblaöinu, sem hæst gumar viö hvert tækifæri af ábyrgð sinni og áreið- anleika ...“ — Ekki sýnir þingmaöurinn lesendum sínum þá lágmarksháttvísi að finna orðum sínum stað, tína til dæmi þeim til staðfestingar, heldur slær fram órökstuddum gífuryrðum. Það er einmitt umræða af þessu tagi sem sem er sýn- ishorn af því lága og lítilmótlega í íslenzk- um stjórnmálum og blaðamennsku. Kristín Halldórsdóttir og samherjar henn- ar á vinstra kantinum hafa haft alla möguleika á því aö koma sjónarmiðum sínum á framfæri hér í blaðinu og leið- rétta það, sem þeim hefur þótt aflaga fara. En blaðinu er ókunnugt um nokkra tilburði í þá átt — og hefur ekki komið á framfæri öðrum fréttum af stjórnarmynd- unarviðræðum en þeim er það veit rétt- astar. Hitt er annað mál, eins og fram kom í kosningabaráttunni, að pólitískur kompás sumra samherja Kristínar Hall- dórsdóttur hefur verið misvísandi og stefnan óljós í þeim tilgangi einum, að atkvæðaveiðar bæru meiri árangur en málefnaleg stefnumótun í viðkvæmum og erfiðum pólitískum málum. Af þeim sök- um hefur stundum verið erfitt fyrir fjöl- miðla að festa hönd á grundvallarsjón- armiðum þessarar nýju hreyfingar kvenna úr öllum stjórnmálaflokkum. Þær ættu marka sína stefnu, t.d. í varnar- og öryggismálum eða efnahagsmálum, svo að óyggjandi sé. þjóðartekjur landsmanna." Já, Ijótt er ef satt er lýst gangi mála í fráfarandi rík- isstjórn. En eftirtektarvert er að Tíminn talar ekki um „móðuharðindi af manna- völdum“, eins það eitt sinn hét á þeim bæ. En höldum áfram með lýsingu hans á Alþýöubandalaginu. „Alþýöubandalagiö er hins vegar sá eini hinna hefðbundnu stjórnmála- flokka, sem flýr af hólmi og felur sig í stað þess að ræða af ábyrgö við aðra flokka um það, sem gera verður til þess að halda framleiöslunni gangandi, tryggja fulla atvinnu og verja lífskjör þeirra sem lakast eru settir. Þetta ábyrgðarleysi Alþýðu- bandalagsins, sem nú sker það frá öðrum stjórnmála- flokkum, eiga landsmenn að dæma að verðleikum næst þegar þeim gefst tækifæri til í almennum kosningum ... Alþýðu- bandalagið hefur enn sem komið er forðast eins og heitan eldinn að leggja fram raunhæfar tillögur um nauðsynlegar aðgerðir 1. júní. Leggi þeir ekki fram slikar tillögur allra næstu daga hafa þeir dæmt sig úr leik sem ábyrgt stjómmálaafl." Að ganga rösklega til verks Alþýðublaðið segir í leið- ara í gær „að mikilvægt sé að ganga rösklega til verks við myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Því miður verður ekki séð að slík vinnu- brögð hafl verið í heiöri höfð...“ Getur verið að Alþýðublaðið sé hér undir rós að gera lítið úr því „innleggi" þingflokks Ai- þýðuflokksins til „rösk- Íegra vinnubragða" í stjórnarmyndunarviðræð- um, að krefjast þess að Al- þýðuflokkurinn, eða það lítilræði sem eftir er af honum, fái forsætisráð- herra í komandi ríkis- stjórn? Gamlir hjallar rifnir NÚ ER búiA að rífa gömul íbúðar- hús, sem Reykjavíkurborg átti vestast á Vesturgötunni. Þar bjó áður fólk, sem borgin útvegaði hús- næði, en þar sem húsin voru ekki fbúðarhæf voru þau rifin. Það var hreinsunardeild borg- arinnar, sem sá um að rífa húsin, en beiðni um það barst bygginga- nefnd ekki fyrr en það var búið. Vegna þess gerði bygginganefnd þá bókun á fundi sínum þann 4. maí, að hún harmaði, að ekki hefði verið farið að starfsreglum og sótt um leyfi fyrr en að niður- rifi loknu. Þá lá fyrir beiðni um niðurrif og var hún samþykkt þrátt fyrir áðurnefnda ann- marka. Samkvæmt reglum bygginga- nefndar skal sækja um leyfi til niðurrifs húsa og fylgja hug- myndir um hvað komi í staðinn. Bygginganefnd leitar síðan álits umhverfismálaráðs áður en niðurrif er samþykkt. Ekki ligg- ur fyrir hvað komi í stað hús- anna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.