Alþýðublaðið - 28.11.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.11.1962, Blaðsíða 3
ADENAUER VERÐ- UR AÐ FARA FRÁ! BONN: Haft er eftir áreið- anlegum heimildum í Bonn að Kristilegir Demókratar hafi á fundi sínum í gær krafizt þess að Adenauer verði látinn víkja úr kanslaraembættinu strax á næsta ári. Samkvæmt heimildum þessum um fundinn, sem var leynilegur og sóttur af öllum helztu forystu- mönnum Kristilegra Demókrata- flokksins, var borin fram á fund- inum tillaga þess efnis að Aden- auer kanslari og foringi flokksins láti af embætti þegar í vor eða í seinasta Iagi næsta sumar. Tillaga þessi var samþykkt í einu hljóði. Ástæðan fyrir þessari óánægju kristilegra demókraía með for- ingja sinn er talin sú að komið hafi í Ijós í sambandi við Spiegelmálið svonefnda að' Adenauer væri ekki lengur fær um aö stjórna flokk né stjórn landsins. ; Aðspurður mun Adenauer ekki liafa viljað neitt um þessa kröfu flokksbræðra sinna segja. Þetta Enn hreínsab til i Saíia Sofia, 27. nóvember (NTB-Reuter) TOBOR Zhivkov, forsætisráð- herra, tilkynnti í dag að sögn út- varpsins í Sofia viðtækar breyt- ingar á búlgörsku stjórninni. Zhivko Zhivkov og Georgy -Trajkov hafa verið skípaðir vara- forsætisráðherrar. Auk þeirra hafa eftirtaldir menn verið skip- aðir varaforsætisráðherrar: Stan- ko Todorov, Ivan Mihailov, Tano Zolov og Pentsjo Kubadinsky. Ivar Basjev hefur verið skipaður utanríkisráðherra. Todor Zhivkov varð forsætis- ráðherra og aðalritari kommún- istaflokksins 19. nóvember í stað Anton Jugov, scm sviptur hafði verið embætti forsætisráðherra. Sninoi fyrrverandi utanríkisráðherra og Heinrich Krone sem talinn er lík- legastur sem eftirmaður kanslar- ans. Mende lýsti því yfir að Frjáísir Demókratar mundu ekki taka upp að nýju stjórnarsamstarfið við Kristilega Demókrata nema Strauss landvarnarráðherra yrði látinn víkja úr stjórninni. Væri hér um algjört skilyrði að ræða af hálfu flokks síns. Pompidou áfram forsætisráðherra __ ADENAUER — nú er það svart. er mikill ósigur fyrir Adenauer, þar sem flokksmenn hans vilja nú kenna honum um stjórnarslitin og: erfiðleika flokksins í sambandi við Spiegelmálið. Flokksmenn kansl-1 arans hafa aldrei gagnrýnt hanni ,iafn harðlega og nú er þeir krefj- ast þess að hann Iáti af forystu flokks og stjórnar. Adenauer átti í gær viðræður við Erich Mende foringja Frjálsra Demókrata til að reyna að koma aftur á samkomulagi um stjórnar- samstarf. Viðstaddir þessar við- ræður voru m. a. Von Brentano ELDFLAUGAR FJARLÆGÐAR í TYRKLANDI ★ BERIÁN: Lögreglan í Vestur- Berlín bannaði í gær fund, sem Samtök fórnarlamba Nazismans höfðu boðað til. Lögreglan óttað- ist að til óeirða kynni að koma þar eð kommúnistar standa fyrir félagi þessu. Dómstóll í Vestur- Berlín mun taka afstöðu til þess á föstudag hvort banna beri fé- lagsskap þennan. Síldarbátar réru í gær í GÆR brá aftur til norðanáttar hér sunnanlands og var í gær- morgun eins stigs frost í Reykja- vík. Síldveiðibátar fóru allir á sjó ,í gær frá verstöðvunum viö Faxa- flóa. Bátarnir fóru úr Reykjavíkur- höfn um klukkan 9:30 um morgun- inn. Iléðan frá Reykjavík er 11— 12 klukkustunda sigling á miðin. í gærdag var spáð norðan kalda og var álitið að veður mnndi gott iá miðunum. í nótt var hins vegar spáð suð austan átt á nýjan leik. PARIS 27. nóvember, (NTB- AFP). De Gaulle, forseti hefur nú út- nefnt George Pompidou, forsætis- ráðherra Frakklands. Búizt var við þessari útnefningu eftir hinn mikla sigur de Gaulle og ríkis- stjórnar hans í kosningunum á sunnudaginn. Samkvæmt stjórnarskránni verð 1 ur þingið að samþykkja útnefn- inguna, áðiu- en hún er tekin gild. í þetta skipti verður þó samþykki þingsins aðeins formsatriði, þar eð Gaullistarnir hafa hreinan meiri- hluta á þinginu. Búizt er við, að Pompidou beri fram ráðherralista sinn jafnskjótt og nýtt þing kemur saman. I dag átti hann samtal við de Gaulle í Elysée-höllinni og munu þeir hafa rætt um myndun hinnar nýju stjórnar. Ekki er gert ráð fyrir því í París, að gerðar verði neinar stór- vægilegar breytingar á ráðherra- skipun þeirra, sem var í seinustu stjórn Pompidou. Utanríkisráðherra verður senni- lega áfram Couv de MurviIIe og Christian Fouchet, fráfarandi uPP lýsingamálaráðherra verður senni lega menntamálaráðherra hinnar nýju stjórnar. Nokkrar breytingar aðrar eru vel hugsanlegar. T. d. að ráðherrar skipti eitthvað um embætti en talið er þó fullvíst, að bæði Roger Frey, innanrikisráð- herra og Guiscard Ð’estaing, f jármálaráðherra muni halda embættum sínum. LONDON, 27. nóvember, (NTB- AFP). Formælandi bandaríska sendiráðs- ins í London vildi hvorki játa né neita í dag, þeim orðrómi, að Bandaríkjamenn muni leggja nið- ur eldflaugastöðvar sínar í Tyrk- landi. íhaldsblaðið „Daily Telegraph" í London hermdi í morgun, að Bandaríkjamenn mundú á næsta ári fjarlægja allar meðaldrægar eldflaugar sínar af gerðinni Júpí- ter frá Tyrklandi. Sagt ér, að þær verði fjarlægðar, þar eð þær sam- ræmist ekki lengur kröfum tím- ans. Af opinberri hálfu í Bretlandi hefur ekki verið látin í ljós skoð- un á fregn þessari. Hins vegar er gefið í skyn, að Júpítereldflaug- arnar séu ekki lengur mikilvægar. Samkvæmt tyrkneskum heimild- um í London, mun Tyrkjastjórn eggjast gegn því, að bandarískar lerstöðvar í Tyrklandi verði lagð- ir niður. KINA VILl SEMJA VIO PAKISTAN ÍSAFIRÐI í gær. DÓMUR var kveðinn upp kl. 18:00 í dag yfir skipstjóranum af togaranum Aston Villa frá Grims- by. Var skipstjórinn dæmdur í 260 þúsund króna sekt og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Ef sektin verður ekki greidd innan fjögurra vikna vofir 4 mánaða varðhald yf- ir skipstjóranum. Þá greiði hann allan málskostnað. Hann áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar. Jóhann Gunnar Ólafsson kvað upp dóminn, en meðdómendur voru Páll Pálsson, skipstjóri og Rögnvaldur Jónsson, framkvæmda stjóri. New Delhi, 27. nóv (NTB) FREGNIR frá Nýju Delhi herma að Indverjar hafi nú fengið svar við fyrirspurnum þeim, sem þeir sendu kínversku stjórninni varðandi vopnahléstilboð það, sem Kínverjar buðu Indverjum fyrir nokkru. Nehru forsætisráðherra Ind- lands varaði Indverja við því að láta blekkjast af fagurgala Kín- verja er þeir byðust nú til að ræða vopnahlé. Kvað Nehru Iítið mark takandi á loforðum Kinverja og bað þjóð sína að vera viðbúna langvarandi styrjöld. Undanfarið hefur verið brezk sendinefnd í Nýju Delhi og átt viðræður við indversku stjórnina í sambandi við vopnasölu Breta til Indlands. Sagði talsmaður hennar að tryggt væri að þau vopn yrðu ekki notuð gegn Pakistan. Varaforsætisráðherra Pakistan las upp bréf í þinginu í dag frá kínversku stjórninni. Mælast Kín- vcrjar þar til að Pakistan geri við þá gagnkvæman griðasamning. — Ráðherrann sagði við þetta tæki- Framhald á 11. síðu Rússar eiga tólf kjarnorkukafbáta LONDON, 28. nóvember, (NTB- Reuter). RÚSSAR eiga 12 nothæfa kaf- báta, sem knúnir eru kjarnorku, og árlega smíða þeir fimm eða sex nýja, segir í brezka ritinu Jane’s Fighting Ships. Kjarnorkuknúnir kafbátar p—i m. a. af þrem nýjum gerðum. Tvær. þeirra eru búnar fjarstýrðum flugskeytum, og ein er ætluð til árása. Alls eiga Rússar 30 kafbáta, sem eru þannig útbúnir, að hægt er að skjóta frá þeim eldflaugum, og tíu þeirra eru knúnir kjarnorku. Samanlagt eiga Rússar 465 kaf- báta. Til samanburðar má geta þess, að samkvæmt áætlunum, sem nú eru á döfinni munu Banda- ríkjamenn eiga 81 kjarnorkuknú- inn kafbát fyrir árslok 1967. í „Jane“ segir, að á því leiki ekki nokkur vafi, að margir sov- ézkir togarar séu búnir meiri radíó- og ratsjártækni en eðlilegt sé um íiskiskip. i Togarar þessir geta sent upp- lýsingar til Sovétríkjanna um her- skip annarra ríkja og æfingar{ ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. nóv .1962,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.