Alþýðublaðið - 28.11.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.11.1962, Blaðsíða 4
STEFÁNSSON, listmálari -mmnmg- MIKLIR listamenn deyja ekki, l>eir lifa ófram í verkum sínum ■og áhrifa þeirra gætir um ó- komna tíð. Við íslendingar eig- nm að vonum fáa slíka, en í þeim fámenna hópi er Jón Stefánsson listmálari. í dag kveður íslenzka þjóðin þennan ágætasta son sinn. Jón Stefánsson var fæddur á Sauðárkróki 22. febrúar 1881, sonur Stefáns Jónssonar kaup- manns þar, en í móðurætt var Jbn skyldur Jónasi Hallgríms- syni. Hann brautskráðist úr Latínuskólanum árið 1900 og sigldi utan til verkfræðináms, en hvarf frá því námi þremur árum síðar og gekk myndlistinni á hönd og gerði listmálun að ævi- starfi sínu. Jón Stefánsson var tvíkvæntur, fyrri kona hans'Elsie var af frönsku bergi brotin og var honum góður félagi á fyrri hluta ævi hans, en á efri árum hefur frú Erna Stefánsson verið honum stoð og stytta og votta ég henni mína dýpstu samúð. Jón Stefánsson stundaði list- nám við einn bezta listaskóla Dana, einkaskóla Zahrtmanns og síðar hjá meistaranum Matisse. Dvaldist hann langdvölum er- lendis, en á árunum 1924 — 1936 var hann hér heima nær ó- slitið og einnig undanfarin ár. Mér er það í barnsminni, er Jón Stefánsson kom í heimsókn til foreldra minna að Kleppi, það var sem birta léki um manninn, ■og jafnan andaði hlýju frá þess- um óvenjulega persónuleika, sem var tvinnaður íslenzkri menning arleifð og áhrifum heimslist- arinnar. Þegar minnzt var á Jón Stefánsson lagði jafnan slíkan Ijóma af nafni hans, að sú hugs- un varð ósjálfrátt til, að hann væri eini listmálari okkar íslend inga, sem nokkurs væri um vert, en auðvitað átti ég síðar eftir að sannreyna, að sem betur fer eig- um við fleiri. Meðal íslenzkra myndlistar- manna er Ijúfmennsku Jóns, góð- látlegri kímni og þá eigi siður velvilja og sjálfsögun viðbrugð- ið. Um hann fer einn okar mæt- asti listamaður þessum orðum: „Jón Stefánsson er alvarlegur listamaður, einlægur og ósveigj- anlegur í kröfum gagnvart sjálf um sér. Hann er einn bezti og mætasti maður, sem ég hefi hitt og mér hefur reynzt það gæfa að kynnast honum.“ — Því miður átti ég þess ekki kost að kynnast Jóni Stefánssyni per- sónulega, nema lítillega, en hef fyrst og fremst lært að meta hann sem listamann og virða lista verk hans og lífsstarf. Það fær engum dulizt, að mál aralistin var Jóni Stefánssyni heilög og ekki heldur hitt, að enginn islenzkra málara hefur miðlað íslenzkum myndlistar- mönnum jafnmiklu gegnum reynslu sína og hann. — And- stætt því, sem gerðist um hina brautyrðjendurna, Ásgrím og Kjarval, kynntist hann myndlist- inni, áður en liann gekk henni á hönd. Segja má að hann hafi dreg izt að henni fullur efasemdar. Loks fór þó svo, að hann hætti I DAG kveðja Islendingar Jón Stefánsson, einn ágætasta listamann, sem þeir hafa eign- azt. Jón Stefánsson var einn þeirra fáu manna íslenzkra, sem hlotið hafa óskoraða viður- kenningu meðal erlendra þjóða fyrir list sína. Hann var ekki aðeins einn mesti málari ís- lendinga, heldur mun hann á- vallt verða talinn meðal fremstu málara Norðurlanda á þessari öld. Jón Stefánsson var íslenzkur málari. Beztu myndir hans eru um íslenzkt efni. Hugmyndir þeirra eru sóttar I náttúru ís- Iands, íslenzk fjöll og íslenzkt brim, þær eru af íslenzkum fuglum, í þeim er íslenzk dagsbirta og íslenzk nætur- kyrrð. Samt er Jón Stefánsson alþjóðlegastur íslenzkra mál- ara. Menntun hans var evrópsk, tækni lians af sama toga og franskra meistara. Aðrir ís- lenzkir málarar hafa líklega gert málverk, þar sem er ó- ræðari snilld eða frumlegri túlkun á íslandi en er í mynd- Jun Jóns Stefánssonar. En öll jum öðrum málurum betur tókst fionum að sameina íslenzkt við- liorf ströngustu kröfum Iieims- Jistarinnar. Þess vegna varð htann frægastur íslenzkra mál- ara erlendis. I verkum hans kynntist hinn menntaði heim- ur íslandi eftir leiðum alþjóð- Icgrar listar. Þá landkynningu eiga íslendingar að þakka Jóni Stefánssyni um alla framtíð. Jón Stefánsson hefði ekki orðið jafnmikill listamaður og hann var, hefði hann ekki fyrst og fremst verið mikill maður. Hann var skarpgáfaður og margrfróður. En jafnframt var hann ljúfur maður og hógvær. Hann hafði ákveðnar skoðanir á þcim málum, sem hann taldi sig hafa þaulhugsað, en liann var ekki dómharður. Góðvild í garð annarra manna var rík í eðli hans og fari, en hún var ekki af svo hvcrsdagslegum toga, að hún spillti næmri kímnigáfu hans. Hann var þess konar maður, að öllum, sem kynntust honum, hlaut að verða vel til hans, — þeim, sem kynnt ust honum vel, að þykja vænt um hann. Jón Stefánsson var íslend- ingurn mikils virði, og list hans verður íslenzkri þjóð ávallt ó- metanleg. Hann og myndir hans voru og verða ein rakanna fyr- ir réttmæti íslenzks sjálfstæð- is. Gylfi Þ. Gíslason. verkfræðinámi, til þess að helga sig köllun sinni, vitandi þó, að liann ætti langa og erfiða göngu fyrir höndum og að engir sæld- ardagar færu í hönd. Hins veg- ar má segja um þá Kjarval og Ásgrím, að þeir hafi varpað sér út í myndlistina er þeir sigla til listnáms, án þess að vita nema óljóst, hvað framundan væri. — Ferillinn er einnig annar, Jón kynntist ungum erlendum starfs- bræðrum sínum, svo sem Axel Rovold, Jean Heiberg og deilir kjörum með þeim í borg heims- listanna, en Kjarval og Ásgrím- ur störfuðu nær eingöngu hér heima, að námi loknu. Jón kemst í beina snerting við formbyltingu og framþróun myndlistarinnar á 20. öld og bera verk hans menj- ar þess, í þeim örlar ekki á rómantík. Skaphöfn Jóns Stefáns sonar var líkt og gerð til að fást við þau vandamál er hin nýju viðhorf í myndlistinni sköpuðu. Með greind sinni og rökhyggju tókst honum jafnan að skilja hismið.frá kjarnanum. Jón Stefánsson byrjar fyrst um 1919 að mála landslagsmyndir, en hafði þá fengið mikla reynslu < á sviði myndlistarinnar, og það j er athyglisvert hve næmur hann > er á það, sem kalla mætti hið abstrakta" eða óhlutkennda inn- | tak landslagsins, hið tæra og nakta form, sem er kjarninn í íslenzku landslagi og krefst þess að lögð sé áherzla á andstæður hinna stóru og smáu flata í mynd inni. Jón hefur jafnan lagt á- lierzlu á hið ,,dramatíska“ eða stórbrotna í íslenzku landslagi og verið gjörsamlega frábitinn því að skreyta verk sín á neinn hátt. Hann hefur aldrei leyft sér að reyna að leysa neitt verkefni án þess að sökkva sér í það og brjóta það til mergjar. Sú yfir- borðsmennska sætra lita eða skrauts, sem svo oft orkar heill- andi á óþjálfað auga og gæti leitt til skjótfenginnar frægðar, hef- ur jafnan verið bannfærð í verk um hans. Þess vegna hefur list hans, enn sem komið er, ef til vill frekar átt erindi til lista- manna og listunnenda en alls almennings, en einmitt það hef- ur orðið hlutskipti margra viður- kenndustu listamanna, sem upþi hafa verið. — Mér hefur hér orð ið tíðrætt um landslagsmyndir Jóns, en list hans á margar hlið- ar, sem vert hefði verið að minn- ast á, þó það verði ekki gert hér. Hitt þykir mér rétt að menn geri sér ljóst, að enginn hefur kom- izt framar Jóni í því að tjá ís- lenzka náttúru í málverki, þann- ig að tekið væri fullt tillit til list rænna viðhorfa. Við eigum, sára- fáa listamenn, sem geta það. í því sambandi er og vert að minn- ast orða meistarans sjálfs: „Mér finnst íslenzk náttúra vera í sam anburði við landslag meginlands ins, eins og nakinn líkami and- spænis líkama í öllum fötum. Einmitt vegna þess, að íslenzkt landslag er nakið, er það svo merkilega fagurt". JON STEFANSSON, sjálfsmynd Jón unni öllu, sem íslenzkt er, og þeim mönnum, sem ekki kunna að meta annað en fjár- munagildi lífsins og fara jafnvel af landi brott einungis þess vegna, er holt að minnast orða hans: „Ég er íslendingur og verð íslendingur — ég get ekki ann- að, það er mér í blóð borið og sinnið ofið, hvað svo sem ég geri og hvað sem aðrir segja“. „Jón Stefánsson hefur auðg- að þjóð sína með list sinni og verið sannur sonur þjóðar sinnar og væri vel ef íslenzka þjóðin ætti eftir að eignast marga slíka á sem flestum sviðum. Gunnlaugur Þórðarson. Fimmtugur í dag: BJARNE PAULSON ambassador Dana BJARNE PAULSON, ambassador Dana í íslandi, er fimmtugur í dag. Hann hefur gegnt hinu mikilvæga starfi sínu hátt á þriðja ár, en skil ríki sín afhenti hann Forseta ís- lands í febrúar 1960. Ambassadorinn hefur starfað í utanríkisþjónustu þjóðar sinnar í 23 ár. Hann lauk lögfræðiprófi 1939 og tók sama ár til starfa í ut anríkisráðuneytinu í Kaupmanna- höfn. Eftir styrjöldina var hann 1947 sendur til starfa í danska sendiráðinu í París, síðar í London um skeið. Hlaut hann stöðugt vax- andi trúnaðarstörf og árið 1957 var hann gerður að sendifulltrúa í Bonn. Hafði hann þannig starfað i nokkrum umsvifamestu stjórn- málamiðstöðvum álfunnar, þegar hann var gerður að ambassador hér á landi. Það þótti ekki sízt tíðindum sæta, þegar ambassadorinn kom hingað til lands, að hann hefur ís- lenzkt blóð í æðum. Voru ættir hans þá raktar og náin frændsemi við kunna samtíðarmenn hér heima. Ekki er ástæða til að rekja þá hluti nú, en ambassadorinn og kona hans voru fljót að skapa sér víðtæk tengsl vináttu og kynning- ar liér á landi. Er það mál þeirra, sem lionum liafa kynnzt, að það hefði hann fljótlega gert, þótt ekki kæmi til frændsemi og fyrri kynni af íslendingum, enda er hann með afbrigðum vcl fallinn til starfs síns, áhugasamur, árvakur og velviljaður í hvívetna. Það er til fyrirmyndar í mál- efnum þjóða, hversu góð og sí- batnandi samskipti íslendinga og Dana hafa verið eftir fullan að- skilnað þjóðanna. Nú hefur það gerzt á starfstíma Paulsons hér á landi, að síðasta deiluatriðið, hand ritamálið, virðist komið langleiðis í höfn. Málinu er ekki formlega Framh. á 13. síðv Bjarne Paulsson. 4 28. nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.