Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 Bæjarsljóm Akureyrar: Umræðu um fjárhags- áætlun bæjarsjóðs var frestað um viku Akureyri, 31. janúar. FIJNDI bæjarstjórnar Akureyrar næsta þriðjudag, þar sem fara átti fram siðari umræða um fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs fyrir 1986, hefur verið frestað um eina viku. Ástæðan er fyrst og fremst sú að í ljós hefur komið að gjöld vegna sjúkratrygginga urðu verulega hærri í fyrra en reiknað hafði verið með og eru menn ekki á eitt sáttir hvemig bregðast skuli við því. Við óbreyttar aðstæður hækkar greiðsla bæjarsjóðs á þessu ári um tíu milljónir króna - vegna hækk- unar frá því í fyrra og viðbótar í ár. Bæjarráð fundaði um ^árhags- áætlunina frá því klukkan 16.00 til miðnættis í gær en þá var fundi hætt og ákveðið að fresta síðari umræðu um ijárhagsáætlun í bæj- arstjóm. Hugmyndir em uppi um að kanna hvort Akureyrarbær sé með eðlilega hlutdeild í rekstri sjúkra- trygginga. Ifyrirkomulaginu var breytt fyrir fáeinum ámm - og nú þykir ýmsum sem bærinn beri of mikinn hluta kostnaðar. INNLENT Akureyri: Framkvæmdastj óri Plasteinangrunar segir upp Akureyri, 1. febrúar. SIGURÐUR Amórsson, fram- kvæmdastjóri Plasteinangrunar hf. á Akureyri, sagði upp og hætti störfum sínum hjá fyrir- tækinu í gær, föstudag. Ástæðan er ósamkomulag við stjórn fyrir- tækisins. Stjóm Plasteinangmnar skipa Valur Amþórsson, Kaupfélagsstjóri KEA og stjómarformaður SIS, Jón Sigurðarson, forstjóri iðnaðardeild- ar SÍS, Aðalsteinn Jónsson, forstjóri efnaverksmiðjunnar Sjafnar, Hjört- ur Eiríksson, framkvæmdastjóri Vinnumálasambands Samvinnufé- laganna og Þorgeir Þórhallsson, fulltrúi iðnaðar- og þjónustusviðs KEA. Sigurður hefur verið fram- kvæmdastjóri Plasteinangmnar í störfum tæpt ár — áður var hann aðstoðar- framkvæmdastjóri iðnaðardeildar SIS, yfirmaður ullariðnaðar. „Menn hafa séð ýmsar leiðir til að reka fyrirtækið — ég mínar, stjómin sínar. Það er því vegna ágreinings um stefnu, sem ég segi upp,“ sagði Sigurður í gær. Hvemig hefur fyrirtækið gengið? „Það hefur gengið erfiðlega undanfarin ár.“ Breyttist það eftir að þú tókst við? „Já, til batnaðar vona ég, en sjónar- mið fóm ekki saman," sagði Sigurð- .ur. Plasteinangmm framleiðir meðal' annars fiskikassa, netakúlur, ein- angmnarplast og plastpoka og hefur útflutningur fiskikassa verið stór þáttur í starfsemi þess. Fyrir- tækið er að miklum meirihluta í eigu KEA og SÍS. Hér er verið að undirbúa að draga gufuketilinn upp á flutningavagninn. Togarinn Coot: Gufukatlinum bjargað Hafnarey SF komin á flot Höfn, Homafirði, 31. janúar. í NÓTT tókst björgunarsveitar- mönnum hér á Höfn að ná vél- bátnum Hafnarey upp úr höfn- inni. Hafnarey sökk fyrir þrem- ur vikum þegar togarinn Þór- hallur Daníelsson slitnaði upp í ofsaveðri, festist í bakkgír og bakkaði á bátinn, sem lá við bryggju hinum megin i höfn- inni. Aðeins 20 mínútur tók að ná bátnum upp eftir að kraftmiklar loðnudælur fengust til að dæla úr honum sjó. Um tíma óttuðust menn að bátnum myndi hvolfa, enda lagðist hann á hliðina þegar hann var að koma upp — en sem betur fer lagðist hann í rétta átt, upp að bryggjunni. I ljós hefur komið, að báturinn er mun minna skemmdur en talið var í fyrstu. Björgunarfélagið á Höfn er nú eigandi Hafnareyjar og verður á næstu dögum unnið af fullum krafti við að bjarga úr henni verðmætum, að sögn Sigur- geirs Benediktssonar, formanns björgunarfélagsins. — Haukur Vestmannaeyjar: Stofnað fyr- irtæki til ís- framleiðslu V<H»tmHnn«i>yjiim, 30. janúar. UM helgina var.stofnað hér nýtt fyrirtæki sem ætlar að reisa og reka verksmiðju til framleiðslu á ís. Hlaut fyrirtækið nafnið Eyjaís hf. og eru stofnendur þess flestir úr röðum fiskverkenda og út- gerðarmanna. Um 30 manns sóttu stofnfundinn á laugardaginn, en ákveðið hefur verið að þeir teljist stofnfélagar sem ganga til liðs við félagið fyrir 15. febrúar næstkomandi. Hlutaféð í félaginu hefur verið ákveðið 10 milljónir kr. í stjóm félagsins eru: Hilmar Rósmundsson, Magnús Kristinsson, Óskar Þórarinsson, Sigurður Oskarsson og Jóhannes Kristinsson. Þegar hefur sótt um lóð undir ísverksmiðjuna til hafnarstjómar og hafa forráðamenn hennar auga- stað á hafnarkanti í Friðarhöfn, enda ætlunin að hægt verði að afgreiða ís beint i skip sem legðust undir rennu frá verksmiðjunni. Leitað verður tilboða í hús og vél- búnað og standa vonir til að verk- smiðjan verði komin í gagnið fyrir árslok. Stefnt verður að því að afkastageta verksmiðjunnar verði á milli 60 og 90 tonn af ís á sólar- hring og geymslurými verði fyrir 500-600 tonn. Samkvæmt könnun sem gerð var er hér dagleg þörf fyrir 50 tonn af ís til veiða og vinnslu. — hkj. Um klukkan þrjú tókst að koma honum á ný upp á vagninn og var hann kominn í Skipasmíðastöðina Dröfn um klukkan sex. Þar verður ketillinn sandblásinn ogtjargaður, því í framtíðinni er líklegt að hann verði geymdur utan dyra. Þijú fyrirtæki, Sjóvá, ÍSAL og Jóhann Ólafsson og Co. tóku að sér að bjarga gufukatlinum. Hann verður afhentur Sjóminjasafni ís- lands á sjómannadaginn í sumar, en þann dag er gert ráð fyrir að Sjóminjasafnið verði formlega opnað. Hafnarey við bryggju á ný. Morgunblaðið/Haukur GUFUKETILLINN úr togaran- um Coot, sem legið hefur í fjörunni við Keilisnes á Vatns- leysuströnd síðan togarinn fórst árið 1908, var fluttur tíl Hafnarfjarðar á laugardaginn. Flutningabíll, með spili og drifí á fjórum hjólum, kom að Keilis- nesi um klukkan 10 á föstudags- morguninn til þess að sækja ket- ilinn. Ketillinn var frosinn við jörðina en eftir mikið stímabrak tókst að losa hann. Þetta verk tók um tvo tíma. Þá var hafist handa við að draga þennan 15 tonna þunga gufuketil upp á flutninga- vagninn, en þá vildi það til að hann valt ofan af vagninum og féll á annan endann. Skipadeild SÍS: Vikulegar siglingar til Evrópu - bætir einu skipi við vegna aukinna flutninga SKIPADEILD SÍS hefur ákveðið að hefja í þessum mánuði viku- legar áætlunarsiglingar til helstu viðkomuhafna á Englandi, meg- inlandi Evrópu og Norðurlönd- um. Skipadeildin hefur verið með hálfsmánaðarlegar sigling- ar til þessara hafna og eykst viðkomutiðnin því í flestum til- vikum um helming, að sögn Ómars Jóhannssonar fram- kvæmdastjóra skipadeildarinn- ar. Ómar sagði að skipadeildin vildi “með þessu veita viðskiptavinum sín- um betri þjónustu. Hann sagði að stöðug aukning væri í flutningum skipadeildarínnar og hefði svo verið undanfarin tvö ár, en aukningin hefði þó náð hámarki að undan- förnu vegna fækkunar skipafélag- anna. Skipadeildin mun bæta einu skipi við vegna aukinna siglinga, og verða með þijú skip í Evrópusigling- um í stað tveggja nú. ■ - Morgunblaðid/Július Siguijón Pétursson framkvæmdastjóri Sjóvá og Ragnar Halldórs- son forstjóri ÍSAL önnum kafnir við spilið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.