Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 56
V 4 Jatm* VISA ómissandi EITT KDRT AIIS SDfflAR ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Morgunblaðið/Júlfus löruggum höndum Þijú börn týndust I Bláfjöllum á laugardag. Þau fundust heil á húfí eftir viðtæka leit, sem um 200 manns tóku þátt f og stóð til hálffjögur aðfaranótt sunnudagsins. Það voru félagar f björgunarsveitinni Mannbjörg úr Þorlákshöfn, sem fundu börnin. Þeim segist svo frá björgun- inni f viðtali við Morgunblaðið: „Þarna var stopp- að eina ferðina enn, þó oft hafði verið stoppað á leiðinni, kallað, hlustað og lýst f allar áttir. Þá er eins og utan úr muggunni heyrist skræk- ir, sem mjög erfítt var að átta sig á. Aftur blfstruðum við og hrópuðum og þá var okkur greinilega svarað. Hljóðin virtust koma úr sömu átt og við höfðum komið úr, nema bara norðar. Við ókum f átt að hljóðunum og komum fyrst auga á tvo drengi, sem stóðu upp á steini og nokkru fjær var stúlka við rústir af snjóhúsi." Sjá frásagnir og viðtöl f miðopnu. Rannsóknarlögregla ríkisins: Rannsaka hvarf á peningasendingum til Þýskalands Hugsanlegt að leitað verði aðstoðar Interpol RANNSÓKN stendur nú yfír á hvarfi tveggja peningasendinga frá Búnaðarbanka íslands til Þýskalands, samtals að upphæð um 1,2 milljónir íslenskra króna í þýskum mörkum. Peningarnir voru sendir til tveggja banka í Frankfurt, fyrri sendingin 21. október síðastliðinn og seinni sendingin 28. nóvember, en ekkert hefur til peninganna spurst sfðan. Að sögn Þóris Oddssonar, vararannsókn- arlögreglustjóra ríkisins, er hugsanlegt að leitað verði aðstoðar alþjóðalögreglunnar Interpol vegna þessa máls. Hanna Pálsdóttir, aðalféhirðir hjá Búnaðarbankanum, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að venjan væri að senda gjaldeyri f seðlum og tryggðum ábyrgðar- pósti og hefði svo verið gert í þessum tilfellum. Viðkomandi bankar senda síðan staðfestingu á móttöku seðlanna. Engin staðfest- ing fékkst á móttöku fyrri sending- arinnar að Upphæð 30 þúsund mörk og var þá ákveðið að senda seinni sendinguna, að upphæð 37 þúsund mörk, til annars banka í FVankfurt til öryggis. Sú sending hefur heldur ekki komið fram, en báðar sendingamar voru í gegnum sama pósthúsið í Hamborg. Hanna Pálsdóttir sagði að beðið hefði verið um rannsókn eftir að fyrri sendingin kom ekki fram en það hafí þó ekki verið fyrr en að seinni sendingin hvarf, að grunur vaknaði um að ekki væri allt með felldu. Hún sagði að staðfesting hefði fengist frá Pósthúsinu í Reykjavík að peningamir hefðu verið sendir úr landi. Hanna lét þess jafnframt getið, að mikil óánægja væri með það fyrirkomu- lag að verða að senda umfram gjaldeyrisbirgðir með þessum hætti, í stað þess að Seðlabankinn taki við þeim eins og öðmm seðl- um. Garðabær: Kosið um áfengisútsölu 22. febrúar Aðilar vinnumarkaðarins á fundi með fulltrúum ríkisstjómarínnar: Ráðherramir tóku vel í tillögur ASÍ og VSÍ SAMÞYKKT hefur verið í bæjar- stjóm Garðabæjar að fram fari kosningar um hvort heimila eigi áfengisútsölu i bænum. Kjördag- ur verður 22. febrúar næstkom- andi og kosningarétt hafa allir Garðbæingar, sem á kjördegi hafa náð 20 ára aldri. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu fara kosningar um áfengisútsölu í Hafnarfírði fram þennan sama dag svo að í báðum kaupstöðunum verða áfengismál ofarlega á baugi næstu vikur. FULLTRÚAR ríkisstjómarinnar tóku vel i sameiginlegar hugmyndir launþega og vinnuveitenda um aðgerðir til að skapa grundvöll fyrir kjarasamninga og lækka verðbólgu. Steingrimur Hermannsson for- sætisráðherra segist vonast eindregið tU að menn fari þessa leið við kjarasamningana og að ríkisstjómin sé tUbúin að gera það sem í hennar valdi stendur tU að svo megi verða. Forystumenn Alþýðusambands íslands, Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna komu á fund Mfrfulltrúa ríkisstjórnarinnar, m.a. Steingríms og Þorsteins Pálssonar fjármálaráðherra, í framhaldi af sameiginlegu bréfí þeirra frá því á föstudag um stefnuna í gengismál- um, ríkisQármálum, vaxta- og peningamálum, húsnæðismálum og skattamálum. Ráðherramir voru eins og áður segir jákvæðir fyrir hugmyndum samningsaðila, sögðu að málið yrði tekið fyrir á ríkis- stjómarfundi í dag og boðuðu skrif- legt svar á morgun eða fimmtudag. Ráðherramir hafa boðað forystu- menn Bandalags starfsmanna ríkis '*«og bæja á fund um sama málefni árdegis í dag. í dag verður einnig samningafundur hjá viðræðunefnd- umASIogVSÍ. Steingrímur kvaðst fagna því að aðilar vinnumarkaðarins vildu gera kjarasamninga á þessum grund- velli. Varðandi þær hugmyndir sem fram hafa komið sagði hann að vel "Tcæmi til greina að hafa gengið fast. Sömuleiðis að endurskoða ríkisfjár- málin og þær hækkanir sem orðið hafa á opinberri þjónustu. Hann sagði að ríkisstjómin væri einnig tilbúin til að ýta á að raunvextir lækkuðu með minnkandi verðbólgu. Þorsteinn Pálsson sagði að ef útlit yrði fyrir lækkandi verðbólgu hlyti að verða að endurskoða hækk- anir opinberrar þjónustu og skatta með tilliti til þess. Við ákvörðun þessara hluta hefði verið tekið mið af verðlagsforsendum Þjóðhags- stofnunar. Þorsteinn sagði að mikil- vægt væri að ná betri tökum á verðbólgunni en benti jafnframt á að lækkun verðbólgunnar myndi væntanlega auka erfíðleika ríkis- sjóðs þar sem tekjur minnkuðu meira en næmi lækkun útgjalda. Þetta kæmi til af því að ýmsir út- gjaldaliðir hefðu ekki verið látnir taka verðlagshækkunum á milli ára. Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri VSÍ sagði að jákvæð svör hefðu fengist við hugmyndum launþega og vinnuveitenda um leið- ir til að efla kaupmáttinn, lækka verðbólguna og treysta atvinnuna. Hann sagði að VSÍ legði á það áherslu í þessum viðræðum við rík- isstjómina að fá að vita um þann ramma sér fyrirtækin ættu að starfa innan á árinu, en sagði jafn- framt að ekki væri hægt að taka gengismálin úr samhengi við aðra þætti þessara mála. Samningamir yrðu að miðast við greiðslugetu atvinnuveganna því að öðmm kosti lenti þróun efnahagsmála í sama farvegi og svo oft áður. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði almennt orðaða jákvæða afstöðu ráðherranna ekki nóg, það sýndi reynslan — nauðsynlegt væri að fá raunvemlega hluti á borðið. Morgunblaðið/Bjami Hann sagði að þrátt fyrir þessar sameiginlegu tillögur væm ÁSÍ og VSÍ ekki sammála um hvað stefna bæri að miklum kaupmætti en við- ræðunefndimar teldu sig ekki getað náð lengra án þess að fá viðbrögð ríkisstjómarinnar við þeim hug- myndum sem ræddar hefðu verið. Hann sagði að ASÍ krefðist 8% kaupmáttaraukningar og taldi hann að bætt viðskiptakjör þjóðarinnar ættu að auðvelda atvinnurekendum að ráða við það og samhliða tækist að halda aftur af verðbólgunni. Sjá einnig hugmyndir ASI um aðhald í verðlagsmálum og fleira á bls. 2. Fyrsti bikar A- landsliðsins íslenska landsliðið í handknatt- leik sigraði í Flugleiðamótinu og er þetta i fyrsta sinn sem A-landsIið karla sigrar í al- þjóðlegu móti. Á myndinni hampar Þorbjörn Jensson, fyrir- liði íslenska liðsins, bikamum. Reykhólar: Fjögurra ára stúlka brennd- ist í hver Miðhúsum, 3. febrúar. FJÖGURRA ára stúlka brennd- ist er hún féll niður í hver á Reykhólum laust eftir klukkan 14.00 í dag. Flugvél frá Flug- félaginu Ernir var snúið til Reykhóla og var flogið með bamið til Reykjavíkur, þar sem það komst undir læknishendur. Bamið var að leik við hverinn ásamt öðmm bömum þegar slysið átti sér stað. Kona í nálægu húsi, sem fylgdist með bömunum úr eldhúsglugganum, brá skjótt við og bjargaði stúlkunni úr hvemum. Þegar var haft samband við lækni, sem gaf nauðsynleg ráð og jafn- framt var haft samband við Flug- félagið Emir, sem lét þegar snúa einni af vélum sínum til Reykhóla. Björgunaraðgerðir gengu fljótt fyrir sig og var stúlkan komin undir læknishendur laust eftir klukkan 16.00. Ekki tókst að afla nánari upp.lýsinga um líðan hennar í gærkvöldi. — Sveinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.