Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 Verzlunarbanki íslands 30 ára: Þjónustan við við- skiptavinina ræður mestu um gengi bankans — segir Höskuldur Olafsson bankastjóri LÍKLEGA hafa aldrei verið jafn- miklar breytingar á starfsemi og ytri aðstæðum í 30 ára sögu Verziunarbanka íslands og á síð- ustu tveimur árum. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Verzlunar- bankans sagði að aukið frelsi banka og sparisjóða kallaði á breytta starfshætti þeirra og um leið auknar kröfur til starfsfólks þessara stofnana. Verzlunarbanki íslands á 30 ára afmæli í dag, en hann var stofnaður 4. febrúar 1956 og hét þá Verzlun- arsparisjóðurinn. Höskuldur hóf þá störf sem sparisjóðsstjóri og voru starfsmenn tveir auk hans. Nú eru 124 fastar stöður i bankanum, og tæplega 140 manns á iaunaskrá. Bankastjóramir em tveir, Höskuld- ur Ólafsson og Kristján Oddsson. Fimm ámm eftir að sjóðurinn tók til starfa var honum breytt í við- skiptabanka. Fyrsti afgreiðslustaður Verzlun- arbankans var f Hafnarstræti 1. Árið 1961 fluttist bankinn í Banka- stræti 5 og leigði fyrst húsnæðið, en keypti síðan árið 1964. Af- greiðslustaðir bankans em átta, sex í Reykjavík, einn í Keflavík og einn í Mosfellssveit. Eitt þúsund hluthafar Árið 1984 var aukning innlána í- innlánsstofnunum mest í Verzlun- arbankanum og á síðasta ári var bankinn, að sögn Höskuldar, í þriðja sæti hvað þetta varðar. Og það ár var 100 milljón króna hlutafjárút- boð og seldust öll bréfln. Hluthafar em nú um eitt þúsund og em engar hömlur á kaupum og sölum hluta- bréfa, sem Höskuldur sagði að væri af hinu góða. Verzlunarbankinn er einkabanki og stjóm hans skipa: Sverrir Nor- land, sem er formaður, Leifur ísleifsson, varaformaður, Guð- mundur H. Garðarsson, ritari, Ari Gestsson og Þorvaldur Guðmunds- son em meðstjómendur. Gjaldeyrisviðskipti En það gerðist fleira á síðasta ári. í framhaldi af því að Verziunar- bankinn fékk heimild til að stunda gj aldeyris viðskipti var stofnuð gjaldeyrisdeild, er annast allar almennar gjaldeyrisyfírfærslur. Að sögn Höskuldar verður í framtíðinni lögð áhersla á þennan þátt í starf- semi bankans, ásamt tækniþróun og markaðsmálum. En sama ár var tölvukostur bankans aukinn og verður vikið að því síðar. BANKASTJÓRAR VERZLUN ARB ANKAN S Höskuldur Ólafsson, sem hefur starfað hjá bankanum frá upphafi, t.h. og Kristján Oddsson. Morgunblaðið/Ámi Sœbcrg Aðalbanki Verzlunarbanka íslands á Bankastræti 5. 32.7% útlána eru til einstaklinga Verzlunarbankinn starfrækir sérstaka stofnlánadeild, Verzlunar- lánasjóð. Hann var stofnaður árið 1967 og uppfærð útlán hans nema að sögn Höskuldar tæplega einum milljarði króna. Skipting útlána er önnur hjá Verzlunarbankanum, en ef litið er á meðalskiptinu þeirra hjá banka- kerflnu. Um 51% útlána Verzlunar- bankans er til verzlunarinnar, til einstaklinga 32.7% og til þjónustu- fyrirtækja fara 7.8% útlána. Að meðaltali em útlán bankakerfísins til verzlunar 18.6% af heildarútlán- um, til einstaklinga 18.1% og til þjónustufyrirtækja 7.8%. Fyrir tveimur ámm var komið á fót sér- stakri verðdeild sem menn binda miklar vonir við að geti orðið lyfti- stöng fyrir bankann og viðskipta- vini hans. Starfsmenn eru andlit bankans út á við „Þjónustan við viðskiptavinina skiptir mestu um gengi okkar,“ sagði Höskuldur og benti á að bankastarfsmaður væri andlit. stofnunarinnar út á við. í þessum efnum mæðir ekki hvað síst á þeim Þórði Sverrissyni, markaðsstjóra og Indriða J óhannssyni, starfsmanna- stjóra Verzlunarbankans. „Viðskiptavinurinn kemur ekki aftur ef hann fær ekki góða og ömgga þjónustu," sagði Þórður og bætti við að „vaxtabarátta" bank- anna ætti eftir að jafnast út: „Fram að þessu hefur samkeppni bank- anna farið fram á auglýsingasíðum dagblaðanna og í útvarpi og í sjón- varpi. Sú þjónusta sem veitt er verður mikilvægari, sagði Þórður." Hann benti á að nú þegar væri vaxtamunur milli bankanna lítill og viðskiptavinir skiptu ekki um við- skiptabanka vegna þessa ef þeir væm ánægðir með þjónustuna, er þeir fá. Hæfni starfsmanna skiptir banka miklu og hvemig mætir Verzlunar- bankinn auknum kröfum, sem gera verður til þeirra? Indriði Jóhannsson sagði að Bankamannaskólinn nýtt- ist að einhveiju leyti hvað varðar þjálfun, en aðeins þegar um nýliða er að ræða: „Skólinn býður ekki upp á annað en kennslu í tæknilegri úrvinnslu gagna. Við viljum hins vegar einnig kenna starfsmönnum okkar á hvem hátt hægt er að koma þjónustu bankans á framfæri við viðskiptavini." Indriði bætti við að þekking starfsmanna á viðfangs- eftiinu væri forsenda þess að við- skiptavinurinn fengi góða þjónustu og jafnframt leiðbeiningar hvað honum kæmi best. Indriði benti á að forsenda þess að gott og hæft starfsfólk fengist sé að fjárfest sé í því og þekkingu þess og Verzlunarbankinn hefur sent starfsfólk á námskeið, t.d. hafa um 60 farið á tungumálanám- skeið. Á síðasta ári fóm 12 yfír- menn bankans á sérstakt þjónustu- námskeið, sem skipulagt var af Stjómunarfélagi íslands og í októ- ber vom haldin þijú námskeið fyrir aðra starfsmenn bankans. Indriði sagði: „Þegar þú veitir fólki athygli fær það meiri áhuga á viðfangsefn- inu.“ Björgúlfur Backman hefur unnifl hjá Verzlunarbankanum frá upphafi ásamt Höskuldi Ólafs- syni bankastjóra. Almenn bankastörf em ekki há- launastörf og þegar hefur verið fjár- fest í reynslu og þekkingu hefur það oft viljað brenna við að starfs- maður hættir og ræður sig til annarra starfa. Indriði segist hins vegar vera sáttari við að hafa góðan einstakling í vinnu í eitt ár, en í mörg ár án þess að gera neitt til þess að mennta hann til starfsins. Hann benti á að Verzlunarbankinn ætti því láni að fagna að haldast vel á starfsmönnum, „enda góður vinnustaður". Tveir hafa unnið í bankanum frá upphafi, tólf eiga 25 ára starfsafmæli á þessu ári og 27 aðrir hafa unnið hjá bankanum í 15 áreðalengur. Loðnulöndun til hrognatöku: Mögnleiki á þreföldun aflaverðmætis SAMKVÆMT nýákveðnu verði á loðnuhrognum geta útgerðar- menn og áhafnir þeirra nær þrefaldað verðið, sem fáanlegt er fyrir loðnuna upp úr sjó með þvi að landa henni til hrogna- töku. Er þá miðað við verð á loðnu, þegar hún verður hrogna- tökuhæf síðar í febrúar. Stefán Runólfsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Morgunblaðíð að það hlyti að vera mönnum talsverður hagur af því að landa loðnu til hrognatöku og líklega skynsamlegt að eiga eftir hluta aflakvótans þegar þar að kæmi. Áætla mætti verð á 1.000 lesta loðnufarmi um 650.000 krón- ur til bræðslu þegar að hrognatöku kæmi, en væri sama farmi landað til hrognatöku og úr honum fengist 5% nýting hrogna gæfí hann af sér 1.760.000 krónur eða nær þrefalt meira. Stefán sagði ennfremur að löndun loðnu til heilfrystingar væri vænlegur kostur, en loðnan væri nú að nálgast það að verða hæf til slíkrar frystingar. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur samið við Japani um sölu á 2.500 lestum af ftystum loðnu- hrognum og samsvarar það magn um 50.000 lestum af loðnu upp úr sjó. Ennfremur hefur verið samið um sölu á um 1.000 lestum af frystri loðnu til Japans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.