Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Efasemdir um prófkjör Um helgina var valið í sæti þeirra, sem skipa eiga framboðslista Alþýðubandalags og Alþýðuflokks í borgarstjóm- arkosningunum í Reykjavík nú í vor. Af ummælum þeirra, sem þátt tóku í þeim darraðardansi, er efnt var til í flokkunum af þessu tilefni, má ráða, að sú aðferð að láta umbjóðendur stjómmálamanna skipa þeim á lista í skriflegri atkvæða- greiðslu, hvort sem hún nefnist prófkjör eða forval, skilji fremur eftir sársauka en baráttugleði í flokkunum. Sigurjón Pétursson, oddviti Alþýðubandalagsins, rétt marði að halda fyrsta sætinu á listan- um. Hann kemur ekki óskaddað- ur frá þessari hörðu keppni við nýkjörinn varaformann flokksins og ritstjóra Þjóðviljans. Þá varð frambjóðanda verkalýðsforingja Alþýðubandalagsins, Guðmundi Þ. Jónssyni, ýtt út í ystu myrkur. Þau sár verða lengi að gróa. Sigurður E. Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, tapaði í prófkjöri Alþýðuflokks- ins fyrir sameiginlegu framboði þeirra Bjama P. Magnússonar og Bryndísar Schram. Hefur Sigurður gefíð til kynna, að keppinautar sínir hafí jafíivel notast við einhveija „kosninga- vél“ sjálfstæðismanna til að vinna sigur á sér. Hann sakar flokksbræður sína sem sagt um óheiðarleg vinnubrögð. Þeir, sem kepptu í Alþýðubandalaginu, hafa að visu ekki haldið slíku á . toft á opinbemm vettvangi. í öllum flokkum em vaxandi efasemdir um gildi prófkjara. Þótt vissulega sé mikilvægt, að sem flestir fái tækifæri til að láta í ljós álit sitt á því, hveijir skipi framboðslista, er hitt ekki síður . mikils virði að halda sæmilegan frið um menn og málefni innan stjómmálaflokkanna. Kosninga- baráttan innan Alþýðuflokks og Alþýðubandalags undanfama daga og eftirleikur hennar að talningu lokinni veikir flokkana í þeim átökum, sem þeir eiga eftir að heyja við hina raun- vemlegu pólitísku andstæðinga. Umræðumar um prófkjörin taka yfírleitt á sig þann blæ, að stjómmálamenn láta undan síga gagnvart kröfum þeirra, er segja, að flokksræði eigi að halda í skefíum með því að láta fólkið sjálft ráða framboðslist- nm. Á hitt er síður litið, að próf- kjörin hafa sjaldan miklar breyt- ingar í for með sér. Það gerist yfírleitt ekki nema um djúpstæð- an ágreining sé að ræða í flokk- um, svo sem nú f Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi. Þegar ágreiningur er kominn á slíkt stig eins og í Alþýðubandalag- inu, að Siguijón Pétursson talar um að varaformaður flokksins bjóði fram nýjan lista gegn sér í forvali, geta prófkjör þjónað þeim tilgangi að raða saman fulltrúum ólíkra flokkshópa. í nýlegri ræðu á aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík ræddi Davíð Oddsson borgarstjóri um próf- kjör og sagði meðal annars: „Ég þykist hafa orðið þess var að undanfömu, að mönnum þyki meiri áhöld um ágæti prófkjöra sem hina einu réttu leið til þess að velja fólk á framboðslista flokksins. Á hinn bóginn hefur ekki verið settur fram skýr kost- ur, sem samstaða er líkleg um, sem tekið geti við af prófkjörs- fyrirkomulaginu. En mér þykir augljóst, að fyrir næstu sveita- stjómarkosningar sé nauðsyn- legt að huga að breyttu fyrir- komulagi, sem eindrægni geti náðst um og tryggt geti allt í senn, að ákveðin endumýjun eigi sér jafnan stað meðal kjörinna fulltrúa, að reynsla þeirra fái notið sín og framboðslistinn sé skipaður fulltrúum sem flestra sjónarmiða og viðhorfa, stétta og kynja.“ Davíð Oddsson sagði, að hugsanlegt væri að fara bil beggja við skipan framboðslista, þannig að próflgör yrðu viðhöfð við 2. eða 3. hveijar kosningar en þess á milli yrði stillt upp af neftid. Hér hefur oftar en einu sinni verið vakið máls á því, að prófkjör njóti ekki sömu vin- sælda og áður hvorki í Sjálfstæð- isflokknum né annars staðar. Orð borgarstjóra staðfesta þá skoðun. Hitt er ljóst, að það verður ekki auðvelt verk að breyta frá þeirri skipan, sem nú ríkir. Þeir sem telja sig eiga undir högg að sækja gagnvart flokksforystu, geta ætíð valið þann kost, að saka hana um ofríki, ef horfíð er frá prófkjörum við val frambjóðenda. Umræður um breytingar af þessu tagi má auðveldlega nota til að ala á tortryggni í garð þeirra, sem til foiystu hafa verið valdir. Því ber að fagna að áhrifamik- ill stjómmálamaður eins og Davíð Oddsson skuli hafa riðið á vaðið innan Sjálfstæðisflokks- ins og lagt fram hugmyndir, er miða að því að setja prófkjörum skorður. Hjá því verður ekki komist fyrir sjálfstæðismenn að taka afstöðu til þessara hug- mynda. (iiFTi samlfí; iuöiun v i>rh;(;j\ harna íhláfjöluw „Við hðfum fundið börnin heil á húfi“ Um 200 manns leituðu barnanna þriggja sem týndust í Bláfjöllum Þorlákshöfn, 3. febrúar. UM KL. 23.30 á laugardags- kvöld var björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn beðin um aðstoð vegna leitar að þremur ungmennum, sem voru týnd í Bláfjöllum. Kl. 24 var lagt af stað á ijórum bflum, 11 göngumenn og fjórir vélsleðamenn með tvo vel útbúna vélsleða. Ákveðið var að fara upp í Þrengsli og bíða þar frekari fyrirmæla. Þegar þangað var komið var haft samband við leitar- stjóm, sem bað um að beðið yrði átekta eftir björgunarsveitinni á Selfossi, sem áttu að vera rétt ókomnir á fímm vélsleðum. Mann- björg hafði þá strax samband á Selfoss og kom þá í ljós að þeir vom ekki enn lagðir af stað frá Selfossi. Þá tók Kristján Frið- geirsson formaður Mannbjargar þá ákvörðun að ekki væri ástæða til að bíða, heldur heQa leit strax á vélsleðunum, en láta göngu- menn bíða átekta í bflunum. Ferðalýsing fjórmenn- inganna á vélsleðunum Færið var ekki gott, full lítill snjór, rok, rigning og þoka, þannig að ekki sást nema nokkra metra fram fyrir sleðana, þar sem öku- ljósin náðu að lýsa. Haldið var suður fyrir Lamba- fell og síðan í norður yfír Eld- borgarhraun og ekið í átt að Blá- fjallahiyggnum. Þetta töldum við öraggustu leiðina vegna þess að aka varð í hlykkjum og illmögu- legt að nota áttavita, heldur urð- um við að fylgja Qallshlíðinni. Áfram var haldið í suðvestur og krækt suður fyrir Fjallið eina. Ekki var hægt að fara beit í vestur, heldur varð að halda ská- hallt suðvestur upp í hallann f krókum og hlykkjum. Áfram var haldið alveg framhjá Kerlingar- hnjúk og um kl. 3.30 var komið suður af Heiðartopp, sem er eld- gígur suðvestur af Bláfjöllum. Þarna var nú stoppað rétt eina ferðina enn, því oft hafði verið stoppað á leiðinni, kallað, hlustað og lýst í allar áttir. Þá er eins og utan úr muggunni heyrist skræk- ir, sem mjög erfítt var að átta sig á. Aftur blístruðum við og hrópuð- um og þá var okkur greinilega svarað. Hljóðin virtust koma úr sömu átt og við höfðum komið úr, nema bara norðar. Við ókum í átt að hljóðunum og komum fyrst auga á tvo drengi, sem stóðu upp á steini og nokkra fjær var stúlka við rústir af snjóhúsi. Haft var samband við leitar- stjóm og tilkynnt að bömin væra fundin heil á húfí. Leitarstjóm vildi fá okkur stystu leið upp í Bláfjallaskála með bömin, en við töldum það óráðlegt þar sem færð og skyggni var afleitt og við ekki alveg öraggir á hvar við væram, því væri betra að fylgja förunum sömu leið til baka og var það samþykkt. Bömin vora merkilega hress, að vísu nokkuð blaut og köld, en hresstust fljótt við að fá að borða og heitt að drekka. Þegar búið var að klæða bömin í þurra vettl- inga, húfur og f álpoka var haldið til baka sömu leið. Tveir okkar urðu eftir með skfðabúnað bam- anna og voram við sóttir af vél- sleðamönnum úr björgunarsveit Selfoss. Bömin vora nú flutt í björgun- arsveitarbflinn, þar sem göngu- menn höfðu beðið. Þeir höfðu fengið skipun um að koma með bömin upp í Bláfíallaskála, því foreldrar þeirra biðu þar. Þegar ijóst var hvað þetta tæki langan tíma ákvað leitarstjóm að hitta Mannbjargarsveitina á Suður- „VIÐ heyrðum vélarhljóð - hróp- uðum og kölluðum og reyndum að gera vart við okkur, en þeir keyrðu framþjá. Skyndilega stoppuðu þeir til þess að fá sér nesti og þá loksins sáu þeir okkur - jú við vorum ofsalega fegin þegar þeir sáu okkur,“ sögðu systkinin Jón Ásgeir Bjarnason, 12 ára og Sólrún Þórunn, 11 ára og Alfreð Harðarson, 12 ára, f samtali við blaðamann Morgun- blaðsins eftir að hafa verið bjarg- að skömmu áður. Það voru félagar í björgunarsveit- inni Mannbjörg frá Þorlákshöfn, sem fundu bömin eftir að þau höfðu hrakist í 10 klukkustundir í suðaust- an roki og rigningu á fjöllum uppi. Drengina fundu þeir þar sem þeir stóðu uppi á steini og kölluðu út í myrkið og stúlkan stóð við rústir snjóhúss. landsvegi við Bláfjallaafleggjara. Mikil hálka var og rok á Bláfíalla- leið og sóttist ferðin seint, svo Mannbjargarsveitin var nokkuð á undan að afleggjaranum. Vildu þeir nú fara með bömin rakleitt til Reykjavíkur, en það var ekki gert heldur beðið og bömin flutt á milli bfla. Mannbjargarsveitin var síðan komin heim kl. 7 um morguninn, allir vora sælir og glaðir eftir giftusamlega björgun. J.H.S. Bömin höfðu farið í Bláfjöll að morgni og voru á skíðum í Suðurgili í Bláfjöllum. „Við ætluðum að færa okkur um set og hugðumst labba fyrir fíallið en villtumst af leið. Þegar við höfðum verið á gangi í klukku- stund áttuðum við okkur á því, að við vorum villt. Þá ákváðum við að láta fyrir- berast og byggðum snjóhús. Notuð- um skíðin og stafina ofan á skíðin en skíðin fuku í rokinu og húsið hrundi f rigningunni. Við vorum orðin ansi blaut, en vissum að við myndum finnast," sögðu þremenn- ingamir. Björgunarmenn og vanir fjallamenn eru sammála um að bömin hafi sýnt mikið æðruleysi í hrakningum sínum og að þau hafi brugðist rétt við þegar þau létu fyrirberast. Þuríður Stefánsdóttir, móðir systkinanna, hringir heim til þess að lál úr helju. Fjær er Margrét Kristjánsdóttir, móðir Alfreðs. Á myndin lögreglunni i Reykjavík. „Við vorum ofsale þegar þeir sáu o sögðu börnin þrjú eftir björg En voru þau ekki orðin svöng, Árni Friðriksson frá Slysavarnafélaginu sýnir bömunum á landa- korti hvar þau fundust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.