Alþýðublaðið - 28.11.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.11.1962, Blaðsíða 8
Raunasaga samaltlsti Ég er einbúi. Þess vegna hugsa ég mikið. Og hugsa hægt. Það sýndi sig bezt að ég er orðinn allþjálfaður í að hugsa, þegar ég kom ritstjóranum til að hoppa upp í loftið, svo sá undir iljarnar, og fréttastjóranum til kippa búsk úr skegginu af æsingi. mollulegt. Þá var það, að hann Ég borða hjá góðu fólki vestur í bæ. Húsbóndanum þykir mjög gam an að ræða um bókmenntir og list ir yfir matborðinu. Hann er alltaf á öndverðum meiði við mig. Þess vegna getum við alltaf rifist um þessi mál, þegar annað er ekki á dagskrá. Við sitjum andspænis við matborðið, og rífumst þangað til ^hárið á okkur stendur beint upp í loftið, og allir eru flúnir úr eld- húsinu. Þrátt fyrir það, að hann hefur aldrei rétt fyrir sér (að mín- um dómi) varð hann einu sinni ó- belnlínis til þess, að ég varð mið- depill heimsmálanna á ritstjórn Alþýðublaðsins einn vesælan eftir- miðdag í annarri viku nóvember- mánaðar þessa árs. Það var fyrst í september, þegar menn byrja að kveikja ljós á kvöldin í íbúðum sínum og hænsna kofum, að við höfðum rifist um listir við kvöldverðarborðið, ég og maðurinn á Vesturgötunni. Báðir voru búnir að ausa úr skálum vizku sinnar og síðan reiði, og andrúms- loftið yfir kaffibollanum var sagði: — Úr því að við erum að tala ! um málverk, þá væri nær að bjarga málverkinu hans Sigurðar Guð- i mundssonar úr hænsnakofanum við Gunnarshólma, heldur en að styrkja þessa abstrakt-ræfla til að halda áfram klessuverki sínu. Ég „kveikti" samstundis: — Ha, málverk eftir Sigurð Guð- mundsson málara? Síðan sagði hann mér, að upp- dráttur Sigurðar Guðmundssonar málara, af Þingvöllum til forna héngi uppi í hænsnakofa á bæn- um Gunnarshólma, hérna fyrir of an Reykjavík, skammt frá Lög- bergi. Það með, að verkið lægi undir skemmdum, bæði vegna raka og hænsnaskíts. Ég sá strax, að hér var um merkilegt mál að ræða, sennilega yrði ég frægur, ef ég uppgötvaði þetta „týnda málverk" á þessum stað. Hróður minn sem blaðamanns myndi margfaldast, og — og kannski fengi ég fundar- laun frá menntamálaráði Og hver vissi nema ég fengi orðu frá for- seta, „fyrir frækilega björgun lista verks eftir einn ástsælasta málara '^enzVfi bióð'|kinnar, og næmt auga fyrir þeim verðmætum íslend i inga, sem liggja undir skemmd- um og glatast." Ég fór í skyndi til herbergis míns og fór að fletta og lesa bók, sem ég átti um Sigurð Guðmunds- son málara. Jú, það stóð allt heima sem ég hafði haldið: Á árunum eftir 1860 hafði Sigurður farið um Þingvelli og þá gert uppdrátt að Alþingi hinu forna við Öxará, eins og hann hélt það verið hafa.. Þessi uppdráttur átti að prentast í fyrstu ensku útgáfunni af Njálu, sem gefin var út í Englandi 1864 en einhvern veginn varð ekki af því og aðeins birtar teikningar Sig- urðar af fornum húsakosti á is- laudi Svo stóð ekki meira um teikninguna annað en það að árið 1878 ,var hún prentuð aftast í bók Sigurðar um Alþing hið forna við Öxaré, sem Hið íslenzKa Bók- menntafélag gaf út. Þá var Sigurð ur buinn að llggja undir grænni torfu í fjölda ára. Svo var ekki meir um frummyndina vitað. Bilið milli áranna 1878 og 1 W> var óbrú að, og það ætlaði ég að brúa. Séra Jón Auðuns hafði skrifað bókina, svo ég trúði þessu eins og guðsorði. Að réttu lagi hefði ég átt að þjóta strax upp á ritsttórnarskrif stofur blaðsins og básúna þar að ég væri með frétt ársins í heilan um, en þar sem bollurnar sem ég hafði borðað á Vesturgötunni voru þungar í maga, og læknir hafði varað mig við mikilli áreynslu eftir mat, þá ákvað ég að láta það bíða um sinn. Ætlaði seinna um kvöldið. En þá Var mesti æsingur- Þetta er myndin sem setti allt á annan endann á ritstjórn Alþbl. inn runninn af mér, svo ekkert varð af „skúbbinu" það kvöldið. Daginn eftir hafði ég gleymt mál- verkinu merkilega í hænsnakofan um, eða ég nennti ekki að muna eftir því. Þannig leið septembermánuður og októbermánuður og hænsnin í Gunnarshólma héldu óáreitt áfram að drita á málverk Sigurðar Guð- mundssonar málara. Þessa tvo mánuði var heldur tíðindalítið í heimi blaðamennskunnar hérlend- is, fáir náðu góðum fréttum, ég engum. Þann 8. nóvember var venju fremur lítið í fréttum. Dagurinn var á góðri leið með að vera leið inlegur um kaffileytið. En þá skaut niður í huga minn sögunni um málverkið góða í hænsnakofanum Hún hafði geymst í tvo mánuði í undirvitundinni, og nú var hún loks orðin nægilega þaulhugsuð á borðið ritstjórans. Nú var ég viss: fréttin um málverkið var frétt árs ins. Og eins og hlutir sem þessir gerðust á hverjum degi, gekk ég rólegur fram til ritstjórans og fréttastjórans og sagði við þá, án þess að taka pípuna úr munninum: — Hvernig væri ef við fyndum málverk eftir Sigurð Guðmundsson í hænsnakofa hérna fyrir utan bæ inn, allt útbíað í hænsnadriti? Ég ætla ekki að reyna að lýsa viðbrögðum þeirra nánar en í upp hafi þessarar sögu. En það skipti engum togum, að ritstjórinn skip- aði mér að fara þegar á staðinn með ljósmyndara með mér og afla nánri upplýsinga. Unp að Gunn- arshólma er 15 mínútna akstur í leigubifreið, en ritstjórinn sagði: ,,Þú verður að vera kominn aftur eftir kortér“ — Þá vissi ég að hann var í góðu skapi. Vinir okkar á B.S.R. hafa orðið skelkaðir, því bíllinn var kominn begar ljósmyndarinn var tilbúinn og ég búinn að kasta frakkanum vfir herðarnar. Við sögðum hon- um að flýta sér og hann tók það svo alvarlega að ég var með hjart- að í buxunum alla leiðina. Þegar upp að Gunnarshólma kom, sáúm við að á staðnum eru tveir hænsna kofar. Eins óg við mátti búast, leit uðum við fyrst í þeim, þar sem engin listaverk héngu á veggjum, heldur stofan aðeins prýdd með vírneti og flögnuðu kalki. Sá var fjær íbúðarhúsinu. Þá var næst að leit í hinni hænsnaparadísinni, en til þess að fara ekki sem þjófar •i nóttu, ákváðum við að segja heim ilisfólki af ferðum okkar. Til dyra kom vingjarnlegur maður og hann sagðist skyldi fylgja okkur á stað- inn þar sem málverkið væri geymt. Kom svo út á skyrtunni þótt hagl væri á og leiddi okkur til hænsna kofa. Þar, í fordyri að vísu, hékk málverkið fræga í einu horninu, — og það var ekki ofsögum sagt, hvernig farið hafði verið með dýr- gripinn: hlífðarglerið var brotið, myglan farin að teygja sig yfir myndflötinn og hænsnaskíturinn myndaði háar strýtur á ramman- um. Köngulær höfðu spunnið net sín frá horni kofans og út í mynd ina. Hafa sennilega ætlað að veiða flugur, en fengið annað ókræsi- legra í nótina. Við þessa sýn stundi ég þungan: „Sárt ertu leikinn, Sámur fóstri.“ og hóf síðan að punkta niður hjá mér nánari lýsingu á umhverfinu og verkinu sjálfu. Mér blés guð- imóður í brjósti: Ég skyldi sýna þess um islenzku hálfvitum, sem láta verk beztu manna sinna grotna niður í daunillum hænsnakofun um, hve blindir þeir eru, og hve mikil andleg vesalmenni vaxa upp í skvapkenndum búkum þeirra. Oh, ef ég hefði Rimmugýgi við |höndina, þá mundi ég höggva þá, |og ef penni Voltarie væri minn myndi ég stinga á graftarkýlin i samvizku þeirra. Aumingja maðurinn varð hálf- hvumsa við, þegar við vorum allt í einu komnir í hans umdæmi og farnir að planleggja rosafréttir um skreytingarnar á hænsnakofan um hans. Og hann hneppti betur að sér skyrtunni. Þegar Ijósmyndarinn var búinn að taka myndir af öllu sem honum datt í hug, að væri þessu máli tengt, héldum við rakleiðis upp á blað aftur. Þar sátu æðstu menn málþola og biðu okkar frétta. Frétíastjórinn hafði lofað mér í glæsilegri framtíð, ef ég fyndi málverkið, og þegar hann sá gleði ásjónuna á andlitum okkar, sat hann og sá eftir orðum sínum. En hvað um það. Ljósmyndarinn fór 1 niður og byrjaði að framkalla, en i ég sett.ist niður við ritvélina og gat ekkert hugsað fyrir ánægju. j Samt fóru að koma línur á stangli ; á pappírinn. Vinnufélagarnir voru að koma öðru hverju og spyrja mig spjörúnum úr, en ég lét ekki mikið yfir mér: Jú, satt var það. I Ég hafði fundið málverk eftir Sig urð Guðmundsson málara í hænsna I kofa (hóstaði svo hógværlega á eftir). En hvað var það, hm. Svo neytti ég færis, þegar enginn sá til og læddist upp á Landsbóka- safn og kynnti mér bókina, sem Bókmenntafélagið hafði gefið út með títtnefndum uppdrætti. Þar þóttist ég fá staðfestingu, á því að ég færi ekki með neina vileysu. En þegar klukkan var að verða sjö um kvöldið og ég búinn að skrifa þriggja síðna langa „æsi- frétt" um málverkafundinn, þá kom ljósmyndarinn með myndirn- ar, sem hann hafði tekið af „lista- verk: og r; voru mjo£ til h, ur II efase um: gert an I; meri merl hægt og fi um 1 Og 1 og h ust.3 mu sagði dró s sér ti Þa ICrisi sem þessi Nei, að fi eins kofai staða En var í þe: Eldjí farar og et fara að b; og í um i að þ skau: út úr að m dýrm manr sér {: eftir Þa stjór átti i og s: mym verki legur og s; um. ; aftar hætt lejga hlæg stjór vitle; búin: inu. hafi S 28. nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.